Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR úrMenntaskóla verðaekki aðgreindar fráöðrum minningumþessara ára – menntaskólaárin stóðu vetur, sumar, vor og haust, á þessu skeiði þar sem hópurinn allur bjó við tifandi horm- ónasprengjur. Þvílíkt samfélag! Lík- amar og sálir í endurmótun, lirfur og púpur hvert sem litið er. Gerjun, um- brot, ójafnvægi, sköpun, gleði, vanlíð- an, eftirvænting og ótti, – allt í einni bendu. Því nú er hún að gerast, um- breytingin. Fyrir flesta er skólinn nánast afmarkaður heimur á þessum árum, ríki í ríkinu, öxullinn sem allt snýst um í leik og námi. Mér leið miklu betur í MR en í öðrum skólum fram að því. Mér líkaði andinn, fjöl- breytnin, tilfinningin um þá sem ver- ið höfðu þarna áður, rykið, stemning- in – ég eignaðist frábæran vinahóp og það var gaman. Félagslífið var auð- vitað aðalatriðið, kennararnir og stundataflan voru nauðsynlegur rammi fyrir hina raunverulegu drif- fjöður: samskiptin við hina krakkana. Innan tíma og utan. Í þriðja bekk var maður eftir há- degið, neonljós í grænni stofu G, næst við skrifstofu rektors, regn á glugg- um og ljósin í Lækjargötunni spegl- uðust í myrkrinu löngu áður en skóla- deginum lauk og við örkuðum útá Kalkofnsveg að ná í Klepp hraðferð13 um sjöleytið á kvöldin. Ég man ekk- ert eftir morgnum þennan vetur. Maður hlýtur að hafa reynt að læra heima á morgnana, en endurminn- ingin um það er minna en óljós. Í frí- mínútum var hlaupið niður á Skalla í kók og prins póló, eða hálfan skammt af frönskum. Einar Magg var rektor, Jóhannes Björnsson, Nonni Thor og Pétur Gunnars í 5. bekk og eitthvað óendanlega hátíðlegt og fjarlægt lið í 6.bekk, – hverjir hafa það verið? Ólöf frænka mín Ben kenndi okkur dönsku, ströng og þéraði mann held- ur fjarlæg, þar til daginn sem raf- magnið fór og frá kennaraborðinu heyrðist í myrkrinu: „Svona nú stúlk- ur, það er óþarfi af yður að skrækja, hér er enginn karlmaður til að ganga í augun á“. Þar með innsiglaði hún bandalag þvert á kynslóðabilið. Jón Gúmm var auðvitað aðalkenn- arinn í 3.bekk – frægur fyrir kröfu- hörku og miskunnarleysi í íslensku- kennslunni, þrælaði kynslóð eftir kynslóð aftur á bak og áfram með Ið- unni sem kynti arininn, þótt Þráinn klifi þrítugan hamarinn (á no time) og einblíndi upp í heiðskíran himininn. Jón var átoritet, það gustaði af hon- um, hljómmikil rödd, fallegt mál, vald á viðfangsefninu og umhverfinu. Þeg- ar hann svipti upp hurðinni og skellti kladdanum á kennaraborðið hrökk bekkurinn í gír. Það var ekki hægt að vera annars hugar nálægt honum. Ég var heilluð. Þremur árum síðar lenti okkur saman, þegar helminginn af V-A vantaði í upphafi tíma og hann skammaði þær sem voru mættar og rauk svo út. Við Mjöll Snæs vorum sendar að vörmu spori með skriflega afsökunarbeiðni niður á kennarastofu þar sem bekkurinn harmaði að hafa mætt og hét að láta það ekki henda aftur. Jón tók okkur á orðinu og hætti að kenna okkur, – á versta tíma rétt fyrir próf og góð ráð dýr. Þetta end- aði með boðuðum sáttafundi hjá rekt- or þar sem við Jón rukum út á gang til skiptis, en Mjöll og Einar Magg reyndu að bera klæði á vopnin. Á endanum tókst þeim að innsigla sættir þessara varga og eftir það komst ekki hnífurinn á milli okkar Jóns og honum var skemmt þegar ég dró skapgerð Þórs á munn- legu prófi í goðafræði. Már stærðfræði- kennari var allt önnur manngerð. Fölur með hrafnsvart hár, í hnepptri grænni peysu og inniskóm kom hann þegjandi inn í bekkinn hlaðinn gríðarstórum þríhyrningi og öðrum hjálpartækjum flatarmálsfræðinnar. Ég er núna fyrst, meira 30 árum síð- ar, að átta mig á námsefninu. Má leiddist að kenna okkur og hver getur láð honum það? Friðfinni Ólafs fannst við ekki sérlega skemmtilegar heldur eða gæfulegar sem verðandi bókhald- arar, enda held ég að engin okkar hafi lagt þá listgrein fyrir sig. Hvað var hann Friðfinnur að gera þarna? Álíka fáránleg sóun og að láta Sverri Krist- jánsson kenna sögu í landsprófi í Vonarstræti veturinn áður, – og að hugsa sér að Jóhann Briem skyldi kenna okkur teikningu þar! Sagði fátt blessaður maðurinn en gat þó ekki leynt vanþóknun sinni þegar einhver teiknaði rauðan fisk í rauðum sjó. Sá sem virtist geta afborið að kenna okkur í 3. bekk var Óskar Mar- íusson efnafræðingur. Hann hafði lag á að gera námsefnið skemmtilegt, vann í áföngum, plægði fyrst, sáði svo, og var alltaf kurteis og jákvæður. Kristinn Kristmunds kenndi okkur íslenskar bókmenntir og lék upp við töflu allar persónur og atburði Hrafn- kelssögu Freysgoða með óþreytandi tilþrifum, einn og vanmetinn. Bless- aðir mennirnir. Í þriðja bekk var maður rétt að átta sig á skólalífinu, – og oft tilviljun að merkisatburðir fóru ekki fram hjá manni, því eldri bekking- ar umgengust yfirleitt ekki busa, hvað þá að þeir legðu sig niður við að uppfræða okkur um lyk- ilatriði. Ég man ekki eftir áttadagsgleði þennan vetur, – en þeim mun bet- ur eftir Þórarni Eldjárni og Pétri Gunnars leik- andi á móti sjálfum sér í einhverjum af tvíburam- isskilningum Shakespea- res í Herranótt. IV. bekkur – allt öðru- vísi. Þá var búið að skipta okkur í mála- og stærð- fræðideild, margar góðar bekkjarsystur því farnar annað og nú hétum við A bekkurinn. Bjuggum undir súð í Þrúðvangi, í eig- in heimi nema hvað strákarnir í D- bekknum voru hinum megin við ganginn. Minnisstæðastur er mér Gulli Briem, eldri en hinir enda kom- inn úr Versló, frábær teiknari og fór eigin leiðir, sem seinna gerðu hann að prófessor í Ameríku og heimsátorí- teti í calligrafíu. Bodil Sand kenndi okkur dönsku, lítil og mjó eins og stelpustrá, rám og hrjúf úr kröppum dansi, keðjureykti. Karakter og okk- ur þótti vænt um hana þótt hún væri ekki alltaf í góðu skapi. Öðlingurinn Reynir Bjarnason frá Bjarnarhöfn, fágætlega víðsýnn og opinn, kenndi okkur líffræði eins og vinur. Öllum harmdauði langt fyrir aldur fram nokkrum árum síðar. Magnús Guð- mundsson góði, svolítið viðkvæmur í íslenskunni og Kjartan Gísla afar ró- legur þýskukennari. Kenndi Sigur- karl okkur stærðfræðina þennan vet- ur? Hlýtur að vera. Hann vildi vita hverjir foreldrar okkar væru, helst afar og ömmur, til að geta hengt hvert andlit á þekktan snaga gamalla nemenda. Stundum kallaði hann mig Pétur. Yndislegur aðvitað, og ógleymanlega mynd á ég af þeim Bolla Thor á leið út eftir ganginum í kaffihléi eftir munnleg próf í Casa legur og frjór hópur. Endurminning- arnar um hann ekki allar prenthæfar. Í fjórða bekk kynntist ég líka Herranótt innan frá og var með upp frá því. Að vanda var verið að setja upp mjög óspennandi verk, í þetta sinn Betlaraóperuna, sem hefur unn- ið sér það eitt til höfuðlausnar að vera undanfari Túskildingsóperu Brechts – og svo er töluvert af mátulega stórum hlutverkum til að margir fái notið sín. Hlýtur að hafa verið valin þess vegna. Þarf frekari vitnanna við um að 68-byltingin hafi ekki átt upp- haf sitt í MR? Næsta vetur var það Bubbi kóngur með tilheyrandi afleið- ingum, en í VI. bekk var Lysistrata loks sett á fjalirnar, enda meðvitaði 71-árgangurinn með opna og lýðræð- islega leiknefnd í forsvari. Það var merkilegur munur milli ár- ganga á þessum tíma. Margir hafa viljað kenna sig við 68 og þeim fer fjölgandi sem halda sig hafa verið af þeirri kynslóð. Ég varð ekki vör við hugsjónaeld 68 tíðarandans í mínum árgangi eða þeim sem á undan fóru, – en árgangurinn á eftir var yfirkominn af samfélagslegri ábyrgð. Það var engu líkara en á hann hafi verið lögð sú skylda að endurskoða ríkjandi gildismat vestrænna samfélaga og hann tók skyldur sínar mjög alvar- lega. Dagskipanin hljóðaði uppá vald- dreifingu og afneitun neysluhyggju í hvaða mynd sem hún birtist. Það er þó skárra að lenda í þessum tíðar- anda en aumingja unglingarnir nokkrum árum seinna sem neyddust til að þræða sikkrisnælur í gegnum nasirnar á sér og brynja sig ísgödd- um innra sem ytra. Það skaðar engan að staga í gamalt plagg og sá allt- umfaðmandi kærleikur og tillitssemi sem þarna ríkti var ágætis veganesti. Valddreifingarboðið varð driffjöð- ur nýrra strauma í skólanum, ég nefni furðufyrirbærið Samstarfs- nefnd nemenda og kennara, þar sem við Stína Magg áttum sæti undir yf- irskini lýðræðislegrar samvinnu þessara ósættanlegu hagsmunahópa Leikendur í Lýsiströtu 1970. Fyrir miðju er Ragnheiður Steindórsdóttir, sem fór með titilhlutverkið, en í kringum hana eru, frá vinstri: Lovísa Kristjánsdóttir (Kaloníka), Margrét Árnadóttir, Halldór Thorddsen (Mýrrina), Snædís Gunnlaugsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Þóra Árnadóttir og Guðrún Pétursdóttir (Lampídó). Minningar úr Mennta- skólanum í Reykjavík Guðrún Pétursdóttir Eftirfarandi þáttur Guðrúnar Pétursdóttur, stúdents úr MR 1970, er einn af fjölmörgum þáttum í óútkominni bók, Minningar úr Mennta- skólanum í Reykjavík. Þegar hann svipti upp hurðinni og skellti kladdanum á kennaraborðið hrökk bekkurinn í gír Nova, nákvæmlega eins að sjá aft- anfrá, meira að segja samstæðir illskutoppar. Annars finnst mér þessi vetur hafa verið fölgrænn eins og veggirnir í stofunni, átakalítill. Þennan vetur eignaðist ég vini í árganginum á eftir, í gegnum Dóru Thor sálufélaga og vinkonu. Þar var rosalega skemmti- legur hópur sem náði vel saman og stofnaði Listunnendafélag III-B, í anda upplýsingastefnunnar. Merki félagsins er enn til í nokkrum fágæt- um eintökum, lúnar þvottaklemmur úr tré, illa fengnar, sem nafn félags- ins var vandvirknilega skrifað á. Svei mér ef Listunnendafélagið gerði nokkurn tíman nokkuð, – nema að setja upp frumsamið leikrit í kjallar- anum á Casa Nova. Það var reyndar ágætlega framúrstefnulegt verk þar sem margir óskyldir dialógar áttu sér stað samtímis. Eina setning Dóra Stef í rykfrakka var „einn pakka af píputóbaki“, Lovísa Fjeldsted var af- greiðslukonan sem ekki heyrði, Dóra var negld upp á snúru og æpti mónó- log austan úr Suðursveit og Inga Ein- ars var könguló sem endaði með að skjóta einhvern, og einhvers staðar voru Þóra Árna og Stína Magg líka... ég man ekki hvar. Kjarninn í vinahópnum var Haga- skólaliðið, krakkar sem enn búa í sömu skúffu í kollinum á manni, þótt þeir hafi síðan flotið í ólíkum farveg- um. Listunnendafélagið fullt af stelp- um plús Árna Pétri og svo gesturguðmundswillyandrewshjölli- kvaranpallibieringóliklemmragna- haraldstótasiggaviðarvíkingsgeir- haarde hvar á að stoppa? Skemmti-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.