Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 27
Þennan morgun er himininn bjartur og blár, skýlaus og sólargeislarnir blika á hlíðum jöklanna. Við erum víðs fjarri grámygluleg- um og döprum myndum af Íslandi, sem var hulið stöðugri þoku ........ Öll áhöfnin horfir frá sér numin á þessa eyju, sem táknaði auðsæld fyrir kyn- slóðir franskra fiskimanna, en var einnig ímynd hörmunga og harm- leikja. Eitt hundrað og tuttugu fiski- skútur frá Pompól fórust á þessum slóðum og með þeim týndu að minnsta kosti tvö þúsund sjómenn lífi, aðeins frá þessum eina fiskibæ. En í dag tekur Ísland á móti skonn- ortunum tveimur af mikilli reisn, ef til vill eru þessar skútur frá löngu liðinni tíð nú að koma aftur ..... Ég minnist frú Vigdísar Finn- bogadóttur, fyrrum forseta Íslands, sem sagði þvert á það sem Pierre Loti (höfundur „Á Íslandsmiðum“) hélt fram: „Ísland hefur ekki yfir sér rauðan lit kvöldroðans. Það ber blá- an lit!“ Mér er einnig hugsað til bret- ónsku sjómannanna á fiskiskonnort- unum eða á „Pourquoi pas? þegar þeir dáðust í fyrsta skipti að þessari fegurð jöklanna, sem eru óþekktir í föðurlandi þeirra.“ Að kveldi þessa dags komu þeir til Vestmannaeyja eftir að hafa rennt fyrir fisk við Dyrhólaey (en þeir höfðu fengið leyfi til að fiska í soðið handa sjálfum sér). Carriou ber mik- ið lof á Vestmannaeyinga og mót- tökur þeirra. Hann endar frásögnina af komu skútanna til Eyja með því að segja: „Fyrsti viðkomustaður allra sem koma til Íslands ætti að vera Vestmannaeyjar“. Þegar þeir sigldu í gegnum Faxasund að kveldi 11. júní var öll áhöfnin uppi á þilfari og dáðist að tignarlegum björgum Eyjanna. Frá Vestmannaeyjum héldu skip- in vestur fyrir land að kvöldi 11.júní, þar eð komutími til Reykjavíkur var ákveðinn að morgni Þjóðhátíðar- dagsins, 17. júní. La Belle Poule lónaði við Snæ- fellsnes og fór síðan inn til Grund- arfjarðar, en ĺÉtoile hélt á fornar slóðir Íslandssjómannanna út af Vestfjörðum og fór inn til Patreks- fjarðar. Þó að ĺÉtoile hafi komið seint um kvöld inn til Patreksfjarðar var þar fjöldi fólks á bryggjunni, hafnarstjórinn og lögreglustjórinn og móttökur voru innilegar. Lög- reglustjórinn ók skipherranum um bæinn og var þá komin rauða nótt. Frá Patreksfirði sigldu þeir norð- ur fyrir land og yfir heimskauts- bauginn (66°30́N.brd.). Staðar- ákvörðun lengst í norðri var 66°33́N. breidd. Það var þeim ógleymanlegt að láta reka þarna á spegilsléttum sjó á 66° 33́N. brd. og 23°30́ V.lgd. og virða fyrir sér landið og renna fyrir fisk. Klukkan tvö um nóttina, 14. júní, lagðist ĺÉtoile að bryggju á Ísafirði. Frá Ísafirði hélt skonnortan til Grundarfjarðar, þar sem skútunum og áhöfnum þeirra var tekið með kostum og kynjum, krökkt var af fólki á bryggjunni og bæjarstjórnin mætti öll á bryggjunni, skotið var flugeldum Frökkunum til heiðurs. Um móttökurnar segir Carriou skip- herra : „Það var sannarlega góð til- viljun að Grundarfjörður var valinn , en næstu 36 klukkustundirnar sem við dvöldum á Grundarfirði voru sér- staklega ánægjulegar. Náttúra og landslag er ægifagurt og íbúarnir sýndu heimsókn skipanna mikinn áhuga. Saga frönsku fiskimannanna, Bretónanna, var þarna ljóslifandi í hugum fólks.“ Áhöfn la Belle Poule endurgalt þessar höfðinglegu móttökur með því að bjóða öllum bæjarbúum til mikillar grillveislu og unga kynslóð- in naut þess sérstaklega að sniglast um borð. Það er greinilegt að áhafnir skip- anna urðu fyrir vonbrigðum hve fáir mættu hér á Faxagarði, snemma morguns, Þjóðhátíðardaginn 17. júní, þegar skipin sigldu inn í Reykjavíkurhöfn eftir þær einstæðu móttökur sem þær fengu í Vest- mannaeyjum, Grundarfirði, Pat- reksfirði og Ísafirði. Það var auðvitað sérstakt að velja þessa morgunstund, morgunn Þjóðhátíðardagsins, sem er mjög ásetinn og mikið að gerast í mið- borginni við hefðbundnar athafnir fyrir hádegi, sem gestirnir vissu ekkert um. Margir sem höfðu áhuga á komu þessara skipa höfðu ekki hugmynd um komu þeirra. En Ingi- björg Sólrún borgarstjóri bjargaði þó vel málum með því að halda ágæta ræðu á frönsku, sem gladdi alla, en þar sagði borgarstjórinn m.a.: „Að koma frönsku fiskimann- anna fyrr á tíð hefði boðað komu vorsins.“ Eftir viðburðaríka daga í Reykja- vík, þar sem skipin fylgdu ásamt hópi skipa víkingaskipinu Íslendingi úr höfn á þjóðhátíðardaginn 17. júní, fóru þau frá Íslandi 24. júní. Þau fengu góða heimferð og 27. júní fóru nokkrir úr áhöfn l’Étoile upp á klettinn Rockall, sem er um 250 sjómílur vestur af Suðureyjum, en mjög sjaldan er svo sléttur sjór að unnt sé að fara þar í land. Þremur dögum síðar, að kvöldi 4. júlí, lögðust skúturnar að bryggju í herskipahöfninni Brest. Um ferðina segir Carriou skip- herra: „Þessi ferð heppnaðist í alla staði frábærlega og ætti að endur- taka þannig leiðangur síðar meir. ..... Ég á frábærar endurminningar um Íslandsferðina. Tign og fegurð landsins á ekki sinn líka í heiminum og líður okkur ekki úr minni. Sagan og eitthvað sem minnti á liðna tíð var einnig ávallt til staðar og gerði þessa siglingu og ferð til Íslands svo ein- staka.“ Blaðamaður Chassé Marée telur heimsóknina hafa verið einstakt tækifæri til þess að öðlast betri skilning á Íslandsveiðum Frakka frá Bretaníu. Heimsóknin varpi einnig ljósi á fiskveiðar Flandrara, frá borgunum Dunkerque og Gravel- ines, nyrst í Frakklandi. Frá þessum tveimur borgum voru gerð út 149 skip árið 1860, þegar veiðarnar það- an stóðu sem hæst, en árið 1925 voru 12 skip þaðan á veiðum við Ísland. Það er samdóma álit þeirra sem tóku þátt í siglingunni, að Íslands- siglingarnar á fyrri tíð hafi jafn- framt fiskveiðunum veitt frönskum fiskimönnum tækifæri til að kynnast einstöku landi. Áhafnir skonnorta franska flotans og þeir sem tóku þátt í Íslandsheimsókninni vorið 2000 reyndu og upplifðu hið sama í þessari vel heppnuðu ferð. flotans til Íslands vorið 2000 Kletturinn Rockall 250 sjómílur vestur af Suðureyjum. Rockall er 19 metra hár og 25 metrar á breidd. Skonnortan l’Etoile sést hægra megin við klettinn. Skonnorturnar La Belle Poule og l’Etoile sigla út úr Reykjavíkurhöfn 24. júní. Höfundur er skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.