Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 37 hver sem maður elskar veikist var- anlega fari maður í alvöru að hugsa um tilgang lífsins og sjá hvað maður er í raun heppinn. Þær voru nú margar stundirnar sem við áttum saman ég, þú og amma. Við flettum saman upp í Landabréfabókinni þinni og skoðuðum löndin með stækkunargleri, skoðuðum fjöl- skyldumyndir og spiluðum ÓlafÓ- lafsson eins og þú sagðir. Svo man ég alltaf eftir því þegar ég var fimm ára og þú útskýrðir fyrir mér hvað stríð var. Þú teiknaðir hring á blað og skiptir hringnum í þrennt og færðir síðan línurnar til þess að sýna mér hvernig menn vildu alltaf eign- ast meira og meira með því að fá stærri sneið. Alltaf þegar við keyrðum saman inn í Kópavog minntir þú mig á þeg- ar við fórum saman heim úr brúð- kaupsveislu mömmu og pabba. Nú er þessu stríði lokið og þú hef- ur fengið frið, elsku afi minn. Ég mun alltaf vera stolt yfir því að hafa fengið að vera afastelpan þín. Þýtur í stráum þeyrinn hljótt þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. (Ísl. þjóðlag.) Sofðu rótt og guð geymi þig. Þín Gyða Rut. Elsku afi minn. Mér finnst svo leiðinlegt að þú sért dáinn. Þú varst svo góður og hjálpsamur. Þú kennd- ir mér svo margt skemmtilegt. Mér fannst svo notalegt þegar ég sat í faðmi þér. Það var svo gaman að spila við þig og þú kenndir mér fullt af spilum. Þú vildir alltaf fylgjast með því hvernig mér gengi í skól- anum og í íþróttum. Svo varðst þú veikur og þá gátum við ekki spilað eins oft en þá var gott að geta talað saman. Þú fórst oft að hlæja af vit- leysunni í mér og líka þegar ég gerði skammarstrik en amma tók því oft- ast alvarlega. Afi minn, núna get ég ekki komið oftar í heimsókn til þín. Ég á eftir að sakna þín sárt og þú verður alltaf í huga mér. Þín Karen Birna. Elsku afi, þú sem varst alltaf svo góður. Þú varst svo duglegur að lesa fyrir mig sögur. Þú varst alltaf til í að spila við mig ólsen-ólsen þegar ég var í heimsókn. Svo spurðir þú mig hvort hænan væri búin að verpa og ég mátti eiga það sem í hænunni var. Þetta er bænin sem ég fer alltaf með á kvöldin: Góði Guð, láttu afa líða vel uppi á himni og láta hann vita að hann er gullið í hjarta mínu. Vertu með honum og haltu í höndina á hon- um. Þín Bryndís. „Rétt eins og velheppnaður dagur endar í notalegum svefni, deyja þeir hamingjusamir sem hafa varið lífi sínu vel.“ (Leonardo de Vinci) Elsku Hjálmar minn, eftir hetju- lega baráttu við erfið veikindi síðast- liðin þrjú ár, hefur þú kvatt jarð- neska tilvist og fengið hvíldina. Mikil gæfa var það fyrir ykkur mömmu að hitta hvort annað og haf- ið þið átt hamingjurík ár saman. Hjá ykkur ríkti ætíð mikill kærleikur og voruð samstiga í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Ég gleymi seint hringingunni frá mömmu fyrir rúmlega átta árum þegar hún spurði hvort við yrðum upptekin um næstu helgi á eftir, þar sem þið höfðuð ákveðið að ganga í hjónaband og þið vilduð biðja Hall- dór eiginmann minn og Jón föður þinn að vera svaramenn. Athöfnin var látlaus en yndislega falleg. Þessi stund líður mér seint úr minni. Eitt af því skemmtilegasta sem þið mamma gerðuð var að ferðast. Við hjónin höfum verið þeirrar ánægju aðnjótandi að ferðast með ykkur, þar á meðal ógleymanleg ferð fyrir nákvæmlega tíu árum síðan þegar við héldum upp á sextíu ára afmæli mömmu. Farið var til Þýska- lands og víðar. Margt var barið aug- um í þessari ferð og var aðdáunar- vert hvað þú varst fróður um staði sem heimsóttir voru. Hjálmar minn þú ert búinn að vera okkur öllum yndislegur og allt- af notalegt að vera í návist þinni. Dætrum mínum Ingibjörgu Ástu og Hildi hefur þú verið einstaklega góð- ur. Alltaf gátum við leitað til þín með stórt sem smátt, því allt lék í hönd- unum á þér. Oftar en ekki hringdum við að leita ráða og varla vorum við búin að snúa okkur við þegar þú varst mættur á staðinn. Elsku Hjálmar minn, hjartans þakkir fyrir allt. Minning þín er ljós í lífi okkar. Hvíl þú í friði í faðmi Drottins. Elsku mamma mín, megi Guð gefa þér styrk til að takast á við sorgina og söknuðinn. Innilegar samúðar- kveðjur til Jóns föður Hjálmars, skyldmenna og allra ástvina. Birna Guðjónsdóttir. Kær vinur er látinn langt um ald- ur fram eftir harðvítuga baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er sárara en orð fá lýst að fylgjast með þeirri bar- áttu þar sem sjúkdómurinn hefur betur að lokum þrátt fyrir góðan vilja margra til þess að koma Hjálm- ari til betri heilsu á ný. Það var mikil hamingja þegar tengdamóðir mín og Hjálmar fundu hvort annað, hófu búskap og gengu í hjónaband fyrir átta árum. Þau voru bæði útivinnandi og keyptu saman íbúð í Safamýri. Þeirri íbúð hefur Hjálmar breytt mikið, þykir nú hin mesta gersemi. Hjálmar var mikill hagleiksmaður, það er sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt var jafn vel gert. Hann var mjög fram- kvæmdasamur og viljugur að hjálpa öðrum sem nutu góðs af hæfileikum hans. Okkur hjónum hjálpaði hann er við keyptum raðhús. Við ákváðum að parketleggja að hluta hjá okkur, þar kynntist ég frábæru handbragði Hjálmars og fékk um leið ágæta til- sögn. Fyrir fimm árum síðan fórum við hjónin, Hjálmar og Ingibjörg til Kaupmannahafnar í tilefni fertugs- afmælis míns. Ferðin var stórkost- leg í alla staði, margir áhugaverðir staðir heimsóttir og margt sér til gamans gert. Hjálmar var mikill áhugamaður um góða tónlist, hafði unun af að hlusta á íslenskar einsöngsperlur og Álftagerðisbræður voru í miklu upp- áhaldi hjá honum. Hann gaf sér tíma við lestur góðra bóka og var hann hafsjór af fróðleik um menn og málefni. Við spjölluðum oft saman og kom í ljós mikill áhugi hjá honum um hluti sem honum fannst að betur mættu fara í þjóð- félaginu, forgangsraða mætti hlut- unum öðruvísi. Hann hafði sterka réttlætiskennd og sagði skoðanir sínar umbúðalaust. Það var í senn uppbyggjandi og fræðandi að vera í návist Hjálmars, þar leið manni vel. Nú þegar Hjálmar er horfinn til æðri heima, er ég þess fullviss að þar fær athafnaþrá hans að njóta sín. Eftir standa fjölmargar minning- ar um góðan mann sem vildi allt fyr- ir alla gera, þær minningar gleymast aldrei. Elsku Ingibjörg mín, þú stóðst eins og klettur við hlið Hjálmars al- veg fram á síðustu stundu, það var honum mikils virði. Ég vil votta þér, öldruðum föður hans og öðrum ætt- ingjum mína dýpstu samúð. Halldór. Nú þegar Hjálmar hefur kvatt þennan heim eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm, sitja eftir hlýjar og fallegar minningar um góðan mann. Hjálmar og Ingibjörg amma voru einstaklega samrýnd hjón og lánsöm að hafa fundið hvort annað. Á milli þeirra ríkti mikil ást og ham- ingja. Við erum þakklátar Guði fyrir að hafa getað kvatt þig, elsku Hjálmar okkar, áður en þú lagðist til hinnar hinstu hvíldar. Það er okkur mikils virði. Guð geymi þig og varðveiti. Elsku amma okkar, megi góður Guð styrkja þig í þessari miklu sorg. Söknuðurinn er mikill en minning- arnar um yndislegan mann lifa í hjarta okkar, sem aldrei verða tekn- ar frá okkur. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (K. Gibran.) Ingibjörg Ásta og Hildur. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber, guð í alheims geimi guð í sjálfum þér. Vorið hefur tekið völdin, þótt oft virðist skammt milli veldis vors og vetrar. Sumarsólstöður eru á næsta leyti, móðir jörð íklæðist sínum feg- ursta skrúða, ýtir vetrarkuflinum til hliðar, nóttin verður björt og loftið ylhýrt og áfengt af angan gróandi jarðar. Á þessum tímamótum og daginn fyrir hvítasunnu, einnar stórhátíðar kristninnar, kvaddi Hjálmar Jónsson jarðneska tilveru, máttur vors og veldi trúarinnar tók hann í arma sína og flutti anda hans og sál á annað tilverustig. Engum sem til þekkti kom fráfall hans að óvörum. Fyrir rúmum þremur árum kenndi hann þess sjúkdóms sem leiddi hann til dauða og þrátt fyrir alla reynslu og þekkingu á sviði sjúkdóma fengu læknavísindin ekki rönd við reist. Hjálmar var drenglundaður heið- ursmaður, fágaður í fasi, traustvekj- andi, svipurinn hreinn og þýður og viðmótið vermdi því meira sem kynnin urðu meiri, sérstaklega bón- góður og naut ég þess nokkrum sinnum. Hægt og hljótt gekk hann vegi dyggðar og trúmennsku og var vinur vina sinna. Fyrir nær tuttugu og fimm árum síðan kynntist ég Ingibjörgu Guð- mundsdóttur sem síðar varð seinni kona Hjálmars. Ingibjörg var þá gift Guðjóni Kristinssyni og áttu þau tvær dætur. Þau slitu samvistir. Yngsti sonur minn og eldri dóttir þeirra bundust tryggðaböndum og gengu í hjónaband fyrir tuttugu og þremur árum síðan. Það hjónaband hefur verið farsælt og eiga þau tvær dætur sem báðar eru myndarlegar, duglegar og góðum gáfum gæddar. Kynni mín og konu minnar af Ingibjörgu voru bæði traust og sterk og bar þar engan skugga á. Ekki breyttust þessi kynni eftir að hún giftist Hjálmari. Konu mína missti ég í marsmánuði 1993 og hafa þau bæði reynst mér frábærlega vel og ekki síður en áður var. Hjálmar var vélvirki að mennt og síðar vél- virkjameistari. Hann átti heima í Vestmannaeyjum en flutti til lands eftir gosið og bjó fyrir austan fjall í nokkur ár og vann að sinni iðn. Síðan flutti hann til Reykjavíkur og átti hér heima eftir það. Fyrri konu sína missti hann úr krabbameini eftir að hann flutti til borgarinnar. Þau áttu saman tvö börn og einnig ól hann upp son hennar sem hún átti áður en þau kynntust. Eftir að Hjálmar og Ingibjörg giftust áttu þau saman góða daga og nutu lífsins vel, en samleið þeirra varð ekki lengri en rúm 13 ár þar af 10 ár með fulla heilsu. Þau keyptu sér íbúð í Safamýri 42, vel hannaða en í lélegu ástandi og þurfti margt fyrir hana að gera. Íbúðin var fljót að taka breytingum þegar Hjálmar fór að taka þar til hendinni með góðri aðstoð tengdasona Ingibjarg- ar. Hjálmar lagði haga hönd á allt sem hann kom nærri og sonur minn naut þess að aðstoða hann við allt sem hann gat enda bæði duglegur, hjálpsamur og laginn. Hjálpsemina fékk hann líka endurgoldna þegar hannsíðar þurfti á aðstoð Hjálmars að halda. Syni mínum þótti mjög vænt um Hjálmar og voru þeir tengdir sterkum vináttuböndum eins og líka kona hans og dætur. Ég veit að hans er sárt saknað af þess- ari góðu fjölskyldu en minningin lifir og ylurinn frá kyndli minninganna eru glæður sem aldrei kulna. Ég naut þess á vissum tímamótum í lífi mínu að eiga þau sem gesti mína og frá þeim á ég góðar gjafir sem ég hefi fyrir sjónum mínum hvern dag sem ég er heima, bæði á hillu yfir skrifborði mínu og í glugga til hægri handar við borðið. Við Ásta konan mín nutum þess að vera gestir þessara góðu hjóna og hefi ég líka notið þess eftir að ég missti hana. Gestrisni þeirra var frá- bær, öll umgengni bar vott um snyrtimennsku og vinarþel þessara ágætu hjóna mótaði andrúmsloftið. Hjálmari var margt til lista lagt. Hann var m.a. ágætis kokkur og steikurnar sem hann framreiddi voru gómsætar og báðu mann að borða sig. Þetta gerði hann sér til gamans og af innri þörf en ekki vegna þess að hann þyrfti þess því Ingibjörg er snillingur í matargerð og öllu sem að heimilishaldi lýtur. Hjónaband þeirra var afar farsælt og þau nutu samvistanna. Þau gættu þess að lifa ekki um efni fram. Nýtni, ráðdeild og fyrirhyggju höfðu þau að leiðarljósi. Þau höfðu gaman af að ferðast bæði innanlands og utan og áttu gott með að gleðjast með góðum félögum, félagslynd að eðlisfari, glaðvær og reglusöm. Nú er ég sem þessar línur rita ald- inn að árum og minningarnar marg- ar og misjafnar þegar litið er til baka eins og að líkum lætur. En ástvinir mínir og aðrir sem mér hefur þótt vænt um hafa veitt mér besta vega- nestið. Hjálmar og Ingibjörg eru sterkir hlekkir í þeirri keðju. Nú er hann horfinn fyrir aldur fram en ég veit að minningin um hann mun vara henni að eilífu. Háöldruðum föður Hjálmars votta ég mína dýpstu sam- úð og bið algóðan guð að veita hon- um huggun og styrk í þungri raun. Sorgarský byrgir okkur sýn á björt- ustu dögum ársins, en öll él birtir upp um síðir. Blessuð sólin, máttur ljóss og lífs, mun leysa upp þoku- böndin sem belta sig um miðjar hlíð- ar. Afkomendum hans og ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og veit að minningin um hann verður þeim ljós sem ekki slokknar. Að síðustu kveð ég þennan heið- ursmann með ljóðlínum J.H. lista- skáldsins góða: Flýt þér vinur í fegri heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Jakob Þorsteinsson.                                      !" ! !   # #   $     ! "# $  %&'((  ) ## +'#%%# +',## % %  $  %%#  !- . +'#%&'((   )/ 0&# %# 1 , & +'#%&'((    0  %(/#%%# +'#% 0# +'#%%# 2 #3 "(, %&'((  ( # 45( +'#%%# 1 #& +'#%&'((  2 "%( )' 6 +'#%&'((  "  %%# ! #!- #  ! #! #!- #.                         !              "#$ !  %&"!  !' !&' "&"!   #%  " ( #! "  ) "#$ ! * "# &"!  + "   '  &"! $  &#  !   #  !&"! %  &#  !   ! +  ! &"! " + "  * "#   "  #% ," "  "#$ ! -!#  &"! ".  '  &"! /                                                        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.