Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ INNAN fárra ára rennur vonandi upp sú stund að hafist verður handa við byggingu Tónlistarhúss í Reykja- vík, sem verið hefur langþráður draumur allra tónlistarunnenda. Að því marki hefur ver- ið keppt í marga ára- tugi, en miðað hægt, einkum vegna tak- markaðs áhuga opin- berra aðila á að leggja málinu lið. Fyrir fáum árum virtist hreyfing loks vera að komast á þetta mál þegar for- ystumenn ríkis og borgar lýstu því yfir að þessir aðilar myndu taka höndum saman um að standa að byggingu hússins. Húsinu var valinn ákjósanlegur staður við gömlu höfnina í hjarta Reykjavíkur og tónlistarunnendur fögnuðu í hjarta sínu. Síðan þá hefur verið undarlega hljótt um málefni Tónlistarhússins þar til nú nýverið að tvær greinar birtust í Morgunblaðinu eftir tvo af fremstu óperusöngvurum okkar, þá Kristin Sigmundsson og Gunnar Guðbjörnsson, sem báðir starfa á er- lendri grund. Þar lýsa söngvararnir m.a. sjónarmiðum sínum gagnvart Tónlistarhúsinu og hafa þeir áhyggj- ur af að húsið verði þannig úr garði gert að þar verði ekki aðstaða til óp- erusýninga. Í máli söngvaranna kemur einnig fram að þeir telji aðstöðu til óperuiðkun- ar á Íslandi vera alls ófullnægjandi. Engar óperu- sýningar í Tónlistarhúsinu? Sjónarmið söngvar- anna endurspegla vafa- laust hug mikils meiri- hluta íslenskra óperusöngvara og óp- eruunnenda. Vandinn er þó sá að ekki er ljóst hvaða ráðagerðir eru uppi um notkun hins nýja húss. Eins og fyrr segir hefur opinber umræða um Tónlistarhúsið verið lítil á undanförnum árum. Eftir öfluga starfsemi í mörg ár hafa Sam- tök um byggingu tónlistarhúss t.d. haft hægt um sig, en á sínum tíma höfðu samtökin látið gera teikningar að Tónlistarhúsinu. Full samstaða náðist þó ekki um teikningarnar, m.a. af því að ekki var gert ráð fyrir að- stöðu til óperuflutnings í húsinu. Ástæða þess var m.a. sú að stjórn samtakanna taldi mikilvægast að í húsinu yrði heimili Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og var álitið að ekki færi saman hljómburður fyrir sinfón- íska tónlist og óperur. Óperuáhuga- fólk var þessu almennt ósammála, en á þeim tíma var Íslenska óperan að berjast fyrir lífi sínu og leiddi það til þess að söngvarar og óperuunnendur höfðu málstað sinn ekki nægilega í frammi. Síðan hefur tíminn liðið, Ís- lenska óperan lifað sitt fegursta og æ fleiri íslenskir einsöngvarar leitað af landi brott til að sinna list sinni. Margir þeirra hafa nú gert garðinn frægan á erlendri grund, en hryggi- legt er að aðstöðuleysi hér heima ger- ir íslenskum óperunnendum ókleift að njóta af kræsingum þeirra. Nýrrar umræðu er þörf Það er löngu kominn tími til að ræða málefni Tónlistarhússins aftur frá grunni og nauðsynlegt að fá það upplýst hjá menntamálaráðherra og borgarstjóra hvaða ráðagerðir séu uppi um notkun hússins. Ljóst er að bygging Tónlistarhússins verður mjög stórt verkefni á íslenskan mæli- kvarða. Kostnaður mun nema nokkr- um milljörðum króna og er ólíklegt að ráðist verði í hliðstætt verkefni á næstu áratugum. Þýðing hússins fyr- ir íslenskt tónlistarlíf og menningu verður gríðarlega mikil. Þess vegna er brýnt að markmiðin með byggingu hússins séu ljós áður en hafist verður handa. Til þessa hafa tvö sjónarmið aðallega verið ráðandi, annars vegar það að helsta markmið Tónlistar- hússins verði að þjóna Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og hins vegar það að húsið eigi að verða fjölnota hús sem auk hljómsveitarinnar nýtist marg- víslegri annarri menningarstarfsemi. Tvö sjónarmið um Tónlistarhús Öllum má ljóst vera mikilvægi þess að í Tónlistarhúsinu verði heimili Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Í hálfa öld hefur hljómsveitin verið á hrakhólum og lengst af leikið í kvikmyndahúsi þar sem hljómburður fyrir leik henn- ar er alls ófullnægjandi. Hljómsveitin á það löngu skilið að fá að starfa við fullkomnustu aðstæður, ekki síst í því ljósi að leikur hennar hefur með ár- unum orðið æ betri og stenst nú vel alþjóðlegan samanburð. Hitt er síðan annað mál hvort hljómsveitin þurfi að hafa Tónlistarhúsið alveg út af fyrir sig eða hvort hugsanlegt sé að hún geti deilt húsinu með annarri starf- semi. Hér má benda á tvö atriði sem skipta miklu máli. Í fyrsta lagi hlýtur það að reynast óhagkvæmt að láta byggingu af þessari stærðargráðu standa lítt notaða, en miðað við nú- verandi starfsemi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar munu hljómleikar henn- ar ekki nýta nema lítið brot af tíma hússins. Í öðru lagi er ljós hin brýna þörf annarra aðila fyrir hús af þessu tagi, svo sem þeirra sem standa að ráðstefnuhaldi, óperusýningum, ball- ett, stórum leiksýningum, popptón- leikum o.fl. Nú er alls ekki augljóst að þessi tvö sjónarmið - heimili SÍ og fjölnota hús - geti ekki farið saman. Þótt hönnun aðalsalar Tónlistarhússins verði mið- uð við sem bestan hljómburð fyrir leik Sinfóníuhljómsveitarinnar og gert verði ráð fyrir því að önnur að- staða í húsinu taki einnig mið af þörf- um hennar, þá þyrfti það ekki að úti- loka að aðrir aðilar nýti húsið fyrir starfsemi sína. Þótt hljómburður hússins verði „sinfónískur“ ætti engu að síður að vera hægt að nota hljóm- leikasalinn fyrir uppsetningar viða- mikilla óperusýninga og balletta og setja þar á svið einstaka leikrit, söng- leiki og popptónleika við sérstök tækifæri, svo sem á Listahátíð. En hér stendur þó hnífurinn í kúnni. Starfsemi af þessu tagi nægir ekki að hafa lítið svið og fjölda stóla í áhorfendasal. Verði byggt eftir fyrri teikningum að Tónlistarhúsinu verð- ur nánast útilokað að nota húsið fyrir t.d. óperuflutning og ballett. Til þess að unnt verði að bjóða þessum list- greinum í Tónlistarhúsið er algerlega nauðsynlegt að húsið verði hannað með stóru sviði þar sem setja megi upp leiktjöld og sviðsljósabúnað, að til staðar verði hljómsveitargryfja, sem hægt verður að opna og loka, og svo góð búningaaðstaða. Ófullnægjandi aðstæður til óperuflutnings Eins og Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guðbjörnsson óperusöngv- arar bentu á í skrifum sínum, er að- staða til óperuflutnings á Íslandi með öllu ófullnægjandi. Óperan eins og Sinfóníuhljómsveitin á líka heimili sitt í bíóhúsi. Þar er með góðu móti aðeins hægt að setja á svið lítil og ein- föld verk, sem flest hver eru utan al- faraleiða í óperulistinni. Stærri verk hafa að vísu verið sett þar upp, en ekki aðeins við ófullnægjandi list- rænar aðstæður, heldur einnig við mikla fjárhagslega óhagkvæmni, sem verður til vegna smæðar salarins og mikils kostnaðar við hverja óperu- sýningu. Þótt miklu betri sviðsað- stæður séu til óperuflutnings í Þjóð- leikhúsinu, þá stendur hitt samt eftir að salur hússins er svo lítill að óhag- kvæmt er að setja þar upp meirihátt- ar óperusýningar. Salir beggja þessarra húsa taka tæplega 500 manns í sæti við óperu- flutning, en gert hefur verið ráð fyrir því að stóri salur Tónlistarhússins taki um 1200 - 1500 manns. Hag- kvæmnin af því að nota svo stóran sal undir dýrar sýningar er augljós. Undanfarin þrjú ár hafa „óperusýn- ingar“ verið haldnar í Laugardals- höllinni af þess konar hagkvæmnis- ástæðum. En ef Háskólabíó telst ekki nógu gott fyrir sinfóníutónlist, þá dugar Höllin langtum síður fyrir óp- erusýningar. Listræn útlegð óperusöngvara Hafa ber í huga hinn mikla fjölda íslenskra óperusöngvara, sem unnið hafa marga glæsta sigra á erlendum óperusviðum á undanförnum árum. Um afrek þeirra fáum við stundum lesið í blöðum þótt aðeins sé greint frá fáu einu. En eigum við aðeins að fá að njóta reykjarins af þeim rétt- um? Þótt lesturinn gleðji hjörtu okk- ar þá viljum við auðvitað miklu frekar fá að njóta söngs söngvaranna okkar á íslensku óperusviði. En því miður - þeir sem það vilja þurfa þá að ferðast til útlanda. Hinir fá ekkert að sjá eða heyra af því að við getum ekki boðið söngvurunum upp á sómasamlegar aðstæður. Helstu óperusöngvarar okkar eru í listrænni útlegð. Kristinn Sigmundsson hefur t.d. ekki sungið á íslensku óperusviði frá árinu 1992, en síðan þá hefur hann m.a. komið fram í Parísaróperunni, á La Scala í Milano og í Metropolitan óperunni í New York svo nokkur dæmi séu nefnd. Svipað má segja um Gunnar Guð- björnsson, sem auk þess að syngja víða um heim er fastráðinn við hina víðfrægu Ríkisóperu í Berlín, en Gunnar hefur heldur ekki sungið á ís- lensku óperusviði árum saman. Svip- uðu máli gegnir um Kristján Jó- hannsson og marga aðra söngvara okkar, sem starfa erlendis. Allir íslenskir söngvarar eiga sér þá ósk heitasta að fá að koma heim og syngja fyrir þjóð sína. Þjóð þeirra vill ekki halda þeim í listrænni útlegð. Því þarf strax að breyta. Það gerist til skamms tíma með því að óperu- flutningur fái aftur inni í Þjóðleikhús- inu. En sé litið til lengri tíma er hins vegar nauðsynlegt að aðstaða verði til óperuflutnings í Tónlistarhúsinu í Reykjavík. Bjóðum söngvarana okk- ar velkomna heim. Þeir eiga það skil- ið, við eigum það líka skilið. Árni Tómas Ragnarsson Allir íslenskir söngvarar eiga sér þá ósk heitasta að fá að koma heim og syngja fyrir þjóð sína, segir Árni Tómas Ragnarsson. Þjóð þeirra vill ekki halda þeim í listrænni útlegð. Höfundur er læknir. ÓPERUSÖNGV- ARAR Í ÚTLEGÐ Stöndum vör› um velfer›ina SFR félagar Uppl‡singar um n‡justu ávinninga félagsins, kjarasamningana og útlistanir á fleim eru á vefsí›u Starfsmannafélags ríkisstofnana www.sfr.bsrb.is og í fréttabréfi SFR. Ávinningar félagsins eru árangur af flátttöku fjölda manns í verkal‡›shreyfingunni. fiátttaka flín skiptir máli! Vi› Íslendingar erum sammála: X Y Z E T A / S ÍA Stýrimannaskólinn í Reykjavík Námstími til skipstjórnarprófs 1. stigs er eftir nýsamþykktar breytingar Umsækjandi með grunnskólapróf: 4 annir eða tvö skólaár Sjómaður með 2ja ára starfsreynslu til sjós: 3 annir eða 1 1/2 skólaár Skipstjórnarpróf 1. stigs veitir að tilskildum siglingatíma 200 rúmlesta réttindi sem skipstjóri og sem undirstýrimaður á 500 rúmlesta fiskiskipi. Skólameistari. Skólavist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.