Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 10.06.2001, Síða 27
Þennan morgun er himininn bjartur og blár, skýlaus og sólargeislarnir blika á hlíðum jöklanna. Við erum víðs fjarri grámygluleg- um og döprum myndum af Íslandi, sem var hulið stöðugri þoku ........ Öll áhöfnin horfir frá sér numin á þessa eyju, sem táknaði auðsæld fyrir kyn- slóðir franskra fiskimanna, en var einnig ímynd hörmunga og harm- leikja. Eitt hundrað og tuttugu fiski- skútur frá Pompól fórust á þessum slóðum og með þeim týndu að minnsta kosti tvö þúsund sjómenn lífi, aðeins frá þessum eina fiskibæ. En í dag tekur Ísland á móti skonn- ortunum tveimur af mikilli reisn, ef til vill eru þessar skútur frá löngu liðinni tíð nú að koma aftur ..... Ég minnist frú Vigdísar Finn- bogadóttur, fyrrum forseta Íslands, sem sagði þvert á það sem Pierre Loti (höfundur „Á Íslandsmiðum“) hélt fram: „Ísland hefur ekki yfir sér rauðan lit kvöldroðans. Það ber blá- an lit!“ Mér er einnig hugsað til bret- ónsku sjómannanna á fiskiskonnort- unum eða á „Pourquoi pas? þegar þeir dáðust í fyrsta skipti að þessari fegurð jöklanna, sem eru óþekktir í föðurlandi þeirra.“ Að kveldi þessa dags komu þeir til Vestmannaeyja eftir að hafa rennt fyrir fisk við Dyrhólaey (en þeir höfðu fengið leyfi til að fiska í soðið handa sjálfum sér). Carriou ber mik- ið lof á Vestmannaeyinga og mót- tökur þeirra. Hann endar frásögnina af komu skútanna til Eyja með því að segja: „Fyrsti viðkomustaður allra sem koma til Íslands ætti að vera Vestmannaeyjar“. Þegar þeir sigldu í gegnum Faxasund að kveldi 11. júní var öll áhöfnin uppi á þilfari og dáðist að tignarlegum björgum Eyjanna. Frá Vestmannaeyjum héldu skip- in vestur fyrir land að kvöldi 11.júní, þar eð komutími til Reykjavíkur var ákveðinn að morgni Þjóðhátíðar- dagsins, 17. júní. La Belle Poule lónaði við Snæ- fellsnes og fór síðan inn til Grund- arfjarðar, en ĺÉtoile hélt á fornar slóðir Íslandssjómannanna út af Vestfjörðum og fór inn til Patreks- fjarðar. Þó að ĺÉtoile hafi komið seint um kvöld inn til Patreksfjarðar var þar fjöldi fólks á bryggjunni, hafnarstjórinn og lögreglustjórinn og móttökur voru innilegar. Lög- reglustjórinn ók skipherranum um bæinn og var þá komin rauða nótt. Frá Patreksfirði sigldu þeir norð- ur fyrir land og yfir heimskauts- bauginn (66°30́N.brd.). Staðar- ákvörðun lengst í norðri var 66°33́N. breidd. Það var þeim ógleymanlegt að láta reka þarna á spegilsléttum sjó á 66° 33́N. brd. og 23°30́ V.lgd. og virða fyrir sér landið og renna fyrir fisk. Klukkan tvö um nóttina, 14. júní, lagðist ĺÉtoile að bryggju á Ísafirði. Frá Ísafirði hélt skonnortan til Grundarfjarðar, þar sem skútunum og áhöfnum þeirra var tekið með kostum og kynjum, krökkt var af fólki á bryggjunni og bæjarstjórnin mætti öll á bryggjunni, skotið var flugeldum Frökkunum til heiðurs. Um móttökurnar segir Carriou skip- herra : „Það var sannarlega góð til- viljun að Grundarfjörður var valinn , en næstu 36 klukkustundirnar sem við dvöldum á Grundarfirði voru sér- staklega ánægjulegar. Náttúra og landslag er ægifagurt og íbúarnir sýndu heimsókn skipanna mikinn áhuga. Saga frönsku fiskimannanna, Bretónanna, var þarna ljóslifandi í hugum fólks.“ Áhöfn la Belle Poule endurgalt þessar höfðinglegu móttökur með því að bjóða öllum bæjarbúum til mikillar grillveislu og unga kynslóð- in naut þess sérstaklega að sniglast um borð. Það er greinilegt að áhafnir skip- anna urðu fyrir vonbrigðum hve fáir mættu hér á Faxagarði, snemma morguns, Þjóðhátíðardaginn 17. júní, þegar skipin sigldu inn í Reykjavíkurhöfn eftir þær einstæðu móttökur sem þær fengu í Vest- mannaeyjum, Grundarfirði, Pat- reksfirði og Ísafirði. Það var auðvitað sérstakt að velja þessa morgunstund, morgunn Þjóðhátíðardagsins, sem er mjög ásetinn og mikið að gerast í mið- borginni við hefðbundnar athafnir fyrir hádegi, sem gestirnir vissu ekkert um. Margir sem höfðu áhuga á komu þessara skipa höfðu ekki hugmynd um komu þeirra. En Ingi- björg Sólrún borgarstjóri bjargaði þó vel málum með því að halda ágæta ræðu á frönsku, sem gladdi alla, en þar sagði borgarstjórinn m.a.: „Að koma frönsku fiskimann- anna fyrr á tíð hefði boðað komu vorsins.“ Eftir viðburðaríka daga í Reykja- vík, þar sem skipin fylgdu ásamt hópi skipa víkingaskipinu Íslendingi úr höfn á þjóðhátíðardaginn 17. júní, fóru þau frá Íslandi 24. júní. Þau fengu góða heimferð og 27. júní fóru nokkrir úr áhöfn l’Étoile upp á klettinn Rockall, sem er um 250 sjómílur vestur af Suðureyjum, en mjög sjaldan er svo sléttur sjór að unnt sé að fara þar í land. Þremur dögum síðar, að kvöldi 4. júlí, lögðust skúturnar að bryggju í herskipahöfninni Brest. Um ferðina segir Carriou skip- herra: „Þessi ferð heppnaðist í alla staði frábærlega og ætti að endur- taka þannig leiðangur síðar meir. ..... Ég á frábærar endurminningar um Íslandsferðina. Tign og fegurð landsins á ekki sinn líka í heiminum og líður okkur ekki úr minni. Sagan og eitthvað sem minnti á liðna tíð var einnig ávallt til staðar og gerði þessa siglingu og ferð til Íslands svo ein- staka.“ Blaðamaður Chassé Marée telur heimsóknina hafa verið einstakt tækifæri til þess að öðlast betri skilning á Íslandsveiðum Frakka frá Bretaníu. Heimsóknin varpi einnig ljósi á fiskveiðar Flandrara, frá borgunum Dunkerque og Gravel- ines, nyrst í Frakklandi. Frá þessum tveimur borgum voru gerð út 149 skip árið 1860, þegar veiðarnar það- an stóðu sem hæst, en árið 1925 voru 12 skip þaðan á veiðum við Ísland. Það er samdóma álit þeirra sem tóku þátt í siglingunni, að Íslands- siglingarnar á fyrri tíð hafi jafn- framt fiskveiðunum veitt frönskum fiskimönnum tækifæri til að kynnast einstöku landi. Áhafnir skonnorta franska flotans og þeir sem tóku þátt í Íslandsheimsókninni vorið 2000 reyndu og upplifðu hið sama í þessari vel heppnuðu ferð. flotans til Íslands vorið 2000 Kletturinn Rockall 250 sjómílur vestur af Suðureyjum. Rockall er 19 metra hár og 25 metrar á breidd. Skonnortan l’Etoile sést hægra megin við klettinn. Skonnorturnar La Belle Poule og l’Etoile sigla út úr Reykjavíkurhöfn 24. júní. Höfundur er skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 27

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.