Morgunblaðið - 20.07.2001, Síða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skátastarf á Úlfljótsvatni
Útilíf kynnt á
námskeiðum
Liðin eru sextíu ár ísumar síðan JónasB. Jónsson, fyrrum
fræðslustjóri og skáta-
höfðingi, kom fyrst með
hóp drengja á Úlfljóts-
vatn. Nú er, að sögn
Helga Jónssonar, rekin
umfangsmikil starfsemi á
Úlfljótsvatni og hefur svo
verið lengi.
„Á veturna eru reknar
hérna skólabúðir í sam-
vinnu við Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur. Það koma
flestir 11 og 12 ára nem-
endur í Reykjavík og
dvelja hérna eina nótt. Þá
er staðurinn leigður út um
helgar til almennings,
skátahópa og hjálpar-
sveita. Á sumrin rekum
við hér sumarbúðir fyrir
krakka á aldrinum 6 til 16 ára.“
– Hvað leggið þið áherslu á í
sumarbúðunum?
„Við leggjum áherslu á að
börnin komist sem mest í snert-
ingu við náttúruna – séu úti að
leika sér í heilbrigðum og
skemmtilegum leik.Við kynnum
fyrir þeim útilíf, hvernig á að
bjarga sér í útilegum, þau fá að
æfa sig að tjalda, elda úti og þess
háttar.“
– Er skátahreyfingin enn mjög
virk í líf íslenskra barna?
„Já, hún er það. En hún á í
harðri samkeppni við ýmsa aðra
afþreyingu.“
– Hefur á umræddu 60 ára
tímabili orðið mikil uppbygging á
Úlfljótsvatni?
„Já, hér kom fyrst hús 1942.
Síðan hefur staðurinn byggst upp
jafnt og þétt, mest þó í kringum
þau landsmót sem hafa verið
haldin hérna. Núna erum við með
góðan húsakost, stórt samkomu-
tjald og stórar og góðar tjaldflat-
ir.“
– Getur hver sem er fengið að
tjalda á Úlfljótsvatni?
„Já, svæðið er opið öllum sem
vilja koma hingað. Fyrirtæki eru
farin að koma hingað með hópa í
fjölskylduferðir og ættarmót eru
oft haldin hér.“
– Á hugsjón skátahreyfingar-
innar enn þá erindi til ung-
menna?
„Hugsjón skátahreyfingarinn-
ar á ríkt erindi við ungmenni nú-
tímans. Eins og Baden-Powell
hugsaði skátastarfið var það ætl-
að öllum ungmennum, óháð þjóð-
félagsstöðu og kynþætti. Baden-
Powell sá, eftir að hann kom úr
herþjónustu, götustráka sem
voru að slæpast. Honum fannst
þetta ekki gott og ákvað að fá þá
með sér í útilegu þar sem hann
kenndi þeim undirstöðuatriði í að
bjarga sér úti í náttúrinni, en það
hafði hann lært í herþjónustunni.
Hann hafði verið í Afríku við erf-
iðar aðstæður og nú kenndi hann
þessum strákum að reiða sig á
eigið hyggjuvit. Hann kenndi
þeim að kveikja eld úti í nátt-
úrunni, rekja spor og byggja sér
skýli. Þetta gæti komið
sér vel í Survivor-þátt-
unum. Að sjálfsögðu
hafa hugsjónir þær
sem hann setti fram
fengið að þróast í takt
við tímann. Hluti af
sýn hans var að allir gætu starfað
saman á jafnréttisgrundvelli og
fljótlega eftir umrædda útilegu
breiddist þessi boðskapur út um
heiminn. Upp spruttu skátafélög
um öll lönd og nú er þetta ein
stærsta alheimshreyfing sem til
er. Til Íslands kom skátahugsjón-
in nokkuð fljótt. Íslendingar voru
með þeim allra fyrstu sem sam-
einuðu skátafélög drengja og
stúlkna í sama bandalag.“
– Hvers vegna valdi Jónas B.
Jónsson Úlfljótsvatn fyrir úti-
legustað?
„Rafmagnsveita Reykjavíkur
átti jörðina Úlfljótsvatn. Jónas
heyrði fyrst talað um Úlfljótsvatn
árið 1940. Þá frétti hann að
Bandalag íslenskra skáta fengi
hugsanlega umráðarétt yfir þess-
ari jörð. Frumkvæði að því að
skátar fengju jörðina Úlfljóts-
vatn átti Helgi Tómasson skáta-
höfðingi. Hann ræddi við Jakob
Möller sendiherra um þessa hug-
mynd og skátar fengu umráða-
rétt yfir jörðinni um óákveðinn
tíma árið 1941. Jón Sigurðsson
skólastjóri bað svo Jónas B. Jóns-
son árið 1941 að fara með nokkra
skáta og ylfinga á Úlfljótsvatn til
þess að dvelja þar með þeim í
tjaldbúðum yfir sumarið. Jónasi
leist ekki sérlega vel á þetta í
fyrstu en fór svo og skoðaði
svæðið og heillaðist þar af staðn-
um. Skátastarfið gekk mjög vel
þarna um sumarið og í framhaldi
af því var ákveðið að byggja hér
hús undir svona starfsemi.“
– Hvað eru krakkar lengi í einu
á Úlfljótsvatni núna?
„Þau dvelja hér á námskeiðum
í 5 til 7 daga og hægt er að vera á
fleiri en einu námskeiði. Við erum
með tíu fullorðna leiðbeinendur.
Síðasta sumar dvöldu hér um 470
börn.“
– Er dýrt að senda börn til
ykkar?
„Nei, ég myndi ekki segja það,
ekki miðað við verðlag dagsins í
dag. Námskeiðsgjaldið
á venjulegt námskeið
er 18.800 krónur. Inni-
falið í því er gisting og
fæði og skipulögð dag-
skrá frá morgni til
kvölds.“
– Eru bæði kynin saman í hóp-
um í sumarbúðnum?
„Já, sumarbúðirnar eru fyrir
bæði kynin og krakkarnir eru í
fimm til sex manna kynjaskiptum
hópum sem eru saman í herbergi.
Aðsóknin hefur verið mjög góð í
sumar. Þó eru örfá sæti laus á
síðasta almenna námskeiðið í lok
júlí.
Helgi Jónsson
Helgi Jónsson fæddist 28. des-
ember 1965 í Reykjavík. Hann
lauk almennu námi og tók síðan
próf í íþróttafræðum frá Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla.
Hann starfaði við steinsteypu-
sögun og kjarnaborun um all-
langt skeið en nú er hann fram-
kvæmdastjóri Útilífsmiðstöðvar
skáta á Úlfljótsvatni. Helgi er
kvæntur Hrönn Nielsen sjúkra-
liða og eiga þau tvö börn.
Svæðið er
opið öllum
sem vilja
koma hingað