Morgunblaðið - 05.07.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.07.2001, Qupperneq 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 39 UMHYGGJU, félagi til stuðnings langveikum börnum, hefur borist veglegt garðhús/dúkkuhús að gjöf. Það er Þórarinn Þórar- insson húsasmiður sem hefur smíðað þetta hús og gefið Um- hyggju. Húsið verður selt hæstbjóðanda í fjáröflunarskyni fyrir Styrkt- arsjóð Umhyggju. Styrktarsjóð- urinn veitir styrki til fjölskyldna langveikra barna sem lent hafa í fjárhagserfiðleikum vegna veik- inda barna sinna. Formaður Um- hyggju, Ragna Marinósdóttir, mun taka við tilboðum í húsið til 10. júlí í síma 561-2302 eða 698- 2302 eða í tölvupóstfanginu rag- bjarn@vortex.is Dúkkuhúsið sem Þórarinn gaf Umhyggju. Fékk dúkku- hús að gjöf Á FUNDI stjórnar LÍN nýlega lagði fulltrúi Stúdentaráðs HÍ í stjórn LÍN fram tillögu þess efnis að stjórnin skipi starfshóp til að endur- skoða þær verklagsreglur sem gilda um undanþágur frá endurgreiðslur námslána, í ljósi úrskurðar Umboðs- manns. „Fulltrúi Stúdentaráðs fagnar því að vel sé tekið í tillögu um stofnun starfshóps því Umboðsmaður Al- þingis hafi kveðið skýrt á um að verklagsreglur sjóðsins brjóti í bága við lög og því ótækt að halda þeirri framkvæmd áfram. Mikilvægt er að LÍN taki álit Umboðsmanns alvar- lega og endurskoði stafshætti sína hið fyrsta í ljósi þess. Umboðsmaður hefur nú í þrígang gert athugasemd- ir við málsmeðferð yfirstjórnar Lánasjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að vera félagslegur jöfnunarsjóður og því hefur Stúdentaráð ítrekað krafist þess að sjóðurinn sýni náms- mönnum aukið félagslegt tillit,“ seg- ir m.a. í frétt frá Stúdentaráði. Stúdentaráð vill endurskoðun starfshátta LÍN LAUGARDAGINN 7. júlí kl. 10.00 verður boðið upp á leiðsögn um nýleg- an nytjajurtagarð Grasagarðs Reykjavíkur í fylgd Jóhönnu Þormar garðyrkjufræðings og Evu G. Þor- valdsdóttur forstöðumanns. „Þessi hluti Grasagarðsins var tek- inn í notkun sl. sumar og eru rækt- aðar þar allar algengustu matjurtir, en auk þess kryddjurtir og berja- runnar. Sýnishorn eru af algengum fóður- Lækningaplöntur og nytjajurtir jurtum sem ræktaðar eru hér á landi, til dæmis grös, bygg og hafrar. Í nytjajurtagarðinum eru einnig sýnishorn af nokkrum vel þekktum lækningajurtum, en í Grasagarðinum vex fjöldi plantna sem notaðar hafa verið til lækninga um aldir og eru not- aðar enn í grasalækningum og smá- skammtalækningum. Mæting er í lystihúsinu gegnt garð- skálanum,“ segir í fréttatilkynningu. ♦ ♦ ♦SKÓGAR- og útivistardagur og fjölskylduskemmtun verður laug- ardaginn 7. júlí við Hvaleyrarvatn. Dagskráin verður svohljóðandi: Dagskráin hefst með helgistund kl. 13 í Bænalundi sem er örstutt frá skógræktarstöðinni í Höfða. Séra Þórhallur Heimisson flytur hugvekju. Klukkan 13.20 hefst útsýnis- ganga um Selhöfða og Seldal í fylgd Jónatans Garðarssonar. Far- ið frá Höfða og endað við skáta- lund við skátaskálann og tekur ferðin rúmlega 1 klst. Létt fræðsluganga verður um Höfðaskóg klukkan 15.30 í fylgd Steinars Björgvinssonar garð- yrkjufræðings. Farið verður frá sandvíkinni við vatnið og tekur ferðin um 30 mín. Að lokinni göngu gefst þátttakendum kostur á að svara laufléttum spurningum tengdum náttúrunni og verður dregið úr réttum svörum og verðlaun veitt í Höfða um kl. 16.15. Ókeypis bátsferðir verða farnar og veiðileyfi eru í Hvaleyrarvatni allan daginn. Sumarratleikur verð- ur fyrir fjölskylduna við Hvaleyr- arvatn kl. 13–17 í umsjá Upplýs- ingamiðstöðvar Hafnarfjarðar. Gögn um ratleikinn verða afhent á sandvíkinni við vatnið. Gildisskátar kynna starfsemi sína við Skátalund (Skátaskálann) klukkan 14 til 15.30 og hafa um- sjón með leikjum fyrir börnin ef tækifæri gefst. Grillað við vatnið frá kl. 15.30. Heitt verður í kolunum og getur hver og einn komið með eitthvað á grillið. Pappadiskar, áhöld og djús verður á staðnum. Þórður verður á nikkunni. Íshestar og Sörli verða með hesta og teyma undir börnunum við hestamiðstöð Íshesta og Sörlastaði frá klukkan 14.30– 15.30. Útivistar- dagur við Hvaleyr- arvatn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.