Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
ÉG hef undanfarið lesið
greinar í Velvakanda þar
sem talað er um hversu gal-
tómir ísskápar fátækra séu
mitt í allri velferðinni. En
hvað skyldi vera í ísskápum
hinna háu herra sem hér
stjórna? Ég get ímyndað
mér að þar sé að finna sitt-
hvað gómsætt. Skyldi þess-
um herrum ekki verða
hugsað til hinna sem minna
mega sín þegar þeir opna
ísskápa sína? Eigum við
ekki að sýna bágstöddum
þann stuðning að hugsa
okkur vel um hverjum við
viljum greiða atkvæði okk-
ar í næstu kosningum?
Einnig vil ég taka undir orð
hinna sem skrifuðu „burt
með eymd og fátækt úr ís-
lensku samfélagi“.
Kristín.
Jafnrétti?
JAFNRÉTTI er fagurt orð
og kannski nær það til okk-
ar beggja, forsætisráð-
herra og mín. Hann hefur
rúmar 500.000 kr. í laun og
ég hef líka 500.000 kr. í
laun. Þetta eru sömu tölur,
en það skilur á milli að hann
fær sínar 500.000 kr. á
mánuði fyrir að stjórna
þjóðfélaginu. Ég fæ mínar
500.000 kr. á ári fyrir að
vera orðinn 86 ára og ekki
til neins nýtur. Ég tók samt
þátt í því að byggja upp
þjóðfélagið sem forsætis-
ráðherra stjórnar nú. Allir
ráðherrar fengu launa-
hækkun á mánuði svipaða
og ellilífeyrir og lífeyris-
sjóður minn er á mánuði.
Nýlega fengu þeir svo aftur
hækkun eða 6%. Mér til-
heyrir líka svona tala, eða
svipuð, sem lítur þannig út:
0%.
Fyrir stuttu kom ég
heim af sjúkrahúsi vegna
smávægilegs kvilla. Ég var
þar aðeins í fjóra daga, en
þar hitti ég vin minn sem
var búinn að dvelja þar í
rúma tvo mánuði. Konan
hans kom í heimsókn og var
í hjólastól. Hún var líka bú-
in að dvelja á öðru sjúkra-
húsi í rúma tvo mánuði.
Þau sögðu mér að búið væri
að taka af þeim báðum elli-
launin og lífeyrissjóðinn. Á
hvaða forsendum er þetta
hægt? Og á hverju eiga
hjónin að lifa þann tíma
sem eftir er eða er kannski
búið að dæma þau gjörsam-
lega úr leik?
Ég er gaflari og sný mér
nú í þá áttina. Við nokkrir
gamlingjar fengum nám-
skeið í tréútskurði og bæj-
arsjóður greiddi niður
hluta af námskeiðskostnað-
inum. Svo náði Sjálfstæðis-
flokkurinn meirihluta í
bæjarstjórn. Fyrsta verk
þeirra á bæjarstjórnar-
fundi var að fella niður
greiðsluna vegna nám-
skeiðsins. Samtímis hækk-
uðu þeir kaupið hjá sjálfum
sér. Nýlega gerðu verka-
konur í hreingerningum
hjá bænum kröfu um hærra
kaup, það var víst varla of
hátt fyrir, og fengu hækk-
un. Við hjónin fáum hrein-
gerningakonu einu sinni í
viku og bæjarsjóður tekur
þátt í kostnaðinum og nú
óttast ég, vegna fyrri
reynslu, að kauphækkunin
verði tekin af okkur en ekki
úr bæjarsjóði. En ef svo
verður vona ég að þeir noti
ekki aurana til þess að
hækka kaupið sitt, heldur
láti aurana ganga upp í
leiguna á Áslandsskóla sem
bæjarfélagið getur aldrei
eignast.
Hvar er jafnréttið og er
bræðralag innan Sjálfs-
stæðisflokksins aðeins hjá
þeim sem eiga fjármagnið?
Sofus Berthelsen,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði.
Tapað/fundið
Forráðamenn 10.
bekkjar í Garðaskóla
DÖKKBLÁR Adidas-bak-
poki tapaðist í skólaferða-
lagi 10. bekkjar Garðaskóla
hinn 31. maí sl. Í pokanum
voru föt, snyrtivörur og
fleira. Skilvís finnandi er
vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma 565-
3479 eða skila honum á
skrifstofu Garðaskóla.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Ísskápar
ráðamanna
Víkverji skrifar...
VINI Víkverja brá heldur í brúnþegar ný símaskrá kom út á
dögunum og í ljós kom að hann hafði
verið strikaður út úr skránni, var
ekki lengur skráður með síma á
heimili sínu í einu úthverfa höfuð-
borgarinnar. Reyndar var það hugg-
un harmi gegn að sambýliskonan er
ennþá skráð með númerið góða en sá
böggull fylgir skammrifi að stafsetn-
ingarvilla er í heimilisfangi hennar.
Konan er rétthafi símans og þurfti
vinurinn því að fá pappíra undirrit-
aða af henni á sínum tíma til þess að
fá nafn sitt í skrána góðu á sínum
tíma. Þess vegna þótti honum það
einkennilegt að hægt væri að strika
hann út án þess að leitað væri að
minnsta kosti samþykkis þeirrar
sömu konu, en vinurinn er enn í
ágætri sambúð með henni. Meira að
segja er vinurinn ekki lengur skráð-
ur með farsíma sinn á heimilinu og
þó er hann rétthafi þess síma.
Þessi umræddi vinur finnst þó í
símaskránni því hann er skráður
með númer í sumarhúsi sem fjöl-
skyldan festi kaup á úti á landi í lok
síðastliðins árs. Það dugir skammt
því ekki er mögulegt að ná í hann þar
nema endrum og sinnum og þá helst
yfir hásumarið. Og það sem meira
er, það vita ekki allir af honum þar.
Auk þess er hann skráður með far-
síma sinn í sumarhúsinu, en gallinn
er bara sá að sumarhúsið er utan
þjónustusvæðis GSM-símakerfisins,
enda óskaði hann ekki eftir því að
farsíminn fylgdi með skráningu
heimilissímans í sumarhúsinu góða.
Þegar það var keypt og ákveðið að
hafa þar sama síma og fyrri eigandi
hafði tók við þvílík raunaganga að
efni er í langan og sérstakan pistil.
Verður sú saga ekki rakin sérstak-
lega hér að öðru leyti en því að þá var
vinurinn sendur út og suður með
allskyns pappíra frá starfsfólki
Landssímans sem reyndust síðan
flestir óþarfir. Var það greinilegt
dæmi um lítið upplýsingastreymi
milli starfsmanna símafyrirtækisins.
Þegar hringt var á dögunum í rit-
stjórn símaskrárinnar til að kanna
hverju þetta sætti var fátt um svör
þótt konan sem svaraði á þeim bæ
væri elskulegheitin uppmáluð. Gat
hún lítið annað gert en beðist afsök-
unnar en hafði í sjálfu sér engar
skýringar aðrar en þær að þegar vin-
urinn var skráður með símann í sum-
arhúsinu hafi eitthvað það gerst sem
ekki hafi átt að gerast. Samt var það
skýrt tekið fram, og oftar en einu
sinni, að þarna væri um að ræða
skráningu á síma í sumarbústað og
ekki ætti að hreyfa við heimasím-
anum, enda ætti reikningurinn fyrir
símanum að fara á heimili vinarins á
höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að
taka fram að reikningurinn hefur
alltaf borist á réttan stað, svo greini-
legt er að bókhaldið hjá Landssím-
anum veit að vinurinn býr enn á
gamla staðnum þrátt fyrir að hann
borgi af síma úti á landi.
Konan hjá símaskránni sagði að
því miður væri ekkert við þessu að
gera annað en skrá vininn upp á nýtt
en gallinn væri bara sá að næsta út-
gáfa símaskrárinnar kemur ekki út
fyrr en eftir eitt ár. Þangað til finnst
heimasími vinarins aðeins í símaskrá
þeirri er sjá má á Netinu.
x x x
VÍKVERJI föstudagsins fjallaðium skýrslu nefndar um konur
og fjölmiðla og vitnaði meðal annars
í Egil Helgason, án þess þó að láta
nafns hans getið. Egill telur Víkverja
ekki hafa farið rétt með og sendir
eftirfarandi athugasemd: „Mikið er
hvimleitt þegar eitthvað sem maður
segir er rangfært, það slitið úr sam-
hengi, og þetta síðan gert að tilefni
kröftuglegra andmæla. Víkverji
föstudaginn 8. júní (einhver penni
sem er ekki sterkari á skoðunum sín-
um en svo að hann vill ekki leggja
nafn sitt við þær) gerir sig sekan um
þetta. Hann fullyrðir að ég hafi sagt í
umtöluðum sjónvarpsþætti að ég
myndi aðeins eftir einni konu í ung-
liðapólitíkinni. Konur eru reyndar
mjög fáar meðal ungliða, en það sem
ég sagði var að ég myndi aðeins eftir
einni konu sem skrifar á vefmiðla
ungliðanna. Það kann að hafa breyst
ögn, en er þó nokkuð nærri sanni.
Svo heldur Víkverji þessi því fram
að ég hafi sagt að „konur hefðu al-
mennt lítinn áhuga á að standa í póli-
tísku argaþrasi“. Það er gróflega
missagt. Orð mín voru á þá leið að ég
teldi að konur hefðu yfirleitt minni
áhuga á að standa í „pólitísku ati“ en
karlar og bætti ég svo við að það
væri hugsanlega bara gott. Þarna
var alls ekki fullyrt að konur væru
verri stjórnmálamenn en karlar eða
hefðu minni áhuga á pólitík en karl-
ar.“
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 hvöss, 4 þrautum, 7
smákvikindi, 8 skerandi
hljóð, 9 blóm, 11 tölu, 13
fornafn, 14 skilja eftir, 15
heilnæm, 17 söngflokks,
20 ben, 22 fatnaðurinn,
23 Evrópubúi, 24 vísa, 25
bogna.
LÓÐRÉTT:
1 kústur, 2 látin, 3 blæs, 4
svín, 5 hnappa, 6 stúlkan,
10 mynnið, 12 hár, 13
agnúi, 15 karldýrs, 16
krumla, 18 logið, 19
þolna, 20 elska, 21 blett-
ur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 renningur, 8 sægur, 9 látin, 10 afl, 11 aflar, 13
innar, 15 hress, 18 ófeig, 21 tól, 22 lygnu, 23 ylgja, 24
hafurtask.
Lóðrétt: 2 engil, 3 nárar, 4 núlli, 5 urtan, 6 espa, 7 knár,
12 als, 14 nef, 15 hæla, 16 eigra, 17 stunu, 18 ólykt, 19
engis, 20 gras.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sel-
foss og Vædderen koma
í dag. Á morgun koma
Maxim Gorkiy, Thor og
Coimbra. Á morgun fara
Selfoss, Mánatindur,
Ásbjörn, Þorsteinn.
Vædderen, Ottó N. Þor-
láksson og Maxim
Gorki.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10
boccia, kl. 14 félagsvist,
kl. 12.30 baðþjónusta.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9-12 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia, kl.
13.30 -16.30 opin smíða-
stofan/útskurður, kl.
13.30 félagsvist, kl. 10-
16 púttvöllurinn opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 almenn
handavinna, kl. 9.30-11
morgunkaffi/dagblöð, kl.
10 samverustund, kl.
11.15 matur, kl. 15 kaffi.
Farið verður norður
Kjöl, fimmtudaginn 21.
júní kl. 8. Þingeyrar-
kirkja í A- Hún. skoðuð.
Kvöldverður í Hreða-
vatnsskála. Nesti og
góður klæðnaður. Upp-
lýsingar og skráning í
síma 568-5052 fyrir
þriðjudaginn 19. júní.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Farið verður í skemmti-
siglingu á Þingvallavatni
fimmtudaginn 14. júní.
Farið frá Gjábakka
kl.13.15 og frá Gull-
smára kl 13.30. Kaffi-
veitingar í Þingvalla-
sveit. Væntanlegir
þátttakendur skrái sig
sem fyrst á þátttökulista
í Gullsmára og Gjá-
bakka. Hámarksfjöldi 40
manns. Verið vel klædd
því siglt er á opnum bát.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð, kl. 9.30 hjúkrunar-
fræðingur á staðnum, kl.
10 verslunin opin, kl.
11.20 leikfimi, kl. 11.30
matur, kl. 13 handavinna
og föndur, kl. 15 kaffi-
veitingar.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Á morgun mánudag
verður félagsvist kl
13:30. Púttæfingar á
Hrafnistuvelli þriðju-
dögum og föstudögum
kl. 14 til 16 í sumar.
Þriggja daga ferð til
Hornafjarðar hefur ver-
ið breytt, farið þriðju-
daginn 3 júlí til 5. júlí,
nálgist farseðla á mánu-
dag og þriðjudag 11. og
12. júní. Orlofið að Hótel
Reykholti í Borgarfirði
26.-31. ágúst n.k. Skrán-
ing hafin, allar upplýs-
ingar í Hraunseli, sími
555- 0142. Sumarfagn-
aður verður næsta
fimmtudag 14. júní í
Hraunseli kl. 14, sumar-
dagskrá kynnt og
skemmtiatriði.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10 til 13. Matur í hádeg-
inu. Sunnudagur:
Félagsvist spiluð kl.13.
Dansleikur kl. 20, Caprí
Tríó leikur fyrir dansi.
Mánudagur: Brids spil-
að kl. 13. Danskennsla
Sigvalda kl. 19-22.
Dagsferð 13. júní.
Nesjavellir-Grafningur-
Eyrarbakki. Húsið
-Sjóminjasafnið á Eyr-
arbakka skoðað. Leið-
sögn: Tómas Einarsson
og Pálína Jónsdóttir.
Eigum ennþá nokkur
sæti laus. 19.-22. júní.
Trékyllisvík 4 dagar,
gist að Valgeirsstöðum í
Norðurfirði, svefnpoka-
pláss. Ekið norður
Strandir. Farið í göngu-
ferðir og ekið um sveit-
ina. Ekið heimleiðis um
Tröllatunguheiði eða
Þorskafjarðarheiði. Síð-
ustu skráningardagar.
Eigum nokkur sæti
laus. Leiðsögn Tómas
Einarsson. Silfurlínan
er opin á mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 fh. í síma 588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9-16.30
vinnustofur opnar frá
hádegi, spilasalur op-
inn, kl. 15.30 almennur
dans hjá Sigvalda, allir
velkomnir (ekkert
skráningargjald). Mið-
vikudaginn 21. júní
Jónsmessufagnaður í
Skíðaskálanum í Hvera-
dölum. Miðvikudaginn
27. júní ferðalag í Húna-
þing vestra, nánar
kynnt. Sumardagskráin
komin. Veitingar í kaffi-
húsi Gerðubergs. Allar
upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í s.
575 7720.
Félagsstarf aldraðra,
Háteigskirkju. Spilað í
Setrinu mánudaga kl.
13–15, kaffi. Miðviku-
dagar kl. 11–16 bæna-
stund, súpa í hádeginu,
spilað frá kl. 13–15,
kaffi.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Á morgun kl.
9–16.30 opin vinnustofa,
handavinna og föndur,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14
félagsvist.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9–17.
Hraunbær 105. Á
morgun kl. 9 postulíns-
málun, perlusaumur og
kortagerð, kl. 10.30
bænastund, kl. 13 hár-
greiðsla, kl. 13.30 til
14.30 ganga.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir, kl. 10
boccia, kl. 13 spilað.
Norðurbrún 1. Á morg-
un verður fótaaðgerða-
stofan opin kl. 9–14,
bókasafnið opið kl. 12–
15, ganga kl. 10.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9 dagblöð og kaffi,
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 almenn
handavinna, kl. 10- 11
ganga Halldóra og Sig-
valdi , kl. 11.45 matur,
kl. 12.15-13.15 dans, kl.
13.30- 14.30 dans kl.
14.30 kaffi.
Vitatorg. Á morgun kl. 9
smiðjan og hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, morg-
unstund og almenn
handmennt, kl. 10 fóta-
aðgerðir, kl. 11.45 mat-
ur, kl. 13 leikfimi og
frjáls spil, kl. 14.30 kaffi.
GA-fundir spilafíkla,
eru kl. 18.15 á mánudög-
um í Seltjarnarnes-
kirkju (kjallara), kl.
20.30 á fimmtudögum í
fræðsludeild SÁA Síðu-
múla 3-5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laugardög-
um kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis eru
með fundi alla mánu-
daga kl. 20 á Sólvalla-
götu 12, Reykjavík.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Kristniboðsfélag karla.
Fundur verður í kristni-
boðssalnum Háaleitis-
braut 58-60, mánud-
.kvöldið 11. júní kl.20.
Benedikt Jasonarson
sér um fundarefni. Allir
karlmenn velkomnir.
Árbæjarsafn. Kaffihlað-
borð í Dillonshúsi frá kl.
14.
Brúðubíllinn verður á
morgun mánudag kl. 10
við Brekkuhús og kl. 14
við Arnarbakka.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar, fást á eftirtöld-
um stöðum í Reykjavík:
Skrifstofu Hjartavernd-
ar, Lágmúla 9, s. 581-
3755. Gíró og greiðslu-
kort. Dvalarheimili aldr-
aðra Lönguhlíð, Garðs
Apótek Sogavegi 108,
Árbæjar Apótek
Hraunbæ 102a, Bókbær
í Glæsibæ Álfheimum
74, Kirkjuhúsið Lauga-
vegi 31, Bókabúðin
Grímsbæ v/ Bústaðaveg,
Bókabúðin Embla
Völvufelli 21, Bókabúð
Grafarvogs, Hverafold
1-3.
Minningarkort Hjarta-
verndar, fást á eftirtöld-
um stöðum á Reykja-
nesi: Kópavogur:
Kópavogs Apótek,
Hamraborg 11. Hafnar-
fjörður: Lyfja, Setbergi.
Sparisjóðurinn, Strand-
gata 8–10, Keflavík:
Apótek Keflavíkur, Suð-
urgötu 2, Landsbankinn
Hafnargötu 55–57.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eftirtöld-
um stöðum á Austur-
landi: Egilsstaðir:
Gallery Ugla, Miðvang-
ur 5. Eskifjörður: Póst-
ur og s., Strandgötu 55.
Höfn: Vilborg Einars-
dóttir Hanarbraut 37.
Í dag er sunnudagur 11. júní, 161.
dagur ársins 2001. Trínitatis,
Þrenningarhátíð, Sjómannadag-
urinn. Orð dagsins: Þess vegna
beygi ég kné mín fyrir föðurnum.
(Efes. 3, 14.)