Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 29
VEGNA tengsla minna við Ísland yrði það sér-stök ánægja fyrir mig persónulega að fátækifæri til að vinna að svo stóru verkefnisem Kárahnjúkavirkjun er,“ sagði Oskar.
„Acres er ráðgjafafyrirtæki með rúmlega þúsund
starfsmenn. Fyrirtækið hefur meðal annars tekið þátt
í að hanna virkjanir víða um heim og hefur verið með
verkefni í 110 löndum til þessa. Við erum í hópi ráð-
gjafafyrirtækja frá Bretlandi og Ástralíu, sem bjóða í
hönnun væntanlegrar Kárahnjúkavirkjunar.“
Oskar er Íslendingur í báðar ættir. Afi hans og
amma í móðurætt eru Þóra Guðmudsdóttir og Jóhann
P. Sæmundsson, bæði fædd á Íslandi. Afi í föðurætt,
Björn Ingvar Sigvaldason, er einnig fæddur á Íslandi
en amma Guðjóna Lára Guðnadóttir er fædd í Kanada.
Foreldrar Oskars eru Aðalbjörg (Sæmundsson) Sig-
valdason, sem lést fyrir rúmu ári og Guðni Sigvalda-
son, sem býr í Árborg. Hann á því mörg skyldmenni
hér á landi, sem fjölskyldan hefur haldið sambandi við.
Oskar þykir traustur og nýtur virðingar í Íslend-
ingabyggðum. Hann er þekktur af áhuga sínum á ís-
lenskum málefnum og leggur t.d. á sig langa ferð frá
Toronto til Árborgar til að fá rúllupylsu, skyr og
hangikjöt á árlegu þorrablóti, sem þar er haldið.
„Öll mín fjölskylda talar íslensku og ég talaði ein-
göngu íslensku þar til ég komst á skólaaldur, þá lærði
ég ensku,“ sagði Oskar. „Þannig var þetta á Nýja-
Íslandi en unga kynslóðin er ekki lengur eins dugleg
að tala málið.“
Móðir hans Aðalbjörg, kenndi íslensku við gagn-
fræðaskólann í Árborg og sagði Oskar að hún hafi tek-
ið virkan þátt í félagslífi í Íslendingabyggðum og var
hún meðal annars fjallkona á Íslendingadegi í Gimli.
„Báðir foreldrar mínir töluðu reiprennandi íslensku,“
sagði hann. „Faðir minn, sem enn er á lífi og eldhress,
talar góða íslensku. Sonur minn, Thor David, dvaldi á
sumrin hjá foreldrum mínum og mamma kenndi hon-
um lítilsháttar íslensku en það er mjög erfitt að halda
tungumálinu við milli kynslóða. Í Nýja-Íslandi tala
margir íslensku og þegar ég kem þangað þá tala ég ís-
lensku. Aðalvandamál mitt er að ég hef verið að heim-
an í 45 ár og þó að ég nái hugsuninni þá vantar orða-
forðann sem ég réð yfir fyrir 40 árum.“
Viðriðin virkjanir í 35 ár
Oskar er verkfræðingur frá University of Manitoba
og lauk doktorsnámi við University of London í Eng-
landi. Eftir það stundaði hann rannsóknir í vatnafræð-
um við Harward.
„Ég hef unnið alla mína starfsævi hjá Acres og hef
verið viðriðinn virkjanaframkvæmdir, stórar og smáar
í 35 ár,“ sagði hann. „Ég hef unnið við virkjanir víða
um heim í gegnum árin meðal annars í Nepal, Kenýa,
Kína og að undanförnu hef ég verið að fást við virkjun
í Íran, sem framleiðir 2 þús. MW og er stærsta virkj-
un, sem þar hefur verið reist í sögu landsins.“
Acres var stofnað árið 1924 og hafa meginverkefnin
verið á sviði raforku. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru
rétt utan við Toronto en auk þess eru 16 útibú í Kan-
ada og sex í Bandaríkjunum. „Við höfum unnið við
margar af stærri virkjunum sem reistar hafa verið í
Kanada, meðal annars tókum við þátt í fyrstu fram-
kvæmdum við Niagarafossana og við höfum hannað
nær öll raforkumannvirki í Manitoba fyrir rafmagns-
veitunar þar auk annarra virkjana um þvert og endi-
langt Kanada.“
Fjórum sinnum til Íslands
Oskar hefur fjórum sinnum komið til Íslands. Fyrst
árið 1965 er hann hafði nýlokið námi í Englandi. Hann
var hér ásamt eiginkonu og vinum í þriggja vikna
ferðalagi um landið og dvöldu þau meðal annars við
Mývatn og fóru að Öskju.
„Þetta var þegar geimfararnir voru þar að æfa sig
áður en þeim var skotið til tunglsins og fórum við í
dagsferð inn að Öskju,“ sagði hann. „Askja er ein af
áhrifamestu stöðunum sem við komum á og vakti upp
sérstakar tilfinningar.“
Árið 1985 var hann hér aftur á ferð með foreldrum
sínum og systur sinni Ingunni Öldu og fóru þau meðal
annars um Austurland þar sem ömmur hans fæddust.
„Önnur fæddist í torfbæ nokkra kílómetra frá Bessa-
staðavirkjun (í Hróarstungu) og stóð bærinn enn
uppi,“ sagði hann. „Ég held jafnvel að það hafi enn
verið búið í honum.“
Hvert land sína sérstöðu
Oskar hefur verið mikið á ferðinni eftir að hann tók
við forstjórastöðu hjá Acres. En það er ekkert nýtt því
í fimmtán ár starfaði hann við verkefni utan Kanada
og ferðaðist víða um heim. „Ég hef komið til um 80
landa og meðal annars unnið um tíma í Eþíópíu, Ken-
ýa, Tansaníu, Gana, Suður-Afríku og Kína að mismun-
andi verkefnum,“ sagði hann. „Ég hef upplifað svo
ótrúlega margt. Hvert land hefur sína sérstöðu og erf-
itt að gera upp á milli þeirra. Ég hef unnið með fólki af
mismunandi þjóðerni með siði sem stundum er erfitt
að skilja. Ef ég á að nefna dæmi þá var mjög sérstök
reynsla að vinna í Nepal en ég bjó í Katmandú í 2 ár.
Ég hafði yfirumsjón með byggingu 11 þús. MW virkj-
unar og með mér unnu margir innfæddir verkfræð-
ingar, þeir bestu sem þar var að finna. Það sem kom
mér mest á óvart var hvað þeir voru fljótir að átta sig
og tileinka sér rétt vinnubrögð. Þetta gekk ótrúlega
vel þegar haft er í huga að þetta var í fyrsta sinn sem
þeir komu að vinnu við virkjun en þegar þeir fengu
rétt verkfæri í hendur, tölvur og forrit þá héldu þeim
engin bönd. Þeir fengu þarna tækifæri til að sýna hvað
í þeim bjó og voru ótrúlega fljótir að leysa þau verk-
efni sem þeim voru falin.
Íslendingar og Kanadamenn eiga það sameiginlegt
að þeir taka vel eftir, hlusta og reyna að setja sig inn í
þau vandamál sem upp koma og leysa úr þeim. Sumir
sem koma á ókunnar slóðir eru ekki góðir hlustendur.
Þeir hafa fyrirfram myndað sér ákveðna skoðun á
verkinu, óháða aðstæðum. Það gengur ekki. Maður
verður að muna að maður er gestur og hlusta vel á það
sem sagt er.“
Morgunblaðið/Ásdís
Oskar Sigvaldason, forstjóri kanadíska ráðgjafarfyrirtæk-
isins Acres.
Að heiman í 45 ár
Oskar Sigvaldason, forstjóri kanadíska ráð-
gjafarfyrirtækisins Acres, er Vestur-Íslend-
ingur og var hér á ferð fyrir stuttu til að
kynni sig og fyrirtæki sitt. Kristín Gunn-
arsdóttir ræddi við hann um ætt og upp-
runa og ferðir hans víða um lönd.
móti takmarkaðri þýskukunnáttu.
„Auðvitað býr maður að því að vera
meira eða minna alinn upp í leikhúsi.
Ég var ólétt á fyrsta ári í skólanum og
var í fullu námi þangað til þremur vik-
um áður en ég átti. Það var ekki mikil
hindrun en það var samt gott að finna
fyrir því að í kennslunni á fyrsta ári
var fátt nýtt fyrir utan tungumálið.
Það breyttist síðan þegar á leið og ég
man eftir því að einn prófessorinn
sagði við mig á öðru ári: „Það sem þú
ert að gera er allt frábært en gætirðu
gert tíu sinnum minna?“ Í fyrstu
skildi ég ekki hvað hann átti við, ég
var bara að leika. Það varð síðan aðal-
áskorunin í þessu námi að ná tökum á
ofsanum og tilfinningunum – að læra
að gera minna í einu. Áður var það
þannig að þegar ég komst á svið gat
ég hleypt fram af mér beislinu ólíkt
daglega lífinu þar sem maður þarf
alltaf að vera að passa að fara ekki yf-
ir einhver mörk, ganga ekki of langt,
vera ekki of öfgakenndur, vera ekki
svona og hinsegin. Skólinn reyndist
mér mjög vel, m.a. að því leyti sem ég
lærði að temja hæfileika mína og von-
andi bý ég að því það sem eftir er.“
– Hvað fannst Þjóðverjum um að
ung kona á framabraut væri að eign-
ast tvö börn meðan á náminu stæði?
„Ég var sú eina í mínum árgangi
með barn, og skólinn var oft tíu eða
tólf tíma á dag. Ég varð því að taka
mig á til að geta einbeitt mér í
vinnunni og eiga síðan eitthvað eftir
til að gefa þegar ég kæmi heim.
Manninum mínum fannst alveg sjálf-
sagt að vera heima með strákinn
fyrsta árið, sem var alveg frábært.
Flestir skilja ekkert í því hvernig ég
fer að þessu. Sumir hafa spurt mig
hvernig mér detti í hug að vera í þess-
ari vinnu með tvö lítil börn. Sextíu
prósent þýskra kvenna eru heima
með börn fram að fjögurra ára aldri
og síðan fara þær kannski bara í hálft
starf. En öðrum finnst frábært að ég
skuli geta þetta. Ég mundi aldrei vera
ánægð sem heimavinnandi húsmóðir
með tvö börn. Ég held að ég sé að
gera börnunum mínum mikinn greiða
með því að vera líka að gera eitthvað
fyrir mig. Á Íslandi þykir þetta ekk-
ert merkilegt enda ríkir þar sú af-
staða að það sé ekkert mál að eiga
haug af börnum, vera á brjálæðislegri
framabraut, ógeðslega sæt, alltaf í
líkamsrækt, stöðugt að matreiða nýja
rétti í eldhúsinu, ekkert smá góð í
rúminu – bara allur pakkinn!“
Óhugnanlega miklir peningar
Á undanförnum árum hefur Sól-
veig leikið í leikhúsi, kvikmyndum og
sjónvarpsmyndum í Þýskalandi, og
ég mátti til með að spyrja hana út í
það þegar hún lék íslensku frænkuna
Jónínu í þýsku sjónvarpsmyndinni
„Sögur úr húsi nágrannans“ (1998).
„Jesús góður! Það var nú bara svona
fyrir leigunni. Þessi persóna var ekk-
ert íslensk í handritinu en þeir
breyttu því þar sem Þjóðverjar eru
heillaðir af Íslandi. Ég hef lent í þessu
tvisvar áður og náði bara að stoppa þá
í annað skiptið, enda er ég ekki orðin
nógu mikil stjarna til að geta ráðið
þessu. Upp á síðkastið hef ég leyft
mér að afþakka hlutverk í 26 þátta
röð hjá sjónvarpsstöðinni RTL. Ég
hefði fengið margar milljónir fyrir
þetta hlutverk sem eru óhugnanlega
miklir peningar, en þessi vinna er
rosalega vel borguð hér. Ég fæ smá
skjálftakast þegar ég segi frá því að
ég hafi afþakkað þetta tilboð. Hefði
ég skrifað undir þennan samning
hefði það líka þýtt að ég hefði verið
búin að skuldbinda mig í tólf mánaða
vinnu að ári liðnu, en þá ætla ég að
vera að gera eitthvað allt annað. Ef
þú leikur í þáttaröð fyrir afþreying-
arstöðina RTL ertu strax komin með
einbýlishúsið en síðan kannski sit-
urðu þar föst. Eftir slík hlutverk get-
ur verið erfitt að komast aftur í eitt-
hvað almennilegt, t.d. leikhúsin. Til að
hafa efni á því að vinna hér í leikhúsi
verð ég þó að vera eitthvað í kvik-
myndum. Ég fæ meira borgað fyrir
einn dag í tökum en mánuð í leikhús-
inu. Það sem togar að endingu í mig
eru leikhúsin og metnaðarfullar kvik-
myndir. Ef ég væri í þessu pening-
anna vegna þá hefði ég frekar farið að
læra eitthvað sem maður þénar al-
mennilega á.“
– Hversu mikilvægt er það fyrir þig
að hafa umboðsmann?
„Í Þýskalandi kemstu hvorki í
kvikmyndir né sjónvarp án þess að
hafa umboðsskrifstofu. Ég var svo
heppin að strax á öðru námsári var
mælt með mér við umboðsskrifstofu
sem telst ein hinna þriggja stóru hér í
Þýskalandi. Umboðskonan mín sér
um að kynna mig, senda myndir, leik-
prufur og sendir mig síðan til aðila
sem sýna áhuga. Hún sér um alla
samninga og fær tíu prósent af tekj-
unum mínum. Ef eitthvað kemur upp
á hringi ég strax í hana og hún reddar
málunum. Þetta er svona eins og
Hjálparsveit skáta,“ segir Sólveig og
byrjar að syngja lagið í auglýsing-
unni. „Eftir opnar sýningar í skólan-
um á fjórða ári fékk ég líka fullt af til-
boðum frá leikhúsum sem ég gat ekki
tekið þar sem ég var ófrísk í annað
skipti. Það árið var ég soldið hrædd
um að ég væri að heltast úr lestinni.
En þremur vikum eftir að yngri
strákurinn fæddist fór ég í áheyrn-
arpróf og fékk aðalhlutverkið í kvik-
myndinni „Be.angled“ sem verður
frumsýnd 6. júní. Það sem ég vissi
ekki þegar ég fór í áheyrn, var að
stúlkan sem ég átti að leika var kasól-
étt. Þú getur rétt ímyndað þér hvað
það var mikið áfall að vera nýbúin að
losna við magann og fá strax annan úr
frauðplasti. Meðan á tökunum stóð
tók ég bara pjakkinn með mér og var
með barnapíu. Myndin er þýsk/ensk/
frönsk framleiðsla og MTV er helsti
styrktaraðilinn. Hún gerist á tek-
nóhátíðinni miklu í Berlín, »Love
Parade«. Sögurnar eru sjö og rauði
þráður myndarinnar er sagan sem ég
og mótleikari minn leikum. Þessi
ófríska stúlka villist inn á teknóhátíð-
ina og í myndinni er því mikil tónlist,
ástir, framhjáhald, dauði, morð, kyn-
líf og allt sem þarf í nútíma kvikmynd.
Stærsta kvikmyndakeðja Þýskalands
dreifir myndinni og hún verður frum-
sýnd á Potsdamer Platz. Það er soldið
skrýtið að vera allt í einu orðin hluti af
einhverju af þessari stærðargráðu.
Þannig er ég t.d. komin með kynning-
arfulltrúa á vegum myndarinnar sem
er m.a. búin að troða mér í viðtal hjá
Harald Schmidt (David Letterman
þeirra Þjóðverja) 12. júní. Ég er svo
stressuð að þegar ég sit heima og
horfi á þáttinn skelf ég – þetta er ekki
mín sterka hlið. Síðan er ég líka að
fara í einhver viðtöl hjá MTV og ein-
hverjum blöðum, þannig að þetta er
heilmikið mál. Þar fyrir utan hef ég
leikið í fjórum kvikmyndum en það
voru allt minni hlutverk.“
Snýr aftur tíu árum síðar
Aðspurð hvað sé framundan segir
Sólveig: „Ég er að fara heim eftir
tvær eða þrjár vikur í upptökur á
kvikmyndinni Regínu í leikstjórn
Maríu Sigurðardóttur. Mig hefur
lengi langað að vinna aftur heima, en
ég hef ekkert leikið þar í tíu ár. Þann-
ig hef ég aldrei haft tækifæri til að
leika á móti yngri kynslóð leikara, t.d.
Hilmi Snæ, Halldóru Geirharðs og
Baltasar Kormáki sem öll leika í
myndinni. Ég er rosalega spennt og
held að þetta verði mjög skemmti-
legt.“
Að lokum spurði ég Sólveigu hvort
framtíðin væri sambland af þýskri og
íslenskri leiklist. „Ísland togar í
mann, ég er búin að vera hér í sjö ár.
Jósef á eftir þrjú til fjögur ár í námi
og svo lengi verðum við hér. Mér
finnst það líka mjög fínt og ég væri til
í að komast hér inn í leikhúsið. En
fyrr eða síðar flytjum við heim, ekki
síst vegna barnanna. Það er ólíku
saman að jafna að ala upp börn á Ís-
landi eða í Berlín, sérstaklega þar
sem við erum svo heppin að eiga mjög
góða að heima, bæði fjölskyldur okk-
ar og vini. Maður finnur að maður á
að endingu heima á Íslandi. Það væri
síðan frábært að geta komið ár sinni
þannig fyrir borð hér í Þýskalandi að
ég gæti haldið áfram að vinna á báð-
um vígstöðvum. Ef við flyttum til Ís-
lands mundi mig samt langa til að
vinna í leikhúsi heima og þá yrði það
aðalvettvangurinn.“
– Hefurðu áhuga á frama í Holly-
wood?
„Ætli maður mundi neita ef tilboð
bærist en Evrópa heillar mig meira.
Ég er nýkomin með umboðsmann í
London sem er með marga þekkta
leikara á skrá, m.a. Kate Winslet og
Jude Law. Mér finnst ensk kvik-
myndagerð afskaplega spennandi og
auðvitað væri gaman ef eitthvað gerð-
ist þar. Þannig að Hollywood er ekki
efst á blaði nema kannski vinir mínir
Cohen-bræður,“ bætir Sólveig við
brosandi, og er þar með að vísa í að
viðtalið sé orðið svo langt að taka varð
yfir gamalt viðtal við þá bræður.