Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hjálmar IngiJónsson fæddist
á Mosvöllum í Ön-
undarfirði 2. júlí
1934. Hann lést í
Landspítala Foss-
vogi 2. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Jarþrúður Sig-
urrós Guðmunds-
dóttir, f. 24.8. 1913,
d. 16.7. 1990, og Jón
Salómon Jónsson, f.
24.2. 1913. Hjálmar
var elstur tíu systk-
ina, næst komu Guð-
björg Svandís, Guð-
mundur Jónas, Guðmunda
Valborg, Salóme Jóna, Guðrún
Rósborg, Ingibjörg Birna, Magn-
fríður Kristín, Ólafur Ragnar og
Björn Ágúst. Guðmundur Jónas
lést í frumbernsku. Uppeldissyst-
ir Hjálmars er Gróa Björnsdóttir.
Hjálmar Ingi kvæntist 19.12.
1959 Guðrúnu Í. Jónsdóttur frá
Engey í Vestmannaeyjum, f.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 2.
júní 1931, þau gengu í hjónaband
30.1. 1993. Dætur hennar eru: 1)
Svanborg Birna Guðjónsdóttir
sölustjóri, maki Halldór Jakobs-
son. Dætur þeirra eru Ingibjörg
Ásta, unnusti Davíð Guðmunds-
son, Hildur. 2) Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, maki Guðjón Gunnarsson.
Dætur þeirra eru Gyða Rut, Kar-
en Birna og Bryndís.
Hjálmar Ingi ólst upp hjá lang-
ömmu sinni, Guðbjörgu Björns-
dóttur, og Birni syni hennar á
Mosvöllum í Önundarfirði. Hann
var í Núpsskóla 1949–1952, nam
vélvirkjun við Iðnskólann í Kefla-
vík og varð meistari í vélvirkjun
árið 1962. Hjálmar starfaði víðs
vegar um landið að iðn sinni en
síðar varð hann annar stofnenda
Vélaverkstæðisins Þórs í Vest-
mannaeyjum og starfaði þar fram
að gosi. Eftir gos vann hann ýmis
störf, m.a. hjá Kaupfélagi Rang-
æinga á Hvolsvelli og við Sigöldu-
virkjun en síðustu árin starfaði
hann hjá Skeljungi.
Útför Hjálmars Inga fer fram
frá Bústaðakirkju á morgun,
mánudaginn 11. júní, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
13.10. 1929, d. 1.1.
1987. Börn þeirra
eru: 1) Vignir Þröstur
vélfræðingur, maki
Elma Ósk Óskars-
dóttir. Dóttir þeirra
er Heiðrún Lind, syn-
ir Elmu Óskar eru
Haraldur og Arnór
Daði. 2) Sigríður
Svandís húsmóðir,
maki Hjálmar Gunn-
arsson. Börn þeirra
eru Guðrún Svala og
Egill Steinar, börn
Sigríðar Svandísar
eru Linda Björk,
maki Hörður Snorrason og sonur
Lindu Bjarkar er Benedikt Páll,
Berglind Dögg, Hafþór Ingi og
Gunnar Már. Fóstursonur Hjálm-
ars Inga og sonur Guðrúnar er
Jón Svavars rafvirki. Börn hans
eru Davíð Freyr, maki Hrefna
Skúladóttir, sonur þeirra Skúli
Freyr, Guðrún Lilja.
Seinni kona Hjálmars Inga er
Kæri bróðir.
Andlát þitt sl. laugardag kom ekki
á óvart þeim sem næst þér stóðu.
Á endanum varst þú dæmdur til
að láta í minni pokann fyrir illvígum
sjúkdómi sem þú hefur hetjulega
barist við í þrjú ár.
Þetta virtist allt svo saklaust í
fyrstu. Þú fékkst flensu og gast ekki
farið til vinnu af þeim sökum, en þú
áttir aldrei afturkvæmt til vinnu
þinnar eftir flensuna.
Eftir reglulegar blóðgjafir sl. þrjú
ár og stuttar innlagnir á sjúkrahús
fór svo verulega að draga af þér sem
leiddi til þess að þú varst lagður inn
á sjúkrahús í mars sl. Þar dvaldir þú
þar til yfir lauk, hinn 2. júni sl. Ég
vakti að mestu yfir þér síðustu nótt-
ina sem þú lifðir og fannst mér
greinilegt að þú barðist harðri bar-
áttu við dauðann. Mér varð þá hugs-
að til þess að þarna leyndi sér ekki
sú mikla þrjóska sem einkennir
margt af þínu fólki. Einnig fékk ég á
tilfinninguna að þú ætlaðir að draga
það fram yfir afmælisdag elskulegr-
ar eiginkonu þinnar, hennar Ingi-
bjargar, að láta í minni pokann fyrir
dauðanum, en baráttan var töpuð og
kallið kom. Það má e.t.v. segja að úr
því sem komið var hafi það verið gott
að þú fékkst loks hvíldina en samt
sem áður er áfallið við andlát þitt svo
sárt og eftir sitja margir með mikinn
söknuð í huga.
Minningar hrannast upp. Þó að
við hefðum ekki mikið hvor af öðrum
að segja þar sem aldursmunur okkar
bræðra var 23 ár, þú elstur okkar
systkina en ég yngstur.
Þegar ég man fyrst eftir mér þá
varst þú fluttur að heiman og ekki
nóg með það heldur alla leið til Vest-
mannaeyja, á meðan ég bjó í for-
eldrahúsum á Flateyri. Ég vissi auð-
vitað af Hjálmari bróður í
Vestmannaeyjum en á þeim árum
var ekki mikið um það hjá foreldrum
okkar að leggja í langferðir og því
ekki farið oft til Eyja í heimsókn til
þín og þinnar fjölskyldu. Ég man þó
eftir einni slíkri ferð og stendur þar
skýrast í hugskoti mínu þegar
Þröstur frændi og Sigríður frænka
fóru með mig að veiða lundapysjur.
Þetta var mikið ævintýri fyrir mig
þar sem slík iðja var ekki stunduð á
Flateyri.
Það má því segja að á mínum
yngri árum hafir þú, í mínum huga,
nánast verið eins og fjarlægur
frændi frekar en að ég upplifði þig
sem bróður.
Það er svo ekki fyrr en við erum
báðir búsettir í Reykjavík og förum
að hittast oftar að kynni okkar fara
að breytast. Ég fann sterkt fyrir
mikilli væntumþykju frá þér í minn
garð og var greinilegt að tilfinningar
þínar til litla bróður voru fölskva-
lausar og mjög sterkar. Það var oft
ekki mikið sagt enda ekki endilega
þörf á því.
Lífshlaup þitt skiptist að miklu
leyti í tvo hluta. Þann fyrri þegar þú
bjóst í Vestmannaeyjum og uppi á
landi með fyrri eiginkonu þinni,
Guðrúnu Jónsdóttur, og síðari hlut-
inn var svo eftir að Guðrún lést um
aldur fram úr krabbameini, árið
1987. Á þessum árum lagðir þú nán-
ast alltaf nótt við dag við vinnu þína
og við að byggja upp ykkar heimili
og fyrirtæki. Hefur það eflaust kom-
ið hart niður á fjölskyldunni að því
leyti að samverustundirnar hafa
ekki verið margar. Þatta reyndi
mjög á fjölskylduna og held ég að
allir sem við máttu búa hafi skaðast
af og borið skarðan hlut frá borði.
Eftir andlát Guðrúnar myndaðist
mikið tómarúm í lífi þínu og verð ég
að segja að ég og fleiri þér nákomnir
höfðum verulegar áhyggjur af vel-
ferð þinni. Þú virtist bitur, særður
og leitandi.
Það var því, að mínu mati, ein af
mestu gæfustundum lífs þíns þegar
þú, tæpu ári eftir andlát Guðrúnar,
kynntist eftirlifandi eiginkonu þinni,
henni Ingibjörgu.
Þegar ég hitti ykkur saman í
fyrsta skipti bað ég til Guðs að þér
mætti takast að rækta sambandið
við þessa konu. Mér varð það strax
ljóst að þarna hafðir þú hitt fyrir
þvílíka gæðakonu að vandfundin
væri manneskja með sömu eigin-
leika. Góðmennskan og elskulegheit-
in hjá Ingibjörgu mágkonu minni
minna mig helst á móður okkar, en
það vita allir sem til þekkja að þar
fór manneskja sem bjó yfir hjarta-
hlýju og manngæsku sem vandfund-
in er í einni og sömu manneskjunni.
Enda fór svo að líf þitt tók miklum
stakkaskiptum við þessi tímamót hjá
þér. Stöðugleiki, ró og friður færðist
yfir líf þitt og hvar sem þið Ingibjörg
komuð geislaði af ykkur ástin og um-
hyggjan hvort fyrir öðru. Þið virtust
ekki bara hjón sem deilduð saman
sætu og súru heldur var greinilegt
að þið voruð miklir vinir og félagar.
Þið nutuð lífsins á ykkar hátt, ferð-
uðust mikið og ræktuðuð saman
tengslin við fjölskyldur ykkar. En
það var ekki bara hún Ingibjörg sem
þarna kom inn í líf þitt heldur líka
Birna og Rakel, dætur Ingibjargar
af fyrra hjónabandi, tengdasynirnir,
þeir Halldór og Guðjón, ásamt
barnabörnunum. Allt þetta fólk
reyndist þér betur en orð fá lýst og
er greinilegt að þú hefur náð að gefa
af þér til þeirra líka. Það er engu lík-
ara en um blóðtengsl hafi verið að
ræða.
Það hefur verið ótrúlegt fyrir mig
að fylgjast með því hvernig öll þessi
fjölskylda hefur lagt nótt við dag til
að gera þér baráttuna, sem þú háðir,
sem bærilegasta. Ég vona að Guð
launi þeim og öllum öðrum sem hafa
reynst þér vel í þinni erfiðu baráttu.
Þú leggur nú af stað í þitt hinsta
ferðalag en líklegt þykir mér að þú
verðir ekki einn á þeirri ferð heldur
muni hún Soffía föðursystir okkar,
sem lést þremur dögum á undan þér,
verða þér samferða. Ég er einnig
sannfærður um að það verður tekið
vel á móti þér og eflaust verður glatt
á hjalla og margt spjallað, rifjaðar
upp sögur frá Mosvöllum o.fl. þegar
þú hittir hana mömmu og allt Mos-
vallafólkið aftur.
Hvíl þú í friði, bróðir.
Dýpstu samúð vottum við þér,
Ingibjörg mín, og ykkur, Birna,
Rakel, Halldór, Guðjón og barna-
börn, einnig ykkur, Þröstur, Sigríð-
ur, Jón, Elma, Hjálmar og börn.
Elsku pabbi minn, systkini, makar
og aðrir aðstandendur, ykkur votta
ég einnig dýpstu samúð.
Guð veri með ykkur öllum og
styrki ykkur í sorginni.
Björn Ágúst, Anna María, Inga,
Sigurrós Guðbjörg og Agnes
Freyja.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast og þakka mági mínum
Hjálmari Inga Jónssyni sem lést 2.
júni síðastliðinn. Kynni okkar hófust
þegar við Guðrún systir hans hófum
sambúð, þó á fyrstu árum væri langt
á milli okkar heyrðumst við þó alltaf
annað slagið, en hin síðari ár var
sambandið nánara. Hjálmar var vél-
smiður að mennt og starfaði við iðn-
grein sína lengstan hluta starfsævi
sinnar, þó hin síðari ár væri hann
starfsmaður Skeljungs þá á öðru
sviði. Hjálmar var elstur tíu systk-
ina, hann fæddist á Mosvöllum í Ön-
undarfirði og þar ólst hann upp hjá
ömmu sinni Guðbjörgu og syni
hennar Birni Hjálmarssyni ásamt
fóstursysturinni Gróu Björnsdóttur.
Hjálmar fór ekki varhluta af erf-
iðleikum lífsins en hann var sú
manngerð að hann tókst á við þá af
fullri einurð og leisti þá, og þó hann
væri dulur maður og flíkaði ekki til-
finningum sínum, þá var hann í
góðra vina hópi, hrókur alls fagn-
aðar. Þann 19.12. 1959 gekk Hjálmar
að eiga Guðrúnu Jónsdóttur frá
Engey í Vestmannaeyjum, og í Eyj-
um bjuggu þau fram að eldgosinu í
Heymaey 23.janúar 1973. Hjálmar
og Guðrún eignuðust tvö börn; Vigni
Þröst og Sigríði Svandísi, fyrir átti
Guðrún soninn Jón Svavars, sem
Hjálmar reyndist alla tíð mjög vel.
Hinn 1. janúar 1987 lést Guðrún eft-
ir erfiða baráttu við þann sjúkdóm
sem læknavísindunum gengur hvað
verst að eiga við.
Þá voru börnin uppkomin og farin
að heiman, svo Hjálmar stóð einn
eftir. Þá hygg ég að erfiðir tímar hafi
farið í hönd en, eins og sagt er, öll él
birtir upp um síðir því í lok þess árs
kynntist Hjálmar Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur, ættaðri af Snæfells-
nesi og leiddu þau kynni til hjóna-
bands 30. janúar 1993.
Tel ég að straumhvörf hafi orðið í
lífi Hjálmars, því slík mannkosta-
manneskja er Ingibjörg að fólki
hlýtur að líða vel í návist hennar.
Þau hjónin voru einstaklega sam-
taka með allt sem þau tóku sér fyrir
hendur, ferðuðust mikið bæði innan-
lands sem utan og eignuðust þau á
þeim ferðalögum marga vini og
kunningja. Ingibjörg átti af fyrra
hjónabandi tvær dætur, þær eru
Svanborg Birna Guðjónsdóttir sölu-
fulltrúi, hennar maki Halldór Jak-
obsson, eiga þau tvær dætur Ingi-
björgu Ástu, hennar unnusti Davíð
Guðmundsson og Hildur. Guðlaug
Rakel Guðjónsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, hennar maki Guðjón
Gunnarsson, þeirra dætur eru Gyða
Rut, Karen Birna og Bryndís. Ég
held að dótturdæturnar hafi allar lit-
ið á Hjálmar sem afa og hann ljóm-
aði af stolti þegar hann var að lýsa
því sem þær höfðu afrekað hver fyr-
ir sig. Ég kynntist ekki dætrum
Ingibjargar og þeirra mökum fyrr
en Hjálmar var orðinn fársjúkur, en
þá sá maður líka hversu kærleikur-
inn getur verið stór. Það var aðdáun-
arvert að sjá þá nærfærni og um-
hyggju sem þau umvöfðu Hjálmar
allt fram á síðustu stund. Nú þegar
komið er að leiðarlokum er manni
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast Hjálmari og þakk-
læti til allra þeirra sem reyndust
honum hvað best í erfiðum veikind-
um .
Þar ber hæst nafn Ingibjargar því
slík hlýja og umhyggja er ábyggi-
lega vandfundin. Birna og Halldór,
Rakel og Guðjón, ástúð ykkar var
einstök, ykkar hljóta að bíða laun á
himnum. Einnig ber að nefna fóst-
ursoninn Jón Svavars, hann var
nærfærinn og umhyggjusamur við
Hjálmar og vildi allt fyrir hann gera.
Á þessu sést það best að það upp-
sker hver eins og hann sáir. Það er
mikill harmur og söknuður hjá eig-
inkonunni Ingibjörgu, öldruðum föð-
ur Jóni Salómon Jónssyni, börnum,
tengdabörnum, afabörnum, systkin-
um og venslafólki Hjálmars við leið-
arlok. Ég vil setja hér á blaðið tvö
erindi úr kvæði eftir Hjálmar Jóns-
son Dómkirkjuprest fyrir Ingi-
björgu og Jón Salómon.
Þú, sem nú lifir þjáningu og neyð.
Þú, sem tregar ástvininn þinn kæra.
Gegnum sorg og harma löng er leið.
Ég leyfi mér að benda veginn færa
Þú átt í þínum huga helgidóm.
Himneska birtu Drottinn lífsins gefur.
Krist hefur sent að tala tærum róm
hjá mönnum kærleik þann er aldrei sefur
(H.J.)
Það er erfitt fyrir Guðrúnu systur
Hjálmars að geta ekki fylgt honum
seinasta spölinn þar sem hún dvelst
nú erlendis, en hún huggar sig við að
hún gat deilt með honum seinustu
dögunum í þessari jarðvist. Svo er
einnig um tvær systur Hjálmars,
þær Valborgu og Magnfríði. Um leið
og ég þakka Hjálmari vegferðina í
þessu lífi óska ég aðstandendum
Guðs friðar.
Kristinn Þórhallsson.
Elsku Hjálmar.
Þú barðist hetjulega fyrir lífi þínu.
Að lokum varðst þú að láta í minni
pokann. Baráttunni er lokið. Kveðju-
stundin er runnin upp, svo sár, svo
erfið, svo ótímabær.
Ég man þegar mamma kynnti þig
til leiks. Þú varst hæglátur, hógvær
og svolítið feiminn. Það er svona
þegar ástin grípur gamla fólkið.
Þessi setning vakti alltaf hjá þér
bros, hlátur og glampa í augun „já,
já, það er nú svona“. Það var ótrúleg
gæfa að þið mamma kynntust og
urðuð samferða á lífsleiðinni.
Þú varst einstakur persónuleiki,
ljúfur, góður, viljasterkur, ósérhlíf-
inn, iðinn og einstaklega handlaginn.
Þú varst einstakur maður. Allt sem
þurfti að laga þar sent í þína umsjá
og hluturinn varð sem nýr. Þú hafðir
mikla þörf fyrir að lesa góðar bækur
og hlusta á tónlist. Þær eru ófáar
stundirnar sem við sátum við eld-
húsborðið og ræddum um allt milli
himins og jarðar. Þú hafðir ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum og
trúðir því að menn uppskera eins og
þeir sá. Þú elskaðir að ferðast og þið
mamma ætluðuð að njóta þess að
verða „löggilt gamalmenni“, ferðast
um heiminn og njóta ævikvöldsins.
En ferðin sem þú ferð í nú er því
miður ekki til Þýskalands eða að
skoða Íslendingabyggðir í Kanada.
Það var yndislegt að fylgjast með
samskiptum þínum og stelpnanna.
Þú varst svo góður afi. Alltaf boðinn
og búinn að leiða litlar hendur,
hugga og faðma, spila, lesa, fræða,
leiðbeina og vera nálægur. Þér var
mikið í mun að ólíkir persónuleikar
þeirra fengju að njóta sín, þær væru
hver með sínu lagi.
Á þessari stundu er þakklæti og
heiður efst í huga mínum. Þakklæti
yfir því að hafa fengið að kynnast
þér og heiður að vera þér samferða á
lífsleiðinni. Þú áttir svo mikið að
gefa öðrum, við getum svo margt af
þér lært.
Það eru margar minningar sem
leita á hugann, yndislegar minning-
ar. Ég geymi þær innra með mér um
ókomin ár.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Hjálmar minn, þakka þér
fyrir allt og Guð geymi þig.
Ástarkveðja,
Rakel.
Það var fyrir tæpum 14 árum síð-
an að Ingibjörg tengdamóðir mín
kynnti mig fyrir Hjálmari. Fljótlega
kom í ljós hvern mann Hjálmar hafði
að geyma. Hann var alltaf tilbúinn
að hjálpa til, laga blöndunartæki,
stilla ofna og líma brotnar styttur.
Það var unun að fylgjast með því
hvað hann var góður við Ingibjörgu.
Hann vildi allt fyrir hana gera. Þeg-
ar ég leggst á koddann á kvöldin,
ligg ég andvaka og minningar um
Hjálmar hlaðast upp. Hann var góð-
ur afi, hafði alltaf tíma til að sinna
dætrum mínum. Við fórum oft í bíl-
túr um helgar og þegar við vissum
að Hjálmar væri að vinna
renndum við á bensínstöðina. Þeg-
ar Hjálmar sá okkur koma stökk
hann inn á stöð og náði í súkkulaði
eða ís til að gefa stelpunum. Hjálmar
hafði mikinn áhuga á bílum og því
fórum við oft á bílasölur. Við skipt-
umst á skoðunum um verð og gæði
bílanna sem voru þar til sölu. En efst
í huga mér er ferðin sem við fórum
vestur á Ísafjörð. Hjálmar talaði oft
um uppvaxtarárin sín á Mosvöllum
og hann langaði að sjá og sýna okkur
sveitina sína. Fyrir tveimur árum
síðan ákváðum við Rakel og dæturn-
ar að bjóða þeim Hjálmari og Ingi-
björgu í ferðalag á æskuslóðir
Hjálmars.Við fórum vestur á Ísa-
fjörð og gistum þar. Við höfðum
áhyggjur af því að þetta yrði erfitt
fyrir Hjálmar en hann var ótrúlega
brattur. Hápunktur ferðarinnar var
þegar við keyrðum að Mosvöllum.
Hann sagði okkur frá því þegar
hundurinn bjargaði lífi hans, þegar
hesturinn fældist með rakstrarvél-
ina og ótal margt fleira. Það var
mjög gaman að hlusta á frásagnirn-
ar af þessu. Á Mosvöllum var ákveð-
ið að biðja um að fá rakstrarvélina
suður og er hún nú úti í garði í Mel-
gerðinu. Það voru þreyttir en
ánægðir ferðalangar sem komu heim
úr ferðalaginu. Þó að þú hafir verið
orðinn mjög veikur gátum við samt
slegið á létta strengi. Það færðist
stórt bros yfir andlitið þitt þegar
Ingibjörg og ég tókum nýjustu út-
færsluna af Rauðhettu fyrir þig.
Þetta eru aðeins fáar minningar um
góðan dreng, hinar eru vel geymdar.
Bryndís bað mig um að koma með
sér inn í herbergið þitt í Safamýrinni
og fara með bæn yfir rúminu þínu.
Hún bað fyrst og sagði svo: Nú er
komið að þér, pabbi, að biðja bæn og
segja hana upphátt þannig að ég
heyri. Ég ætla að kveðja þig, Hjálm-
ar, kæri vinur, með þeim orðum:
„Góði Guð, taktu vel á móti Hjálmari
og haltu í höndina á honum.“
Þinn vinur,
Guðjón.
Þegar þú ert farinn núna, afi
minn, eftir þrjú löng ár í basli við
sjúkdóminn þinn streyma allar góðu
minningarnar um huga minn. Góð-
mennska og blíða var það sem ein-
kenndi þig mest. Þú áttir alltaf til
blíðu og umhyggju fyrir okkur syst-
urnar og alla þá sem þú umgekkst.
Þessi ár hafa verið erfiðustu ár ævi
minnar því að ég held að þegar ein-
HJÁLMAR INGI
JÓNSSON