Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Side 16

Morgunblaðið - 10.06.2001, Side 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ég vil í upphafi þakka nýlistasafninufyrir þá virðingu sem það sýnirMagnúsi Blöndal Jóhannssyni meðþví að helga honum reit í starfsemi sinni. Með þessu framtaki kynnir safnið nýrri kynslóð nemenda í myndlist, auk annarra, frumherja á sviði nýrrar tónlistar á Íslandi. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að Magnús Blön- dal Jóhannsson sé meðal einlægustu lista- manna á Íslandi á 20. öldinni og að það verður ný kynslóð ungra listamanna sem á eftir að koma auga á þessa einlægni. Margir samtíma- menn hans hafa löngum verið of uppteknir af sjálfum sér til að koma auga á þetta, eða gefa sér tíma til þess. Framtak listasafnsins er í mínum huga eitt skref á þeirri leið að opna hinn skapandi hugarheim Magnúsar fyrir þjóðinni. Í hópi nýrrar kynslóðar af tónskáldum sem komu fram í kringum 1960 verður Magnús Blöndal Jóhannsson að teljast þeirra sérkenni- legastur. Forvitni Magnúsar fyrir nýjungum gerði það að verkum að hann var vel að sér í þeirri þróun sem átti sér stað á þessum tíma úti í Evrópu. Það sem er einkum áhugavert í þessu sambandi er að Magnús tileinkaði sér þessa þróun, tók hana til sín og skapaði list sína undir þessum áhrifum. Hann var nógu forvitinn til að þora. Hann var fyrstur til að tileinka sér rað- tæknina (4 Abstraktsjónir – 1951), fyrstur til að beisla tilviljunartæknina (15 minigrams – 1960), samdi fyrsta elektróníska verkið (Elek- trónísk stúdía – 1960) og svona mætti lengi telja. Og þrátt fyrir að menn kölluðu verk hans atómbombur og að þau væru eins og galdra- tákn úr Gráskinnu eða þessi verk mörkuðu endamörk listsköpunar og steyptu henni í gin brennandi vítis þá verður að segjast að við nána hlustun á þessi verk skína þau af ein- lægni, af fagmennsku og jafnvel rómantík – þau endurspegla manngerð skapara síns. En það er langur vegur frá hrjóstrugu Langanes- inu árið 1925 til fullskapaðs listamanns í lok sjötta áratugarins, með viðkomu í Reykjavík og New York. Magnús fæddist að Skálum á Langanesi 8. september 1925. Til er lýsing af heimilinu á þessum tíma og er hún skráð í endurminning- um Sigurðar Thoroddsens, Eins og gengur, en þar má lesa m.a.: „Meðan ég dvaldi á Skálum bjó ég hjá Jóhanni Kristjánssyni. Þar bjuggu í stóra húsinu hann og kona hans, sonur þeirra Magnús Blöndal og Marinó Kristjánsson bróð- ir Jóhanns.“ Síðar má lesa: „Húsgögn voru þar af skornum skammti, aðeins hið nauðsynleg- asta. Þó var gott píanó, grammófónn og hlaði af hljómplötum. Magnús Blöndal var þá á þriðja ári, og benti allt til þess að hann væri undra- barn að því er laut að söng og tónmennt, enda varð hann tónsmiður síðar meir. Hann spilað algeng lög á píanóið eftir eyranu, notaði við það sína smáu putta og báðar hendur. Annað var þó engu ómerkara að hann ólæs lék hvaða plötu úr hlaðanum sem hann var beðinn að setja á glymskrattann, og brást aldrei að hann veldi þá réttu.“ Í ljós kemur af þessari frásögn að Magnús hefur verið bráður til tónsins og tónheimurinn honum opinn allt frá barnæsku. Um 7 ára aldur Magnúsar fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og þar voru tækifæri til að nema tónlist. Átta ára gamall hóf hann píanónám hjá Þórhalli Árnasyni og síðar hjá Helgu Laxness. Hann var aðeins 11 ára gamall þegar hann innritaðist í Tónlistarskólann í Reykjavík og sótti hann tíma hjá dr. Franz Mixa og síðar hjá dr. Urban- cic. Á þessum tíma komst faðir hans í álnir og húsgögnin ekki lengur aðeins bundin við hið nauðsynlegasta. Í janúarmánuði árið 1946 sigldi bandarískt herflutningaskip frá Reykja- vík til New York og voru feðgarnir, Jóhann og Magnús Blöndal, meðal farþega. Samkvæmt dagbókarslitrum sem ég hef fundið í gögnum Magnúsar kom skipið í höfn í New York 9. febrúar árið 1946. Magnús var þá þegar búinn að fá pláss í Juilliard School of Music í New York og mætti hann í skólann strax á mánu- deginum 11. febrúar til viðtals. Það má sjá af dagbókarblöðunum að feðgar hafa verið sæmi- lega staddir fjárhagslega. Magnús átti litla kvikmyndatökuvél og má ætla að fáir íslenskir námsmenn hafi á þessum tíma getað veitt sér slíkan munað. Þá keypti hann sér Steinway flygil á fyrstu dögunum og hann bjó vel þegar hann var búinn að koma sér fyrir. Magnús sá fyrir sér framtíðina sem píanóleikari og á fyrsta vetri lék hann Fantasíu op. 15 eftir Schubert, Minstrels eftir Debussy og sónötu op. 2 nr. 1 eftir Beethoven. Verkin áttu eftir að verða stærri og erfiðari með árunum. En svo undarlegt sem það má vera þá hélt Magnús aldrei sjálfstæða píanótónleika á ævi sinni. Í tónfræðitímum þurfti að leysa ýmis verkefni og urðu þá smátt og smátt til lítil tónverk sem mörg eru til á nótum en hafa aldrei verið flutt. Þetta eru frekar einföld verk í litlum formum, enda skólaverkefni. Eftir að námi lauk við Juilliard skólann sótti Magnús einkatíma í píanóleik og tónsmíðum þar til hann flutti al- kominn til Íslands árið 1954. Um það leyti sem Magnús hóf störf hjá Rík- isútvarpinu, árið 1957, hafði hann þegar samið nokkur verk fyrir píanó og meðal þeirra er eitt þekktasta píanóverk hans, 4 Abstraktsjónir, sem að öllum líkindum er fyrsta 12 tóna verkið sem samið er af Íslendingi. Fleiri verk komu í áþekkum stíl næstu árin og má þar nefna söng- lagið Hendur og orgelverkið Ionization. En þegar líða tók á 6. áratuginn verður Magnús æ djarfari listamaður og forvitnari um leið. Sú staðreynd að hann var bæði forvitinn og flinkur í höndunum í senn leiddi til að hann fór að gera tilraunir með hljóðvinnslu á segulbandstækj- um útvarpsins. Þær tilraunir leiddu af sér verkið Elektrónísk stúdía sem var frumflutt á tónleikum Musica Nova árið 1960. Í framhaldi komu síðan elektrónísk verk eins og Constell- ation, elektrónísk tónlist við kvikmyndir Os- valdar Knudsens, hljómsveitarverkið Punktar þar sem segulbandið kemur einnig við sögu og fleiri verk, bæði elektrónísk og framsækin hljóðfæraverk. Tímabilið í lífi Magnúsar sem skilgreina má hið framsæknasta í tónsköpun eru árin frá 1957–1970. Umhverfið varð líka ungum og framsæknum tónskáldum vistvænt á þessum tíma. Flytjandi og skapandi listamenn voru að streyma til landsins um þetta leyti og var tón- leikahald félagsskaparins Musica Nova sam- nefnari þeirra. Árið 1960 fengu menn loksins að heyra þá innlendu og erlendu tónlist sem var hvað framsæknust á þessum tíma. Útvarp- ið tók líka við sér. Hver man ekki eftir þáttum Þorkels Sigurbjörnssonar sem fyrst hétu Tón- list á atómöld og síðar Nútímatónlist. Hljóð- færaleikarar fluttu ný verk á tónleikum sínum og erlendir tónlistarmenn komu hingað til lands og fluttu tónlist sína. Öll þessi gróska fór meira og minna fram undir merkjum Musica Nova, en Magnús Blöndal var einmitt einn af stofnendum þess. En hvernig tók umhverfið þessum breyting- um? Það er að sjálfsögðu hægt að tala um breytingar. Sinfónían, Tónlistarfélagið og Kammermúsíkklúbburinn sem á þessum tíma voru helstu drifkraftar í tónlistarflutningi helguðu sig nánast eingöngu tónlist „hinnar sönnu listsköpunar“ eins og einhver kallaði hana, en sniðgengu alla nýja tónlist. Hin „grimmilega atómmúsík“, sem m.a. kom úr smiðju Magnúsar Blöndals Jóhannssonar, var að sjálfsögðu mikið áreiti fyrir unnendur hinn- ar svokölluðu „sönnu listar“. Þessar tilraunir ungu tónskáldanna þóttu af sumum hin versta öfugþróun, „lokaskrefið út í tómið kalt og dimmt“ og því átti þetta ekki rétt á sér. En for- vitnin var ekki aðeins hjá hinum skapandi lista- mönnum. Tónleikagestir voru líka forvitnir. Þeir hópuðust á tónleikana í Leikhúskjallaran- um, í Framsóknarhúsinu og á fleiri kaffistaði þegar hin nýja tónlist hljómaði þar. Ísland var að taka við sér – við vorum að ná í skottið á hinu vestræna umhverfi í tónsköpun og flutningi tónlistar. Áratugurinn milli 1960 og 70 fór í það. Magnús Blöndal Jóhannsson var mikilvæg- ur hlekkur í allri þessari þróun. Hann átti sitt tónmál, hann átti sína forvitni og leit eftir list- rænum nýjungum. Hann samdi Sonorities I fyrir píanó (1963) þar sem flytjandinn leikur með sleglum inni í píanóinu og beitir upphand- legg, hnúum og fingrum til að framkalla hljóðin úr píanóinu. Atli Heimir Sveinsson skrifaði vandaða grein um verkið í Birting. Þar segir hann m.a.: Píanóverkið Sonorities, sem samið er 1963, ætti að geta gefið okkur dálitla hug- mynd um vinnuaðferðir Magnúsar. Það er ekki ætlun mín að skilgreina verkið til hlítar, til þess er það of margrætt og flókið. List verður aldrei skilin né greind til fullnustu. Aðeins það sem er banalt og simpilt (vond list, þ.e.a.s. ekki list) getum við skilið. Og allt, sem er augljóst þarfn- ast ekki skýringa, aðeins hið dularfulla og skapandi er þess virði að fást við. Þess vegna vil ég drepa á nokkur atriði til almennrar glöggvunar, sem ég held að skipti máli. Í þessu verki notar Magnús fleiri hluta píanósins en tónborðið til hljóðmyndunar. Ef spilað er á strengina innaní píanóinu er unnt að fá fíngerð- an og umfangsmikinn skala af mismunandi tónblæ. Við þekkjum það, að margvíslegur tón- blær sé myndaður á einu og sama hljóðfærinu, bæði á strengja- og blásturshljóðfærum, og við þurfum ekki að kippa okkur upp við það þó slíkt sé gert á píanó. Það mætti segja að það væri andstætt eðli píanósins að berja nótna- borðið með flötum lófum, hnefum eða hand- leggjum, og spila á strengina innan í því. En hljóðfæri er ekki annað en hljóðgjafi, og hver kynslóð tónskálda hefur notað það eftir sínu höfði, og ekki hafa tónskáld nútímans búið til þessi hljóðfæri sem þau verða að notast við, hvað þá heldur haft áhrif á það hvernig þessi hljóðfæri væru notuð áður fyrr og því fáránlegt að ætlast til að tónskáld í dag noti sömu hljóð- færi á sama hátt og kollegar þeirra fyrir hundrað árum.“ Þetta var djörf skoðun árið 1964. Magnús samdi líka framsækna fiðluverkið Dimensions sem Rut Ingólfsdóttir frumflutti og hljóðritaði svo eftirminnilega 40 árum síðar. Þetta var al- veg nýtt hér á landi en þekktist erlendis. Til- viljanatónlistin var líka þekkt erlendis og elek- tróníska tæknin var á svipuðu stigi í þróun sinni í Evrópu og hún var í höndunum á Magn- úsi upp úr 1960. Hann var einfaldlega með á nótunum í listsköpun sinni. Fyrirsögn þessarar greinar er Forvitinn listamaður. Magnús var forvitinn í leit að um- hverfi fyrir verk sín. Hann var einnig forvitinn á veraldlega sviðinu. Margir muna Magnús ak- andi í stórum amerískum bílum. Hann átti það einnig til að stökkva upp í flugvél „on the blue“ eins og hann orðaði einhverja skyndiákvörðun sína við mig einu sinni, fljúga austur að Hellu til að fá sér kaffi. Honum þótti líka gaman að bjóða fögrum fljóðum í siglingu um sundin í skútunni sinni. Hann átti það líka til að leita sér að myndefnum í fögrum litum blómanna, heima sem uppi á heiðum. Hann elskaði alla tækni og oft heyrðist rödd hans í Gufunes- radíói á árum áður í gegnum talstöðina sem hann hafði í bílnum. Þetta eru aðeins augna- bliksmyndir af listamanninum Magnúsi. Árin milli 1970 og 80 eru hvergi, þau gufuðu upp og liðu hjá í tilgangsleysi en þegar aftur voraði upp úr 1980 varð til hið yndislega hljóm- sveitarverk Adagio sem Sinfóníuhljómsveit Ís- lands hefur leikið svo eftirminnilega og flutt hefur verið víða um heim. Síðar komu ýmis smáverk, verk fyrir synthesizer, sönglög og eitt og annað smálegt. Tónlist Magnúsar Blön- dal Jóhannssonar ber höfundi sínum gott vitni um framsækinn, heiðarlegan og sannan lista- mann. Forvitinn listamaður Á vegum Nýlistasafnsins stendur yfir dagskrá undir heitinu Pólýfónía en þessari dagskrá er ætlað að kanna mörkin og markleysið milli tónlistar og myndlistar. Bjarki Sveinbjörnsson skrifar um frumherjann á sviði íslenskrar raftónlistar, Magnús Blöndal Jóhannsson. Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld. Magnús á Ameríkuárunum. Magnús árið 1948 ásamt fyrstu eiginkonu sinni, Bryndísi Sigurjónsdóttur (d. 1962).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.