Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Við vorum ekki hinar lofsungnu hetjur hafsins, minnist Sæbjörn Valdimarsson. Vellulegir dægurlagatextarnir um heljarmenni í
linnulausri baráttu við dauðann í veðurofsa úthafanna, voru ekki fluttir oss til dýrðar. Íslands Hrafnistumenn slagaranna, sem
stóðu keikir við stjórnvölinn, skimandi arnfráum augum útí sortann, með myndina af elskandi eiginkonu og krakkahjörð greipta í
hugskotssjónir, það voru togarajaxlar, trillukarlar og svo framvegis. Við vorum drabbararnir; það var farmannanna háæruverðuga
hlutskipti. Það angraði okkur ekki. Fiskimennirnir máttu eiga sinn hetjustimpil; við létum það okkur í jafnléttu rúmi liggja og að
þeir kölluðu okkur þvottakerlingar.
VIÐ vorum nefnilega konungar heims-ins. Áttum kærustu í hverri höfn.Fengum útborgað í fáséðri valútu,sigldum um heimshöfin sjö á meðan
utanlandsferðir voru nánast óþekkt fyrirbrigði
meðal landans. Fínir í tauinu með fulla vasa af
seðlum, komum færandi hendi með bannvörur
og flest það sem annars var illfáanlegt á þessum
síðkrepputímum hafta og vinstrivillu öndverðs,
sjöunda áratugarins. Það dugði okkur ágætlega.
Við vorum flottir.
Oft er rætt um hversu erfitt er að fá pláss á
aflaskipum, í gegnum tíðina hefur verið síst auð-
veldara að komast á fraktskipin. Allt hefst þó ef
viljinn er fyrir hendi. 1962–67 átti ég frábær ár á
Fossum Eimskipafélagsins, lengst af á Lagar-
fossi og Dettifossi. Þau voru háreist og tign-
arleg, traustlega byggð af Dönum, um og eftir
miðja öldina.
Almennt voru þessi skip kölluð „þríburarnir“
(þriðja systurskipið var Goðafoss), Lagarfoss er
bakgrunnur þessara minningarbrota frá
heillandi og eftirminnilegri veröld sem var og
nútímatækni hefur löngu útrýmt um aldur og
ævi. Tími einstakrar blöndu þrældóms og gleði;
vinnan oft erfið og mikil yfirtíð. Þess á milli löng
og ljúf stopp í erlendum höfnum, þá var slett úr
klaufunum, stundum ótæpilega. Fyrir unga og
einhleypa stráka eru þessi ár ógleymanlegur
gósentími.
Þríburarnir voru stór og vönduð kaupför á
þeirra tíma mælikvarða, miðskipsbyggðir og af-
ar mannfrekir. Áhöfnin taldi á fjórða tug, þann-
ig að skipin voru lítil, litrík þjóðfélög sem voru
sjálfu sér nóg að flestu leyti. Þótt mannskap-
urinn væri sundurleitur, ríkti oftast ósvikin fjöl-
skyldutilfinning um borð. Skipin voru vernduð
samfélög þar sem öllum gat liðið einsog heima
hjá sér. Undarlegt er til þess að hugsa að aldrei
var kvartað undan rekstrarkostnaði millilanda-
skipa á þessum árum, þrátt fyrir mannhafið um
borð og erlendis væru skipin oftar í höfn um
helgar en í hafi. Nú er búið að skera mannskap-
inn niður við trog, drýgja hann að auki með allra
þjóða láglaunamönnum og helgar í höfn óþekkt
fyrirbrigði. Stoppin heima og erlendis, talin í
svipuðum tímafjölda og dagarnir áður fyrr. Þó
er rekstrartapsvællinn endalaus, ekki síst þegar
kemur að eilífri kjarabaráttu vanlaunaðrar far-
mannastéttarinnar.
Áhöfnin á skipunum flokkaðist í þrennt.
Dekkliðið taldi skipstjóra, þrjá stýrimenn, báts-
mann, timburmann, fjóra fullgilda háseta, tvo
viðvaninga og hásetamessa (á fínu máli þilfars-
dreng). Þetta er fjölmennari hópur en telur alla
áhöfn margfalt stærri Eimskipafélagsskipa nú-
tímans. Ekki var samkundan tilkomuminni, sem
tilheyrði vélarrúminu. Vélstjórarnir fjórir, þrír
aðstoðarvélstjórar, tveir dagmenn, vélamessi,
rafvirki. Eldhúsið var ekki síður mannfrekt. Yf-
ir því vokaði brytinn, sem stjórnaði tveimur
matsveinum, búrmanni, tveimur messadrengj-
um og jafnmörgum þernum. Þá er ótalinn loft-
skeytamaðurinn, áhafnarfjöldinn gat rokkað til
um tvo til þrjá.
Ástæðan fyrir þessum her manns var fyrst og
fremst seinvirk tæknin, sem enn réð ríkjum,
bæði í skipsbúnaði og flutningnum sjálfum. Þrí-
burarnir voru smíðaðir með hinar margvísleg-
ustu þarfir þjóðarinnar í huga. Teiknaðir á
fimmta áratugnum, á meðan farþegaflug var
enn í mýflugumynd miðað við það sem síðar
varð. Voru því búnir einni aukahæð, „farþega-
plássi“, tólf, fallega búnum tveggjamannaklef-
um, auk glæsilegs borðsalar og reyksals. Þetta
var önnur hæðin í miðskipsbyggingunni og stóð
oftast auð þegar hér var komið sögu. Utan ör-
fárra sérvitringa sem enn tóku þennan þægilega
en tímafreka ferðamáta fram yfir flugið. Þessi
hæð, sem gerði þríburana að óhagkvæmri
blöndu farþega- og flutningaskipa, þýddi aukið
viðhald og talsverðan óþurftarmannskap undir
brytanum.
Þá voru þríburarnir gerðir bæði fyrir al-
menna frakt og frystiflutninga, í alls fjórum
lestum. Fremsta og aftasta fyrir vöruflutninga,
önnur og þriðja með frystibúnaði fyrir freðfisk-
afurðir. Þrjár með tvö millidekk, sú aftasta með
eitt. Til að menn geti gert sér grein fyrir því
steinaldartækniástandi sem enn réð ríkjum
(skipin þóttu úrelt árið ’64), verður lýst í grófum
dráttum einum dæmigerðum túr í lífi háseta á
Lagganum, frá Reykjavík og heim aftur.
Það er komið fram í janúar ’64. FrystiskipEimskipafélagsins verða að láta sérnægja að hálffylla frystilestarnar á alltað 20 höfnum, hringinn í kringum land-
ið, með snöpum eftir Jöklana, skip Sölumið-
stöðvarinnar. Sambandsskipin sjá um sína. Ári
síðar losnaði félagið úr úlfakreppunni með und-
irboði og þar með lagður grunnurinn að lang-
varandi góðæri í sögu félagsins, en dagar „jökl-
anna“, nánast taldir.
Áhöfnin er kvödd um borð klukkutíma fyrir
brottför. Hásetarnir skiptast í tvo hópa; annar
sér um störf á afturdekki, hinn á fordekkinu.
Þegar er hafist handa við sjóbúning, og veitir
ekki af tímanum. Fella bómurnar (tvær við
hverja lest), ganga frá lestarlúgum, breiða yfir
þær þrjú, þykk og stirð segl og skálka þær síð-
an. Gera sjókláran varning, ef einhver er í lest-
um, taka til á dekki. Það þarf að koma upp loft-
netum, ofl. ofl. Að endingu er lóðsinn tekinn um
borð og landgangurinn. Fordekkshópurinn „fer
í endana“, frammá (þ.e. sér um að leysa eða
festa landfestar að framan); þeir sem sjá um aft-
urdekkið, fara í endana „afturá“. Búið að skipa á
vaktir, þær eru þrískiptar og tveir hásetar á
hverri. „Hundurinn“, undir handleiðslu III.
stýrimanns, stendur frá miðnætti til kl.4:00 og
kl. 12:00–16:00; næstu vakt stjórnar I. stýrimað-
ur frá kl. 04:00- 08:00 og kl. 16:00–20:00. Þriðja
vaktin, undir stjórn II. stýrimanns, hefst kl.
08:00–12:00., og kl. 20:00–24:00. Á daginn vinna
hásetarnir ýmis störf á dekki, undir stjórn báts-
mannsins, sem skipuleggur vinnudaginn ásamt
I. stýrimanni. Á næturvöktum er jafnan einn há-
seti á útkíkki, tveir ef vont er veður og nauðsyn-
legt að handstýra.
Fyrsta höfnin er Grundarfjörður, það er tekið
að morgna útaf Rifi og þá eru þeir hásetar, sem
ekki eru á vakt, ræstir til að gera klárar lest-
arnar sem á að vinna við. Okkur er tjáð, stirðum
og vansvefta (sjálfsagt er einhver undarlega
þyrstur), að lesta eigi frystivöru í tvölestina og
mjöl í fjögurlest. Í veltingi, hríð, myrkri og
kulda, byrjum við eilífa rútínuna. Gefið hefur á
yfir Flóann, seglin freðin og stirð. Búið að salta
þau, við losum fleygana og járnin sem halda
þeim niðri, drögum þau í bunka framan við lest-
aropið. Þá erum við komnir í landvar í Kolgraf-
arfirði, slegið af ferðinni svo hægt sé að heisa
bómurnar. Það er talsvert og seinlegt verk, allt
unnið með gertum og upphölurum á spilunum.
Bómurnar síðan stilltar af með stirtagerta og
milligerta, er við vitum hvor hliðin verður land-
síða. Þá byrjar aðalslaveríið. Frystilestarnar
eru galtómar svo við byrjum á að opna efstu lúg-
urnar. Þær eru á hjólum og það eina sem minnir
á tækni ofanverðrar aldarinnar. Undir þeim
krossinn, einn langbiti og þverbitar, fleiri tonn á
þyngd. Milli þeirra risavaxnar lúgur, níðþungar
og óbifanlegar öðruvísi en með spilkrafti. Upp
fer þessi mikilúðlega einangrun, höfuðdekkið
blasir við. Sjávarafurðir Snælfellinga fara í
botninn, skipið er tómt. Þá hefst slagurinn við að
opna höfuðdekkið, en svo nefnist efra millidekk-
ið til aðgreiningar frá því neðra. Fyrst þarf að
fjarlægja „gráulúgurnar“, fleiri tugi „planka-
lúgna“ sem við, vanir menn, köstum á milli okk-
ar af hendi inná millidekkið. Þá blasir við fjöldi
þverbita, eða skerstokka, einsog þeir nefnast á
sjómannamáli. Milli þeirra eru hvítu lúgurnar,
sem eru þeirrar seigdrepandi náttúru að tveir
vaskir menn geta rifið þær upp á handkrafti og
borið útí síðurnar. Þær skipta tugum. Síðan eru
skerstokkarnir hífðir uppá dekk. Þá er komið að
millidekkinu, sem er mun auðveldara viðfangs;
aðeins skerstokkar og grindur, hvort tveggja
híft uppá aðaldekk. Þá blasir lestarbotninn loks
við Á meðan á undirbúningnum stendur, hafa
afturámenn gert klára fjögurlestina. Þegar
strákarnir eru búnir að gera klárt fyrir mjölið,
koma þeir fram á til hjálpar.
Þegar undirbúningsvinnunni er lokið, er lagt
að bryggju, landbómum slegið út og við háset-
Í blíðu og stríðu
á þríburunum
Ljóð um ævintýri ungs skipverja í erlendri
hafnarborg
“Hið góða, sem ég vil gjöra, gjöri ég ei.
Hið vonda, sem ég vil eigi gjöra, gjöri ég“
(Páll postuli)
Engin hætta er að vér hrösum,
allir hafa vín í glösum.
Nóttin er á næstu grösum,
naktar meyjar dansa þar.
Á Gdynia góða bar.
Á Gdynia góða bar.
Ýmsir lenda í ótal brösum
og aðrir hitta dóna.
En aldrei sel ég úrið mitt og skóna.
Myrkur er í skúmaskotum,
skórnir leika á flöskubrotum.
Algleymis í ástarlotum
ótal meyjar dansa þar.
Á Gdynia góða bar.
Á Gdynia góða bar.
Ekki er nóttin enn á þrotum,
þótt orðinn sé ég rankur.
Úrið mitt ég sel ef ég verð blankur.
Hvað má nú til varnar verða
vorum sóma og okkar feðra.
Sinn vill enginn sjóðinn skerða,
sárt mig vantar brennivín.
Nú strauk hún frá mér, stúlkan mín.
Svona stundum vífin verða,
völt er þessi króna.
Ætli ég verði ekki að selja skóna?
Úti á götu einn á labbi,
úti á götu í hríð og slabbi.
Hættur öllu djöfuls drabbi,
drukkið hef ég einsog svín.
Öllu stal hún, stúlkan mín.
Er í vasa enginn snabbi
og ég líkist róna.
Seldi ég af mér úrið mitt,
úrið mitt og skóna.
(Birgir Thoroddsen, skipstjóri
Lagarfossi, 1960.)
Á Gdynia
góða bar
Goðafoss, systurskip Lagarfoss, í New York á sjöunda áratugnum.