Morgunblaðið - 05.07.2001, Side 25

Morgunblaðið - 05.07.2001, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 25 VÉLARBILUN var nefnd sem hugsanleg orsök þess að rússnesk farþegaþota fórst með 145 manns á þriðjudaginn, en skömmu eftir slysið heyrðust misvísandi ályktanir um orsakir þess. Neyðarástandsmála- ráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, sem fór á slysstaðinn skammt frá borginni Irkútsk í Síberíu í gær- morgun, sagði að líklega hefði orsök slyssins verið sú að allir þrír hreyflar vélarinnar hefðu bilað. Máli sínu til stuðnings nefndi Shoigu þá staðreynd að þrem mín- útum áður en vélin fórst, þegar hún var í aðflugi að flugvellinum við Ir- kútsk, hafði áhöfn hennar tilkynnt flugumferðarstjórn að allt gengi samkvæmt áætlun. Nokkru seinna virtist ráðherrann aftur á móti draga orð sín til baka og sagði að of snemmt væri að segja til um hvað hefði valdið slysinu. Þotan var af gerðinni Tupolev TU-154 og var að millilenda í Irkútsk á leiðinni frá Jekaterínborg í Úral- fjöllum til Vladívostok á austur- ströndinni. Um borð voru 145, far- þegar og áhöfn. Greindu björgunar- menn frá því í gær að lík allra hefðu fundist. Mun þotan hafa hrapað úr 2.600 feta hæð, eða um 800 metrum, þegar hún var í aðflugi. Haft er eftir heimildamanni, sem starfar við rannsókn slyssins, að það kunni að hafa stafað af vélarbilun er geti hafa orðið vegna skammhlaups eða skyndilegs eldsneytisskorts. Júrí Starshin, háttsettur embættis- maður er starfar að flugmálum, sagði hins vegar við RIA Novosti- fréttastofuna að ólíklegt væri að hreyfilbilun hefði valdið slysinu vegna þess að „áhöfnin hefði um- svifalaust látið flugturninn vita.“ Annar embættismaður, Tatjana Anodin hjá rússnesku flugmála- stjórninni, sagði að ráðlegast væri að bíða eftir að fyrir lægju upplýsingar úr flugritum vélarinnar sem hafa báðir fundist. Shoigu útilokaði heldur ekki sem hugsanlegar orsakir slyssins galla í hæðarmæli vélarinnar, rangar að- gerðir áhafnar og jafnvel hryðju- verkastarfsemi. Yfirmaður Vladi- vostokavia, flugfélagsins sem rak vélina, sagði að ef til vill hefði sprenging af völdum eldsneytisleka valdið slysinu. Félagið hefði keypt flugvélina frá Kína fyrir tveimur mánuðum. Hundrað fjörutíu og fimm létust þegar flugvél hrapaði í Síberíu á þriðjudag Misvísandi fullyrðingar um orsakir Vladivostok. AFP. Reuters Flak rússnesku farþegaþotunnar sem hrapaði um 30 km frá Irkútsk í Síberíu síðastliðinn þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.