Morgunblaðið - 20.07.2001, Síða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Colin Montgomerie efstur eftir
fyrsta dag á opna breska / C1
Fylkismenn tróna einir
á toppi efstu deildar / C2
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á FÖSTUDÖGUM
ÍBÚAR Vestmannaeyja og Hafnar í
Hornafirði koma ekki til með að
missa áætlunarflug eftir 1. október
nk. þó að Flugfélag Íslands hafi
ákveðið að hætta flugi á þessa staði.
Samkvæmt samtölum við nokkra
flugrekstraraðila velta menn því fyr-
ir sér í alvöru að taka við áætlunar-
fluginu og til Vestmannaeyja má
jafnvel búast við samkeppni tveggja
eða fleiri flugfélaga. Þannig hefur
Jórvík hf. gefið út þá tilkynningu að
það ætli að fljúga á þessa staði í
haust og í samtali við Morgunblaðið
sagði Einar Örn Einarsson, rekstr-
arstjóri og einn eigenda Jórvíkur, að
fleiri staðir hefðu verið kannaðir, t.d.
Siglufjörður.
Jórvíkurmenn hafa síðan í vor
verið að undirbúa aukin umsvif í
áætlunar- og leiguflugi, en félagið
hefur um nokkurra ára skeið haldið
uppi áætlun til Patreksfjarðar án
ríkisstyrkja. Fest hafa verið kaup á
19 sæta skrúfuþotu með jafnþrýsti-
búnaði af gerðinni Jet Stream 31,
sem svipar til Fokker-véla að því
leyti, að hægt er að standa uppréttur
í farþegarýminu. Einar Örn segir
vélina væntanlega til landsins um
miðjan september en hún er 12 ára
gömul. Þá er verið að skoða kaup á
annarri slíkri vél til nota í áætlunar-
og leiguflug.
Hófu undirbúning
í rólegheitum
„Við vorum búnir að skynja það að
Flugfélag Íslands myndi hætta flugi
á þessa áfangastaði og fórum þá að
undirbúa okkur í rólegheitum. Ein-
hver verður að fljúga á staðina og
við höfum bæði reynslu og þekkingu
til þess. Við höfum ekki ákveðið
ferðatíðni en það er á hreinu að til
Eyja munum við ekki fljúga sjaldnar
en sex daga vikunnar. Annars ætlum
við að skipuleggja ferðirnar í sam-
ráði við heimamenn. Þeir þekkja
betur þörfina en við,“ segir Einar
Örn.
Hann telur ekki ólíklegt að Jórvík
muni ráða til sín einhverja af þeim
40 starfsmönnum sem FÍ þarf að
segja upp. Starfsmenn félagsins eru
í dag um 20 en með auknum um-
svifum telur Einar Örn að þeir geti
orðið á fimmta tuginn næsta vetur,
ef allar áætlanir ganga eftir.
Jórvík er með tvær 10 sæta flug-
vélar í dag ásamt nokkrum minni
vélum vegna reksturs Flugskólans
Flugsýnar og flugvallar sem félagið
er með í Skaftafelli á sumrin.
Valgeir Arnórsson hjá Flugfélagi
Vestmannaeyja segir félagið hafa
uppi alvarleg áform um áætlunar-
flug til Reykjavíkur. Málið sé þó
skammt á veg komið og engar
ákvarðanir hafi verið teknar. Hann
segir viðræður við forráðamenn Ís-
landsflugs um mögulegt samstarf á
þessari flugleið vera á frumstigi.
Flugfélag Vestmannaeyja hefur
sinnt leiguflugi frá Eyjum á Bakka-
flugvöll í Austur-Landeyjum í 18 ár
og hafa Eyjamenn nýtt sér þá þjón-
ustu í auknum mæli. Árlega flytur
félagið 17-18 þúsund farþega til
lands. Miðað við fyrstu fimm mánuði
ársins varð meira en tvöföldun á
þeim fjölda, eða úr ríflega 3 þúsund
farþegum í fyrra í tæplega 7 þúsund
frá áramótum til maíloka.
Félagið starfrækir þrjár 6 sæta
vélar og eina 10 sæta og að sögn Val-
geirs stendur ekki til að nota þær í
áætlunarfluginu. Áformað sé að nota
19 sæta vél í því skyni. Hjá félaginu
starfa alls 14 manns, þar af 9 flug-
menn.
Íslandsflug tilbúið til
viðræðna um samstarf
Ómar Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Íslandsflugs, staðfest-
ir að félagið hafi átt í óformlegum
viðræðum við Flugfélag Vestmanna-
eyja um samstarf í áætlunarflugi til
Eyja. Einnig hafi fleiri félög haft
samband í sama tilgangi. Ómar seg-
ist síður eiga von á að Íslandsflug
fari eitt og sér í áætlunarflug til
Eyja og Hafnar þar sem núverandi
stefna sé að draga sig jafnt og þétt
út úr innanlandsflugi. En með
breyttum forsendum vegna ákvarð-
ana Flugfélags Íslands verði þessi
mál skoðuð betur og telur Ómar
samstarf koma til greina við önnur
félög, sem einkum hafa sýnt Dorn-
ier-vél félagsins áhuga. Sú vél er 19
sæta með jafnþrýstibúnaði og notuð
í dag í áætlunarflugi til Bíldudals og
Sauðárkróks. Íslandsflug á tvær
Dornier-vélar til viðbótar en þær
eru í leiguverkefnum erlendis.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær ætlar Flugfélag Ís-
lands að skila ATR-vél eftir 1. októ-
ber sem hefur verið í leigu frá
Íslandsflugi. Að sögn Ómars Bene-
diktssonar er unnið að því að finna
verkefni fyrir þá vél en fjórum
áhöfnum hennar fylgja 8-10 manns.
Ísleifur Ottesen, eigandi Leigu-
flugs ÍO, segir engar ákvarðanir
hafa verið teknar um áætlunarflug
til staða eins og Eyja og Hafnar í
Hornafirði. Félagið stundi leiguflug
þangað í verulegum mæli, aðallega á
sumrin á mesta annatíma.
Flugfélagið Jórvík boðar áætlunarflug til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði
Fleiri flugfélög að
kanna markaðinn
Flugfélagið Jórvík hefur fest kaup á svipaðri flugvél og þessari til nota í
áætlunar- og leiguflugi. Um er að ræða 19 sæta skrúfuþotu af gerðinni
Jet Stream 31 og líklegt talið að félagið kaupi aðra vél sömu tegundar.
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra fékk þá tillögu sína sam-
þykkta á fundi ríkisstjórnar í gær-
morgun að svokallað flugleiðsög-
ugjald af félögum í innanlandsflugi
verði fellt niður frá næstu mánaða-
mótum. Þessi ákvörðun kemur beint
í kjölfar tíðinda af Flugfélagi Ís-
lands, sem ætlar að hætta flugi til
Vestmannaeyja og Hafnar í Horna-
firði og mun létta 45 milljónum
króna af félögunum á ári, að sögn
samgönguráðherra.
Sturla sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ákvörðun Flugfélags Ís-
lands um að hætta flugi á tvo fyrr-
greinda staði ylli sér miklum
vonbrigðum.
„Starfsemi Flugfélags Íslands er
mjög mikilvæg og það hefur skipt
miklu máli að hafa svo öflugan véla-
kost sem félagið hefur verið með til
Eyja og Hafnar. Þetta varðar miklu
fyrir íbúa í þessum byggðarlögum og
ekki síður ferðaþjónustuna þar,“
sagði Sturla.
Ráðherra sagði að niðurfelling
flugleiðsögugjaldsins myndi ekki
ráða úrslitum um að bæta rekstur
innanlandsflugsins. Stjórnvöld
myndu skoða málið í heild og meta
hvort hægt væri að koma frekar til
móts við flugfélögin. Ekkert verði þó
gert á meðan önnur félög en Flug-
félagið treystu sér til að fljúga til
Eyja og Hafnar.
„Stóra málið er sú hækkun sem
orðið hefur á eldsneyti og samdrátt-
ur í flugi eins og til Vestmannaeyja.
Ég tel afar erfitt að bæta samkeppn-
isstöðuna með því að hækka far-
gjöldin með Herjólfi. Herjólfur er
mikilvægur hlekkur í samgöngum
Eyjamanna, þeirra þjóðvegur í raun,
og ég hef ekki orðið þess var að
menn ætli að hækka þar fargjöld,“
sagði Sturla.
Aðspurður um álit á þeim ummæl-
um forráðamanna Flugfélags Ís-
lands, að líta mætti á innanlandsflug-
ið sem hluta af þjóðvegakerfinu
sagði ráðherra stjórnvöld nú þegar
gera það með beinum og óbeinum
hætti. Með beinum hætti væru
nokkrar flugleiðir til minni staða rík-
isstyrktar.
Ráðherra segir það vonbrigði að flug
til Eyja og Hafnar sé fellt niður
Samþykkt að
fella niður flug-
leiðsögugjald
Reglulegar/17
FRAMKVÆMDUM við malbikun flugbrautar á Bakka-
flugvelli í Austur-Landeyjum er í þann mund að ljúka.
Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmála-
stjórnar, sagði að fyrirhugað væri að fagna verklokum
formlega nú eftir helgina.
Heimir Már sagðist vera að vinna að undirbúningi at-
hafnarinnar og jafnframt vera að taka saman tölur síð-
ustu sex mánaða frá öllum flugvöllum landsins um um-
ferð og fjölda farþega og að þær upplýsingar yrðu til
reiðu eftir helgi.
Heimir vildi ekki fullyrða um hvort ákvörðun Flug-
félags Íslands um að leggja niður áætlunarflug til Eyja
í haust yrði til að auka mjög umferð um Bakkaflugvöll.
„Það gæti aukist umferð til Selfoss líka, en þaðan er
ennþá styttra í bæinn. Það er mikil gerjun í þessum
málum á Suðurlandi,“ sagði Heimir Már.
Morgunblaðið/RAX
Einar Karl Eyvindsson og Vignir Andri Guðmundsson við malbikunarframkvæmdir á Bakkaflugvelli.
Verklokum fagnað á Bakkaflugvelli