Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 51
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 51 Töfragljái fyrir glansandi varir. BRILLIANT MAGNÉTIC TRÚÐU Á FEGURÐ GLOSSVARALITIR MEÐ ÞYNGDAR- LAUS ÞÆGINDI Afar létt gloss með spegilgljáa svo varirnar glitra. Mjúkar og rakanærðar varir. NÝTT ÁRANGUR www.lancome.com Li tu r á m yn d: B ri lli an t M ag ne tic n r. 3 87 Frábærir nýir BRILLIANT MAGNÉTIC gloss varalitir á næsta Lancôme útsölustað. Vertu sumarleg, Lancôme býður örugglega flottustu glossin. FLESTAR aðgerðir í vegamálum á síðustu áratugum hafa beinst að því að leggja bundið slitlag á aðalvegi landsins, byggja brýr og jarðgöng og jafnframt að stytta akstursleiðir. Í umræðum manna á meðal virðist mér sem vel hafi til tekist í flestum til- vikum þótt efalaust megi finna dæmi um annað. Stöku sinnum hafa risið deilur í fjölmiðlum um vegalagnir en ef litið er á umfang verka, verður vart annað sagt en að Vegagerðin hafi leyst verkefni sín vel miðað við að- stæður og fyrirliggjandi fjármagn. Gjábakkavegur, leiðin á milli Þing- valla og Laugarvatns, hefur orðið út- undan að mínu viti. Vissulega var tek- ið til hendi á síðasta ári í tengslum við Kirkjuhátíð á Þingvöllum og gerðar nokkrar lagfæringar á veginum. Eigi að síður koma þeir dagar að hann er nær óakandi vegna þvottabrettis og ryks og á vetrum er hann sjaldan ek- inn nema í sérstakri veðurtíð, eins og var um langt skeið á sl. vetri. Þá er leiðin stundum notuð undir rallakst- ur sem vissulega bætir ekki veginn. Þessi vegarspotti er u.þ.b. 16 km langur. Mér er tjáð að vegurinn sé nú kom- inn á langtíma vegaáætlun á tíma- bilinu 2003–2010. Mikilvægt er að framkvæmdir geti hafist sem fyrst á því tímabili eða strax á árinu 2003. Ég tel að gild rök séu fyrir því að framkvæmdir við veginn hefjist sem allra fyrst, sbr. eftirfarandi: 1. Skipulagðar skoðunarferðir til Gull- foss, Geysis og um Þigvöll stefna í flestum tilvikum um Gjábakkaveg. Leiðin er fögur en slæmur vegur og rykkóf kemur iðulega í veg fyrir ánægjulega skoðunarferð. Mestan hluta vetrar er leiðin lokuð og verður þá að aka lengri leið með tilheyrandi kostnaði. 2. Þúsundir manna af höfuðborg- arsvæðinu eiga sumarathvarf í Laug- ardal, við Úthlíð og víðar í Tungunum og efst í Grímsnesi. Þetta fólk á um tvo kosti að velja, að fara Hellisheiði og upp Grímsnes eða að aka Mosfells- heiði og um Gjábakkaveg. Aksturs- leiðin frá Reykjavík að Laugarvatni er um 25% styttri ef farið er um Mos- fellsheiði. Menn veigra sér hins vegar við því að fara þá leið að jafnaði þar sem enginn tími sparast vegna ástands vegarins, auk þess sem meiri hætta er á bílskemmdum sakir grjót- kasts og glannalegs aksturs. 3. Bensínkostnaður hefur aukist verulega á síðustu misserum. Ef Gjá- bakkavegur væri endurbyggður myndu fjölmargir ferðamenn án efa kjósa að aka þá leið og spara með því umtalsverða fjármuni. 4. Umferð um Suðurlandsveg hef- ur aukist gífurlega á undanförnum árum og krafan um tvöföldun vegar- ins yfir Hellisheiði að Selfossi er orð- in hávær. Endurgerður Gjábakkavegur myndi án efa létta verulega á þjóð- veginum austur fyrir fjall, sérstak- lega á sumrin. 5. Ástæða er til að ætla að þessi að- gerð leiddi til færri slysa. Hér mætti efalítið bæta ýmsu við sem rökstuðning fyrir því að fljótt verði hafist handa um að endur- byggja Gjábakkaveg. Þessi rök hafa stjórnendur Vegagerðarinnar og al- þingismenn örugglega heyrt og hreyft í umræðum um vegaáætlanir á hinu háa Alþingi. Hér með er óskað eftir viðhorfum ráðamanna Vega- gerðarinnar og þingmanna Suður- lands til málsins. Þá væri einnig fróð- legt að forvitnast um viðhorf þeirra sem daglega senda ferðamenn hring- inn til Gullfoss, Geysis og Þingvalla og þeirra sem sækja títt í sumarland- ið sitt á umræddu svæði. ÁSGEIR GUÐMUNDSSON, Einarsnesi 30, Reykjavík. Gjábakkavegur til framtíðar Frá Ásgeiri Guðmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.