Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 25
arnir vinnum á spilum og við talningu. Einstaka sinnum, á örgustu afkjálkum, erum við nauð- beygðir til að hjálpa við lestunina. Það er bless- unarlega sjaldgæft og samningsbrot – ef ég man rétt. Við erum snöggir að lesta í gullfallegumGrundarfirðinum, þótt fiskkassarnirkomi á brettum sem er tíma- ogmannfrekt að losa, líkt og mjölið í sín- um 50 kg sekkjum. Rútínan hefst aftur: Loka lúgum, fella bómur, ganga frá fragtinni, það er versnandi veður og haugasjór í Látraröstinni og Lagginn veltur einsog korktappi. Nýliðarnir æla lifur og lungum. Patreksfjörður, Tálknafjörður, síðan rekur hvert fiskiplássið annað einsog níðþungir svita- dropar; Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Bolung- arvík, Ísafjörður. Við erum í snöpunum. Örfá tonn lestuð, þar sem verst lætur. Fjarlægðin svo lítil á milli hafnanna að maður nær aldrei að sofna. Vetrarveðrið djöfullegt, við verðum ávallt að sjóbúa á milli hafnanna, sem eru handan við næsta skaga. Erum opnandi og lokandi lúgum, fellandi og heisandi bómur allan sólarhringinn. Á þessum árum þótti smávegis smygl sjálfsagð- ur hluti farmennskunnar og nauðsynleg búbót. Því réð fyrst og fremst fæð áfengisverslana, skortur á öllum mögulegum og ómögulegum varningi, auk þess sem erfiðara var ríkisins toll- gæslumönnum, að finna vodkalögg í þessum margslungnu flutningakláfum, en nál í heysátu. Auk skylduvinnunnar þurfti því að sinna þörfum almennings í landinu; engu líkara en sérhver kjaftur í hverju krummaskuði frá Rifshöfn til Reyðarfjarðar, væri að sálast úr þorsta, tóbaks- og sælgætisleysi. Einhverjir áttu sitthvað óselt og viðskiptin fjörug í matmálstímum. Einn selur krakkakrílum makkintoss í lausu. Sjoppumaður kaupir af mér nokkrar tylftir af kveikjurum, eitthvað af tyggigúmmíi, finnsku líkjörkonfekti og danskri lifrarkæfu. Bjórinn löngu uppurinn og vodkinn að gufa upp. Allir þéna og kreppa og höft eru góð ... Úrvinda, órakaðir og kveikstuttir fáum við loksins nótt á Ísafirði. Sem í miðri viku er stein- dauður bær á sjöunda áratugnum. Við fáum blindbyl og haugasjó fyrir Horn og inn Húnaflóann. Það liggur við að Lagginn bleyti möstrin í verstu hrinunum. Mösulbeina- smyrjari situr lengst af skælandi af hræðslu og sjóveiki inní vélamessa og þylur bænirnar sínar. Hann nánast fylgir kastlínunni uppá bryggj- ustúfinn á Hólmavík og er þar með úr sögunni. Fyrir Norðurlandi gengur veðurofsinn niður og við komum inná Siglufjörð í sæmilegu veðri. Þar lestum við mjöl og saltsíld í tvo daga og un- um hag okkar vel. Ólafsfjörður og Dalvík heilsa og kveðja með nokkrum fiskkössum. Hrísey er næst á áætluninni og veðrið aftur orðið svo af- spyrnuvont að við rétt náum að binda, eftir nokkurra klukkutíma törn og með hjálp allra hugsanlegra landfesta, jafnvel spilvírarnir fara í land. Mitt í þessu hávetrarvolki verður tilveran björt og fögur um sinn. Við fáum helgi og fallegt veður á Akureyri, sem skartar sínu fegursta. Sjallinn og KEA og mjúkt og ilmandi Hólsfjalla- hangikjöt. Sigling út frostkyrran, spegilsléttan Eyja-fjörðinn með sinn fjölbreytilega og fag-urformaða fjallahring, er nánast forrétt-indi að fá að upplifa. Síðan birtist Flatey, mín gamla, góða vinkona, er við komum inná Skjálfandaflóann og vítistörnin byrjar aft- ur. Húsavík, Raufarhöfn, Þórshöfn, uppskipun- arbátur á Bakkafirði; Vopnafjörður, Seyðis- fjörður. Stundum er verið að vinna í öllum lestunum fjórum, annars staðar einni. Það skiptir ekki máli. Þegar Lagginn er kominn á Suðurfirðina er tekið að draga af dekkliðinu. Oss er tjáð að við séum í síðustu höfn. Vitum tæpast hvar við erum niðurkomnir, löngu hættir að velta fyrir okkur slíkum smámunum. Lands- lagið allt orðið eins og söluvara löngu uppurin. Kannski eins gott. Nýr síldarbátur liggur við bryggju, hann hefur greinilega komið færandi hendi. Dæmið snýst við, jafnvel fermingarbörn bjóða okkur áfengi til sölu. Eftir „ströndina“, einsog lestunartarnirnar eru kallaðar, kemur vel þegið stímið til meg- inlandsins. Eftir að allt er þrifið ofandekks á fyrsta degi siglingarinnar, er eingöngu sinnt hefðbundnu viðhaldi. Á þessum árstíma, einkum málningarstörf neðanþilja og staðnar vaktir. Maður fer að gefa matseðlinum og nýju þern- unni hýrt auga. Fæðið feikigott og hátíðarmatur tvisvar í viku, á miðvikudögum og sunnudögum. Veislan hefst með morgunverðarborði, síðan hálfellefukaffi, hádegismatur, síðdegiskaffi, kvöldverður, loks fá vaktirnar að borða á öllum vaktaskiptum á kvöldin og nóttinni. Áhöfnin er undantekn- ingarlítið samvalinn hópur úrvalsmanna. Einstöku yfir- menn skrölta þó inní ein- kennisbúningnum. Í því sambandi er hollt að hafa í huga að mismununin sem ríkti þá hjá Eimskip, var af- ar persónubundin og átti sér rætur frá stofnun félagsins á öðrum tug 20. aldarinnar. Allt var sniðið að dönskum hætti; skip, menn og hefðir. Ekki síst hin illræmda stéttaskipting, sem gaf viss- um manngerðum undir fót- inn. Undirmenn voru heldur ekki allir vængjaðir. Fyrir kvöldmatinn skrúbba menn af sér erfiði dagsins, hásetarnir skipta um föt, fara gjarnan í „khakigallann“. Félagslífið gott, svo langt sem það nær. Við höfum sjónvarp, sem sjaldnast virkar og alls ekki úti á sjó. Myndbandið ekki komið til sögunnar, mikið lesið, telft og spilað. Mörgum þykir gott að væta kverkarnar, drykkja um borð þekktist ekki annars staðar en í fríi í höfn og menn að smokra sér í dansskóna Fyrsta losunarhöfnin er Gdynia í Póllandi. Á þessum árum Paradís ungra og einhleypra sæ- fara. Kreppan og höftin heima sannkallaður un- aðsreitur í samanburði við allsleysið og eymdina undir handleiðslu almættisins gerska, sem tekið er til við að blóðmjólka þetta frjósama land, þeg- ar Þjóðverjinn er loks snáfaður til sins heima. Fólkið er dæmalaust glaðvært og glæsilegt að ekki sé minnst á gestrisnina! Vodkinn? Prýði- legur, takk fyrir. Við fáum langa og ljúfa helgi í þessum Edensranni, þar sem 20 pund sterling, margfölduð á svartamarkaðnum í slotý, duga jafnvel þurftarfrekustu lífsnautnaseggjum í sól- arhring. Ómerkilegar plastregnkápur, maður raðar þeim inná sig, ummyndast í vænan seðla- bunka. Því næst er kúrsinn tekinn á Gdynia góða bar, Bristol eða Café Baltyk. Nóttin er ung og gaman að lifa og vera til. Þaðan haldið til Ventspils í Lettlandi, á þessum tíma lítill og rot- inpúrulegur bær sem lumar á djásnum – ef mað- ur er fundvís og fylginn sér. Á austantjaldshöfnum var stoppað allt uppí þrjár vikur á þessum árum, þegar hvað mestur hörgull var á frystivögnum í öreiganna sælureit. Vopnaðir stríðsmenn við landganginn, land- gönguleyfið gilti aðeins til miðnættis, hraust- menni láta það gjarnan flakka síðustu nóttina. Klaipeda í Litháen, stundum á áætlun, eða hinar fögru Riga og Leningrad. Að ógleymdri Tallin, sem var eina borgin sem virkaði óvinsamleg, þar eystra. Þegar skipið hefur verið losað, þrífum viðlestarnar hátt og lágt, sópum, spúlumog snurfusum. Þá er komið að lestun,sem stundum fer fram á fyrrgreindum höfnum, þó oftar að miklum hluta vestan járn- tjaldsins; Norðurlöndunum, Bretlandi, Rotter- dam og Hamborg. Ógnartíma tekur að ferma skipið, enda gámaflutningar ekki til í orðabók- inni og nánast óþekktir á þessum tíma. Farm- urinn hífður á brettum um borð, þar sem mýg- rútur verkamanna losar hann og stúar í lestarnar. Timbrið kemur t.d. í litlum búntum sem eru losuð og því raðað síðan í lestarnar líkt og eldspýtum í stokk. Það eru langar og líflegar inniverur í þessum ágætu höfnum, við háset- arnir nýtum þennan eina, lögboðna „verslun- arfrídag“, sem okkur ber mánaðarlega í erlendri höfn. Höfum í mörg horn að líta. Eimskipafélagsmenn eru jafnan áberandi vel klæddir, hreinir og fínir, einsog skipin, sem þeir eru stoltir af. Okkur er því tíðförult í tískubúð- irnar. Svo eru það óskir sem þarf að uppfylla, innkaupalistar frá fjölskyldunni og ekki má gleymast að fylla uppí tómarúmin. Höfum hugfast að á þessum árum þótti það eðlileg sjálfsbjargarviðleitni, í augum allra ann- arra en tollaranna, að drýgja láglaunin. Okurpr- ísar á víni og tóbaki og bjórinn bannaður! Við störfuðum, rétt einsog aðrir kaupsýslumenn, eftir hinu gamla, góða markaðslögmáli fram- boðs og eftispurnar. Enginn kom nálægt eiturlyfjum af neinu tagi (áfengið var enn „guðaveigar sem lífguðu sálar- yl“, og langt yfir slíka skilgreiningu hafið). Ef upp kom minnsti grunur eða ábending um að nýr áhafnarmeðlimur væri viðriðinn slíkan ófögnuð, var hann umsvifalaust látinn finna að hann var ekki velkominn og ekki leið á löngu uns sá hinn sami hafði aftur þurrt land undir fótum. Afstaða okkar mótaðist ekki eingöngu af skömm á fíkniefnum – þótt hún væri algjör. Það sem gerði gæfumuninn var að tollararnir fínkembdu gjarnan þau skip þar sem „hasshaus“ var í áhöfninni, og þá voru þessi örfáu vodkatár, bjór- dósir og tóbaksagnir okkar í uppnámi! Skipið smáfyllist, oftar en ekki þarf að nýta dekkpláss undir farminn í síðustu höfn. Á heimstíminu er haldið áfram að mála og þrífa skipið. Að endingu er allt ofandekks þvegið upp- úr sápu og ferskvatni á síðasta degi siglingar- innar. Á ytri höfninni bíða okkar tollararnir og rússneska rúllettan, innan skamms liggur Lagginn bundinn við Austurbakkann, sex vikna túr lokið. Ekki skortir vinina, sem bergja Hulst- kamp og Heineken með augljósri velþóknun. Maður verður rómantískur og meir. Ætli sumir séu hættir með sumum? Skynsamlegast að vera ekkert að velta sér uppúr því. Það er nógur fisk- ur í sjónum, fáein kvöld er stefnan tekin á Röðul og Þórskaffi. Fyrr en varir eru ný ævintýri í uppsiglingu. Við aftur á gamalkunnum slóðum útaf Rifi og einhverjir undarlega þyrstir þennan febrúar- morgun … Sigurður Eyjólfsson og Reinhard Sigurðsson, betur þekktir sem Siggi bátur og Harry, við lunninguna á Lagganum í Riga 6́4, eða fimm. Þríburarnir voru reisuleg og svipmikil skip sem báru sig vel í höfn sem í hafi.Unnið við Gullfoss, u.þ.b. 6́5, meðan gaffallyftarar flokkuðust undir hátæknibúnað Stjórntækin í brúnni á þríburunum þóttu vísindaskáldskapur um miðja, 20. öldina! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.