Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 51
DAGBÓK
•SÍÞREYTU •SVEFNTRUFLUNUM
•SJÚKDÓMUM SEM LÆKNAVÍSINDIN
RÁÐA ILLA VIÐ?
ERT ÞÚ HALDIN I
Í
J SE L ÍSI I
ILL I ?
Losaðu þið við rafbylgjur og ryk í íbúðinni.
Árangurinn gæti komið þér á óvart.
Upplýsingar í síma 581 1008 eða 862 6464, Hreiðar Jónsson.
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til
Costa del Sol, 21. júní í 2 eða 3 vikur. Þú bókar núna og 4 dög-
um fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann.
Stökktu til
Costa del Sol
21. júní í 2 vikur
frá kr. 39.985
Verð kr. 39.985
Verð á mann miðað við hjón
með 2 börn, 2–11 ára, flug,
gisting, skattar.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 49.930
Verð á mann miðað við 2 í íbúð,
2 vikur, 21. júní.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert skjótráður, stundum
reyndar um of, en oftar en
ekki bjargar þú málunum
fyrir horn.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú þarft að koma þér upp þín-
um eigin upplýsingabanka,
þar sem þú getur gengið
strax að hlutunum og flýtt
þannig fyrir þér svo um mun-
ar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Finnist þér þú ekki ná til
áheyrenda þinna, ættir þú að
athuga málflutning þinn og fá
leiðbeiningar um það sem
betur má fara hjá þér til orðs
og æðis.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Hlutur sem þú hélst að þú
hefðir gengið frá fyrir fullt og
fast kemur aftur í bakið á þér
með óvæntum hætti. Láttu
það ekki slá þig út af laginu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú gengur með svo margar
hugmyndir í kollinum að þú
veist eiginlega ekki þitt rjúk-
andi ráð. Farðu í gegnum
hlutina og veldu þá sem þú
vilt framkvæma.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þótt þér sýnist öll sund lokuð
er það ekki svo. Þú þarft bara
að sýna þolinmæði og dug, því
allt breytist og þá getur þú
gripið til þinna ráða.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Allt er breytingum háð og því
skaltu ekki blekkja sjálfan
þig með því að þú sért búinn
að skipa málum til eilífðar.
Líttu á björtu hliðarnar.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ert á góðri leið með að
koma skikki á öll þín mál. En
samt er engin ástæða til þess
að setjast með hendur í
skauti. Þú verður áfram á
tánum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þótt þér sýnist erfitt að láta
alla hluti falla á sinn stað, er
það engu að síður mögulegt.
Allt sem til þarf er stór
skammtur af þolinmæði.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Fyrstu áhrifin gera oft út-
slagið. Gerðu þér því far um
að koma vel fyrir strax í byrj-
un og láttu fólk ekki þurfa að
grufla í því hver þú ert.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Af einhverjum ástæðum
halda vinnufélagar þínir þér
fyrir utan nýjasta samstarfs-
hópinn. Reyndu að ná trúnaði
einhvers svo þú getir bætt úr
þessu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Gættu þess að gefa aðeins
góðum mönnum trúnað þinn.
Það er betra að sitja hjá eina
umferð en að taka að sér verk
sem stríða gegn samviskunni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þér finnst öll spjót standa á
þér og ert úrvinda af þeim
kröfum sem til þín eru gerð-
ar. Athugaðu hvort þú ert
ekki sjálfur þar fremst í
flokki.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
Þessi myndarlegi hópur úr barnastarfi Hjálpræðishersins á
Akureyri efndi nýlega til hlutaveltu til styrktar ABC-hjálp-
arstarfi fyrir barnaheimili litlu ljósanna á Indlandi og söfn-
uðust 10.533 krónur. Þau heita, f.v., Sveinn Óli Birgisson,
Níels Erlingsson, Tryggvi Gunnarsson, María Sigurbjörns-
dóttir, Katrín Eiríksdóttir, Bjarni Grétar Jónsson, Heiðrún
Harðardóttir og Einar Tryggvi Leifsson.
90 ÁRA afmæli. Í dagsunnudaginn 10. júní
verður Jóhanna Ingvars-
dóttir Norðfjörð, kjóla-
meistari, Kleppsvegi 62,
Reykjavík, níræð. Hún dvel-
ur með fjölskyldu sinni og
frændfólki á afmælisdaginn.
„VAR ég að klúðra þess-
um fjórum spöðum?“
Matthías Þorvaldsson
horfði íhugull á spilagjöf-
ina og varð starsýnt á
þetta spil:
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ ÁK32
♥ 4
♦ 875
♣ ÁG762
Vestur Austur
♠ D865 ♠ 4
♥ DG9 ♥
ÁK10876
♦ G ♦ K1093
♣ K8543 ♣ 109
Suður
♠ G1097
♥ 532
♦ ÁD642
♣ D
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 1 hjarta Pass
2 hjörtu Dobl 4 hjörtu 4 spaðar
Dobl Allir pass
Spilið kom upp á lands-
liðsæfingu um síðustu
helgi og Matthías og Þor-
lákur Jónsson voru í NS
gegn Hauki Ingasyni og
Sigurbirni Haraldssyni.
Matthías var í suður og
fór einn niður á fjórum
spöðum dobluðum, en á
hinu borðinu endaði sagn-
hafi þrjá niður í sama
samningi ódobluðum.
„Nei, nei – þetta er
steindautt spil,“ sögðu
menn, en Matthías var
ekki sammála. Á báðum
borðum kom út tígulgosi
og vinningsleið Matthías-
ar í eftirmálanum var
þessi: Tekið á tíguld-
rottningu og laufdrottn-
ingu svínað í öðrum slag.
Dálítið glannalegt, en
nauðsynlegt. Síðan er
hjarta spilað. Væntanlega
tekur austur slaginn og
spilar tígulkóngi. Suður
lætur ásinn og vestur
trompar. Vestur gerir
ekkert betra en að spila
trompi, sem óhætt er að
taka með ás. Nú tekur
sagnhafi laufás (hendir
tígli) og trompar svo lauf
og hjarta á víxl. Þegar
upp er staðið fær hann
sjö slagi á tromp, einn á
tígul og tvo á lauf. Það
eru tíu slagir samtals,
hvernig sem á það er lit-
ið.
„Þetta er rétt þér,
Matthías – hvernig gastu
farið „dán“ á þessu spili?“
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
LJÓÐABROT
Móðir mín
Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð,
en ekki um þig, ó, móðir góð? –
Upp, þú minn hjartans óður!
Því hvað er ástar og hróðrar dís,
og hvað er engill úr paradís,
hjá góðri og göfugri móður?
Ég man það betur en margt í gær,
þá morgunsólin mig vakti skær
og tvö við stóðum í túni:
Þú bentir mér yfir byggðar hring,
þar brosti við dýrðin allt í kring
og fjörðurinn bláöldum búni.
Þú bentir mér á, hvar árdagssól
í austrinu kom með líf og skjól.
Þá signdir þú mig og segir:
„Það er guð, sem horfir svo hýrt og bjart,
það er hann, sem andar á myrkrið svart
og heilaga ásján hneigir.“
Matthías Jochumsson.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Hlutavelta
STAÐAN kom upp í B-
flokki Borowski-minningar-
mótsins er lauk nýlega í
Essen í Þýskalandi. Þjóð-
verjar eiga um þessar
mundir marga stórefnilega
skákmenn sem flestir eiga
ættir sínar að rekja frá Ráð-
stjórnarríkj-
unum sálugu.
Einn þeirra,
Arkadij Naid-
itsch (2.487),
hafði svart
gegn sviss-
neska stór-
meistaranum
Yannick
Pelletier
(2.531). 31.
...Hxf3! og
hvítur gafst
upp enda flest
að hruni kom-
ið eftir 32.
Dxf3 Dxg5+
33. Kh2 Dxc1.
Lokastaða B-
flokksins varð þessi: 1.-2.
Daniel Fridman (2.559) og
Ralf Appel (2.481) 6½ vinn-
ing af 9 mögulegum. 3.-4.
Arkadij Naiditsch (2.487) og
Georg Seul (2.434) 5½ v.
5.-6. Sebastian Siebrecht
(2.393) og Yannick Pelletier
(2.531) 4 v. 7.-9. Aloyzas
Kveinys (2.533), John Van
der Wiel (2.493) og Markus
Schaefer (2.393) 3½ v. 10.
Francesco De Gleria 2½ v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
HEYRÐU, bíddu að-
eins! ÉG er á undan!
ATVINNA
mbl.is