Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r
á h e i m s m æ l i k v a r ð a
Borgar túni 37
Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S
Þú getur tilkynnt aðsetursskipti á
www.postur.is
Veit Pósturinn hvar þú býrð
ÍSLENSKIR og danskir sérfræð-
ingar hafa með rannsóknum gert
út um deilu sem staðið hefur milli
Grænlendinga og Hollendinga um
hvort múmía, sem sýnd hefur verið
sem eskimói á Westfries-safninu í
Hoorn í Hollandi, sé það í raun eða
ekki. Er niðurstaða sérfræðing-
anna sú að viðkomandi maður hafi
lifað á plöntum og dýrum á landi en
ekki fiski eða sjávarspendýrum og
því geti hann ekki hafa verið græn-
lenskur.
Grænlenska heimastjórnin dró í
efa að um eskimóa gæti verið að
ræða og fannst einnig óviðeigandi
að sýna hann í kajak. Fór stjórnin
fram á að fá líkamsleifar mannsins
sendar heim til Grænlands svo
hægt væri að jarðsetja þær sóma-
samlega væri um eskimóa að ræða.
Var þessi ósk sett fram fyrir þrem-
ur árum. Í framhaldi af því var
læknirinn Niels Lynnerup, sem
starfar við Kaupmannahafnarhá-
skóla og hefur sérhæft sig í beina-
rannsóknum, fenginn til að taka
sýni úr múmíunni. Var fyrirhugað
að senda það í DNA rannsókn í
fyrrasumar en DNA leifar fundust
hins vegar ekki í hinum meinta
eskimóa og varð að leita annarra
leiða.
Hluti aldursgreiningar
unninn hérlendis
Sneri hann sér þá til sérfræð-
inga við aldursgreiningarstofuna
við Árósaháskóla. Hafa þeir lagt
sig eftir kolefnisrannsóknum á
mannvistum frá tímum víkinganna
í samstarfi við vísindamenn á Ís-
landi og Kanada. Hafa rannsókn-
irnar staðið yfir nú á vordögum.
Þær voru framkvæmdar með ör-
litlu húðsýni af múmíunni.
Árný Sveinbjörnsdóttir, sér-
fræðingur hjá Raunvísindastofnun
Háskólans, tjáði Morgunblaðinu að
stofnunin hefði lengi átt samstarf
við aldursgreiningarstofuna í Ár-
ósum og hér væri til svonefndur
massagreinir sem nota mætti til að
rannsaka og aldursgreina stöðugar
kolefnissamsætur. Var Árný feng-
in til að taka að sér ákveðinn þátt
aldursgreiningarinnar. Með því að
rannsaka kolefnin væri hægt að
finna á hvaða fæðu viðkomandi
hefði helst lifað.
Niðurstaða íslensku og dönsku
sérfræðinganna var sú að múmían
væri um 200 ára gömul og hefði
einkum lifað á plöntum og landdýr-
um. Grænlendingar hefðu hins
vegar um aldir lifað á fiski og sjáv-
arspendýrum. Niðurstaðan er því
sú að hollenska múmían gæti
trauðla verið grænlensk.
Deila um eskimóamúmíu útkljáð með aldursgreiningu
ÞEIR höfðu hröð handtök, keppend-
urnir í Opna Íslandsmótinu í hand-
flökun, sem fram fór í Faxaskála við
Reykjavíkurhöfn í gær.
Þeir sem öttu kappi þegar Morg-
unblaðið leit þar inn fóru fimum
höndum um fiskinn og kunnu greini-
lega að beita flugbeittum hnífnum.
Hraðinn einn dugði þó ekki til að
bera sigur úr býtum, því einnig var
dæmt eftir nýtingu og gæðum. Tóm-
as Kristinn Tómasson hjá Sætoppi
ehf. hreppti Íslandsmeistaratitilinn.
Hann hlaut einnig titilinn Gæða-
meistari og Nýtingarmeistari, en
Hraðameistari var Piotr Klimas-
zewski hjá K&G ehf. í Keflavík.
Keppnin er liður í sjómannadagshá-
tíðarhöldum í Reykjavík.
Í gær var einnig opnuð minning-
arsýningin „Við minnumst þeirra“ í
Listasafni Reykjavíkur, sem er sett
upp til minningar um 1297 íslenska
sjómenn sem hafa verið skráðir í
minningarbók sjómannadagsins frá
því hann var fyrst haldinn árið 1938.
Hátíðahöldin hefjast á Miðbakka
klukkan 14 í dag, en klukkan 11
hefst minningarmessa sjómanna í
Dómkirkjunni í Reykjavík og verður
lagður blómsveigur á leiði óþekkta
sjómannsins.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Guðrún R. Guðmundsdóttir frá Suðurnesi hf. í Keflavík og Harpa Fold Ingólfsdóttir frá Sæfold ehf. í Reykjavík báru sig fagmannlega að við að hand-
flaka ýsu á Íslandsmeistaramótinu í handflökun í gær.
Flakað
af kappi
Fæða sýndi að ekki er
um eskimóa að ræða
TVEIR skipverjar á smábátnum
Fjarka ÍS 444 björguðust í gúmbát
er Fjarki sökk í fyrrinótt við Kópinn
sunnan Arnarfjarðar. Skipverjar á
Fríðu ÍS björguðu mönnunum úr
gúmbátnum og héldu með þá til
Flateyrar.
Lögreglunni á Ísafirði barst til-
kynning um klukkan þrjú í fyrrinótt
um að báturinn væri að sökkva. Var
hann þá staddur um tvær sjómílur út
af Kópnum. Skipverjar skutu upp
neyðarblysi og komust í gúmbát.
Nokkru síðar var þeim bjargað um
borð í Fríðu. Nokkur strekkingur
var er slysið varð en ekki er vitað
hvað gerðist. Fjarki er 6 tonna bátur
og gerður út frá Bolungarvík.
Lögreglan á Ísafirði tók í gær
skýrslur af skipverjum beggja
bátanna og fulltrúar rannsóknar-
nefndar sjóslysa hófu einnig rann-
sókn sína er þeir komu til Ísafjarðar
í gærmorgun.
Mannbjörg
er Fjarki
ÍS sökk
MIKIÐ hefur borið á uppsögnum
félagsmanna í Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur (VR) undanfarna mán-
uði og segir Magnús L. Sveinsson,
formaður félagsins, uppsagnirnar
skipta tugum. Mest ber á uppsögnum
skrifstofufólks og segir Magnús upp-
sagnirnar aðallega koma í kjölfar
gjaldþrota fyrirtækja.
„Maður hrekkur við þegar svona
margar kröfur um gjaldþrot berast
því þetta er nýtt umhverfi fyrir okkur
miðað við það sem við höfum búið við
síðustu tíu ár,“ segir Magnús. Hann
segist einnig verða var við að menn
haldi að sér höndum í mannaráðning-
um og mörg fyrirtæki séu farin að
fækka starfsfólki vegna samdráttar.
Magnús sagði viðbúið að þeir félags-
menn færu á atvinnuleysisbætur þar
sem minna væri um nýráðningar nú.
Félagsmönnum VR fjölgaði um
1500 á síðasta ári og 2000 árið áður og
segir Magnús það vera til vitnis um að
aukning hafi verið í þeim starfsgrein-
um sem falla undir starfssvið Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur.
Eftir samdrátt síðustu mánaða
horfi menn hins vegar nú til opnunar
verslunarmiðstöðvarinnar í Smára-
lind þar sem um þúsund störf skapist
sem verði til að rétta hlut félags-
manna VR. „Það er því ekkert svart-
nætti framundan og okkur hafa m.a.
borist fréttir af því að nú þegar séu
kaupmenn þar farnir að bjóða í starfs-
fólk,“ sagði Magnús L. Sveinsson.
Uppsagnir
félags-
manna VR
Samdráttur í
fyrirtækjum
ÞROSKAÞJÁLFAR felldu í at-
kvæðagreiðslu samning sem Þroska-
þjálfafélag Íslands og launanefnd
sveitarfélaga skrifuðu undir fyrir
rúmri viku. 71,4% sögðu nei, en
28,6% samþykktu samningana. 39
voru á kjörskrá og var kjörsókn
71,8%.
Sólveig Steinsson, formaður
Þroskaþjálfafélags Íslands, segir að
þetta hljóti að þýða að samninga-
nefndirnar þurfi að setjast aftur að
samningaborðinu, þar sem ljóst sé
að þroskaþjálfar sætti sig ekki við
samninginn sem launanefnd sveitar-
félaga bauð og atkvæðagreiðslan sé
afgerandi. Hún segir að trúnaðar-
mannaráð félagsins muni í kjölfarið
taka afstöðu til þess hvort aftur verði
boðað til verkfalls hjá sveitarfélög-
um sem launanefndin hefur umboð
fyrir.
Sólveig segir að samninganefnd
borgarinnar hafi ekki boðið þroska-
þjálfum sem starfa hjá Reykjavík-
urborg, sem hafa verið í verkfalli frá
18. maí síðastliðnum, sambærilegan
samning fyrr en síðasta þriðjudag.
Þroskaþjálfar hjá borginni hafa sagt
að þeir sætti sig ekki við það sem
samninganefndin hefur boðið. Næsti
fundur í deilunni hefur verið boðaður
klukkan 17 í dag.
Þroskaþjálfar felldu
samning launanefndar
♦ ♦ ♦