Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 31
um námsefni og kennsluhætti. Hrút- leiðinlegir fundir auðvitað og enn leiðinlegri ályktanir sem við lágum yfir fram á nætur. Í fimmta bekk hlakkaði ég til að koma í skólann og finna á hverjum degi miðann sem Palli Biering hafði skilið eftir undir plötunni á sameig- inlegu borði okkar daginn áður, nú uppi á hanabjálka gegnt stiganum í aðalstöðvunum. Svart blek á saman- brotnum línustrikuðum smámiða rifnum úr bók, skriftin há og svolítið ankannaleg eins og oft hjá orðblind- um, – ég man ekkert hvað stóð á nein- um þeirra, enda var aðalatriðið að við Palli skrifuðumst á, ekki hvað við skrifuðum. Ég finn enn hlýja eftir- væntinguna þegar ég strauk eftir stálgrindinni undir borðplötunni og fann miðann. Stundum var enginn miði, – og þá var ekkert gaman í skól- anum. Samt var Palli ekki kærasti, – hann var vinur og miðinn var sönnun á trúnaði. Í fimmta bekk setti ÓMÓ okkur það markmið að komast upp í núll í þýsku. Ekki náðu allir því. Var það þennan vetur sem Þoddi Gunnlaugs og Kári Stef ætluðu að lauma í gegn- um skólafund tillögu um að svipta konur kosningarétti? Þetta hefði al- veg eins getað farið í gegn, því fólk hefur almennt lítinn áhuga á stjórn- sýslulegum samþykktum. En ein- hvern veginn kvisaðist þetta og fund- urinn varð svo fjölmennur, – eða á ég að segja fjölkvenntur – að það þurfti að halda hann úti í portinu við Casa Nova. Kvenherinn allur prýddur heimagerðum barmmerkjum í fót- spor Bríetar! og strákarnir máttu þakka fyrir að fiður og tjara voru ekki innan seilingar. Rauði þráðurinn í skólalífinu var auðvitað Tröð. Hvernig hélt þessi staður lífi í svona mörg ár? Troðfullt við hvert borð öll kvöld og yfirleitt alltaf þegar maður kom þarna, en fjárráð viðskiptavinanna takmörkuð- ust við kakó á 25 kall. Einn bolla, takk. Kristel gengilbeina gekk hart eftir þessum kaupum, í svörtum þjón- ustubúningi með hvíta smásvuntu og leðurskjóðu fulla af lillabláum 25köll- um. Á yfirborðinu var Tröð indælis kaffihús í anda síns tíma, básar með grófum viðarborðum og kálfskinns- klæddum bekkjum, stórt hringborð í einu horni og svo eitthvað af smærri borðum úti á gólfi. Maður settist aldr- ei við þau. Þarna ríktu nefnilega strangar umferðarreglur og skipti öllu hver sat hvar þegar maður kom inn, og hreint ekki víst að það væri laust pláss fyrir mann neins staðar, þótt nóg væri af sætum. Það var ótrú- legur áfangi í lífi okkar Dóru þegar við settumst einar við borðið hægra megin í horninu og Hjölli Sveinbjörns kom inn í séníúlpunni og settist hjá okkur. Áður en yfir lauk var borðið yfirfullt. Okkar borð. Hann Hjölli ... nagaði eldspýtu í rólegheitum, ef- laust með aðkenningu af trjákvoðu- eitrun og alveg ómissandi þótt hann segði ekki orð öll þessi ár. Við vorum vissar um að hann legðist í líkkistu þegar hann kom heim úr skólanum og risi svo jafnrór uppúr henni til að fara í skólann aftur. Gáfum honum í stúd- entsgjöf fullan stokk af hollustueld- spýtum, og höfðum skrifað hvatning- arorð á allar hliðar hverrar eldspýtu Go on with your good work, boy! Hverju vori fylgdi tregi, vissan um að nú færi heill árgangur út, – færi að heiman, dreifðist um hvippinn og hvappinn, og sjálfsmynd skólans breyttist alltaf í kjölfarið. Síðasta vet- urinn minn í menntó var ég í sárum eftir föðurmissi um sumarið. Með sorgarband um hjartað. En tíminn hélt áfram að flæða og nú var VI bekkur A í I-stofunni, þeirri næst við Salinn. Lítið gægjugat á grænni hurðinni, þar sem stundum skein í glyrnurnar á yfirkennara eða rektor, örsjaldan einhverjum sem áræddi að spyrja eftir einhverri bekkjarsystur- inni. Þennan vetur féll Gunnar Nor- land óvænt frá, uppáhaldskennarinn okkar, mislyndur sjarmör sem kenndi okkur ensku og ýmsa manna- siði. Við elskuðum hann og um- kringdum á óvenjulegri bekkjar- mynd með skellihlæjandi kennara. Guðni kjaftur tók við enskukennsl- unni, oft skemmtilegur en hann beitti sérkennilegum aðferðum. Þær voru eflaust ekkert einsdæmi og höfðu við- gengist lengi í þessum skóla og öðr- um ámóta úti í heimi: að niðurlægja nemendur og ráðast ekki alltaf á garðinn þar sem hann var hæstur. Þetta er ljótt og ekki vænlegt til ár- angurs og í raun alveg furðuleg upp- eldisaðferð. Ég vona að menn hafi vanið sig af þessu síðan, – en ég er ekki viss um það. Ragnheiður Torfa- dóttir gerði þetta aldrei, fáguð og klassísk í sinni latínukennslu. Ég hef stundum spurt mig að því hvar maður hafi lært eitthvað að gagni. Í mínu til- felli held ég að bóknám hafi skilað ár- angri á tvennum vígstöðvum: í setn- ingafræði og stafsetningu utan skóla hjá Katrínu frænku minni Thors og í latínu hjá Ragnheiði Torfa. Hjá þess- um konum lærði ég að greina. Allt hitt gaf manni efnivið í heimsmynd en ekki beint þjálfun í að hugsa. Í síðasta tíma vetrarins bauð Ragnheiður okk- ur út í Íþöku og kynnti fyrir okkur Carmina Burana. Einn tími sem öllu breytir. Þennan vetur setti Herranótt upp Lysiströtu í Háskólabíói, við vorum margar vinkonurnar sem tókum þátt og fullt af flottum strákum. Þarna voru þeir báðir snillingarnir Jóhann- es Ólafsson og Jón Bergsteins, hvor öðrum fallegri, sannari og ljóðrænni. Þetta var fjölmenn sýning með glæsi- legum hópsenum sem Brynja Ben leikstýrði af öryggi. Svo lauk vetri með dimissjón og upplestrarfríi í nóttlausri voraldar veröld. Eina sem ég man úr prófun- um er að ég kom upp í atviksorðum í latínu. Ég hef aldrei skilið neitt í at- viksorðum. Jú, ég man líka að ég hafði ekki hugmynd um að man-of- war þýðir herskip á ensku...enda líka! Og svo var þetta allt í einu búið, stúd- entsmynd af hópnum í Hljómskála- garðinum og komið að okkur að tvíst- rast út í buskann. Hverjum hópi í MR finnst hann auðvitað vera í aðalhlutverki í sögu skólans. Þeir sem á undan fóru og eft- ir komu mynda leiktjöld og eru stat- istar koll af kolli í þessu gamla leik- húsi þar sem hver árgangur á sinn tíma. Davíð Oddsson, Þórarinn Eldjárn og Hrafn Gunnlaugsson leggja á ráðin veturinn 1968-1969. Gömlu myndirnar tvær með greininni eru úr bók Heimis Þorleifssonar, Saga Reykjavíkurskóla, IV bindi. Bókin er væntanleg í haust, en í hana skrifa á milli 40 og 50 MR-stúdentar og segja þar frá ýmsu skemmtilegu og fróðlegu sem á daga þeirra dreif í skólanum. Elsti stúdentinn, sem skrifar í bókina, útskrifaðist árið 1930, en sá yngsti síðastliðinn fimmtudag. Ritstjóri bókarinnar er Sveinn H. Guðmarsson, stúdent 1994, en útgef- andi hennar verður Bókaútgáfan Hólar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 31 Víkkaðu sjóndeildarhringinn og veldu ferðir með markmiði Til móts við framandi heima Einstakar ævintýraferðir Æ vi nt ýr am en ns ka • Þ ek ki ng ar le it • L an dk ön nu nFURÐUHEIMAR AMASÓN OG GALAPAGOS • gistu meðal indíána í Amasón • upplifðu dulúð regnskógarins • njóttu töfra Andesfjalla • hittu risaskjaldbökur og bláfættar súlur á hinum einstöku Galapagoseyjum Allt þetta og meira í ferð til Ekvador 7. ágúst – 2 vikur með Ara Trausta Guðmundssyni: 60% afsláttur fyrir börn 7 – 12 ára: NOKKUR SÆTI LAUS ÆVINTÝRAEYJAN PAPÚA – NÝJA GÍNEA • hittu Huli menn í hálendunum • upplifðu menningar- lega margbreytni sem á engann sinn líka í víðri veröld • njóttu stórfenglegrar náttúru og veðursældar Fyrsta skipulagða ferð Íslendinga til Papúa – Nýju Gíneu með Ingiveigu Gunnarsdóttir 25. október – 18 dagar með viðkomu í Singapore: AÐEINS 15 MANNA HÓPUR Skólavörðustígur 38 • 101 Reykjavík • Sími: 511 40 80 Símbréf: 511 40 81 • Netfang: inga@embla.is Veffang: www.embla.is Einkaumboð fyrir Global Adventures á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.