Morgunblaðið - 20.07.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.07.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í SKÝRSLU samstarfshóps sam- gönguráðuneytis og Vegagerðarinn- ar er lagt til að strax á þessu ári verði ráðist í breytingar á skattalög- gjöfinni þannig að skatthlutfall minni dísilbifreiða og bensínbifreiða verði jafnað. Þannig megi auka hlut dísilbifreiða í innflutningi, en nú eru aðeins 9% bifreiða á skrá knúin með dísilolíu. Í mörgum Evrópulöndum er þetta hlutfall allt að 50%. Þá er lagt til að stjórnvöld setji sér það markmið að losun gróðurhúsa- lofttegunda verði 620 þúsund tonn árið 2010, sem er minni losun en árið 1990. Í fyrra var losunin nálægt 670 þúsund tonnum, sem er mesta losun gróðurhúsalofttegunda, og fimm þúsund tonnum meira en árið áður. Bílaumferð vegur þar þyngst eða 93%, flugumferð innanlands 3% og strandsiglingar 4%. Losun frá dísilbílum er 25–30% minni en frá bensínbifreiðum, miðað við jafnþunga bíla. Losun dísilvéla á nituroxíðum og sótögnum er töluvert meiri en í bensínvélum, en í skýrsl- unni segir að ný tækni hafi verið þró- uð til að ná þessum ögnum úr út- blæstrinum. „Nauðsynlegt er að búa svo um hnúta að ódýrara sé að reka dísilbíl en bensínbíl ef takast á að fjölga dís- ilbílum hlutfallslega á Íslandi. Það er ekki nóg að rekstrarkostnaður dísil- og bensínbíla sé álíka mikill,“ segir í skýrslunni. Skjótvirkasta leiðin er sögð að lækka þungaskatt á minni dísilbifreiðum. „Fast árgjald, óháð notkun bifreiðarinnar, verður að teljast óæskilegt. Í raun er um eignaskatt að ræða og má ætla að slíkt sé aksturhvetjandi, einkum hjá aðilum í atvinnurekstri, þar sem kostnaður á hvern ekinn kílómetra minnkar eftir því sem ekið er meira,“ segir í skýrslunni. Einnig er lagt til að öll gjaldtaka verði endurskoðuð. „Æskilegast væri því að allir vegfarendur greiddu kílómetragjald sem færi eftir þyngd farartækja sem þeir nota og jafnvel eftir því hvar og hvenær ekið er. Sem stendur er það hins vegar tæknilega illframkvæmanlegt en á því kann að verða breyting á allra næstu árum, mjög líklega fyrir árið 2010.“ Þá er lögð áhersla á að þess verði gætt að heildarskattlagning á bif- reiðar við innflutning hækki ekki, til að tækninýjungar skili sér í minnk- andi losun, og að innflutningur gam- alla bifreiða sem menga mikið verði takmarkaður með háum gjöldum. Sömuleiðis er mælt með því að kann- að verði hvort æskilegt sé að greitt verði fyrir förgun eldri bifreiða sem menga meira en nýjar árgerðir. Skýrslan gefur von um að markmiðunum verði náð Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði á blaðamannafundi í gær að honum litist ágætlega á tillögurn- ar sem fram koma í skýrslunni. „Þessi skýrsla er mikil áskorun og mikil hvatning fyrir okkur til að taka til hendi og gefur okkur kannski meiri von en við höfðum áður haft um að markmiðunum verði náð,“ sagði Sturla. Skýrsluhöfundar telja að margt bendi til að losun gróðurhúsaloftteg- unda frá bílaumferð sé í sögulegu há- marki um þessar mundir og að hún muni lítt vaxa úr þessu. Fjöldi fólks- bíla á hverja 1000 íbúa á Íslandi hafi í árslok 2000 verið 562 og að mettun- arviðmið séu víða talin vera 600 bílar á 1000 íbúa. Þar sem Íslendingar eru nálægt mettunarmörkunum er ekki gert ráð fyrir að bifreiðum fjölgi hraðar í næstu framtíð, en því sem nemur fólksfjölgun. Skýrsluhöfund- ar telja fremur ólíklegt að losunin eigi eftir að fara mikið yfir 700 þús- und tonn á ári, þar sem margt bendi til þess að á næstu árum muni draga úr losuninni þar sem meðaleldsneyt- isnotkun bifreiða muni minnka hrað- ar en sem nemur vexti heildarum- ferðar á landinu. Fyrst verði gripið til „mýkri“ aðgerða Samkvæmt langtímaáætlun í vegagerð verður lagt bundið slitlag á 780 km af malarvegum til ársins 2010. Það mun minnka losun koltví- sýrings um þrjú þúsund tonn á ári miðað við óbreyttan akstur. Jafn- framt munu aðrar framkvæmdir við vegakerfið, svo sem stytting leiða og gerð jarðganga í stað fjallvega, draga úr losun. Einnig er lögð mikil áhersla á að jafna umferðarhraða, sem megi ná fram með samhæfingu umferðarljósa í gatnakerfi á höfuð- borgarsvæðinu. Sömuleiðis er talið brýnt að hlutur almenningssam- gangna verði aukinn. Þá er lagt til að fræðsla og upplýs- ingar um rétt aksturslag og hegðun ökumanna, viðhald bifreiða og fjár- hagsleg hagkvæmni þess að velja sér umhverfisvænt farartæki verði stór- aukin. Sýnt hafi verði fram á allt að 15% eldsneytissparnað með breyttu aksturslagi og er miðað við að að- gerðir af þessu tagi gætu skilað 3% minni losun á landsvísu, eða 20 þús- und tonnum. Í skýrslunni segir að mikilvægt sé að allar „mýkri aðgerðir“, eins og upplýsingar, fræðsla, tilmæli og kynningar, verði nýttar að fullu áður en til harðari aðgerða, boða, banna og sérstakrar gjaldheimtu, verði gripið. Skýrsla um losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum kynnt Hlutur dísilbíla aukinn með breyttu skattakerfi Morgunblaðið/Júlíus Í skýrslunni er gert ráð fyrir að umferð aukist um 60% til ársins 2030. Losun gróðurhúsa- lofttegunda frá dísil- bílum er 25–30% minni en frá bensínbílum, seg- ir m.a. í nýrri skýrslu um samgöngumál. BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá Daníel Helgasyni, sem hef- ur starfað við veitingarekstur í Þjóðleikhúskjallaranum: „Vegna frétta af dúkamáli Árna Johnsens alþingismanns, þar sem ég kem lítillega við sögu, vil ég koma eftirfarandi á framfæri við fjölmiðla. Þriðjudaginn 17. júlí hringdi Árni Johnsen til mín þar sem ég var við vinnu. Hann sagð- ist þurfa að koma „einhverju dóti“ í geymslu þar sem hann gæti bent á það, vegna þeirra nornaveiða sem stæðu yfir gegn honum. Hann óskaði eftir því að fá að setja þetta dót í geymslu fyrirtækis sem ég tengdist og er með rekstur í Þjóð- leikhússkjallaranum. Hann nefndi jafnframt að hann hefði rætt þetta mál við húsvörð Þjóðleikhússins, sem ég þekki ekki af öðru en heið- arleika og samviskusemi í vinnu.“ Hafði ekki heyrt rætt um dúkinn „Á þessum tíma hafði ég aldrei heyrt talað um þann dúk sem síðar hefur verið til umræðu í fjölmiðl- um. Hins vegar vissi ég eins og al- þjóð að Árni Johnsen var í erfiðum málum. Vegna þess sem Árni hafði eftir húsverðinum, og ég veit nú að var ósatt, féllst ég á að hann gæti sett „þetta dót“ í geymsluna. Jafn- framt er ekki laust við að ég hafi vorkennt Árna og taldi að mál hans gætu ekki versnað miklu meira en orðið var. Síðar sama dag hringir Árni og segir mér að sendibíll sé á leiðinni með dótið í Gufunes og biður mig að vera þar til að opna geymsluna. Þetta gerði ég. Þegar bíllinn kom hjálpaði ég bílstjóranum að bera inn margfrægan dúk, sem ég sá þá í fyrsta skipti, og ýmislegt annað, eins og klósettskál og sturtubotn. Það næsta sem gerist í málinu er að Árni hringir til mín á mið- vikudagsmorgun og biður mig að opna geymsluna fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins og sýna honum dúkinn. Ég fór og opnaði geymsl- una fyrir ljósmyndaranum sem var í fylgd blaðamanns. Ég staðfesti það við blaðamann Morgunblaðs- ins að dúkurinn hefði verið í geymslunni í viku til tíu daga, eins og Árni hafði beðið mig um að gera. Seinna sama dag hafði fréttamaður Ríkissjónvarpsins samband við mig og spurði út í dúkinn. Ég sagði honum það sama og ég hafði sagt blaðamanni Morg- unblaðsins. Þetta var sagt gegn betri vitund og bið ég þessa blaða- menn og ekki síst Stefán Bald- ursson þjóðleikhússtjóra afsökun- ar á þessu. Þá þykir mér mjög leiðinlegt að hafa með þessu átt þátt í að ljúga að almenningi.“ Taldi mig ekki vera að vernda Árna Johnsen „Með þessu framferði mínu taldi ég mig á engan hátt vera að vernda Árna Johnsen, heldur hús- vörð Þjóðleikhússins sem Árni hafði sagt mér að hefði tjáð þjóð- leikhússtjóra að dúkurinn hefði verið fluttur úr Þjóðleikhúsinu í geymsluna í Gufunesi. Þegar ég talaði hins vegar við húsvörðinn seinnipartinn í gær sagði hann Árna segja ósatt um þetta. Ég vil enn og aftur biðjast af- sökunar á því að hafa flækt þetta mál með framburði mínum við fjöl- miðla og þjóðleikhússtjóra og hef að öðru leyti ekkert um málið að segja.“ Daníel Helgason, fyrr- verandi starfsmaður við veitingarekstur í Þjóð- leikhússkjallaranum Biður blaðamenn og þjóðleik- hússtjóra afsökunar ÓSKAR Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi bréf sem hann sendi Geir H. Haarde fjár- málaráðherra 17. júlí: „Málefni: Samskipti FSR við bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins á árunum 1999–2001. Vegna hinnar miklu fjölmiðlaum- ræðu, sem fram hefur farið síðustu daga um störf byggingarnefndar Þjóðleikhússins, vill undirritaður gera nokkra grein fyrir aðkomu Framkvæmdasýslu ríkisins að mál- inu. Á haustdögum árið 1999 óskaði Árni Johnsen, formaður byggingar- nefndar Þjóðleikhússins, eftir fundi með undirrituðum þar sem fjallað yrði um verkaskiptingu milli FSR og byggingarnefndarinnar. Á fundinum greindi formaðurinn frá því að vegna lítilla framkvæmda undanfarin ár hefði verkaskiptingin þróast á þann veg að þjóðleikhússtjóri raðaði verk- efnum í forgangsröð, formaðurinn tæki að sér umsjón með fram- kvæmdaþáttum og FSR annaðist verkbókhalds- og greiðsluþjónustu. Formaðurinn færi yfir alla reikninga og staðfesti réttmæti þeirra með und- irritun sinni, áður en þeir kæmu til greiðslu hjá FSR. Sameiginlega þyrftu svo byggingarnefndin og FSR að gæta þess að ekki yrði unnið fyrir hærri fjárhæðir en veittar væru til verksins á ári hverju. Hann sagði þetta vinnulag hafa reynst vel og vildi hann halda því óbreyttu, enda stæðu ekki fyrir dyrum miklar framkvæmd- ir sem kölluðu á breytt fyrirkomulag. Undirritaður taldi þetta óvenjulega aðferðafræði, en gerði að öðru leyti ekki athugasemdir við verkaskipt- inguna. Síðan umræddur fundur átti sér stað hefur þetta fyrirkomulag verið viðhaft við framkvæmdir við Þjóðleik- húsið, jafnvel þó að framkvæmdir hafi verið nokkru meiri en gert var ráð fyrir. Formaður byggingarnefndar- innar hefur undantekningalaust stað- fest réttmæti reikninga með áritun sinni, áður en þeir hafa verið skráðir í bókhald FSR. Undirritaður hefur síð- an sjálfur yfirfarið og flokkað alla reikningana og stofnunin hefur séð um greiðslu þeirra. Við yfirferð reikn- inganna hafði undirritaður oftar en ekki samband við formanninn til að fá skýringar á reikningum. Þessi sam- skipti fóru yfirleitt fram munnlega, en einnig bárust skriflegar skýringar á nokkrum reikningum. Í öllum tilfell- um taldi undirritaður að skýringar formannsins væru fullnægjandi, og gerði því ekki frekari athugasemdir við þær. Formaður fékk reglulega upplýsingar um stöðu byggingar- reikningsins og í sameiningu var þess gætt að ekki væri framkvæmt fyrir hærri fjárhæðir en heimild var fyrir í fjárlögum. Samskipti FSR og for- manns byggingarnefndar hafa verið fagleg og hnökralaus. Skrifstofustjóri fjármálasviðs menntamálaráðuneyt- isins hefur með reglubundnum hætti verið upplýstur um fjármálalega stöðu framkvæmda og í nokkrum til- fellum hafa reikningar verið bornir undir hann, áður en til greiðslu þeirra kom. Sérstaklega á þetta við um upp- gjörsreikninga frá fyrri árum, þegar farið hefur verið fram á greiðslu fyrir verkþætti sem framkvæmdir voru á árunum 1994 til 1997 og undirritaður hafði enga möguleika á að sannreyna. Einnig fjallaði ráðuneytið um þóknun formanns fyrir nefndarstörf. Það er skoðun undirritaðs að þrátt fyrir að verkaskipting milli bygging- arnefndar og FSR hafi í þessu verki verið með óvenjulegum hætti og ekki til eftirbreytni, þá sé hún ekki orsaka- valdur að þeim persónulega vanda formanns byggingarnefndarinnar, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðl- um undanfarna daga.“ Forstjóri FSR um samskiptin við byggingarnefnd Þjóðleikhússins Telur verka- skiptinguna ekki orsakavald

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.