Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANNAN júní í fyrra tók Íslands-banki-FBA hf. formlega til starfaeftir sameiningu Íslandsbanka hf.og FBA hf. Frá þeim tíma hefurverð hlutabréfa í Landsbanka Ís- lands hf. lækkað um 29%, í Búnaðarbanka Ís- lands hf. um 20% og í Íslandsbanka-FBA hf. um 25%. Á þennan mælikvarða hefur Íslands- banki-FBA því ekki komið betur út en hinir viðskiptabankarnir tveir. Má líta á þetta sem vísbendingu um að samruninn hafi ekki skilað þeim árangri sem skyldi? „Ég held að ekki sé mikið hægt að lesa út úr þessu,“ segir Valur Valsson, forstjóri Íslands- banka-FBA, „meðal annars vegna þess að sá munur er á okkur og hinum tveimur bönkunum sem þú nefndir, að öll hlutabréf okkar eru á markaði, en ekki nema þrjátíu af hundraði af þeirra bréfum. Af þessum sökum kjósum við fremur að bera okkur saman við markaðinn al- mennt.“ „Það má segja að þau félög sem eru með mikið flot, það er að segja mikið af útistandandi bréfum, hafi goldið fyrir að bréfum þeirra er auðvelt að breyta í peninga. Ástæðan er minna peningamagn í umferð og erfiðari aðgangur að fjármagni á síðustu mánuðum. Þar að auki held ég að markaðurinn vilji sjá hvað kemur út úr samrunanum áður en hann fer að verðlauna okkur og það er ekki nema sanngjarnt. En það er óhætt að segja að við njótum ekki vafans,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslands- banka-FBA. „Markaðurinn er harður húsbóndi,“ bætir Valur við, „og þess vegna þarf að vera greini- legur árangur áður en verðið hækkar.“ Hann bendir á að í fyrra hafi aðstæður á fjármála- markaði snúist þeim félögum sem þar starfa mjög í óhag og að afkoma þeirra hafi borið þess merki. Skiptahlutföllin við sameininguna Sá hluti bankastarfseminnar sem virðist hafa gengið best síðastliðið ár er viðskipta- bankahlutinn, en fjárfestingarbankahlutinn virðist hafa dregið afkomuna niður. Í ljósi þessa má velta fyrir sér hvort skiptahlutföllin hafi verið rétt, það er hvort hlutur Íslands- banka hefði ef til vill átt að vera meiri en 51% af sameinuðum banka og þar með hvort hluthafar Íslandsbanka hafi farið halloka við samrunann. Er hægt að halda því fram í dag að skipta- hlutföllin hafi verið röng og að afkomuþróunina hefði mátt sjá fyrir? „Ég tel að í spurningunni felist ekki rétt mat á stöðunni,“ segir Valur, „vegna þess að fyrri hluta árs í fyrra féllu skuldabréf í verði og gamli Íslandsbanki átti mikið af markaðs- skuldabréfum. Á fyrri hluta síðasta árs var af- koma hans því slæm. Síðari hluta ársins féllu hlutabréf í verði og gamli FBA átti meira af þeim. Ég held þess vegna að þegar upp er stað- ið sé mjög erfitt að segja að það halli á annan aðilann í þessum samruna.“ Bjarni tekur undir þetta og bætir því við að í gamla Íslandsbanka hafi verið mjög öflugt við- skiptabankakerfi, en að sama skapi hafi gamli FBA verið mjög öflugur í útlánum til fyrir- tækja. „Þetta eru þær tvær einingar sem hafa verið að koma best út núna og segja má að það sýni einmitt ágæti samrunans að við erum að skjóta fleiri og sterkari stoðum undir bankann. Auk þess að hafa með samrunanum breikkað starfsgrundvöllinn hefur stærð bankans mikið að segja. Með stækkun náðum við betra láns- hæfismati og auðveldari aðgangi að erlendu lánsfé. Þetta er okkur og íslensku viðskiptalífi í heild gríðarlega mikilvægt, ekki síst á tímum sem þessum þegar meira er um slæmar fréttir en góðar.“ „Reynslan hefur staðfest fyrir okkur sem hér störfum,“ segir Valur, „að það var hárrétt ákvörðun að fara í þessa sameiningu. Ég held líka að skynsamlegt hafi verið að framkvæma sameininguna jafnhratt og raun ber vitni og sé ekki að ástæða sé til að efast um að skiptahlut- fallið hafi verði sanngjarnt. Þetta á jafnvel við þegar maður hefur tækifæri til að líta til baka, en það sjónarhorn hefur maður auðvitað ekki þegar ákvörðun um sameiningu er tekin.“ Samstarfið gengið vel Nú var töluvert lagt upp úr því í bönkunum tveimur að góður andi ríkti innan þeirra og að starfsmenn störfuðu vel saman. Til að leggja áherslu á þetta var talað um Íslandsbanka- sveitina í gamla Íslandsbanka og eins mátti merkja góða samstöðu meðal starfsmanna FBA. Hvernig hefur gengið að gera úr þessum tveimur hópum einn samstæðan hóp starfs- manna? „Við höfum unnið að því síðastliðið ár að gera eitt fyrirtæki úr þessum tveimur og að fá alla til að starfa saman að markmiðum þess,“ segir Valur. „Sameining snýst um fólk og það fyrsta sem gæta þarf að er að finna öllum verkefni sem þeir eru sáttir við. Það tekur dálítinn tíma. Síðan þarf að sjá til þess að allir vinni saman að sameiginlegu markmiði fyrirtækisins. Þetta tekur líka tíma. Með stefnumótunarverkefni sem sett var af stað seint á síðasta ári höfum við skipulega unnið að því að ná þessu marki og nú, á ársafmæli samrunans, sýnum við einmitt afrakstur þeirrar vinnu. Þar er bæði um að ræða endurmótaða stefnu og breytingar á vörumerki, sem hvort tveggja er til marks um að samruninn er að baki. Markmiðið með stefnumótuninni er að búa til nýja framtíðarsýn þar sem áherslur á ein- staka viðskiptavinahópa bankans eru skerptar enn frekar. Við gerum jafnframt ákveðnar skipulagsbreytingar innan bankans sem eiga að auðvelda okkur að gera þessa framtíðarsýn að raunveruleika. Aukin áhersla verður lögð á viðskiptasviðin í skipuriti bankans og fjöldi þeirra og umfang endurspeglar mismunandi þarfir mismunandi hópa viðskiptamanna. Jafn- framt er skerpt á þeirri áherslu að það er hlut- verk stoðdeildanna að sinna þjónustu við við- skiptasviðin. Þannig hyggjumst við tryggja að það frumkvæði og kraftur sem býr í því starfs- fólki bankans sem sér um viðskiptavinatengsl njóti sín sem best. Viðskiptavinir okkar ættu að verða varir við þessar breytingar á þann hátt að starfsfólk mun leggja aukna áherslu á að skilja þarfir þeirra og sýna frumkvæði í því að mæta þeim, en ekki aðeins veita umbeðna þjón- ustu. Þannig hyggjumst við ná því fram að verða besti kostur í fjármálaþjónustu á Íslandi. Hér má bæta því við að í samrunaferlinu höf- um við notið þess að starfsfólk beggja bank- anna var vant sameiningu og hafði gengið í gegnum hana áður því gamli Íslandsbanki og FBA höfðu báðir orðið til við sameiningu.“ Aðspurðir segja þeir báðir að samstarf þeirra tveggja hafi einnig gengið mjög vel. „Ég held við höfum áttað okkur á því strax í fyrstu samtölunum sem við áttum við upphaf sam- runaviðræðnanna, að hugsunarháttur okkar og skoðanir okkar á þróun bankakerfisins væru mjög líkar,“ segir Valur. „Við höfum svipaðar skoðanir á því hvar tækifærin liggja, hvað megi betur fara og svo framvegis. Þannig fundum við strax að fá tilefni yrðu til ágreinings, og það hefur síðan komið í ljós því við höfum getað leyst öll mál hratt og vel.“ Gera ráð fyrir 3,5% hagsauka í ár Hvernig er með þau markmið sem þið settuð ykkur við samrunann, hafa þau náðst? „Sá ávinningur sem við njótum af samrun- anum er að koma í ljós um þessar mundir,“ seg- ir Bjarni, „og þegar þetta ár er að baki munum við sjá tölur sem sýna að markmiðin sem við stefndum að hafi náðst fram. Það er annars nokkuð erfitt að fá nákvæmar tölur um ávinn- inginn. Þar getum við tekið sem dæmi að ef ekki hefði verið farið út í sameiningu bankanna hefðu þeir hvor um sig þurft að uppfæra tölvu- kerfi sín, en það er ekki einfalt að leggja ná- kvæmt mat á hvað þeir hefðu gert. Við horfum frekar á þætti eins og fækkun starfsmanna og tekjuaukningu víðtækari þjón- ustu, sem og það sem við notum sem stjórn- unartæki, sem er mæling á hagsauka. Við mæl- um hjá hverri einingu fyrir sig hverju reksturinn skilar og hvaða fjárbinding er fólgin í rekstrinum. Á síðasta ári vorum við langt und- ir markmiðum okkar, en settum okkur nokkuð háleit markmið fyrir árið í ár og ætlum okkur að standa undir þeim. Við ætlum því að vera töluvert fyrir ofan þau mörk sem við teljum að séu kostnaður bankans af fjármagni. Við ger- um ráð fyrir að kostnaður eigin fjár eftir skatta sé 16,5% og áætlanir okkar um arðsemi eigin fjár eru um 23,1%, sem samsvarar 3,5% hags- auka. Til lengri tíma litið tel ég að mesti ávinn- ingur af samrunanum felist í því að nýta það besta af vinnubrögðum hvors banka fyrir sig. Í báðum þeirra var mikið af hæfu fólki og vand- aðir verkferlar, en að ýmsu leyti var beitt ólík- um aðferðum þó markmiðin væru þau sömu. Eftir sameiningu náum við að nýta það besta í vinnubrögðum hvors um sig og við höfum getað lært nýja hluti hraðar en ef samruninn hefði ekki átt sér stað.“ Valur segir að á þeim sviðum sem bankarnir hafi verið að vinna að svipuðum hlutum hafi þeir haft ótrúlega líka sýn varðandi hvert þeir vildu stefna, þótt þeir hafi beitt ólíkum aðferð- um. Þess vegna hafi aldrei komið upp ólíkar skoðanir varðandi stefnumörkun og það hafi auðveldað samrunann. Hann segir einnig að eins og við megi búast hafi verið ólík menning í bönkunum tveimur, enda hafi þeir starfað á ólíkum sviðum. Þeir sem starfi við kaup og sölu verðbréfa starfi ólíkt þeim sem veiti einstak- lingum greiðsluþjónustu, svo dæmi sé tekið. Þeir sem lifi á söluþóknun hugsi með öðrum orðum öðruvísi en þeir sem lifi á vaxtamun. Þetta hafi hins vegar ekki aðeins verið munur á milli gamla Íslandsbanka og FBA, heldur hald- ist þessi munur innan sameinaðs banka eftir því við hvað menn fáist. Ólík menning að þessu leyti innan fyrirtækisins sé eðlileg og nauðsyn- leg, en mestu skipti að allir hafi sömu sýn um það hvert bankinn skuli stefna og gagnkvæm virðing sé fyrir ólíkum starfsþáttum. Starfsmönnum hefur fækkað Þegar bankarnir voru sameinaðir var talað um samrunann sem tekjusamruna en ekki kostnaðarsamruna, það er að segja að aukning tekna en ekki lækkun kostnaðar væri helsta markmiðið. Þó fer varla hjá því að á sumum sviðum hafi störf manna skarast og þar með að svigrúm hafi verið til fækkunar. Að auki er orð- ið mun rólegra á verðbréfamarkaðnum en var fyrir ári. Þetta ætti því hvort tveggja að kalla á fækkun starfsmanna. Hver hefur þróunin orðið hjá ykkur? „Starfsmönnum hefur fækkað. Í júní í fyrra voru starfsmenn 904 án sumarstarfsmanna en í dag eru þeir 859,“ segir Bjarni. „Það er rétt að á sumum sviðum var skörun og svo hefur hægt á í efnahagslífinu. Þess vegna er ekki nema eðlilegt að samhliða því dragi menn saman seglin í fyrirtækjarekstrinum. Við höfum lagt áherslu á það síðan í haust að horfa mikið á kostnað og aðhald í rekstri og teljum okkur hafa náð nokkuð góðum árangri í því. Þannig höfum við náð að takmarka áhrif af almennum kostnaðarhækkunum í samfélaginu á bank- ann.“ Bjarni og Valur staðfestu að áætlanir bank- ans frá því í mars um rúmlega 3,5 milljarða króna hagnað á þessu ári stæðu óbreyttar. En hvað um lækkun á gengi krónunnar, hefur hún áhrif á afkomu bankans? „Hún hefur ekki bein áhrif á afkomu bank- ans,“ segir Bjarni, „og er ekki einn af stóru áhrifaþáttunum eins og til dæmis vaxtamunur, vaxtaþróun, þróun á hlutabréfamarkaði eða miðlunartekjur af verðbréfaviðskiptum. Gengi krónunnar hefur hins vegar stór áhrif á afkomu og stöðu ýmissa viðskiptavina okkar. Í sumum tilvikum veldur hún því að hæfni þeirra til að greiða af lánum eykst, en í fleiri til- vikum minnkar greiðsluhæfi þeirra. Þetta á Íslandsbanki-FBA hf. mun frá og með morgundeginum aðeins bera nafnið Íslandsbanki Markaðurinn harður Fyrir einu ári sameinuðust Íslandsbanki hf. og FBA hf. og úr varð stærsti banki landsins, Íslandsbanki-FBA hf. Samrunaferl- inu og stefnumótunarstarfi því tengdu telst nú að fullu lokið. Haraldur Johannessen ræddi við forstjóra bankans, þá Bjarna Ármannsson og Val Valsson, um samrunann, lækkandi verð hlutabréfanna, hækkað kostnaðarhlutfall, starfsemina erlendis og eignaraðild að bankanum. Forstjórar Íslandsbanka, Valur Valsson og Bjarni Ármannsson, segja samrunann hafa gengið vel og ein af skýringum þess sé að bankarnir tveir sem sameinuðust hafi báðir orðið til við sam- runa.  Íslandsbanki-FBA hf. mun á morgun taka upp nýtt merki og verður frá sama tíma aðeins nefndur Íslandsbanki þótt formlegt heiti hans verði óbreytt. Nýtt merki Íslandsbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.