Morgunblaðið - 20.07.2001, Page 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 21
Mannréttindadómstóll Evrópu
féll í gær frá beiðni sinni um að
frönsk yfirvöld frestuðu því að
framselja
bandaríska
flóttamanninn
Ira Einhorn
til Bandaríkj-
anna. Ljóst er
því að Ein-
horn verður
fluttur til
Bandaríkj-
anna og sótt-
ur þar til saka fyrir að myrða
unnustu sína árið 1977.
Einhorn, sem er 61 árs, flúði
frá Bandaríkjunum áður en
hann var ákærður en var síðar
dæmdur sekur um morðið í
réttarhöldum sem fóru fram að
honum fjarstöddum. Bandarísk
yfirvöld óskuðu eftir framsal-
inu eftir að Einhorn fannst í
Frakklandi árið 1997 og frönsk
yfirvöld samþykktu það gegn
tryggingu fyrir því að réttað
yrði aftur í máli hans og hann
yrði ekki dæmdur til dauða.
Napster leyft
að hefja starf-
semi á ný
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í
Bandaríkjunum úrskurðaði í
gær að netmiðlarinn Napster
gæti hafið aftur miðlun tónlist-
ar sem er ekki bundin höfund-
arrétti. Dómstóllinn hnekkti
þar með úrskurði alríkisdóm-
ara sem fyrirskipaði Napster í
vikunni sem leið að hætta starf-
seminni meðan netmiðlarinn
gæti ekki framfylgt fyrirmæl-
um um að fjarlægja allar tón-
listarskrár sem eru bundnar
höfundarrétti.
Ólíklegt er þó að Napster
hefji aftur miðlun tónlistar án
endurgjalds. Netmiðlarinn
hyggst hleypa af stokkunum
þjónustu sem gerir skráðum
notendum kleift að sækja tón-
listarskrár gegn gjaldi.
Hermaður
ákærður á
Okinawa
SAKSÓKNARAR í Japan
ákærðu í gær 24 ára bandarísk-
an liðþjálfa sem grunaður er
um að hafa nauðgað tvítugri
japanskri konu á bílastæði ná-
lægt bar á eynni Okinawa 29.
júní. Málið hefur kynt undir
kröfum Okinawa-búa um að
bandarísku hermönnunum á
eynni verði fækkað, en þeir eru
nú um 28.000.
Blásið til
sóknar gegn
Talibönum
ÁTÖK blossuðu upp í norður-
hluta Afganistans í gær þegar
hersveitir andstæðinga Talib-
an-stjórnarinnar hófu sókn í
héraði sem tengir saman yfir-
ráðasvæði þeirra. Taliban-
stjórnin sagði að andstæðingar
hennar hefðu beitt skriðdrek-
um sem þeir hefðu fengið frá
Rússlandi nýlega. Talibanar
hafa sakað Írana, Rússa og
nokkrar Mið-Asíuþjóðir um að
hafa stutt hersveitir undir for-
ystu Ahmeds Shah Massoods,
sem hafa enn um 5% landsins á
valdi sínu.
STUTT
Framsal
Einhorns
heimilað
Ira Einhorn
ÍTALSKA lögreglan býst við um
100.000 mótmælendum til Genúa, þar
sem leiðtogar átta helstu iðnríkja
heims, eða G8-landanna svonefndu,
funda um helgina. Gríðarlegur ör-
yggisviðbúnaður er í borginni og lög-
reglan býr sig undir hörð átök.
Utanríkisráðherrar G8-ríkjanna
funduðu í Róm í gær og fyrradag, en
leiðtogafundurinn sjálfur hefst í
Genúa í dag og stendur fram á
sunnudag. Fundurinn fer fram í Her-
togahöllinni í miðborginni, sem hefur
verið girt af með fjögurra metra
háum varnarvegg, og stóru svæði í
kringum höllina hefur það að auki
verið lokað. Öllum járnbrautarstöðv-
unum í Genúa, utan einni, hefur einn-
ig verið lokað og strangt eftirlit er
með vegum inn í borgina.
Um 20.000 vopnaðir lögreglumenn
og hermenn verða á vakt um helgina,
varðir með hjálmum og skjöldum.
Varðbátar sigla um höfnina og loft-
varnaflaugum hefur verið komið fyr-
ir við flugvöll borgarinnar.
Skrifstofur, verslanir og veitinga-
staðir í Genúa verða lokuð fram á
mánudag og margir atvinnurekend-
ur hafa gripið til þess ráðs að negla
fyrir glugga. Margir íbúar hafa yf-
irgefið borgina og götur voru nánast
auðar í gær, fyrir utan mótmælend-
urna sem farnir voru að streyma
þangað.
Mesta mótmælaaldan
frá því á 7. áratugnum
Vaxandi uggs er tekið að gæta
vegna mótmælaaðgerðanna sem and-
stæðingar svonefndrar hnattvæðing-
ar efna til með reglulegu millibili
samhliða fundum alþjóðastofnana og
bandalaga. Mótmælendurnir til-
heyra sundurleitum hópum sem berj-
ast oft fyrir æði óljósum málstað.
Meirihlutinn er yfirleitt friðsamur en
jafnan slæðast með nokkrir tugir eða
hundruð manna sem virðast hafa það
eitt að markmiði að efna til átaka.
Ýmsir róttækir hópar anarkista,
umhverfisverndarsinna, ný-komm-
únista, dýraverndunarsinna og gras-
rótarfemínista hófu um miðjan síð-
asta áratug að efna til mótmæla gegn
afleiðingum hnattvæðingar efna-
hagslífsins. En það var í desember
1999 sem aðgerðirnar vöktu fyrst
verulega athygli. Um 100.000 manns
tóku þátt í mótmælum vegna fundar
Heimsviðskiptastofnunarinnar í
Seattle í Bandaríkjunum og til
harðra átaka kom milli lögreglu og
mótmælenda. Óeirðaseggir köstuðu
bensínsprengjum og fóru um brjót-
andi og bramlandi. Beindu þeir
skemmdarfýsn sinni einkum að því
sem þeir töldu einkennandi fyrir kap-
ítalismann og heimsvaldastefnu
Bandaríkjanna; þar á meðal að veit-
ingastöðum McDonald’s- og Burger
King-skyndibitakeðjanna.
Síðan hafa andstæðingar hnatt-
væðingar efnt til mótmæla samhliða
flestum stærri fundum Heimsvið-
skiptastofnunarinnar, Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, Alþjóðabankans, Evr-
ópusambandsins og fleiri alþjóðlegra
stofnana og bandalaga. Mótmælaald-
an er orðin sú mesta frá því að stúd-
entar settu allt á annan endann á sjö-
unda áratugnum og Víetnam-stríðinu
var andmælt. Eftir Seattle hafa mót-
mælendur meðal annars látið til sín
taka í borgunum Davos í Sviss,
Washington í Bandaríkjunum, Mel-
bourne í Ástralíu, Prag í Tékklandi,
Nice í Frakklandi, Porto Alegre í
Brasilíu, Quebec í Kanada og Gauta-
borg í Svíþjóð.
Vel skipulagðar hreyfingar
sem notfæra sér tæknina
En þótt mótmælin séu kennd við
baráttu gegn hnattvæðingu er erfitt
að skýra í stuttu máli hverju er ná-
kvæmlega verið að mótmæla.
Mótmælendahóparnir eru í raun
eins ólíkir og þeir eru margir. Ýmsir
leggja áherslu á misskiptingu auðs í
heiminum, aðrir á umhverfismál eða
mannréttindi, enn aðrir vilja afnema
ríkisvaldið og sumir virðast helst
hafa það að markmiði að fá útrás fyr-
ir uppreisnaranda og ofbeldishneigð.
Hreyfingarnar eru svo sundurleitar
að jafnvel hefur mátt sjá nýnasista og
baráttumenn gegn kynþáttahatri í
sömu mótmælagöngunni.
En þrátt fyrir ólíkar áherslur má
greina þann rauða þráð í málflutningi
mótmælendanna að kerfi kapítalism-
ans sé óréttlátt. Alþjóðleg stórfyrir-
tæki arðræni þriðja heiminn og
verkalýðsstéttina og spilli umhverf-
inu. Margar hreyfinganna hafa horn í
síðu Bandaríkjanna sem þær segja
að stundi efnahagslega, pólitíska og
menningarlega heimsvaldastefnu.
Ábyrgðinni er meðal annars skellt á
viðskiptafrelsi, alþjóðlegar fjármála-
stofnanir og þjóðabandalög.
Hóparnir leggja almennt ekki eyr-
un við þeim mótrökum að aukin
heimsviðskipti komi öllum jarðarbú-
um til góða eða að viðskiptahagsmun-
ir geti stuðlað að stjórnarfarsumbót-
um og framförum í mannréttinda-
málum.
Margir þessara hópa eru mjög vel
skipulagðir og notfæra sér tæknina
til að tjá skoðanir sínar, afla sér fylgis
og boða til mótmæla. Halda þeir
gjarnan úti skrautlegum vefsíðum og
hafa oft með sér samráð um aðgerðir.
Slíkar hreyfingar hafa sprottið upp
um allan heim en þær eru öflugastar í
Evrópu og Norður-Ameríku. Margar
þeirra koma saman í alþjóðlegu regn-
hlífarsamtökunum „Hvítu samfest-
ingunum“ en liðsmenn þeirra klæð-
ast slíkum flíkum í mótmælagöngum
og segja þær vísa til fjöldans sem hið
kapítalíska skipulag hafi „gert ósýni-
legan.“ Myndast hefur harður kjarni
baráttumanna sem ferðast á milli
fundarstaða alþjóðastofnana og efna
til mótmæla. Þessir „atvinnumót-
mælendur“ eru af ýmsu tagi; náms-
menn, miðstéttarfólk, verkamenn og
atvinnulausir.
Standa ráðþrota
Stjórnvöld og alþjóðastofnanir
standa ráðþrota gagnvart mótmæla-
öldunni, sem virðist ekki ætla að
lægja í bráð.
Þess má geta að búist er við komu
mótmælenda hingað til lands vegna
fundar utanríkisráðherra Atlants-
hafsbandalagsríkja í maí á næsta ári.
Að sögn ríkislögreglustjóra mun lög-
reglan þá hafa meiri öryggisviðbúnað
en áður hafi þekkst á Íslandi.
Mótmælendur streyma til Genúa vegna leiðtogafundar G8-ríkjanna
Lögreglan
býr sig undir
hörð átök
Reuters
Ítalskir lögreglumenn, vopnaðir táragasbyssum, fylgjast með mótmæla-
göngu í Genúa í gær, þar sem leiðtogafundur G8-ríkjanna fer fram.
Búist er við um 100.000 mótmælendum til
Genúa um helgina vegna leiðtogafundar
G8-ríkjanna. Mótmælahreyfingarnar eru
sundurleitar og málstaðurinn oft óljós.