Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÍFIÐ í Katmandú er óðumað færast í fyrra horf eftiratburði síðustu helgar,þegar 14 meðlimir kon- ungsfjölskyldunnar, þar á meðal kon- ungshjónin, særðust eða létust af völdum skotsára í kvöldverðarboði í konungshöllinni í höfuðborginni. Ekkert útgöngubann var í borginni á fimmtudag, líkt og verið hafði um nokkurra daga skeið vegna hættu á frekari óeirðum, og nefnd sem ný- krýndur konungur landsins, Gyan- endra, skipaði til þess að rannsaka morðið á konungsfjölskyldunni, tók til starfa síðastliðinn föstudag. Dinesh Shrestha býr í Katmandú ásamt fjölskyldu sinni og sagði í sam- tali við Morgunblaðið á föstudags- morgun, að ástandið í borginni væri að verða „eðlilegra“ og að umræddri nefnd væri ætlað að skila niðurstöðu um morðin á morgun, 11. júní. Heimamenn teldu hins vegar næsta víst að skuldinni yrði skellt á Dipendra krónprins, sem ríkti um ör- stutt skeið sem kóngur í öndunarvél, og „það myndi þjóðin ekki sætta sig við“. „Helstu stjórnmálahreyfingar og stofnanir hafa þegar lagt blessun sína yfir nýja konunginn og er einungis beðið eftir því að erlend ríki geri slíkt hið sama,“ segir hann ennfremur, en almennir borgarar gruna hinn nýja konung, sem er bróðir hins látna, hins vegar um græsku og telja sumir að hann hafi átt þátt í morðinu á kon- ungsfjölskyldunni. Ekki bætir úr skák að sonur Gyanendra, Paras Shah, er illa þokkaður og af mörgum talinn „byssuglaður drykkjurútur“, en hann hefur meðal annars verið sakaður um manndráp. Stigvaxandi ólga Undiralda óánægju hefur farið vaxandi í nepölsku samfélagi hin síð- ari ár vegna síversnandi kjara al- mennra borgara, en Nepal er annað snauðasta ríki heims á eftir Eþíópíu og helmingur íbúanna að líkindum undir fátæktarmörkum, þótt sumir vilji meina að hlutfallið sé um 80%. Alls- herjarverkföll, sem íbúar nefna bandh, eða algera stöðvun, lama samfélagið hvað eftir annað og leiða jafnan til verðhækkana á brýnustu nauðsynjum, í viðleitni kaupmanna til þess að bæta sér upp endurtekið tap af reglulegri starfsemi. Uppreisnarher sem kennir sig við Maó formann hefur farið með ránum og hryðjuverkum um ýmis héruð landsins undanfarin fimm ár og náð yfirhöndinni sums staðar; forsætis- ráðherrann, Girija Prasad Koirala, sem leiðir níundu ríkisstjórn landsins á tíu árum, sætir rannsókn sakir ým- issa spillingarmála og raddir sem krefjast afsagnar hans gerast æ há- værari, þótt þær hafi reyndar heyrst talsvert lengi. Nepalskt samfélag mátti því síst við dularfullu fráfalli ástsæls kon- ungs, sameiningartákns þjóðarinnar, sem margir töldu endurholdgun hindúaguðsins Vishnu, en yfirgnæf- andi meirihluti Nepala er hindúatrú- ar. Þótt ótímabært dauðsfall valda- mestu einstaklinga konungsfjöl- skyldunnar teljist stórviðburður, má lítið út af bera til þess að upp úr sjóði á götum úti og almennum borgurum lendi saman við lögreglu. Að minnsta kosti tveir létust í átökum við lög- reglulið í síðustu viku og skemmst er að minnast tveggja daga óeirða í höfuðborginni í lok síðasta árs, sem urðu vegna meintra niðrandi um- mæla þekkts indversks leikara um Nepal og íbúa þess í ónefndum sjón- varpsþætti. Engin staðfesting fékkst reyndar nokkurn tímann á meintum ummælum, en það náði ekki eyrum vinstrisinnaðra stúdenta sem lögðu á ráðin um allsherjarverkfall, lokuðu götum, kveiktu í hjólbörðum og öku- tækjum og unnu skemmdarverk í verslunum. Sex manns létust. Ríkisstjórn á brauðfótum Lýðræðislegar stofnanir Nepals hafa nánast verið lamaðar undan- farnar vikur vegna átaka milli ríkis- stjórnar og stjórnarandstöðu, en fulltrúar þeirrar síðarnefndu skipu- lögðu meðal annars enn eitt allsherj- arverkfallið og kröfðust þess að Koir- ala forsætisráðherra léti af embætti vegna víðtækrar spillingar í stjórn- kerfinu. Hinn látni konungur, Birendra Bir Bikram Shah Dev, tók við konungs- ríkinu af föður sínum árið 1972 og samþykkti 18 árum síðar að afsala sér völdum að mestu leyti og leyfa þingbundna konungsstjórn. Konung- urinn var ástsæll, sem fyrr segir, bæði fyrir að láta stjórnartaumana af hendi þegjandi og hljóðalaust og ekki síst fyrir að blanda geði við þegnana með reglulegu millibili. Hafði hann til siðs að fara á hverju ári og dvelja mánuð í senn í tilteknum landshlut- um, tala við íbúana og hlýða á umkvörtunarefni. Konungurinn er sagður hafa verið rólyndur og yf- irvegaður raunsæismað- ur, hlutlaus í stjórnmál- um og yfir spillingu hafinn, og þótt hann hafi kannski aldrei beitt sér fyrir teljandi umbótum var hann til staðar og hlustaði. Frá- fall hans er í raun talið jafngilda heimsendi fyrir marga Nepala af eldri kynslóð, sem sjá nú á eftir ein- um guða sinna í hinn himneska íveru- stað. Brotthvarf Birendra og arftaki, sem almenningur telur ekki trausts- ins verðan, eykur líkurnar á því að æ fleiri Nepalar finni samhljóm í hug- myndafræði uppreisnarhersins, enda telja þeir hagsmunum sínum síst borgið í höndum embættis- og stjórn- málamanna, sem sagðir eru leggja megináherslu á að maka krókinn og sanka að sér auðæfum. Fleiri áhættu- þættir eru rótgróin fátækt og félags- legur ójöfnuður. Eitt takmarka maóista, sem taldir eru eiga stuðningsmenn á víð og dreif í samfélaginu, er að leggja niður kon- ungdæmið og því telja sumir íbúa landsins að þeir standi á bak við morðið á konungsfjölskyldunni. Yfir- lýsingar leiðtoga uppreisnarhersins, sem jafnan fara huldu höfði, eru hins vegar á þá lund að skotárásin sé hluti af samsæri indversku yfirstéttarinn- ar gegn nepalskri alþýðu og að morð- ið á konunginum hafi meðal annars þjónað þeim tilgangi að greiða fyrir beitingu stjórnarhersins gegn upp- reisnarmönnum, sem hann var mót- fallinn. Tugir þúsunda í ánauð Því er haldið fram að flestir kaup- sýslumenn í Katmandú gjaldi Maó- istahreyfingunni tíund, sumir reynd- ar af ótta við hefndaraðgerðir, og ekki láta allir íbúar sjálfviljugir fé af hendi í „söfnunarherferðum“. Önnur markmið uppreisnarmanna eru umbætur á eignarhaldi á landi, kerfi sem minnir um margt á léns- skipulag fyrri tíðar, en að minnsta kosti 25.000 bændafjölskyldur af til- tekinni stétt eru í arfgengri ánauð, svo dæmi sé tekið, vegna skulda sem í íslenskum krónum talið nema að meðaltali 4-5.000 á fjölskyldu. Hermt er að um 1.600 manns hafi látist vegna átaka við uppreisnarher- inn síðastliðinn fimm ár, en hann hef- ur farið ránshendi um banka, stjórn- sýslubyggingar og heimili í dreifbýli undanfarin misseri og sprengt lög- reglustöðvar. Ekki er langt síðan 100 lögreglumenn féllu fyrir þeirra hendi. Uppreisnarher maóista hefur náð fótfestu og áhrifum á svæði sem sam- svarar rúmlega helmingi lands- byggðarinnar, og hefur fjölda ríkis- stjórna mistekist að brjóta uppreisn þeirra á bak aftur, hvort heldur sem er með lögregluvaldi eða fé til upp- byggingar í dreifbýlinu til þess að kveða niður óánægjuraddir. Upp- reisnarherinn hefur yfir að ráða þús- undum vel þjálfaðra liðsmanna, vopn- in eru keypt á ólöglegum markaði, og sums staðar í vesturhluta Nepal situr kjarni maóista við völd, samhliða fulltrúum ríkjandi stjórnvalda. Vopn þeirra eru reyndar ekki háþróuð, en engu verri en vígbúnaður nepölsku lögreglunnar. Friðarviðræður uppreisnarhers og ríkisstjórnar voru reyndar seint á liðnu ári, án árangurs, en stjórnvöld hallast nú helst að því að brjóta lið uppreisnar- manna á bak aftur með hervaldi. Sagt er að reyndari hershöfðingjar landsins hafi verið því mótfallnir, sem og Bi- rendra konungur, og ekki talið við hæfi að stjórnar- herinn berðist við landa sína á nepalskri grundu. Auknar lík- ur eru hins vegar taldar á því að nýi konungurinn, Gyanendra, verði ekki jafn tregur til þess að beita hernum gegn uppreisnarmönnum. Höfuðvígi þeirra er við bæinn Gorkha, sem eitt sinn var kóngsríki, og þaðan sem núverandi konung- dæmi er upprunnið, vel að merkja. Blaðamaður Morgunblaðsins gisti nokkrar nætur í tjaldi á túni fyrir neðan fangelsi bæjarins ásamt hópi Íslendinga, einu ári eftir stofnun upp- reisnarhersins, áramótin 1997-1998, og varð ekki var við neitt óvenjulegt. Nokkrum mánuðum síðar, í ann- arri heimsókn sem varði veturlangt, var útlendingum hins vegar ráðið ein- dregið frá ferðalögum um umræddar slóðir og fleiri í vesturhluta Nepals. Aftökulisti fyrir embættismenn Þess má einnig geta að fyrrverandi íbúar í húsi í höfuðborginni, þar sem blaðamaður bjó í nokkra mánuði í síð- ustu heimsókn sinni, höfðu um tíma neyðst til þess að leita á hótel í borg- inni, því frést hafði að leigusalinn, efnum búinn embættismaður á eft- irlaunum, væri á „aftökulista“ upp- reisnarhersins og hluti hans á leið í bæinn til þess að framfylgja „dómi“ yfir honum og fleiri mönnum í sams konar stöðu. Rósturnar í Nepal eru í talsverðri andstöðu við lífseigar, vestrænar hugmyndir um friðsælt háfjallalíf í landinu gróðursæla á þaki heimsins, sem eitt sinn var líkt við jarðnesku paradísina Shangri-la. Sívaxandi íbúafjöldi og landsbyggðarflótti vegna fátæktar hefur gert að verkum að skóglendi, sem áður þakti 2/3 lands nær nú einungis yfir þriðjung. Afleiðingin er umfangsmikil jarð- vegseyðing, flóð og mengun. Helstu flóðin verða á regntímanum og valda miklum spjöllum á uppskeru, auk þess að verða mönnum og skepnum að bana, en meðalúrkoma í Kat- mandú-dal í júní, júlí og ágúst er um 1.400 millimetrar. Þjóðartekjur á mann í Nepal eru 100-245 bandaríkjadalir, eftir því hvar borið er niður í landinu. Meg- inþorri íbúa hefur viðurværi sitt af landbúnaði. Samgöngu- og fjar- skiptatækni hefur ekki náð mikilli fótfestu í þorpum á landsbyggðinni og menntun og heilsugæsla standa ekki auðveldlega til boða. Nepalir eru taldir 23-24 milljónir, og fjölgar um 2,37% á ári. Mun íbúa- fjöldinn tvöfaldast á 30 árum með sama hraða. Helstir mengunarvaldar í landinu eru verksmiðjustarfsemi og óvönduð ökutæki, sem brenna bensín drýgt af seljendum með alls kyns aukaefnum, og fylla andrúmsloftið af kolmónox- íði. Blýmengun er líka til staðar og talsverð í ám, að ekki sé minnst á óteljandi bakteríu- og ormafjöld þar sem skolpi og úrgangi er hvarvetna leitt út í hin beljandi fljót. Vatnsskortur og rotnandi rusl Fleiri vandamál eru tilfinnanlegur vatnsskortur í höfuðborginni yfir sumartímann, rotnandi ruslahaugar undir berum himni í húsasundum og görðum, mengun í matjurtum af þrá- virkum lífrænum eiturefnum og sýkt kjöt. Við þetta má bæta barnaþrælk- un, en 2,6 milljónir barna í Nepal falla undir þá skilgreiningu, síauknum fjölda eyðnismitaðra, vændi, sem oft- ar en ekki er eini atvinnumöguleiki nepalskra kvenna og götubörnum sem fjölgar um 500 á ári í Katmandú. Hin óleystu vandamál eru nánast hvert sem litið er og hér er ekki allt upp talið. Nepal er landlukt, milli risanna Indlands og Kína, í hlutverki sem einn fyrri konunga líkti við kartöflu milli tveggja hnullunga. Fullyrt er að uppreisnarmenn muni nýta sér tóma- rúmið, sem fráfall hins ástsæla kon- ungs hefur skapað í hugum margra, og vaxandi átök í landinu yrðu Ind- verjum og jafnvel Kín- verjum nokkurt áhyggju- efni. Búist er við einhverjum mótmælum þegar rannsókn á skot- hríðinni í konungshöllinni lýkur á morgun. Líklegt má jafnframt telja að ástandið í landinu verði eldfimt, í það minnsta þann tíma sem eftir lifir af hefð- bundnu 45 daga sorgarferli. Framtíð hins nýja og ófullburða borgarlega samfélags er talin ráðast að verulegu leyti af því hvort, eða hversu fljótt, nýjum konungi tekst að ávinna sér traust þegnanna. Morðið á Birendra konungi sagt jafngilda heimsendi fyrir eldri kynslóðina í Nepal Tómarúmið vatn á myllu uppreisnar- manna Reuters Hundruð íbúa fylgdust með líkfylgd konungsfjölskyldunnar í Nepal, 2. júní síðastliðinn. Dæmigert hálfkarað fjölbýlishús í Katmandú.                             !   !" #  "           $"  % " &   "' #    #    Búist er við að dragi aftur til tíðinda í Kat- mandú höfuðborg Nepals á morgun, skrifar Helga Kristín Einarsdóttir. Þá skilar nefnd, sem skipuð var til þess að rannsaka skotárás á fjórtán meðlimi konungsfjöl- skyldunnar fyrir níu dögum niðurstöðu. TENGLAR ..................................................... The Kathmandu Post The Rising Nepal www.kantipuronline.com www.nepalnews.com www.bbc.co.uk Nepalir glíma við pólitíska spillingu, skóg- areyðingu, fátækt og mengun. Lítið þarf til að óeirðir brjótist út í landinu sem áður var kennt við Shangri-la.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.