Morgunblaðið - 05.07.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 05.07.2001, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 43 Vertu sæll, og farðu í friði frá oss, vinur, hjartakær, burt af dægurdvala sviði, dýrðarljómi himins skær, yngdan gleður andann nú, áður fyrr sem leistu í trú. Nú eru læknuð sjúkdómssárin sem þig hrjáðu langa tíð, framar ekki flóa tárin, friðar sólin náðarblíð, lætur geisla gullið sitt glitra um dánarrúmið þitt. KRISTINN GUNNLAUGSSON ✝ Kristinn Gunn-laugsson var fæddur á Akranesi 12. júlí 1934. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 10. júní sl. Útför Kristins fór fram frá Keflavíkur- kirkju 15. júní síðast- liðinn. Trúr í orði og verki varstu virtir meira dyggð en auð, hugrór lífsins byrðar barstu bæta vildir hverja nauð, er þú sást að særði þá, sem þér mættu vegi á. Glaður í trú þú gekkst að verki gott var hjartað, starfsöm mund, aldrei veikstu undan merki, eins á gleði- og raunarstund. Traust var Guði einum á, uns að dauðinn lukti brá, niður á þitt leiði ljóma ljúfir geislar sólu frá. Sumarið fagra blæju blóma breiðir yfir kaldan ná. Sofðu vært, um síðir skín sunna lífsins inn til þín. Kveðja frá börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. klúbba bæði hér á landi og erlendis. Sumarið 1947 fór hún t.d. til Akur- eyrar ásamt skipuleggjanda Zonta í Evrópu og leiddi það til stofnunar Zontaklúbbs Akureyrar 1949 auk þess sem hún vann að stofnun þriðja klúbbsins á Íslandi, Zontaklúbbs Selfoss 1972. Ellen var falið af al- þjóðahreyfingu Zonta að stofna klúbba í Bretlandi og París og voru Zontaklúbbar stofnaðir í London og París 1949. Á tveimur árum tókst henni einnig að stofna klúbba í Glas- gow, Edinborg, Dundee og Aber- deen í Skotlandi og var Ellen guð- móðir tveggja þeirra. Ellen var fulltrúi á mörgum alþjóðlegum þing- um Zontahreyfingarinnar s.s. al- þjóðamóti í Cinncinati í Ohaio 1954, Evrópumóti í Finnlandi 1967 og svæðismóti í Rotterdam 1971. Hún heimsótti klúbbana í Edinborg, Dun- dee og Aberdeen 1968 og var boðin á 25 ára afmælishátíð Zontaklúbbsins í London 1974 og í 10 ára afmæli Zontaklúbbsins í Oxford 1977. Ellen var þannig mjög virkur fulltrúi Zontaklúbbs Reykjavíkur í sam- skiptum við erlendar Zontakonur í þeirra heimalöndum og var ávallt reiðubúin til að taka á móti þeim og greiða götu þeirra ef þær komu til Íslands. Með ólíkindum er hversu miklu Ellen hefur áorkað bæði í hefð- bundnu starfi og sjálfboðavinnu en störf í Zonta voru aðeins brot af at- hafnasviði hennar. Hún var einnig vel metinn og mik- ilvirkur félagi í ýmsum öðrum félög- um s.s. Anglíu, skíðaráði Reykjavík- ur, Íþróttafélagi kvenna og Ferðafélagi Íslands og var hún m.a. sæmd gullmerki ÍSÍ 1968 og MBE orðunni bresku 1977. Félagar í Zontaklúbbi Reykjavík- ur minnast mikilhæfrar konu og góðs félaga, Ellenar Sighvatsson, með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún lagði á sig í þágu klúbbsins og alþjóðahreyfingar Zonta. Við vottum Ágústu dóttur hennar, Zontasystur okkar, og þeim Valdísi og Brynju dætrum hennar, okkar dýpstu samúð. F.h. Zontaklúbbs Reykjavíkur, Guðrún Halla Gunnarsdóttir, formaður. Látin er í Reykjavík í hárri elli, sátt við lífið og södd lífdaga, atorku- konan Ellen Sighvatsson. Hún var einstaklega heilsuhraust og þrótt- mikil alla sína ævi nema síðustu tvö árin að heilsu hennar hrakaði jafnt og þétt uns hún kvaddi á Droplaug- arstöðum nokkrum dögum eftir sex- tugsafmæli einkadóttur sinnar Ágústu. Sambýlismann sinn Ásgeir Pál Úlfarsson missti hún í október sl. eftir stutt en erfið veikindi og dró þá mjög úr þreki hennar. Í sumarbyrj- un lærbrotnaði hún svo en Ágústa og dætur hennar, Valdís og Brynja, önnuðust Ellen af einstakri um- hyggju og natni og reyndu með öll- um hætti að gleðja hana og gera henni lífið bærilegra. Ellen Henrietta Mortensen hét hún fullu nafni og fæddist á Udlejre sem er búgarður í smábænum Øl- stykke á Sjálandi um 35 km norður og vestur af Kaupmannahöfn. Þar ólst hún upp við sveitastörf á mynd- arbúi foreldra sinna, Jens Peter hreppstjóra og Önnu konu hans ásamt systur sinni Gudrun. Hún lauk barna- og unglingaskóla og fór svo til Englands að læra ensku en stundaði síðar verslunarnám í Dan- mörku. Ellen var áhugasöm um íþróttir, keppti í handbolta og fimmtarþraut og sýndi fimleika. Ellen kynntist Sigfúsi Pétri Sig- hvatssyni sem var við nám í trygg- ingafræði í Kaupmannahöfn og giftu þau sig 15. apríl 1930 í Ølstykke- kirkju en fluttu svo til Íslands um sumarið. Síðan hefur Ellen verið ein- lægur Íslendingur og Íslandsvinur þó að hún væri ævinlega í raun heimsborgari í eðli sínu. Ellen hóf strax störf við tryggingamál ásamt eiginmanni sínum og ráku þau sam- an Vátryggingarskrifstofu Sigfúsar Sighvatssonar h.f. frá 1930 þar til hann lést 1958 en þá tók Ellen við rekstrinum og annaðist hann til árs- ins 1976 að hún seldi Tryggingamið- stöðinni fyrirtækið. Þau hjón Sigfús og Ellen eignuð- ust eina dóttur, Ágústu Guðrúnu, 21. júní 1941. Við Ágústa kynntumst sjö árum síðar og urðum bestu vinkonur er ég flutti í hverfið og þá kynntist ég einnig foreldrum hennar og varð heimagangur á heimili þeirra að Amtmannsstíg 2. Þar var heimilis- bragur um margt með ólíkum hætti en ég átti að venjast, elst fjögurra systkina en Ágústa einkabarn. Móð- irin dönsk og talaði kjarnyrta ís- lensku með dönskum hreim en orða- forðann hafði hún m.a. af samskiptum við bændur og ferða- félaga úr ótal ferðum sínum um landið. Á heimilinu var jafnan dönsk stúlka sem aðstoðaði við heimilishald þar sem húsmóðirin vann utan heim- ilis en á þeim tíma voru flestar mæð- ur heimavinnandi húsmæður. Tíður gestagangur var á heimili Ellenar og Sigfúsar, fólk frá öllum heimshorn- um, virðulegur, tignarlegur Skoti í alvöruskotapilsi sem var ótrúlega skrítið, alskeggjaður, stríðinn heim- skautafari, Zontakonur, sendiráðs- fólk, enskir skólastrákar í rannsókn- arleiðangri, austurrískir skíðakapp- ar og flestir fengu að gista. Hún hefur haldið reglulegum tengslum við fjölskyldur fimm breskra og kanadískra hermanna sem fórust ungir í flugslysi í Skerjafirði 1943 eftir að hún kynntist þeim stuttlega. Hún hefur annast leiði þeirra eins og fjölmargra annarra og líklega eru nokkrir ættliðir ættingja þessara manna þakklátir henni fyrir um- hugsunarsemi. Einu sinni á ári var börnum og ungu fólki úr Heyrnleys- ingjaskólanum, sem þá var heima- vistarskóli, ævinlega boðið heim til hennar í jólaveislu og fengu allir sæl- gæti og mislitar pappírshúfur sem Ellen hafði búið til og svo voru sýnd- ar teiknimyndir og Charlie Chaplin. Þetta var, eftir á að hyggja, eins og lítið heimstorg þarna steinsnar frá Lækjartorgi og ekki veit ég hvernig allt þetta fólk fann sér leið á Amt- mannsstíginn en gestabækurnar fylltust hver af annarri og jólakortin skiptu tugum ef ekki hundruðum. Það kann að hafa staðið í einhverjum tengslum við það hvað húsmóðirin var félagslega virk en hún starfaði ötullega í Anglia, Zontahreyfing- unni, Íþróttafélagi kvenna og Skíða- félagi Reykjavíkur. Hún hafði mikið þrek til samskipta og ánægju af að kynnast fólki og sinna því. Hún var athafnasöm og var ekki að víla fyrir sér að taka til hendinni og þvoði eða málaði húsið að utan einhverja helgina ef henni þótti þess þurfa með og óx það ekki meira í augum en að reyta arfann úr blómabeðunum bak við húsið. Ellen varð snemma hrifin af því að ferðast um Ísland og fór víða um á hestum og gangandi um öræfin á fyrstu árum sínum hérlendis. Hún var félagi í Ferðafélagi Íslands en þau hjónin höfðu einnig ferðast með vinum sínum en á þessum árum voru hálendis- og óbyggðaferðir mun sjaldgæfari og erfiðari en nú. Hún fór líka á skíði og varð seinna mjög félagslega virk í þágu skíðaíþróttar- innar þannig að heimili hennar varð miðstöð þeirra sem hana stunduðu. Það var fyrir hennar atbeina að við Ágústa dóttir hennar fórum barn- ungar í enskutíma upp á Grettisgötu sem var óvanalegt í þá daga. Hún kom okkur einnig í Íþróttafélag kvenna þar sem við kynntumst önd- vegiskonum, vorum í leikfimi og lærðum að renna okkur á skíðum í mörgum ferðum í skála félagsins í Skálafelli. Sömuleiðis rötuðum við fyrir hennar tilstilli inn í ferðir Ferðafélagsins og lærðum að lesa og meta náttúru landsins. Fyrir allt þetta frumkvæði er ég Ellen ævin- lega þakklát. Ellen var um margt óvenjuleg kona. Hún var einbeitt og þrautseig og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún kom ung til framandi lands og þó að hún tengdist góðri fjölskyldu eiginmanns síns, átti hún hér aldrei styrk af frændum og eigin fjölskyldu en myndaði sjálf þann bakhjarl sem dugði henni með frum- kvæði og þátttöku í því samfélagi sem hún flutti til. Hún bar með sér danskar hefðir og menningu og óf þær vel saman í rúm sjötíu ár við þær íslensku. Hún lifði mikla breyt- ingartíma en virtist alla tíð una sér vel á Íslandi, saknaði ekki heimahag- anna og var sátt við hlutskipti sitt. Hún var athafnasöm og atorkumikil og naut sín ef mikið var á seyði. Hún hafði alla tíð yndi af garðrækt og ræktaði bæði blóm og grænmeti við hús sitt. Langmestan hluta ævi sinn- ar eða um 66 ár bjó hún í sama húsi að Amtmannsstíg 2 sem tengdafor- eldrar hennar höfðu byggt og þegar hún flutti var það aðeins um set eða að Amtmannsstíg 6 örlítið ofar í brekkunni. Síðasta árið dvaldi hún svo á Landakoti og Droplaugarstöð- um. Menntaskólinn í Reykjavík keypti húsið að Amtmannsstíg 2 en það hafði staðið autt og látið nokkuð á sjá þegar hafist var handa við að gera það upp nýlega. Það gladdi Ell- en mjög að sjá hve fallega húsið hafði verið endurbætt og fært til upprunalegs útlits og er mikill sómi að því nú. Ellen hlaut ýmsar viðurkenningar samferðamanna sinna fyrir þann drjúga skerf sem hún lagði með ýmsum hætti til félagsmála og var til dæmis sæmd gullmerki ÍSÍ 1968 og heiðurskrossi ÍSÍ 1988, veitt enska orðan MBE (Member of the British Empire) árið 1977 og gerð heiðurs- félagi í Zontaklúbbi Reykjavíkur 1999 og í alþjóðasamtökum Zonta árið 2000. Að leiðarlokum vil ég þakka Ellen innilega fyrir þá vinsemd, velvilja og trygglyndi sem hún hefur sýnt mér frá því ég var lítil stúlka. Ágústu, Valdísi, Þorgrími, Brynju og Þor- steini sendi ég innilegar samúðar- kveðjur frá okkur Helga og börnum okkar, föður mínum og systkinum. Blessuð sé minning Ellenar Sig- hvatsson. Guðrún Agnarsdóttir.    !@             2      & !     #     * " &3+  &( !  &(( 4   . 5  2 55  "   ! 3(! % $'8.)()   *3 ()         %*       . )   +   "   $   -    !   . -.      !"$  "$     "$  "  "  ! & > & *+%$,*4 ; ,'. $%*. A+ 3 <  A+ 3  *+$(. *  >$  *  ) * % (') ()       %*     .                  ! &/!/01< >! 7? $(4 2)? ,%*      " 6!    "$ % !  &00( "#$3   37$% !  * "#$3 () $("#$3 ()  *,! 3(% %"#$3 %  2 #() %*   .     "      "  "   " !/0& ! & > % )  $B ; ,' +  0 !  ! 7  #() )+ !.! )% * *  () ! ! )% 8 2*()  # .! )% $* .>)() ! ))$3! )% 8$ *! )()    %*     .    5  " C & !<1 >  7 3 3  ; 3     "     , "$ % !  &0(( %*, ( 3. *  +  " $ + -    !   . -.     !"$"$    "$  "  "  D&< !/0/ >  $$  EE     . -) ; )$ % $* "#$() ! . ; )$ % ! ' 2 $() -) !  %   ;3(()    *(   %*     .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.