Morgunblaðið - 20.07.2001, Side 12

Morgunblaðið - 20.07.2001, Side 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÝMINGARSALA Rýmum fyrir nýjum vörum Síðumúla 13, sími 588 5108. NORRÆNT þjóðdansa- og þjóð- lagamót, Barnlek 2001, var sett í Grafarvogi í gær. Mótið sem haldið hefur verið á Norðurlöndum á þriggja ára fresti frá 1992 er ætlað börnum á aldrinum 8-16 ára og mun það standa til 22. júlí. Þátttakendur á mótinu eru 2.200 og koma frá Norðurlöndum nema Grænlandi, auk gestahóps frá Hjaltlandseyjum. Gista þátttakendurnir í grunn- skólum í Grafarvogi en íbúum þar fjölgar um 12% meðan á mótinu stendur. Að sögn Elínar Svövu Elías- ardóttur fylgir töluverður fjöldi for- eldra og aðstandenda börnunum, sem taka þátt í mótinu, til Íslands, en íslensku þátttakendurnir eru 35 talsins. Setningarathöfnin í gær heppn- aðist mjög vel þrátt fyrir að hætt hafi verið við að halda hana utan- dyra sökum rigningar. Þátttak- endur fjölmenntu þess í stað í Íþróttamiðstöð Grafarvogs og þar hitti blaðamaður nokkra krakka sem eru á mótinu, ýmist til að dansa eða spila. Halldóra Kristín Magnúsdóttir er 15 ára Mosfellingur og hefur lagt stund á þjóðdansa með hléum síðan 1997. Hún tók þátt í mótinu þegar það var haldið síðast í Danmörku fyrir þremur árum og er nú mætt aftur til leiks. Aðspurð segir Hall- dóra að mjög gaman sé að æfa þjóð- dansa, en æfingarnar fara fram einu sinni í viku hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. „Við erum þó ekki mörg sem æfum þetta hér, við erum 18 í hópnum núna. Fólk spyr gjarn- an hvað ég sé að gera í þjóðdönsum, en þetta er mjög líflegt og hresst,“ segir Halldóra Kristín. Hún segir að eins og í flestum dansíþróttum séu fleiri stelpur en strákar, en þó séu nokkrir ungir og upprennandi drengir frá fimm ára aldri að æfa þjóðdansa hér á landi. „Það eru ekki haldnar keppnir í þjóðdönsum heldur hittist fólk á mótum eins og þessum og dansar saman og lærir dansa hinna þjóð- anna. Það skemmtilegasta við mót eins og þessi er að læra dansana og kynnast nýju fólki,“ segir Halldóra Kristín að lokum. Gaman að hitta jafnaldra sem hafa svipuð áhugamál Josephine Schmidt er 14 ára göm- ul dönsk stúlka frá Egtved á Jót- landi og er hún komin til Íslands til að leika þjóðlagatónlist á fiðluna sína, sem hún hefur æft á í 7 ár, en í námi sínu hefur hún lagt mikla áherslu á þjóðlagatónlist og líkar það mjög vel. Þetta er í annað sinn sem hún heimsækir Ísland en í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í móti sem þessu. „Það skemmtilegasta við að koma hingað er að hér hef ég hitt marga jafnaldra mína sem hafa einnig áhuga á þjóðlagatónlist, í Egtved eru ekki mjög margir sem leggja stund á þetta,“ segir Jose- phine. Ari-Pekka Puttonen og Niko Lipponen eru 14 ára drengir frá Lahti í Finnlandi. Þeir segja að þjóð- dansar séu mjög vinsælir í Lahti og hefur Ari æft í sjö ár en Niko í fimm og æfa þeir einu sinni til tvisvar í viku, en Ari hefur öðlast silfurmerki fyrir kunnáttu sína í þjóðdönsum. Báðir láta þeir vel af ferðinni til Ís- lands, en meðan á mótinu stendur gista þeir í Foldaskóla. „Það skemmtilegasta við að vera hér er að dansa og sjá nýja hluti,“ segja Ari og Niko. Þeir stefna á að skoða sig betur um á Íslandi þegar mótinu lýkur, en Ari hefur þegar heimsótt Bláa lónið og fannst mjög gaman að koma þangað. Mótið stendur sem fyrr sagði til 22. júlí, en hápunktur þess verður á laugardaginn þegar börnin marsera í skrúðgöngu niður Skólavörðustíg og halda að því loknu danssýningu á Ingólfstorgi og víðar um bæinn. 12% íbúafjölgun í Grafarvogi á meðan Barnlek 2001 stendur yfir Gaman að æfa þjóðdansana Morgunblaðið/Ásdís Josephine Schmidt, Danmörku, Halldóra Kristín Magnúsdóttir og Niko Lipponen og Ari-Pekka Puttonen frá Finnlandi taka þátt í Barnlek 2001. Norrænir þjóðdansar voru stignir af lífi og sál í Íþróttamiðstöð Graf- arvogs við setningu Barnlek 2001 í gær. Grafarvogur BÆJARRÁÐSMENN Samfylking- arinnar í Hafnarfirði telja illa hafa tekist til með einkaframkvæmda- samning þann er gerður var milli Hafnarfjarðarbæjar, Nýsis hf., Iðu ehf. og Ístaks hf. um byggingu fim- leikahúss í Haukahrauni og rekstur þess. Að sögn Lúðvíks Geirssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, gekk samningagerð við þá aðila, sem standa áttu að fram- kvæmdunum, treglega og verkið, sem átti að hefjast í vor, fór því aldr- ei af stað. Hann segir að samningar séu fyrst að takast núna og verk- framkvæmdir fari ekki af stað fyrr en á næstunni. Til stóð að húsið yrði tilbúið í byrjun þessa vetrar en sök- um tafanna er nú áætlað að það verði tilbúið í apríl á næsta ári og segir Lúðvík þetta raska þeim áætlunum sem gengið var út frá við niðurröðun tíma hjá íþróttafélögunum í bænum fyrir veturinn. Að sögn Lúðvíks telur Samfylk- ingin óheppilegt að farið hafi verið út í einkaframkvæmd við byggingu hússins. „Við teljum að þetta sé dýr- ari leið þegar til lengri tíma er litið þar sem bærinn mun aldrei eignast húsið heldur greiða leigu af því.“ Tafir á byggingu fimleikahúss Hafnarfjörður BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt að láta vinna kostnaðar- áætlun vegna fyrirhugaðrar við- byggingar við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Á fundi byggingarnefndar FG 30. maí síðastliðinn var lögð fram húsrýmisáætlun vegna umræðna um viðbyggingu við skólann í samræmi við samningsgrein um húsbyggingu FG frá 1993. Samkvæmt greininni var samkomulag um að endurskoða húsnæðisþörf skólans við verklok og því telur byggingarnefnd Garða- bæjar eðlilegt að gerð sé kostnaðar- áætlun fyrir viðbygginguna. Stækkun FG fyrirhuguð Garðabær STEFNT er að því að hefja fram- kvæmdir við byggingu mótels á lóð milli Vesturlandsvegar og Bjarkar- holts í haust. Að sögn Vilhjálms H. Walterssonar er ráðgert að mótelið verði opnað næsta sumar að hluta ef allt gengur að óskum. Mótelið, sem fær nafnið Mótel Mosó, samanstendur af fjörutíu tveggja manna stúdíóíbúðum og sextán eins til tveggja manna her- bergjum. Eldunaraðstaða er í öllum íbúðum og herbergjum auk annarra þæginda. Að sögn Vilhjálms standa yfir viðræður vegna fjármögnunar á framkvæmdunum og kaupa á húsun- um og skýrast þau mál á næstu vik- um. Vilhjálmur segir hugmyndina ekki nýja af nálinni en hann viðraði fyrst hugmynd að byggingu mótels við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ í nóv- ember árið 1999. Bæjarráð samþykkti í maí síðast- liðnum að veita Vilhjálmi vilyrði fyrir lóð við Bjarkarholt og bæjarstjórn staðfesti í kjölfarið ákvörðun bæjar- ráðs. Um er að ræða ódeiliskipu- lagða lóð en unnið er að gerð skipu- lags fyrir hana. Vegamótel við Bjarkarholt Mótel Mosó opnað næsta sumar Mosfellsbær METÞÁTTTAKA var á stangveiðidegi barna og unglinga í Elliðaánum um síðustu helgi, þegar 36 börn á aldrinum 5 til 16 ára, sum í fylgd full- orðinna, þáðu boð Stangveiðifélags Reyjavíkur um að renna fyrir fisk í veiðiperlu Reykjavíkur. Þetta var í annað sinn í sumar sem félagið bauð krökkunum í veiði og tókst þeim að landa 11 löxum og á fimmta tug urr- iða. Ljósmynd/Stefán Á. Magnússon Fengsælir krakkar með laxa og urriða á góðum veiðidegi við Elliðaárnar í boði Stangveiðifélags Reykjavíkur. Lönduðu 11 löxum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.