Morgunblaðið - 05.07.2001, Page 51

Morgunblaðið - 05.07.2001, Page 51
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 51 Töfragljái fyrir glansandi varir. BRILLIANT MAGNÉTIC TRÚÐU Á FEGURÐ GLOSSVARALITIR MEÐ ÞYNGDAR- LAUS ÞÆGINDI Afar létt gloss með spegilgljáa svo varirnar glitra. Mjúkar og rakanærðar varir. NÝTT ÁRANGUR www.lancome.com Li tu r á m yn d: B ri lli an t M ag ne tic n r. 3 87 Frábærir nýir BRILLIANT MAGNÉTIC gloss varalitir á næsta Lancôme útsölustað. Vertu sumarleg, Lancôme býður örugglega flottustu glossin. FLESTAR aðgerðir í vegamálum á síðustu áratugum hafa beinst að því að leggja bundið slitlag á aðalvegi landsins, byggja brýr og jarðgöng og jafnframt að stytta akstursleiðir. Í umræðum manna á meðal virðist mér sem vel hafi til tekist í flestum til- vikum þótt efalaust megi finna dæmi um annað. Stöku sinnum hafa risið deilur í fjölmiðlum um vegalagnir en ef litið er á umfang verka, verður vart annað sagt en að Vegagerðin hafi leyst verkefni sín vel miðað við að- stæður og fyrirliggjandi fjármagn. Gjábakkavegur, leiðin á milli Þing- valla og Laugarvatns, hefur orðið út- undan að mínu viti. Vissulega var tek- ið til hendi á síðasta ári í tengslum við Kirkjuhátíð á Þingvöllum og gerðar nokkrar lagfæringar á veginum. Eigi að síður koma þeir dagar að hann er nær óakandi vegna þvottabrettis og ryks og á vetrum er hann sjaldan ek- inn nema í sérstakri veðurtíð, eins og var um langt skeið á sl. vetri. Þá er leiðin stundum notuð undir rallakst- ur sem vissulega bætir ekki veginn. Þessi vegarspotti er u.þ.b. 16 km langur. Mér er tjáð að vegurinn sé nú kom- inn á langtíma vegaáætlun á tíma- bilinu 2003–2010. Mikilvægt er að framkvæmdir geti hafist sem fyrst á því tímabili eða strax á árinu 2003. Ég tel að gild rök séu fyrir því að framkvæmdir við veginn hefjist sem allra fyrst, sbr. eftirfarandi: 1. Skipulagðar skoðunarferðir til Gull- foss, Geysis og um Þigvöll stefna í flestum tilvikum um Gjábakkaveg. Leiðin er fögur en slæmur vegur og rykkóf kemur iðulega í veg fyrir ánægjulega skoðunarferð. Mestan hluta vetrar er leiðin lokuð og verður þá að aka lengri leið með tilheyrandi kostnaði. 2. Þúsundir manna af höfuðborg- arsvæðinu eiga sumarathvarf í Laug- ardal, við Úthlíð og víðar í Tungunum og efst í Grímsnesi. Þetta fólk á um tvo kosti að velja, að fara Hellisheiði og upp Grímsnes eða að aka Mosfells- heiði og um Gjábakkaveg. Aksturs- leiðin frá Reykjavík að Laugarvatni er um 25% styttri ef farið er um Mos- fellsheiði. Menn veigra sér hins vegar við því að fara þá leið að jafnaði þar sem enginn tími sparast vegna ástands vegarins, auk þess sem meiri hætta er á bílskemmdum sakir grjót- kasts og glannalegs aksturs. 3. Bensínkostnaður hefur aukist verulega á síðustu misserum. Ef Gjá- bakkavegur væri endurbyggður myndu fjölmargir ferðamenn án efa kjósa að aka þá leið og spara með því umtalsverða fjármuni. 4. Umferð um Suðurlandsveg hef- ur aukist gífurlega á undanförnum árum og krafan um tvöföldun vegar- ins yfir Hellisheiði að Selfossi er orð- in hávær. Endurgerður Gjábakkavegur myndi án efa létta verulega á þjóð- veginum austur fyrir fjall, sérstak- lega á sumrin. 5. Ástæða er til að ætla að þessi að- gerð leiddi til færri slysa. Hér mætti efalítið bæta ýmsu við sem rökstuðning fyrir því að fljótt verði hafist handa um að endur- byggja Gjábakkaveg. Þessi rök hafa stjórnendur Vegagerðarinnar og al- þingismenn örugglega heyrt og hreyft í umræðum um vegaáætlanir á hinu háa Alþingi. Hér með er óskað eftir viðhorfum ráðamanna Vega- gerðarinnar og þingmanna Suður- lands til málsins. Þá væri einnig fróð- legt að forvitnast um viðhorf þeirra sem daglega senda ferðamenn hring- inn til Gullfoss, Geysis og Þingvalla og þeirra sem sækja títt í sumarland- ið sitt á umræddu svæði. ÁSGEIR GUÐMUNDSSON, Einarsnesi 30, Reykjavík. Gjábakkavegur til framtíðar Frá Ásgeiri Guðmundssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.