Morgunblaðið - 10.06.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 10.06.2001, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR úrMenntaskóla verðaekki aðgreindar fráöðrum minningumþessara ára – menntaskólaárin stóðu vetur, sumar, vor og haust, á þessu skeiði þar sem hópurinn allur bjó við tifandi horm- ónasprengjur. Þvílíkt samfélag! Lík- amar og sálir í endurmótun, lirfur og púpur hvert sem litið er. Gerjun, um- brot, ójafnvægi, sköpun, gleði, vanlíð- an, eftirvænting og ótti, – allt í einni bendu. Því nú er hún að gerast, um- breytingin. Fyrir flesta er skólinn nánast afmarkaður heimur á þessum árum, ríki í ríkinu, öxullinn sem allt snýst um í leik og námi. Mér leið miklu betur í MR en í öðrum skólum fram að því. Mér líkaði andinn, fjöl- breytnin, tilfinningin um þá sem ver- ið höfðu þarna áður, rykið, stemning- in – ég eignaðist frábæran vinahóp og það var gaman. Félagslífið var auð- vitað aðalatriðið, kennararnir og stundataflan voru nauðsynlegur rammi fyrir hina raunverulegu drif- fjöður: samskiptin við hina krakkana. Innan tíma og utan. Í þriðja bekk var maður eftir há- degið, neonljós í grænni stofu G, næst við skrifstofu rektors, regn á glugg- um og ljósin í Lækjargötunni spegl- uðust í myrkrinu löngu áður en skóla- deginum lauk og við örkuðum útá Kalkofnsveg að ná í Klepp hraðferð13 um sjöleytið á kvöldin. Ég man ekk- ert eftir morgnum þennan vetur. Maður hlýtur að hafa reynt að læra heima á morgnana, en endurminn- ingin um það er minna en óljós. Í frí- mínútum var hlaupið niður á Skalla í kók og prins póló, eða hálfan skammt af frönskum. Einar Magg var rektor, Jóhannes Björnsson, Nonni Thor og Pétur Gunnars í 5. bekk og eitthvað óendanlega hátíðlegt og fjarlægt lið í 6.bekk, – hverjir hafa það verið? Ólöf frænka mín Ben kenndi okkur dönsku, ströng og þéraði mann held- ur fjarlæg, þar til daginn sem raf- magnið fór og frá kennaraborðinu heyrðist í myrkrinu: „Svona nú stúlk- ur, það er óþarfi af yður að skrækja, hér er enginn karlmaður til að ganga í augun á“. Þar með innsiglaði hún bandalag þvert á kynslóðabilið. Jón Gúmm var auðvitað aðalkenn- arinn í 3.bekk – frægur fyrir kröfu- hörku og miskunnarleysi í íslensku- kennslunni, þrælaði kynslóð eftir kynslóð aftur á bak og áfram með Ið- unni sem kynti arininn, þótt Þráinn klifi þrítugan hamarinn (á no time) og einblíndi upp í heiðskíran himininn. Jón var átoritet, það gustaði af hon- um, hljómmikil rödd, fallegt mál, vald á viðfangsefninu og umhverfinu. Þeg- ar hann svipti upp hurðinni og skellti kladdanum á kennaraborðið hrökk bekkurinn í gír. Það var ekki hægt að vera annars hugar nálægt honum. Ég var heilluð. Þremur árum síðar lenti okkur saman, þegar helminginn af V-A vantaði í upphafi tíma og hann skammaði þær sem voru mættar og rauk svo út. Við Mjöll Snæs vorum sendar að vörmu spori með skriflega afsökunarbeiðni niður á kennarastofu þar sem bekkurinn harmaði að hafa mætt og hét að láta það ekki henda aftur. Jón tók okkur á orðinu og hætti að kenna okkur, – á versta tíma rétt fyrir próf og góð ráð dýr. Þetta end- aði með boðuðum sáttafundi hjá rekt- or þar sem við Jón rukum út á gang til skiptis, en Mjöll og Einar Magg reyndu að bera klæði á vopnin. Á endanum tókst þeim að innsigla sættir þessara varga og eftir það komst ekki hnífurinn á milli okkar Jóns og honum var skemmt þegar ég dró skapgerð Þórs á munn- legu prófi í goðafræði. Már stærðfræði- kennari var allt önnur manngerð. Fölur með hrafnsvart hár, í hnepptri grænni peysu og inniskóm kom hann þegjandi inn í bekkinn hlaðinn gríðarstórum þríhyrningi og öðrum hjálpartækjum flatarmálsfræðinnar. Ég er núna fyrst, meira 30 árum síð- ar, að átta mig á námsefninu. Má leiddist að kenna okkur og hver getur láð honum það? Friðfinni Ólafs fannst við ekki sérlega skemmtilegar heldur eða gæfulegar sem verðandi bókhald- arar, enda held ég að engin okkar hafi lagt þá listgrein fyrir sig. Hvað var hann Friðfinnur að gera þarna? Álíka fáránleg sóun og að láta Sverri Krist- jánsson kenna sögu í landsprófi í Vonarstræti veturinn áður, – og að hugsa sér að Jóhann Briem skyldi kenna okkur teikningu þar! Sagði fátt blessaður maðurinn en gat þó ekki leynt vanþóknun sinni þegar einhver teiknaði rauðan fisk í rauðum sjó. Sá sem virtist geta afborið að kenna okkur í 3. bekk var Óskar Mar- íusson efnafræðingur. Hann hafði lag á að gera námsefnið skemmtilegt, vann í áföngum, plægði fyrst, sáði svo, og var alltaf kurteis og jákvæður. Kristinn Kristmunds kenndi okkur íslenskar bókmenntir og lék upp við töflu allar persónur og atburði Hrafn- kelssögu Freysgoða með óþreytandi tilþrifum, einn og vanmetinn. Bless- aðir mennirnir. Í þriðja bekk var maður rétt að átta sig á skólalífinu, – og oft tilviljun að merkisatburðir fóru ekki fram hjá manni, því eldri bekking- ar umgengust yfirleitt ekki busa, hvað þá að þeir legðu sig niður við að uppfræða okkur um lyk- ilatriði. Ég man ekki eftir áttadagsgleði þennan vetur, – en þeim mun bet- ur eftir Þórarni Eldjárni og Pétri Gunnars leik- andi á móti sjálfum sér í einhverjum af tvíburam- isskilningum Shakespea- res í Herranótt. IV. bekkur – allt öðru- vísi. Þá var búið að skipta okkur í mála- og stærð- fræðideild, margar góðar bekkjarsystur því farnar annað og nú hétum við A bekkurinn. Bjuggum undir súð í Þrúðvangi, í eig- in heimi nema hvað strákarnir í D- bekknum voru hinum megin við ganginn. Minnisstæðastur er mér Gulli Briem, eldri en hinir enda kom- inn úr Versló, frábær teiknari og fór eigin leiðir, sem seinna gerðu hann að prófessor í Ameríku og heimsátorí- teti í calligrafíu. Bodil Sand kenndi okkur dönsku, lítil og mjó eins og stelpustrá, rám og hrjúf úr kröppum dansi, keðjureykti. Karakter og okk- ur þótti vænt um hana þótt hún væri ekki alltaf í góðu skapi. Öðlingurinn Reynir Bjarnason frá Bjarnarhöfn, fágætlega víðsýnn og opinn, kenndi okkur líffræði eins og vinur. Öllum harmdauði langt fyrir aldur fram nokkrum árum síðar. Magnús Guð- mundsson góði, svolítið viðkvæmur í íslenskunni og Kjartan Gísla afar ró- legur þýskukennari. Kenndi Sigur- karl okkur stærðfræðina þennan vet- ur? Hlýtur að vera. Hann vildi vita hverjir foreldrar okkar væru, helst afar og ömmur, til að geta hengt hvert andlit á þekktan snaga gamalla nemenda. Stundum kallaði hann mig Pétur. Yndislegur aðvitað, og ógleymanlega mynd á ég af þeim Bolla Thor á leið út eftir ganginum í kaffihléi eftir munnleg próf í Casa legur og frjór hópur. Endurminning- arnar um hann ekki allar prenthæfar. Í fjórða bekk kynntist ég líka Herranótt innan frá og var með upp frá því. Að vanda var verið að setja upp mjög óspennandi verk, í þetta sinn Betlaraóperuna, sem hefur unn- ið sér það eitt til höfuðlausnar að vera undanfari Túskildingsóperu Brechts – og svo er töluvert af mátulega stórum hlutverkum til að margir fái notið sín. Hlýtur að hafa verið valin þess vegna. Þarf frekari vitnanna við um að 68-byltingin hafi ekki átt upp- haf sitt í MR? Næsta vetur var það Bubbi kóngur með tilheyrandi afleið- ingum, en í VI. bekk var Lysistrata loks sett á fjalirnar, enda meðvitaði 71-árgangurinn með opna og lýðræð- islega leiknefnd í forsvari. Það var merkilegur munur milli ár- ganga á þessum tíma. Margir hafa viljað kenna sig við 68 og þeim fer fjölgandi sem halda sig hafa verið af þeirri kynslóð. Ég varð ekki vör við hugsjónaeld 68 tíðarandans í mínum árgangi eða þeim sem á undan fóru, – en árgangurinn á eftir var yfirkominn af samfélagslegri ábyrgð. Það var engu líkara en á hann hafi verið lögð sú skylda að endurskoða ríkjandi gildismat vestrænna samfélaga og hann tók skyldur sínar mjög alvar- lega. Dagskipanin hljóðaði uppá vald- dreifingu og afneitun neysluhyggju í hvaða mynd sem hún birtist. Það er þó skárra að lenda í þessum tíðar- anda en aumingja unglingarnir nokkrum árum seinna sem neyddust til að þræða sikkrisnælur í gegnum nasirnar á sér og brynja sig ísgödd- um innra sem ytra. Það skaðar engan að staga í gamalt plagg og sá allt- umfaðmandi kærleikur og tillitssemi sem þarna ríkti var ágætis veganesti. Valddreifingarboðið varð driffjöð- ur nýrra strauma í skólanum, ég nefni furðufyrirbærið Samstarfs- nefnd nemenda og kennara, þar sem við Stína Magg áttum sæti undir yf- irskini lýðræðislegrar samvinnu þessara ósættanlegu hagsmunahópa Leikendur í Lýsiströtu 1970. Fyrir miðju er Ragnheiður Steindórsdóttir, sem fór með titilhlutverkið, en í kringum hana eru, frá vinstri: Lovísa Kristjánsdóttir (Kaloníka), Margrét Árnadóttir, Halldór Thorddsen (Mýrrina), Snædís Gunnlaugsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Þóra Árnadóttir og Guðrún Pétursdóttir (Lampídó). Minningar úr Mennta- skólanum í Reykjavík Guðrún Pétursdóttir Eftirfarandi þáttur Guðrúnar Pétursdóttur, stúdents úr MR 1970, er einn af fjölmörgum þáttum í óútkominni bók, Minningar úr Mennta- skólanum í Reykjavík. Þegar hann svipti upp hurðinni og skellti kladdanum á kennaraborðið hrökk bekkurinn í gír Nova, nákvæmlega eins að sjá aft- anfrá, meira að segja samstæðir illskutoppar. Annars finnst mér þessi vetur hafa verið fölgrænn eins og veggirnir í stofunni, átakalítill. Þennan vetur eignaðist ég vini í árganginum á eftir, í gegnum Dóru Thor sálufélaga og vinkonu. Þar var rosalega skemmti- legur hópur sem náði vel saman og stofnaði Listunnendafélag III-B, í anda upplýsingastefnunnar. Merki félagsins er enn til í nokkrum fágæt- um eintökum, lúnar þvottaklemmur úr tré, illa fengnar, sem nafn félags- ins var vandvirknilega skrifað á. Svei mér ef Listunnendafélagið gerði nokkurn tíman nokkuð, – nema að setja upp frumsamið leikrit í kjallar- anum á Casa Nova. Það var reyndar ágætlega framúrstefnulegt verk þar sem margir óskyldir dialógar áttu sér stað samtímis. Eina setning Dóra Stef í rykfrakka var „einn pakka af píputóbaki“, Lovísa Fjeldsted var af- greiðslukonan sem ekki heyrði, Dóra var negld upp á snúru og æpti mónó- log austan úr Suðursveit og Inga Ein- ars var könguló sem endaði með að skjóta einhvern, og einhvers staðar voru Þóra Árna og Stína Magg líka... ég man ekki hvar. Kjarninn í vinahópnum var Haga- skólaliðið, krakkar sem enn búa í sömu skúffu í kollinum á manni, þótt þeir hafi síðan flotið í ólíkum farveg- um. Listunnendafélagið fullt af stelp- um plús Árna Pétri og svo gesturguðmundswillyandrewshjölli- kvaranpallibieringóliklemmragna- haraldstótasiggaviðarvíkingsgeir- haarde hvar á að stoppa? Skemmti-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.