Morgunblaðið - 05.07.2001, Side 39

Morgunblaðið - 05.07.2001, Side 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 39 UMHYGGJU, félagi til stuðnings langveikum börnum, hefur borist veglegt garðhús/dúkkuhús að gjöf. Það er Þórarinn Þórar- insson húsasmiður sem hefur smíðað þetta hús og gefið Um- hyggju. Húsið verður selt hæstbjóðanda í fjáröflunarskyni fyrir Styrkt- arsjóð Umhyggju. Styrktarsjóð- urinn veitir styrki til fjölskyldna langveikra barna sem lent hafa í fjárhagserfiðleikum vegna veik- inda barna sinna. Formaður Um- hyggju, Ragna Marinósdóttir, mun taka við tilboðum í húsið til 10. júlí í síma 561-2302 eða 698- 2302 eða í tölvupóstfanginu rag- bjarn@vortex.is Dúkkuhúsið sem Þórarinn gaf Umhyggju. Fékk dúkku- hús að gjöf Á FUNDI stjórnar LÍN nýlega lagði fulltrúi Stúdentaráðs HÍ í stjórn LÍN fram tillögu þess efnis að stjórnin skipi starfshóp til að endur- skoða þær verklagsreglur sem gilda um undanþágur frá endurgreiðslur námslána, í ljósi úrskurðar Umboðs- manns. „Fulltrúi Stúdentaráðs fagnar því að vel sé tekið í tillögu um stofnun starfshóps því Umboðsmaður Al- þingis hafi kveðið skýrt á um að verklagsreglur sjóðsins brjóti í bága við lög og því ótækt að halda þeirri framkvæmd áfram. Mikilvægt er að LÍN taki álit Umboðsmanns alvar- lega og endurskoði stafshætti sína hið fyrsta í ljósi þess. Umboðsmaður hefur nú í þrígang gert athugasemd- ir við málsmeðferð yfirstjórnar Lánasjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að vera félagslegur jöfnunarsjóður og því hefur Stúdentaráð ítrekað krafist þess að sjóðurinn sýni náms- mönnum aukið félagslegt tillit,“ seg- ir m.a. í frétt frá Stúdentaráði. Stúdentaráð vill endurskoðun starfshátta LÍN LAUGARDAGINN 7. júlí kl. 10.00 verður boðið upp á leiðsögn um nýleg- an nytjajurtagarð Grasagarðs Reykjavíkur í fylgd Jóhönnu Þormar garðyrkjufræðings og Evu G. Þor- valdsdóttur forstöðumanns. „Þessi hluti Grasagarðsins var tek- inn í notkun sl. sumar og eru rækt- aðar þar allar algengustu matjurtir, en auk þess kryddjurtir og berja- runnar. Sýnishorn eru af algengum fóður- Lækningaplöntur og nytjajurtir jurtum sem ræktaðar eru hér á landi, til dæmis grös, bygg og hafrar. Í nytjajurtagarðinum eru einnig sýnishorn af nokkrum vel þekktum lækningajurtum, en í Grasagarðinum vex fjöldi plantna sem notaðar hafa verið til lækninga um aldir og eru not- aðar enn í grasalækningum og smá- skammtalækningum. Mæting er í lystihúsinu gegnt garð- skálanum,“ segir í fréttatilkynningu. ♦ ♦ ♦SKÓGAR- og útivistardagur og fjölskylduskemmtun verður laug- ardaginn 7. júlí við Hvaleyrarvatn. Dagskráin verður svohljóðandi: Dagskráin hefst með helgistund kl. 13 í Bænalundi sem er örstutt frá skógræktarstöðinni í Höfða. Séra Þórhallur Heimisson flytur hugvekju. Klukkan 13.20 hefst útsýnis- ganga um Selhöfða og Seldal í fylgd Jónatans Garðarssonar. Far- ið frá Höfða og endað við skáta- lund við skátaskálann og tekur ferðin rúmlega 1 klst. Létt fræðsluganga verður um Höfðaskóg klukkan 15.30 í fylgd Steinars Björgvinssonar garð- yrkjufræðings. Farið verður frá sandvíkinni við vatnið og tekur ferðin um 30 mín. Að lokinni göngu gefst þátttakendum kostur á að svara laufléttum spurningum tengdum náttúrunni og verður dregið úr réttum svörum og verðlaun veitt í Höfða um kl. 16.15. Ókeypis bátsferðir verða farnar og veiðileyfi eru í Hvaleyrarvatni allan daginn. Sumarratleikur verð- ur fyrir fjölskylduna við Hvaleyr- arvatn kl. 13–17 í umsjá Upplýs- ingamiðstöðvar Hafnarfjarðar. Gögn um ratleikinn verða afhent á sandvíkinni við vatnið. Gildisskátar kynna starfsemi sína við Skátalund (Skátaskálann) klukkan 14 til 15.30 og hafa um- sjón með leikjum fyrir börnin ef tækifæri gefst. Grillað við vatnið frá kl. 15.30. Heitt verður í kolunum og getur hver og einn komið með eitthvað á grillið. Pappadiskar, áhöld og djús verður á staðnum. Þórður verður á nikkunni. Íshestar og Sörli verða með hesta og teyma undir börnunum við hestamiðstöð Íshesta og Sörlastaði frá klukkan 14.30– 15.30. Útivistar- dagur við Hvaleyr- arvatn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.