Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 11
aldrei skyldi veitt meira en fjórðung- ur úr veiðistofninum ár hvert, en þó ekki minna en 155 þúsund tonn. Með slíkri nýtingarstefnu töldu sérfræðingar Hafrannsóknastofnun- ar að innan við 1% líkur væru á hruni stofnsins og ef aflareglunni yrði fylgt myndi hrygningarstofn stækka nokk- uð og fiskveiðidánarstuðlar lækka verulega á næstu tveimur árum. Stofnunin taldi að aflareglan myndi gefa góða raun til lengri tíma litið og lagði til að þeirri stefnu yrði fylgt enda miðaðist úthlutað aflamark hvers árs við að afli á Íslandsmiðum héldist innan þeirra marka sem afla- reglan kvæði á um hverju sinni. Fjórðungur veiðistofnsins árið 1995 var talinn samsvara um 140 þús- und tonnum, en Hafrannsóknastofn- un taldi engu að síður að með 155 þús- und tonna nýtingu gæti veiðistofninn vaxið þannig að óhætt yrði að veiða úr honum 168 þúsund tonn á fiskveiði- árinu 1996/1997 og um 200 þúsund tonn 1997/1998. Stofnunin taldi að hrygningarstofninn myndi vaxa hægt á næstu árum. Erfitt yrði að byggja hann hraðar upp þótt veiðar yrðu skertar meira. „Þessi ákvörðun um heildarafla nú markar nokkur tímamót,“ sagði Þor- steinn Pálsson í samtali við Morgun- blaðið í júlí 1995. „Þetta er í fyrsta skipti síðan 1988 að ákvörðun um heildarafla felur ekki í sér niðurskurð á þorskveiðiheimildum milli ára. Þær verða nú óbreyttar milli fiskveiðiára. Það eru vissulega kaflaskipti og við bindum vonir við að framhaldið verði á þann veg, að við getum hægt og bít- andi aukið þorskveiðiheimildir á næstu árum. Þetta sýnir að sú stranga uppbyggingarstefna, sem við höfum fylgt, er að byrja að skila ár- angri.“ 1996: Merkileg tímamót Það þótti tíðindum sæta að Haf- rannsóknastofnun lagði til 20% aukn- ingu þorskafla á fiskveiðiárinu 1996/ 1997. Þorskkvótinn skyldi aukinn úr 155 þúsund tonnum í 186 þúsund tonn. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, sagði m.a. af þessu tilefni: „Þetta eru merkileg tímamót sem verða með framlagn- ingu þessarar skýrslu. Í fyrsta skipti síðan ég tók við stöðu forstöðumanns þessarar stofnunar fyrir 12 árum er- um við ekki að leggja til samdrátt í þorskveiðum.“ Í skýrslunni kom greinilega fram það mat Hafrannsóknastofnunar að botninum í þorskveiðum hafi verið náð á þessu ári og að leiðin lægi upp á við. Veiðistofn þorsks hafði sam- kvæmt mælingum verið 550–670 þús- und tonn undanfarin fimm ár. Taldi stofnunin að veiðistofninn mundi verða 814 þúsund tonn 1997 og 850 þúsund tonn í árslok 1998. Þessum tíðindum var tekið fagn- andi af stjórnvöldum og hagsmuna- aðilum. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði það vera mikil tímamót þegar kæmi ráðgjöf frá Haf- rannsóknastofnun um aukna þorsk- veiði í fyrsta skipti í mörg ár. Nú sæ- ist árangur mikilla erfiðleika og margra niðurskurðarára. „Sjálfur er ég mjög ánægður með að sú stefna sem mörkuð var í þeim efnum er nú byrjuð að skila árangri,“ sagði Þor- steinn. Á kynningarfundi Hafrannsókna- stofnunar í maí 1996 sagði Gunnar Stefánsson, tölfræðingur og formað- ur fiskveiðiráðgjararnefndar Haf- rannsóknastofnunar, að erfitt yrði að spá fyrir um hver þróunin yrði eftir 1998. Nýir þorskárgangar síðustu ára væru flestir lélegir og ólíklegt að vöxtur í veiðinni yrði mjög hraður meðan svo væri. Það olli og fiskifræðingum áhyggj- um að nýliðun í þorski var áfram lé- leg. Árgangar frá 1991 og 1992 voru mjög lélegir, 1993 árgangurinn í tæpu meðallagi, 1994 árgangurinn mjög lé- legur og 1995 árgangurinn talsvert undir meðallagi. 1997: Stofninn styrkist Samkvæmt úttekt Hafrannsókna- stofnunar vorið 1997 var stærð veiði- stofns þorsks 1997 áætluð 889 þús. tonn, þar af var hrygningarstofninn talinn um 406 þús. tonn. Þetta var nokkuð umfram fyrri væntingar og var það að mestu leyti rakið til þess að meira dró úr sókn í yngri fisk en áætl- að hafði verið. Skýringar á stærri hrygningarstofni voru m.a. að veiði- stofn var nú metinn stærri, auk þess væru hlutfallslega fleiri fiskar í stofn- inum kynþroska, en áður var talið. Hafrannsóknastofnun lagði til að þorskkvóti fyrir fiskveiðiárið 1997/ 1998 yrði aukinn um 32 þús. tonn og yrði alls 218 þús. tonn. Var það gert í samræmi við veiðiregluna frá 1995. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra fór í meginatriðum að tillög- um Hafrannsóknastofnunar og sagði m.a.: „Þorskstofninn heldur áfram að styrkjast og það er árangur þeirra hörðu stjórnunaraðgerða, sem við höfðum gripið til. Það er verulegur áfangi að koma veiðiheimildunum vel yfir 200 þúsund lestir á nýjan leik. Það sem veldur þó enn áhyggjum varðandi þorskstofninn er að yngstu árgangarnir, sem eiga að koma inn í veiðina á næstu árum, eru enn mjög veikir. Við getum því ekki vænst þess að það verði jafnhraður vöxtur á næstu árum nema við fáum nýja og sterka árganga. Þess vegna skiptir núna miklu máli að fylgja fast fram þeirri veiðireglu, sem hefur leitt til þess árangurs, sem nú þegar hefur náðst, því við þurfum að styrkja stofn- inn enn frekar.“ 1998: Ávöxtur aflareglunnar Hafrannsóknastofnun lagði til að aflahámark í þorski yrði 250 þús. tonn fiskveiðiárið 1998/1999. Var það aukn- ing um 32 þúsund tonn frá fyrra ári. Stærð veiðistofns þorsks var áætluð 975 þús. tonn og þar af var hrygning- arstofninn talinn um 528 þús. tonn. Þetta var töluvert meira en úttekt ársins 1997 gaf til kynna. Breytingin var m.a. skýrð með því að árgangarn- ir frá 1992 og 1993 væru nú taldir stærri en áður. Þetta átti alveg sér- staklega við um árgang 1992, sem hafði gætt meir í veiðunum en búist hafði verið við. Samkvæmt aflareglunni ráðgerði Hafrannsóknastofnun að veiðast myndu 250 þús. tonn fiskveiðiárið 1998/1999 og fiskveiðiárið 1999/2000 248 þús. tonn. Veiðistofninn myndi vaxa úr 975 þús. tonnum í ársbyrjun 1998 í 999 þús. tonn í ársbyrjun 2001 en hrygningarstofn úr 528 þús. tonn- um 1998 í 565 þús. tonn 2001. Hafrannsóknastofnun reiknaði árið 1998 áhrif mismunandi afla á þorsk- stofninn. Samkvæmt þeim útreikn- ingum var talið að ef veidd yrðu 155 þús. tonn árin 1999 og 2000, mundi veiðistofn vaxa í rúm 1.200 þús. tonn árið 2001 og hrygningarstofn stækka úr rúmum 500 þús. tonnum 1998 í rúm 770 þús. tonn árið 2001. Við 250 þús. tonna afla næstu ár myndi veiði- stofninn vaxa í milljón tonn og hrygn- ingarstofn í 560 þús. tonn árið 2001. Við 300 þús. tonna afla næstu ár mundi veiðistofn minnka um tæp 10% og hrygningarstofn um rúm 14% fram til ársins 2001. Samkvæmt afla- reglunni frá 1995 átti veiðistofninn að vaxa í milljón tonn og hrygningar- stofn í 565 þús. tonn árið 2001. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, benti á að þetta væri þriðja árið í röð sem Hafrann- sóknastofnun legði fram tillögur um aukinn þorskafla eftir að aflareglan var tekin upp. „Við teljum að það hafi tekist að snúa við þeirri alvarlegu þróun sem var í þorskstofninum með aflareglunni og með þeim ráðstöfun- um sem gerðar hafa verið. Við meg- um heldur ekki gleyma því að einmitt á þessum tíma hefur náttúran verið okkur býsna hliðholl, sérstaklega að því er varðar vöxt og viðgang loðnu- stofnsins. Þetta eru tveir mikilvæg- ustu og fyrirferðarmestu fiskstofn- arnir í íslenska vistkerfinu og þeir virðast báðir vera í góðu standi; þorskstofninn á uppleið og loðnan sjaldan ef nokkurn tímann verið í betra ástandi. Það er því bjart yfir að þessu leyti því þorskurinn dafnar vel þegar nóg er af loðnunni.“ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar væri um margt ánægjuleg. „Hún staðfestir viðreisn þorskstofnsins og að þær erfiðu aðgerðir sem við grip- um til á sínum tíma eru að skila ár- angri.“ Studdist ráðherrann í einu og öllu við tillögur Hafrannsóknastofn- unar við ákvörðun leyfilegs hámarks- afla á fiskveiðiárinu 1998/1999. 1999: Jafnstaða í þorski Hafrannsóknastofnun taldi veiði- stofn þorsks nánast jafnstóran og árið áður. Samkvæmt aflareglunni mætti veiða 247 þús. tonn fiskveiðiárið 1999/ 2000 og 2000/2001 yrði þorskaflinn 249 þús. tonn. Talið var að veiðistofn þorsks myndi vaxa og verða 1.150 þús. tonn í byrjun ársins 2002 og hrygningarstofninn 575 þús. tonn. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði m.a.: „Spár okkar frá fyrra ári um þorsk- stofninn standast vel. Það má gera ráð fyrir að þorskaflamark á næsta fiskveiðiári verði nánast það sama og á þessu ári. Mat okkar á ástandinu nú er svipað og það var í fyrra, eins og við spáðum þá. Varðandi þorskinn eru það góðar fréttir að minnsta kosti tveir meðalstórir árgangar séu að komast á legg, árgangarnir frá 1997 og 1998, þótt það sé kannski heldur snemmt að segja til um framvinduna. Reyndar er komin svolítil reynsla á 1997 áranginn og hann virðist að minnsta kosti vera meðalárgangur, sem er mjög mikilvægt. 1998 árgang- urinn sem samkvæmt seiðatalningu átti að vera mjög sterkur, virðist ætla að verða að minnsta kosti í meðal- lagi... Þetta eru auðvitað jákvæðar fréttir og jákvætt að þorskstofninn er á uppleið og við höfum náð stýringu á nýtingu hans.“ Ríkisstjórnin ákvað að fara í meg- indráttum að tillögum stofnunarinn- ar. Þó var þorskafli aukinn um 3.000 tonn frá því sem tillögurnar kváðu um eða í 250 þúsund tonn. Morgunblaðið leitaði álits ýmissa aðila á ráðgjöf Hafrannsóknastofnun- ar, m.a. þeirra Jóns Kristjánssonar fiskifræðings og Kristins Pétursson- ar framkvæmdastjóra á Bakkafirði, sem gagnrýndu aðferðir stofnunar- innar. Jóhann Sigurjónsson, forstóri Hafrannsóknastofnunar, vísaði því á bug að ekki væri sjáanlegur árangur af uppbyggingu þorskstofnsins hér við land og benti á að frá fiskveiði- árinu 1995/1996 hafi heildaraflamark verið aukið úr 155 þúsund tonnum í 250 þúsund tonn. Tillaga stofnunar- innar um þorskafla á fiskveiðiárinu 1999–2000 væri ennfremur í fullu samræmi við fyrri áætlanir, enda hafi ekki verið gert ráð fyrir aukningu á næsta fiskveiðiári. „Við fiskvernd- unina hafa einstaklingar í þorskstofn- inum náð að vaxa og bæta við sig þyngd. Aukningin á undanförnum ár- um felst í þessu en ekki vegna fleiri einstaklinga í stofninum. Vissulega sjáum við merki þess að þorskurinn sé rýrari en á undanförnum árum en það er ekkert sem við þurfum að hafa verulegar áhyggjur af á þessum tíma- punkti en engu að síður full ástæða til að fylgjast vel með þessu og það höf- um við gert mjög nákvæmlega. Það er hinsvegar ekki ástæða til að ætla að þorskurinn sé að éta sig út á gadd- inn,“ sagði Jóhann. 2000: Niðurskurður Tillögur Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2000/2001 fólu í sér verulegan niðurskurð á leyfilegum hámarksafla af þorski. Lagt var til að þorskaflahámarkið yrði 203 þús. tonn eða 47 þús. tonnum minna en árinu áður. Áætlað var að í ársbyrjun 2000 hafi veiðistofn þorsks verið 756 þús. tonn en árinu áður var hann talinn vera 1.031 þús. tonn. Samkvæmt aflaregl- unni, sem heimilaði veiði á 25% af veiðistofni, var reiknað aflahámark því 203 þús. tonn. Á sama tíma taldi Hafrannsóknastofnun að fiskveiðiárið 2001/2002 yrði þorskaflahámarkið 234 þús. tonn. Stofnunin áætlaði og að veiðistofninn færi úr 756 þús. tonnum í ársbyrjun 2000 í 1.140 þús. tonn í árs- byrjun 2003 og að hrygningarstofninn yxi úr 406 þús. tonnum í 586 þús. tonn. Að mati Hafrannsóknastofnunar var breytilegur veiðanleiki þorsks frá ári til árs líklegasta skýringin á mun- inum á stofnmatinu vorið 2000 og árinu áður, auk aukinnar sóknar í elsta fiskinn. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði m.a. um 20% minna stofnmats þorsksins: „Eflaust veldur þetta vonbrigðum í greininni því menn hafa lagt mikið á sig við uppbyggingu stofnsins á und- anförnum árum. Aflareglunni hefur verið fylgt og teljum við það hafa verið mjög farsælt skref en einmitt vegna þess er svo komið að hrygningastofn og veiðistofn þorsks er ekki í bráðri hættu eins og horfur voru á fyrir fimm til sjö árum. Þó einhverjir hafi túlkað þetta sem bakslag í fiskveiðiráðgjöf okkar eða fiskveiðistefnu er mikil- vægt að átta sig á langtímahugsuninni í þessari nýtingarstefnu og séu þess meðvitaðir að meðal annars vegna þessarar veiðistefnu séu þrír meðal- stórir og jafnvel sterkari árgangar í farvatninu, sem koma strax inn í veið- arnar á næsta ári og sérstaklega árin þar á eftir.“ Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra sagði að slæmt ástand þorskstofnsins kæmi sérstaklega á óvart. „Þetta er ekki sú niðurstaða sem við bjuggumst við og þar af leið- andi eru þetta vonbrigði. Sú niður- staða sem kemur mest á óvart er mat- ið á þorskstofninum og við þurfum að skoða hvaða ástæður liggja þar að baki. Við munum fara gaumgæfilega ofan í þetta á næstu vikum.“ Ríkis- stjórnin ákvað síðan að leyfilegur heildarafli í þorski á fiskveiðiárinu 2000/2001 yrði 220 þús. tonn, sem var 30 þús. tonnum minni afli en árinu áð- ur. Þetta var 17 þúsund tonn umfram tillögur Hafrannsóknastofnunar. Ákvörðun þorskaflamarksins tók nú mið af breyttri aflareglu. Í breyting- unni fólst að þorskafli breytist aldrei meira en 30 þúsund tonn milli ára og sagði Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra að þannig mætti vega upp á móti óvissu í stofnstærðarmati og draga úr óhagkvæmum sveiflum á hámarksafla. Árni sagði þessa nýju reglu ekki síður hafa jákvæð áhrif á viðgang þorskstofnsins en eldri regl- an þegar litið væri til næstu framtíð- ar, auk þess sem hún mundi draga úr sveiflum í ákvörðunum um hámarks- afla milli ára. Hann lagði áherslu á aflareglunni yrði ekki breytt á næsta ári, heldur verði hún endurskoðuð eft- ir nokkur ár. Sjávarútvegsráðherra sagði niður- stöður Hafrannsóknastofnunar, fyrr um vorið varðandi þorskstofninn, hafa komið á óvart enda fáir búist við 300 þús. tonna minnkun veiðistofns á milli ára. Væru tölur hins vegar skoðaðar væri augljós breytileiki og óvissa í stofnstærðarmati, að minnsta kosti 20% og jafnvel meiri. Árni sagði að þrátt fyrir það bæri ætíð að byggja á bestu vísindalegri þekkingu. „Við verðum að læra að gera okkur grein fyrir þeirri óvissu sem þessu fylgir og taka hana með í reikninginn þegar afl- inn er ákveðinn.“ Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, taldi það já- kvætt að endurskoða aflaregluna með reglubundnu millibili. „Nú, þegar það hefur verið gert, er nauðsynlegt að hún verði látin gilda um skeið nema forsendur gjörbreytist,“ sagði Jó- hann. Hann benti og á að gamla regl- an hefði gilt í fimm ár og með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri litið svo á að búið væri að festa þessa breytingu á aflareglunni í sessi næstu fimm árin, nema forsendur breytist eitthvað verulega á þessum tíma. 2001: Meiri samdráttur Nýjasta ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar gerir ráð fyrir að enn verði þorskafli skorinn niður. Það fer ekki á milli mála að sú niðurstaða hefur vald- ið vonbrigðum enda mikið í húfi. Því þrátt fyrir aukna fjölbreytni í atvinnu- lífi er þorskurinn enn mikilvægur fyr- ir þjóðarbúið.                         !"##  $ % &   #  '" "'( ('  '$ $'% %'& &' ' '## ##'# )   *    ## ($# (## "$# "## $# ## $# #             + +  + ,      -                                                        !  "    #$      "$          % . + gudni@mbl.is/join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.