Morgunblaðið - 10.06.2001, Side 26
26 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
N
Ú UM Sjómanna-
daginn er liðið ár
síðan tvær skonn-
ortur franska flot-
ans, „La Belle
Poule“ og
„L’Etoile“ komu í heimsókn hingað
til Íslands.
Skipin eru nákvæm eftirlíking
fiskiskonnortanna (góletta) sem
voru hér við land í hundruða tali á
síðari hluta 19. aldar og allt fram
undir 1935, þegar síðasta skútan frá
Pompól í Bretaníu var hér á Íslands-
miðum.
Skipin komu hingað í boði menn-
ingarborgar Reykjavíkur og fyrir
tilstilli franska sendiráðsins.
Þessar æfingaskútur franska flot-
ans voru byggðar árið 1932 í Fé-
camp í Normandí. Þær eru úr eik,
notaðar til þjálfunar og kennslu
nemenda Sjóliðsforingjaskólans í
Brest; 37,5 metrar á lengd (mesta
lengd) og 25,30 metrar í sjólínu,7,40
m á breidd og djúprista 3,65 metrar,
særými (deplacement) 225 tonn og
búnar 285 hestafla hjálparvél, en
flatarmál allra segla er 450
m2..Venjulega eru 15 menn í áhöfn.
Upphaf þessarar heimsóknar má
rekja til Fulltrúaráðs Sjómanna-
dagsins í Reykjavík og Hafnarfirði
sem ætlaði að fá seglskip til Reykja-
víkur í tilefni 60 ára afmælis Sjó-
mannadagsins 1998. Á 50 ára afmæli
Sjómannadagsins árið 1988 komu
hingað þrjú seglskip, Georg Stage
frá Danmörku, þrímastrað rásiglt
skip (fullreiðaskip), og kútterarnir
Jóhanna og Westward Ho frá Fær-
eyjum, tvímastraðar skútur eins og
þær sem voru hér á skútuöldinni um
og eftir aldamótin 1900. Þessi þrjú
seglskip sigldu þá í skrautsiglingu
ásamt íslensku og dönsku varðskipi
inn til hafnar á Sjómannadaginn
1988. Þetta þótti falleg sjón í góðu
veðri hér úti á sundunum og ætlunin
var að endurtaka þetta árið 1998. Á
50 ára afmælinu, 1988, átti að fá mun
fleiri seglskip hingað til Reykjavík-
ur. Urðu það okkur sem unnum að
þessu í umboði Sjómannadagsráðs
mikil vonbrigði að ekki tókst að fá
fleiri skip. Flestir höfðu þá afsökun
að skipin tækju þátt í mikilli hátíð
vegna 200 ára landnáms Breta í
Ástralíu. Óskir um að fá skipin hing-
að til lands höfðu þó verið sendar
með góðum fyrirvara, einu og tveim-
ur árum fyrr.
Það var því öllu áhugafólki um
seglskip og tengsl við Frakka mikið
ánægjuefni að þessar tvær þekktu
og fallegu skonnortur komu hingað
til lands í fyrra. Það sem er þó ennþá
ánægjulegra er hvað heimsókn skip-
anna hingað til Íslands tókst á allan
hátt frábærlega vel og verður skráð í
sögu franska flotans og samskipta
Íslands og Frakklands sem merki-
legur atburður.
Komu skonnortanna var gerð góð
skil í Morgunblaðinu og Lesbók
Morgunblaðsins í merkilegum
greinum sem Elín Pálmadóttir skrif-
aði, en grein og skýrsla Gonidecs,
þriðja stýrimanns á Pourquoi pas?,
sem var sá eini sem komst af, varpar
nýju ljósi á hversvegna Pourquoi
pas? hrakti upp á Mýrar og hvers
slags aftakaveður var, þegar skipið
fórst , 16. september 1936. Því hefur
t.d. verið haldið fram að skipstjórn-
armenn hafi villst á vita og tekið vit-
ann á Akranesi í stað Gróttuvita.
Það var alls ekki, þeir vissu allan
tímann hvar þeir voru staddir og
kom auðvitað vart annað til greina
með þrjá þrautreynda skipstjórnar-
menn í brúnni. Yann Carriou, skip-
herra á ĺEtoile, tók með sér þessa
skýrslu ásamt myndaalbúmi Goni-
decs.
Ég kynntist nokkuð Yann Carriou
skipherra þessa daga sem skipin
lágu hér í Reykjavík. Hann er al-
úðlegur maður, Bretóni að uppruna
og ber með sér að hann er góður sjó-
maður. Ógleymanlegt er þegar hann
ræddi og útskýrði skýrslu Gonidecs í
káetu sinni.
Um siglingu skonnortanna,
l’Étoile og la Belle Poule, hefur Car-
iou sent mér fróðlega skýrslu og
myndir. Skýrslan er samtals 23 blað-
síður, þéttrituð í A-4 broti og nefnist
„Ferð léttskonnortanna til Íslands í
júní-mánuði 2000.“ Þetta er merki-
legt plagg, sem er stórfróðlegt og
skemmtilegt að glugga í.
Hefur Carriou leyft mér að vitna í
þessa skýrslu að vild.
Heimsóknin og sigling skonnort-
anna vakti mikla athygli í Frakk-
landi, auðvitað sérstaklega í hópi
sjómanna. Yann Carriou ritaði fróð-
lega og skemmtilega grein um ferð-
ina í blað franska flotans, „Cols
bleus“, sem kom út í nóvember sl.,
og hann nefnir „Í kjölfar Pourquoi-
pas?“. Hann rekur þar rannsóknir
Jean-Baptiste Charcot í norðurhöf-
um, sem fór í 28 heimsskautaleið-
angra bæði til suður- og norður-
heimskautslanda og fórst með skipi
sínu Pourquoi-pas? hér á Mýrum 16.
september 1936.
Frá 1925 var Ísland bækistöð og
viðkomustaður þessa mikla land-
könnuðar á hverju ári, en hann lagði
sérstaka áherslu á rannsóknir á
Norðaustur Grænlandi, sem var þá
ókortlagt.
Í febrúarhefti siglingatímaritsins
„Voiles et voiliers“ birtist löng grein,
sérstaklega fallega myndskreytt,
um ferð skonnortanna, samtals 10
blaðsíður; einnig birtist löng grein
og ríkulega myndskreytt í hinu
vandaða riti „Chasse-Marée“.
Í skýrslu sinni segir Carriou um
brottförina frá Pompól: „Ekki er
lagt upp í ferð til staðar eins og Ís-
lands án þess að viss spenna sé í
lofti. Öllum um borð var ljóst að við
vorum að fara í sögulega ferð, af því
að Íslandsskútur flotans ( l’Étoile og
la Belle Poule) höfðu aldrei siglt
þangað fyrr og eru fyrstu Íslands-
skonnorturnar sem sigla til Íslands
síðan 1935.“
Við bryggjuna þar sem Íslands-
skúturnar lágu fyrrum, lyfti krani
tveimur bryggjupollum (fyrir land-
festar skipa) um borð áður en lagt
var úr höfn. Festarstaurarnir eru úr
granít og fyrr á tíð voru skúturnar
bundnar við þessa polla. Þetta er
gjöf frá Pompól til Reykjavíkur-
borgar. Bryggjupollarnir eru tengd-
ir saman með keðju og er gjöfin
táknræn um gömul og ný tengsl
þessara tveggja borga.
Laugardaginn 3. júní fóru áhafnir
skonnortanna eins og siður var fyrr
á tíð áður en skipin sigldu á Íslands-
mið í kapellu vorrar frúar í Perros-
Hamon og að ekknakrossinum við
Pompól. Við hátíðlega athöfn var
lagður blómsveigur í kirkjugarðin-
um í Plúbaslanekju (Ploubazlanec)
að vegg með minningarskjöldum yf-
ir þá sem fórust á Íslandsmiðum.
Þegar siglt er úr höfn kl. átta um
kvöldið er fjöldi fólks á bryggjunni
til að kveðja. Stefnan er sett vestan
við Land́s End á suðvesturodda
Englands og í Írlandshaf og Georgs-
sund, þar sem eru miklir straumar.
Á leiðinni til Íslands komu þeir við
í Suðureyjum, þar sem Pourquoi
pas? kom einmitt iðulega við á leið
sinni til Íslands til að taka kol og
vistir.
Að morgni 10. júní reis Ísland úr
hafi og lýsir Carriou því skemmti-
lega:
„Klukkan 0700 A ( tímabelti
Greenwich) sést Ísland framundan á
stjórnborða. Klukkan 0730 þekkjum
við ísilagða tinda Mýrdalsjökuls.
Vegna fjarlægðar birtist Ísland okk-
ur eins og fjallaþyrping, þakin ís, en
smám saman rís eyjan úr Norður-
Atlantshafinu, tignarleg og hrífandi.
Þarna er loks þetta goðsagnaland...
Heimsókn skonnorta franska f
Tvær skonnortur franska flotans komu til Íslands fyrir réttu ári.
Guðjón Ármann Eyjólfsson rifjar upp heimsóknina.
Skipverjar l’Etoile við Norðurheimskautsbauginn 13. júní.
Skonnortan Belle Poule út af Snæfellsjökli.
Skútan l’Etoile á gömlum handfæraslóðum út af Vestfjörðum.
Opna úr franska tímaritinu Voiles et
voiliers. Á stóru myndinni er skútan
l’Etoile út af Vestfjörðum. Á innfelldu
myndinni er Yann Carriou, skipherra.