Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Side 33

Morgunblaðið - 10.06.2001, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 33 stakra ríkja, öðlast tengsl við áhrifamikla öld- ungadeildarþingmenn. Slík tengsl geta verið ákaflega verðmæt, þar sem í bandaríska stjórn- kerfinu er þingið mun valdameira en tíðkast víð- ast hvar í Evrópu og hefur meiri áhrif á fjár- framlög til ýmiss konar starfsemi. Tengsl við þingmenn geta því verið mikilvæg viðbót við hefðbundin diplómatísk samskipti við bandarísk stjórnvöld. Í þessu ljósi gætu hugmyndir um sérstök tengsl við Alaska – eða önnur ríki Bandaríkjanna – verið umhugsunarefni fyrir ís- lenzk stjórnvöld. Samstarf á lög- gæzlusviðinu Fleiri þættir í tvíhliða samskiptum Íslands og Bandaríkjanna tengjast varnarsam- starfinu og framkvæmd þess. Bandaríkin hafa t.d. nokkrar áhyggjur af stöðu mála eftir að Ís- land gerðist þátttakandi í Schengen-samstarf- inu. Þótt vissulega séu á því jákvæðar hliðar í formi aukins eftirlits og samstarfs við lögreglu- yfirvöld í öðrum Evrópuríkjum, telja Banda- ríkjamenn að með tilkomu Schengen-samstarfs- ins sé hugsanlegt að t.d. hryðjuverka- eða glæpamenn, sem á annað borð komast inn á Schengen-svæðið, eigi greiðari leið inn á Kefla- víkurflugvöll en áður, og þar með auðveldara með að ógna jafnt öryggi varnarstöðvarinnar sem og íslenzkra borgara. Bandaríkin vilja aðstoða Íslendinga við að tryggja þennan þátt öryggis landsins og hafa boðið upp á samstarf alríkislögreglunnar FBI, bandarísku tollgæzlunnar og útlendingaeftirlits- ins við yfirvöld löggæzlu hér á landi, meðal ann- ars um þjálfun íslenzkra löggæzlumanna á Keflavíkurflugvelli. Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra átti fyrir hálfu öðru ári viðræður við Janet Reno, þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og í kjölfarið var efnt til funda um aukið samstarf. Það gefur augaleið að aðstoð Bandaríkjanna á þessu sviði er Íslendingum af- ar mikilvæg, jafnframt því sem Bandaríkjamenn telja það þjóna sínum hagsmunum að íslenzk yf- irvöld séu sem bezt í stakk búin til að tryggja ör- yggi landamæra landsins og innra öryggi. Þetta samstarf er þannig bútur í því flókna púsluspili, sem trygging öryggishagsmuna Íslands er orð- ið. Ísland og eld- flaugavarnir Ekki fer á milli mála að afstaða Íslands til málefna á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) getur haft áhrif á gang við- ræðna við Bandaríkjamenn um fyrirkomulag varnarsamstarfsins. Ísland hefur sínar ástæður fyrir því að hafa vissar efasemdir um þróun Evr- ópustoðar NATO á vettvangi Evrópusambands- ins, sem eru a.m.k. að hluta til af sömu rót runn- ar og efasemdir núverandi stjórnvalda í Washington. Bandaríkjamenn telja mikilvægt að eiga hauk í horni þar sem Ísland og fleiri efa- gjörn NATO-ríki eru í þessu máli, vegna þess að þeir vilja forðast að gefa þá mynd af umræðun- um um evrópska varnar- og öryggismálastefnu innan NATO að þar standi Bandaríkin ein gegn evrópsku aðildarríkjunum. Þá hafa bandarísk stjórnvöld tekið eftir átaki Íslands á sviði alþjóðlegrar friðargæzlu og stuðningsmenn stækkunar NATO í Washington nefna þessa viðleitni Íslands sem dæmi um að ríki, sem ekki hafi yfir öflugum herafla að ráða, geti engu að síður lagt sitthvað af mörkum til starfsemi bandalagsins og sameiginlegs öryggis. Gera má ráð fyrir að eitt stærsta málið innan NATO á næstu misserum verði áform Banda- ríkjanna um eldflaugavarnir. Bandaríkin virðast nú hafa tekið þá afstöðu að eldflaugavörnum verði ekki hrundið í framkvæmd án samráðs og samstarfs við bandamenn þeirra í NATO og að slíkar varnir verði annars vegar að verða hluti af víðtæku alþjóðlegu afvopnunarsamstarfi, m.a. við Rússa, og hins vegar að þær nái jafnframt til annarra NATO-ríkja. Á utanríkisráðherrafundi NATO í Búdapest í síðustu viku kom hins vegar glögglega í ljós að evrópsku aðildarríkin eru ekki sammála Bandaríkjunum um þörfina á eld- flaugavörnum. Í fyrsta lagi eru uppi efasemdir um að langdrægar flaugar ríkja á borð við Norð- ur-Kóreu, Írak og Íran séu raunveruleg ógnun og í öðru lagi efast margir um að hægt sé að verjast þeim með þeirri tækni, sem nú er tiltæk. Viðbrögð Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra við málflutningi Bandaríkjamanna á ráð- herrafundinum einkenndust af meiri varkárni en gætti hjá ýmsum starfsbræðrum hans í Evr- ópu og hann sagði í samtali við Morgunblaðið að á fundinum hefði komið fram „samstaða um mjög breyttar aðstæður.“ Ekki er útilokað að eldflaugavarnir beri á góma í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna síð- sumars eða í haust. Bandaríkin hafa látið í ljós óskir um aðstöðu fyrir ratsjárstöðvar vegna fyr- irhugaðs eldflaugavarnakerfis bæði á Græn- landi og í Bretlandi. Verði dönsk og brezk stjórnvöld ekki við þeim óskum er Ísland að mati þeirra, sem til þekkja, einn af þeim stöðum, sem komið gætu til greina fyrir ratsjárstöðvar kerfisins, verði á annað borð eitthvað úr áform- um Bandaríkjamanna. Um slíkt er auðvitað allt- of snemmt að segja, því að málið er enn sem komið er á umræðustigi og ekki komið að ákvörðun um uppbyggingu eldflaugavarnakerf- is. Íslendingar myndu þó varla samþykkja að veita Bandaríkjunum afnot af aðstöðu hér fyrir ratsjár ef þær væru eingöngu ætlaðar til að verja Bandaríkin sjálf. Öðru máli gegnir ef það verður niðurstaðan innan NATO að ráðast í sameiginlegar eldflaugavarnir. Það sama á við um þennan möguleika og alla þá aðstöðu, sem Íslendingar hafa látið í té fyrir varnarviðbúnað hér á landi; við höfum lagt áherzlu á að hún þjónaði öryggishagsmunum bæði Íslands og Bandaríkjanna svo og Atlantshafsbandalagsins í heild, en ekki eingöngu öryggishagsmunum Bandaríkjanna. Raunveruleikinn í varnar- og öryggismálum verður flóknari með hverju árinu sem líður. Hverjar sem kröfur Bandaríkjanna verða þegar þau koma að samningaborðinu í haust til að ræða um framtíð varnarsamstarfsins er ljóst að þær munu útheimta aukna þátttöku og frum- kvæði Íslendinga í eigin vörnum. Við eigum ekki að vera í varnarstöðu í þeim viðræðum og biðja um óbreytt ástand, heldur eigum við að sýna frumkvæði að því að finna nýjar leiðir, sem geta stuðlað að því að efla varnir og öryggi Íslands enn frekar til framtíðar. Hagsmunir ríkjanna tveggja hafa farið saman í þessum efnum í meira en fimmtíu ár og svo er áfram. Morgunblaðið/Arnaldur Útivist á Ægisíðu „Ef niðurstaðan verður sú að borg- aralegir starfsmenn geti sinnt tilteknum þáttum starfsem- innar í Keflavík, hlýtur sú spurning að koma í eðlilegu framhaldi hvort þeir geti þá ekki allt eins verið íslenzkir og bandarískir. Þá hljóta menn jafn- framt að ræða hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að Íslend- ingar taki þessi verkefni að sér og axli þar með aukna ábyrgð á eigin vörn- um.“ Laugardagur 9. júní

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.