Morgunblaðið - 20.07.2001, Qupperneq 11
Fimm ár eru síðan hafist var handa
við að stika gönguleiðir um svæðið
frá Borgarfirði eystra, um Víkur og
Loðmundarfjörð til Seyðisfjarðar. Á
svæðinu er nú að finna um 15-20
stikaðar leiðir þar sem skipulagðar
eru gönguferðir undir leiðsögn
heimamanna sem flestir hafa lokið
svæðisleiðsöguréttindum á Austur-
landi. Áskell Heiðar Ásgeirsson,
landfræðingur frá Borgarfirði, hefur
haft veg og vanda af gerð korta af
svæðinu þar sem gönguleiðunum
eru gerð góð skil.
„Nú síðustu ár hefur þróunin
orðið sú að seldar eru ferðir sem
skipulagðar eru af ferðaþjónustu-
aðilum hér á svæðinu í samvinnu
við Ferðafélag Íslands og Útivist,“
segir Áskell Heiðar. „Ferðirnar eru
seldar með mat og gistingu og sjá
heimamenn um að keyra vistirnar á
milli næturstaða. Ferðalangar þurfa
því ekki að burðast með mikinn
farangur á göngunni. Þá hefur
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs byggt
glæsilega skála í Breiðuvík og Húsa-
vík með öllum nútímaþægindum,
sem hvor um sig tekur 35 manns í
gistingu, þannig að hér er um sann-
kallaðar dekurferðir að ræða.“
Áskell Heiðar hefur einnig mikla
reynslu sem leiðsögumaður um
svæðið og gjörþekkir þar hvern hól.
„Það sem helst heillar fólk við
svæðið er náttúrufegurðin, gróin og
litrík líparítfjöll. Svo á þetta svæði
sér mikla sögu en búið var á Víkum
og í Loðmundarfirði allt frá land-
námi og fram á miðja 20. öld. Mik-
ið er til af þjóðsögum af svæðinu og
þeir leiðsögumenn sem hér starfa
eru að sjálfsögðu með álfa- og
huldufólkssögur á takteinum til að
skemmta göngumönnum á leið-
inni.“ Nánari upplýsingar um svæð-
ið er að finna á vefslóðinni,
www.alfasteinn.is.
„Það er að hefjast nýr kafli í sögu
fiskeldis á Íslandi,“ segir Guðmund-
ur Valur Stefánsson, fiskifræðingur
og framkvæmdastjóri Sæsilfurs, en
fyrirtækið er í þann mund að hefja
fiskeldi í Mjóafirði. Ástæður þessa
segir Guðmundur að séu, annars
vegar, að leyfi hefur verið gefið til
að nota kynbætta eldisstofna í stað
þeirra villtu sem áður voru notaðir.
„Sá stofn sem nú er notast við er
norskættaður en hann hefur verið
kynbættur hér við land í fimm ætt-
liði og er
því jafn ís-
lenskur og
Snorri
Sturluson.“
Hins vegar
segir Guð-
mundur
einnig
skipta
miklu máli
að stór sjávarútvegsfyrirtæki í upp-
sjávarfiski hafa trú á starfseminni
en Síldarvinnslan og Samherji eiga
stærstan hlut í Sæsilfri. „Það blasir
við mikil uppbygging í þessari at-
vinnugrein og möguleikarnir mikl-
ir,“ segir Guðmundur.
Sæsilfur var stofnað í fyrra og nú
þegar öll tilskilin leyfi hafa verið
fengin, og kvíar komnar á sinn stað,
er ekkert annað eftir en að flytja
fiskinn í þær. Því verki verður lokið
um helgina að sögn Guðmundar.
Sæsilfur er fyrsta fyrirtækið sem fer
út í fiskeldi í sjókvíum við Ísland
með hinn norskættaða eldisstofn.
Fyrstu þrjú árin er miðað við að
framleiðsla verði 4000 tonn en
stefnt er að því að sú tala tvöfaldist
gangi allt að óskum. Í fyrstu verða
kvíarnar sex talsins en á næsta ári
verður fjórtán kvíum bætt við.
Guðmundur býst við að slátrun
muni hefjast næsta sumar, eða um
haustið, og reiknar hann með að
sumarið 2003 verði starfsmenn fyr-
irtækisins orðnir 40 talsins.
augl‡sing
6. tbl. 1. árg. 2001 Austurland á nýrri öld
www.athygli.is
Á döfinni...
19.-22. júlí – Nesk., Mjóifjörður,
Dalatangi, Skálanes
Ferðafélag Fjarðamanna: Skemmtileg
ferð fyrir fólk í góðu formi. Nánari
upplýsingar á heimasíðu Ferðafélags
Fjarðamanna http://www. is-
holf.is/ffau/.
21. júlí – Ferðafélag Fljótsdalshéraðs:
7 daga gönguferð um Lónsöræfi.
21.- 29. júlí – Vopnafjörður
Vopnaskak 2001: Fjölþætt menning-
ar- og skemmtidagskrá á Vopnafirði.
28. júlí – Lagarfoss
Kayak Rodeo keppni í Kayak-Rodeo
eða „flúðafimi“ fer fram þann 28. júlí
við Lagarfossvirkjun. Mótið hefst
klukkan 11:00 og mun standa til kl.
17:00 eða þar til yfir lýkur.
22. júlí – Jökulsárhlíð Norður-Héraði
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs: Múla-
höfn-Langafjara-Þerribjarg, áhugaverð
gönguferð (dagsferð.)
23. júlí – Miðsumarsmenning á
Hornafirði
Lesið í landslagið: Kynning á forn-
leifaskráningu fyrir ungmenni á aldr-
inum 10-14 ára undir leiðsögn Björns
G. Arnarsonar.
Jazzkvintett í Hafnarkirkju: Haukur
Gröndal, saxófónn, Tómas R. Einars-
son, bassi, Ólafur Jónsson, saxófónn,
Davíð Þ. Jónsson, píanó og Matthías
Hemstock, trommur.
23.-29. júli – Vopnafjörður
Vopnafjarðardagar með fjölbreyttri
dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Nánar
auglýst síðar.
25. júlí – Seyðisfjörður
Bláa kirkjan kl. 20.30. Gítar Íslancio.
27. -29. júlí – Fáskrúðsfjörður
Franskir dagar: Fjölskylduhátið með
fjölbreyttri dagskrá þar sem undir-
strikuð eru tengsl Fáskrúðsfjarðar við
Frakkland.
Nánari upplýsingar:
Markaðsráð Suðausturlands, sími 478
1500 og Markaðsstofa Austurlands,
sími 471 2320, www.east.is.
Nýr kafli í sögu fiskeldis á Íslandi
Sýning á verkum Tryggva Ólafs-
sonar myndlistarmanns verður
opnuð í Neskaupstað þann 29.
september nk. Verður sýningin
til húsa við Hafnarbraut en þar
stendur til að opna safn tileink-
að ævi og störfum listamannsins.
„Bæjarstjórn Neskaupsstaðar
hefur samþykkt að veita þessu
safni brautargengi og með sýn-
ingunni erum við að staðfesta
fyrirætlanir okkar,“ segir Magni
Kristjánsson sem er frumkvöðull
að stofnsetningu safnsins. „Við
njótum þeirra forréttinda að
geta unnið að undirbúningnum í
samvinnu við Tryggva sjálfan.
Saman mun okkur eflaust takast
að byggja upp veglegt safn á
næstu árum.“
Tryggvi er Íslendingum að
góðu kunnur þótt lengst af hafi
hann búið og starfað í Dan-
mörku. Er skemmst að minnast
metaðsóknar á afmælissýningu
sem haldin var í Gerðarsafni í
fyrra í tilefni af sextugsafmæli
hans. „Danir hafa viljað kroppa í
hann og eigna sér hann. Það
finnst hins vegar ekki rammari
Íslendingur en Tryggvi en hann
hefur sterkar taugar til fóst-
urjarðarinnar og sérstaklega
Norðfjarðar,“ segir Magni.
Það fer því vel á því að
Tryggva sé reistur minnisvarði á
staðnum með þessu safni en að
mati Magna á það eftir að dafna
vel. „Eftir Tryggva liggur mikið
verk og hann hefur verið mjög
hirðusamur um sína listsköpun.
Það á eftir að vera ómetanlegt
fyrir síðari tíma málara og fræði-
menn að geta gengið í bæði verk
hans og sendibréf, sem skipta
þúsundum enda Tryggvi vinsæll
og vinamargur.“ Og Magni segir
tíðar blómasendingar Tryggva til
valinna bæjarbúa til merkis um
hvaða mann Tryggvi hefur að
geyma.
Safn tileink-
að Tryggva
Ólafssyni
Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður.
Dekurferðir frá Borgarfirði eystra
Gönguferðir frá Borgarfirði eystra eru seldar með mat og gistingu og sjá heimamenn um að keyra vistir milli næturstaða. Ferða-
langar geta því áhyggjulausir notið náttúrufegurðarinnar á göngunni.
Tilraunaveiðum á tröllakrabba, á
svæði sem nær allt frá Lónsdýpi
vestur undir Vestmannaeyjar, er ný-
lokið en þær hófust í lok júnímán-
aðar. Það er sjávarútvegsfyrirtækið
Skinney-Þinganes á Hornafirði sem
stendur að veiðunum í samvinnu
við Ráðgarð, Hafrannsóknastofnun
og Hampiðjuna. Fékk verkefnið
styrk frá sjávarútvegsráðuneytinu.
„Við stöndum straum af kostn-
aði við þetta verkefni og leggjum til
bát, mannskap og veiðarfæri,“ segir
Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformað-
ur Skinneyjar-Þinganess. „Þetta er
mjög stórt svæði sem við höfum
kannað. Tilraununum lauk á því að
farið var á þau svæði sem gáfu hvað
mest við fyrstu yfirferð og þá
veiddust 50 krabbar í 150 gildrur á
einum sólarhring, mest veiddust
þrjú dýr í eina gildru. Það er frekar
hér austar sem von er á að eitthvað
veiðist en þegar nær dregur Vest-
mannaeyjum er frekar að maður
finni gaddakrabba. Enn er þó mikið
svæði ókannað.“
Gunnar segir að enn sé nokkuð
óráðið um framhaldið. „Þetta verð-
ur skoðað nánar. Það á eftir að gera
rannsóknir á því hvernig markaður-
inn tekur við þessum tegundum. Ef
áfram verður haldið þurfa niður-
stöður úr slík-
um rannsókn-
um að liggja
fyrir.“
Tröllakrabbi
hefur ekki ver-
ið algengur
réttur hér á
landi hingað til
en að sögn
Gunnars er
þetta hinn
mesti sælkera-
réttur. „Hvert
dýr er um 2
kíló að þyngd
en algengast er
að krabbinn sé tekinn lifandi og
soðinn í 20 mínútur. Maturinn er
aðallega í hreyfiörmum skepnunnar
en einnig í gripörmum og skel.“
Gunnar segir tröllakrabbann vera
sætan á bragðið og að kjötið sé fín-
gerðara en úr humri. Þá segir hann
krabbann bragðmeiri en humar.
Guðmundur Valur
Stefánsson.
Nýr og glæsilegur grunnskóli var
tekinn í notkun á Vopnafirði í fyrra.
Helsti kosturinn við bætta aðstöðu
skólans er sú að nú gefst möguleiki
á að skipuleggja skólastarfið betur
svo að það falli betur að félagslífi
nemenda. Tónlistarskóli og leikskóli
eru í sama húsi og íþróttahús er
steinsnar frá grunnskólabygging-
unni.
Í skólanum eru 113 nemendur
og um 40 nemendur stunda nám
við tónlistarskólann. „Aðstaðan er
gjörbreytt,“ segir Aðalbjörn Björns-
son, skólastjóri. „Allt almennt fé-
lagsstarf er í beinum tengslum við
starf grunnskólans. Hér er einnig fé-
lagsmiðstöð í næsta húsi og það er
nú fyrst sem skólinn er í raun ein-
setinn. Börnin koma í skólann
klukkan átta og eru búin að öllu
klukkan þrjú.“
Gjörbreytt aðstaða grunnskóla Vopnafjarðar
Tilraunaveiðar á tröllakrabba
Áhöfnin á Hvanneyju virðir fyrir sér aflann.
Grunnskóli Vopnafjarðar.