Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 14
LISTIR
14 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
L
ÍTILL vaxtarsproti náði að
gægjast í gegnum einsleita
flóru kvikmyndaframboðs
bíóanna þegar myndin Lalli
Johns eftir Þorfinn Guðnason
var sýnd í Háskólabíói á dög-
unum við aðsókn sem teljast
verður einstök fyrir íslenska heimildarmynd.
Aðeins stóð til að sýna hana eina helgi en við-
tökurnar voru svo góðar að sýningum var hald-
ið áfram um a.m.k tveggja mánaða skeið og
þegar upp var staðið höfðu tæplega átta þúsund
manns séð myndina um utangarðsmanninn og
lögreglugóðkunningjann Lalla. En hvernig
stendur á þessum óvæntu vinsældum íslenskr-
ar heimildarmyndar, þegar veruleikinn sem
blasir almennt við metnaðarfullum höfundum
slíkra mynda, er í mesta lagi ein sýning í sjón-
varpi eða tómlegum bíósal? Fyrst og fremst er
hér um frumlegt og vel
unnið kvikmyndaverk að
ræða um efni sem vekur
óhjákvæmilega forvitni
áhorfandans. Gefin er inn-
sýn í afkima samfélagsins
sem flestir kjósa að vita
sem minnst af í dagsins
önn. Með því næma og þolinmóða sjónarhorni
sem leikstjórinn nær að draga fram í framsetn-
ingu sinni, opnast jafnframt fyrir áhorfand-
anum veruleiki annars konar lífsviðhorfa og
hlutskiptis en góðborgarinn á að venjast. Um
leið og myndin tekur á mannlífi og samtíma,
kallar hún fram spurningar um samfélagið í
heild með því að draga upp fordómalausa og
óupphafna mynd af þeim sem þar hafa orðið
hornrekur.
Auk þess að búa yfir ákveðinni samfélags-
legri dýpt hefur Lalli Johns aðdráttarafl sem
hrein bíóskemmtun. Lalli er nefnileg engin
venjuleg aðalpersóna, hann býr yfir persónu-
leika og nærveru kvikmyndastjörnunnar og það
veit leikstjórinn og nýtir sér óspart. Sagan er
sömuleiðis viðburðarík og uppfull af litríkum
persónum, og ekki má gleyma því að myndin
býr yfir afmarkaðri frásögn, þar sem mótífið
eða markmiðið (um að snúa við blaðinu, frá lífi
þjófnaðar og vímuefnaneyslu) kemur skýrt
fram í upphafi. Þannig á Lalli Johns ekki síður
margt sameiginlegt með leikinni kvikmynd en
þeim þáttum sem hin hefðbundna heimild-
armynd er skilgreind út frá.
Það sem gefur myndinni sérstöðu ereinmitt það, hvernig hún staðsetur sigá mörkum viðtekinna kvikmynda-forma. Á þessum mörkum leynast
nefnilega spurningar um miðlun veruleikans og
skynjun áhorfandans á slíkri miðlun, og vakna
þessar spurningar ekki síst ef reynt er að rýna
nánar í þær forsendur sem liggja aðgreining-
unni milli heimildarmyndar og kvikmyndar til
grundvallar.
Í viðteknum skilgreiningum má segja að
heimildarmyndinni sé fyrst og fremst ætlað að
upplýsa og fræða, fjalla um staðreynir, skrá-
setja og varpa ljósi á veruleikann. Leiknu kvik-
myndinni er hins vegar fremur eignað skemmt-
analegt gildi en fræðslugildi, þ.e. að veita
áhorfandanum tímabundna lausn frá veru-
leikanum fremur en að beina að honum sjónum,
og hefur sú áhersla verið mjög ríkjandi í kvik-
myndagerð Hollywood-iðnaðarins. Ef raunsæ-
isleg kvikmynd er hins vegar höfð til hliðsjónar
heimildarmynd á borð við Lalla Johns, verður
aðgreiningin jafnvel óljósari. Þá er engu að síð-
ur hægt að benda á þann mun að í leikinni kvik-
mynd er líkt eftir ákveðnum veruleika og not-
aðar til þess sviðsmyndir, leikarar og ýmis
áhrifameðul. Viðfangsefni heimildamynd-
arinnar eru hins vegar að grunninum til kaflar
og sýnishorn af því sem þegar er að finna í
veruleikanum. Veruleikinn er ekki búinn til fyr-
ir myndavélina, hann er fangaður á filmuna eins
og hann kemur fyrir.
Þessi aðgreining getur þó aldrei verið annað
en grunnviðmið sem endurspeglar hugmyndir
manna um hvaða hlutverki þessir tveir miðlar
gegni eða eigi að gegna. Því við nánari rann-
sókn kemur í ljós að samband kvikmynda-
formanna tveggja við raunveruleikann er ekki
eins skýrt niðurskipt og ofangreind skilgreining
gerir ráð fyrir. Krafan um að fyllsta hlutleysis
sé gætt við miðlun veruleikans er vanduppfyllt,
ekki síst þegar um kvikmyndagerð er að ræða.
Miðillinn sem slíkur krefst ávallt einhvers kon-
ar meðhöndlunar og stjórnunar. Jafnvel þótt
heimildarmyndaleikstjóri leggi sig í líma við að
mynda atburð óskertan og láta sem minnst fyr-
ir sér fara, þarf hann ávallt að velja sjónarhorn
og ákveða hvað á að liggja inn í myndrammann
og hvað verður utan hans. Þá þarf að með-
höndla efnið á einhvern hátt, skapa því form-
gerð eða ákvarða uppbyggingu þess myndverks
sem miðlað verður áhorfandanum.
Þessi formgerð kallast með öðrum orðum
frásögn. Þeirri sneið af veruleikanum sem miðl-
að er, er gefið upphaf, ákveðin framvinda og
endir, sem felur í sér einhvers konar úrlausn,
eða svör við spurningum sem lagðar voru upp í
upphafi. Klippingum er sömuleiðis óspart beitt í
flestum heimildarmyndum, og verður sá veru-
leiki sem miðlað er aldrei annað en samsett og
tilbúin heild. Þannig eru mörkin milli heimild-
armyndar og leikinnar kvikmyndar engan veg-
in sjálfgefin, því þegar öllu er á botninn hvolft,
eru heimildarmyndir ekki annað enn miðluð
framsetning sem, líkt og í miðlinum almennt,
gerir kröfu um að áhorfandinn gangist ákveð-
inni blekkingu á hönd og túlki myndina sem
veruleika. Hvort sem um heimildarmynd eða
leikna kvikmynd er að ræða fer hluti veruleika-
miðlunarinnar ávallt fram í skynjun áhorfand-
ans, sem brúar bilið milli þeirra brota sem
myndin sýnir og skapar úr því heilan, óslitinn
veruleika.
Íkvikmyndasögunni hafa myndastákveðnar reglur og venjur, sem geraáhorfandanum kleift að skynja og túlkaþá framsetningu veruleikans sem kvik-
myndin felur í sér. Þessar framsetningarvenjur
geta hins vegar staðnað ef ekki er sýnd ein-
hvers konar viðleitni til spuna og frumlegrar
meðferðar formsins sem unnið er með. Skynjun
áhorfandans verður þá óvirk og vanabundin en
stór hluti kvikmynda sem framleiddar eru kall-
ar einmitt á slíka óvirka neyslu. Sköp-
unarkraftur kvikmyndalistarinnar hefur hins
vegar lifað og þrifist á útjaðri þessara framsetn-
ingarvenja. Frjálsleg notkun á viðteknum form-
um miðilsins, felur í sér endurskoðun á fastmót-
uðum vinnureglum kvikmyndagerðar og örvar
skynjun áhorfandans, vekur með honum vanga-
veltur um veruleikann og heldur miðlinum lif-
andi.
Heimildarmyndin felur í sér spennandi rými
til slíkra tilrauna, ekki síst svonefnd skapandi
heimildarmyndagerð, sem lítið hefur borið á í
íslenskri kvikmyndamenningu síðan Friðrik
Þór Friðriksson var að taka sín fyrstu skref inn
á braut kvikmyndagerðar með heimild-
armyndum á borð við Rokk í Reykjavík og Kú-
rekar norðursins. Velgengni Lalla Johns er ef
til vill aðeins upphafið að því sem koma skal, og
er enn eitt merkið um gróskuna í íslenskri kvik-
myndagerð.
Veruleikinn í mynd
Lalli Johns: Enn eitt merkið um gróskuna í ís-
lenskri kvikmyndagerð.
AF LISTUM
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
Í maí hófust æfingar í Borgarleik-
húsinu á Kristnihaldi undir jökli
eftir Halldór Laxness. Leikgerðin
er eftir Svein Einarsson en leik-
stjóri er Bergur Þór Ingólfsson,
sem leikstýrði barnaleikritinu Móglí
sem frumsýnt var í Borgarleikhús-
inu í desember 2000.
Í aðalhlutverkum eru Gísli Örn
Garðarsson, nýútskrifaður leikari
frá leiklistardeild LHÍ, sem er í
hlutverki Umba, Árni Tryggvason í
hlutverki Jóns Prímusar, Edda
Heiðrún Bachmann sem leikur Frú
Fínu Jónsen og Sigrún Edda
Björnsdóttir sem er í hlutverki Úu.
Aðrir leikarar eru: Þorsteinn Gunn-
arsson, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Theódór Júlíusson, Ellert A.
Ingimundarson, Eggert Þorleifs-
son, Ólafur Darri Ólafsson og Pétur
Einarsson. Hljóðhönnun er í hönd-
um Baldurs Más Arngrímssonar,
Lárus Björnsson sér um ljós, Elín
Edda Árnadóttir hannar búninga
og Árni Páll Jóhannsson leikmynd.
Hljómsveitin Quarashi, með Sölva
Blöndal í broddi fylkingar, semur
tónlistina í sýningunni.
Áætlað er að frumsýna Kristni-
hald undir jökli í lok september
2001.
Leikarar og aðstandendur Kristnihaldsins í Borgarleikhúsinu.
Kristnihaldið
á fjalirnar í haust
KLASSÍSKI listdansskólinn
heldur námskeið fyrir drengi á
aldrinum 4-6 ára í júní. Á nám-
skeiðinu verður unnið með margt
sem tengist ballett eins og takt,
hreyfingu, spuna, samhæfingu og
dans. Markmið námskeiðsins er
að sýna drengjum fram á að ball-
ett sé ekki bara fyrir stúlkur held-
ur einnig fyrir drengi.
Kennari á námskeiðinu verður
Katla Þórarinsdóttir, grunnskóla-
kennari en hún hefur kennt ball-
ett við skólann síðastliðin þrjú ár.
Ballettnámskeið
fyrir drengi