Morgunblaðið - 20.07.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 20.07.2001, Síða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 23 EINU sinni í miklu mýrlendi bjó tröll að nafni Shrek. Ró hans var raskað einn daginn þegar hópuðust að honum þekktar ævintýrapersón- ur. Hann finnur blindar mýs í grautnum sínum, stór björn er í rúminu hans, þrír heimilislausir grísir hafa leitað til hans og fleiri og fleiri, allir hraktir frá löndum sínum af hinum illa Farquaad lávarði. Shrek ákveður að hjálpa öllum þessum ævintýrapersónum og gerir samning við Farquaad. Hann bjarg- ar Fionu prinsessu úr fjarlægum kastala og ævintýrapersónurnar fá að snúa heim aftur. Farquaad líst ekki illa á samninginn og Shrek held- ur í leiðangur að bjarga prinsess- unni. Með í för er heldur snöfur- mannlegur asni að nafni Asni, sem reiðubúinn er að gera allt fyrir Shrek, nema þegja. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku tölvuteiknimyndinni Shrek sem frumsýnd er í dag. Með aðal- hlutverkin í ensku talsetningunni fara Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz og John Lithgow. Með aðalhlutverkin í íslensku tal- setningunni fara Hjálmar Hjálmars- son, Þórhallur Sigurðsson, Edda Eyjólfsdóttir og Harald G. Haralds. Leikstjórar eru Andrew Adamson og Vicky Jenson en myndin er byggð á samnefndri barnabók eftir William Steig. Framleiðandi Shrek er DreamWorks. Gamanleikarinn Mike Myers seg- ist hafa haft mjög gaman af því að tala fyrir Shrek í myndinni. „Það var frábært,“ segir hann, „sem var eins gott vegna þess að ég hafði ekki hug- mynd um að það tæki svona langan tíma að búa til teiknimynd. Ég var nítján ára þegar við byrjuðum,“ seg- ir hann og hlær. „Það eru tvær ástæður fyrir því að mig langaði til þess að tala fyrir Shrek. Í fyrsta lagi langaði mig til þess að vinna fyrir Jeffrey Katzenberg (fyrrum yfir- mann teiknimyndadeildar Disney- fyrirtækisins) og í öðru lagi er sagan í myndinni stórfín og fjallar um það hvernig við eigum að vera sátt við okkur sjálf.“ Og áfram heldur Meyers: „Við bú- um í samfélagi þar sem allt gengur út á fegurð og glæsileika en ég held að boðskapur þessarar myndar sé sá að allir eru fallegir.“ Eddie Murphy, sem talar fyrir asnann, tekur undir þessi orð Meyers, en Eddie hefur nokkra reynslu af að tala inn á teiknimyndir (Mulan). „Myndin á efnislega nokk- uð sameiginlegt með mynd minni, Klikkaða prófessornum. Hún fjallar um að sætta sig við það hver maður er og hvernig maður er. Fegurðin kemur innan frá og ef þú hefur enga innri fegurð getur þú aldrei búið yfir neinni fegurð.“ Ensk talsetning: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz og John Lithgow. Íslensk talsetning: Hjálmar Hjálm- arsson, Þórhallur Sigurðsson, Edda Eyj- ólfsdóttir og Harald G. Haralds. Leik- stjórar: Andrew Adamson og Vicky Jenson. Shrek kemur til bjargar Sambíóin Álfabakka, Háskólabíó, Laug- arásbíó, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna tölvuteiknimyndina Shrek með íslensku og ensku tali. Atriði úr tölvuteiknimyndinni Shrek. Frumsýningar DRIVEN Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó. SHREK Bíóhöllin, Háskólabíó, Laugarásbíó. LÚÐRASVEIT OG BRÚ Filmundur/Háskólabíó Animal Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Luke Greenfield. Aðalhlutverk: Rob Schneider, Colleen Haskell, John C. McGinley. Sérlega ósmekklegur þeðan- þindarhúmor sem má einstaka sinnum hlæja að, en mann hryllir líka við.  Laugarásbíó, Regnboginn, Stjörnubíó. Memento Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano. Sérlega áhugaverð, um mann með ekkert skammtímaminni. Frábærlega útsmogin og úthugsuð, spennandi og fyndin. Bíóborgin. Spy Kids Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Roberto Rodriguez. Aðalleikendur: Antonio Banderas, Carla Gugino, Alan Cumming. Ævintýraleg, spennandi og skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna.  Regnboginn. Tillsammans Sænsk. 2001. Leikstjóri og handrit: Lukas Moodyson. Aðalleikendur: Lisa Lindgren, Michael Nyqvist, Gustaf Hammarslen. Tragikómedía frá lauslátum tímum komm- úna, blómabarna og frjálsra ásta í pipraðri Gautaborg. Leikur, handrit og leikstjórn í óvenjugóðum höndum.  Háskólabíó. Bridget Jones’s Diary Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharom Maguire. Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Re- née Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim Broadbent. Sagan um ástamál Bridget verður að hæfilega fyndinni rómantískri gamanmynd. Zellweger gerir margt gott í titilhlutverkinu.  Bíóhöllin, Háskólabíó. The Mummy Returns Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Stephen Sommers. Aðalleikendur: Brend- an Fraser, Rachel Weisz, John Hannah. Múmían snýr aftur með miklum látum. Ósvikin fjölskylduskemmtun með mögnuð- um brellum.  Bíóhöllin. Nýi stíllinn keisarans – The Emperor’s New Groove Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Thomas Schumacher. Það kveður við nýjan tón í nýjustu Disney-myndinni sem fjallar um spilltan keisara sem breyt- ist í lamadýr og lærir sína lexíu. Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna.  Bíóhöllin. One Night at McCalĺs Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Harald Zwart. Handrit: Moon Shark. Aðalleikendur: Liv Tyler, Matt Dillon, Michael Douglas. Skrautlegasta gamanmynd um flónin sem flækjast inn í ráðabrugg hinnar kynþokka- fullu Liv Tyler. Michael Douglas er eftirtekt- arverður.  Regnboginn. Baise moi Frönsk. 2000. Leikstjórn og handrit: Virg- inie Despentes og Coralie Trinh Thi. Aðal- leikendur: Raffaela Anderson, Karen Bach. Sérlega átakanleg og raunsæ lýsing á kyn- lífs- og morðferðalagi tveggja franskra undirmálsdama. Tilgangur myndarinnar er eitthvað á huldu en enginn fer ósnortin út af henni. Regnboginn. Crocodile Dundee in Los Angeles Áströlsk/Bandarísk. 2001. Leikstjóri Sim- on Wincer. Handrit: Matthew Berry. Aðal- leikendur: Paul Hogan, Linda Kozlowski, Jonathan Banks. Krókódílamaðurinn í bragðdaufum ævintýrum í kvikmyndaborg- inni. Barnamynd. Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó. See Spot Run Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John White- sell. Handrit: William Kid. Aðalleikendur: David Arquette, Michael Clarke Duncan. Meinlaus barnamynd um hressan bolabít og heimska tvífætlinga, ástir og uppeldis- mál. Dágóð til síns brúks. Kringlubíó. Evolution Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Ivan Reit- man. Handrit: Abraham Vincente Nicholas. Aðalleikendur: David Duchovny, Juliane Moore, Orlando Jones. Loftsteinn hrapar á jörðina og getur af sér furðuskepnur í mis- lukkaðri gamanmynd. 1 Stjörnubíó, Bíóhöllin. Head over Heels Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Waters. Handrit: John Deere. Aðalleikendur Fredd- ie Prinze Jr., Monica Potter. Getulitlir til- burðir til að stæla Gluggann á bakhliðinni. Ekki snefill af Hitchcock. Bíóborgin. Pearl Harbor Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Bay. Handrit William Wallace. Aðalleikarar Josh Hartnett, Ben Affleck, Kate Beckinsdale. Afskaplega langdregin og leiðinleg mynd sem, þegar öllu er á botninn hvolft, fjallar ekki um neitt. Bíóhöllin, Kringlubíó. Tomb Raider Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Simon West. Handrit: Martin Hudsucker. Aðalleikendur: Angelina Jolie, Jon Voight, Iain Glen, Noah Taylor. Bústinn barmur og bardagaatriði eru í aðalhlutverki í þessari mynd sem byggð er á samnefndum tölvuleik. Ófrum- legur vitleysisgangur en Jolie er alvöru töff- ari. Háskólabíó, Laugarásbíó. Dr. Dolittle 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Steve Carr. Aðalleikendur: Eddie Murphy. Jeffrey Jones, Kevin Pollak, Kristen Wilson. Agalega slök mynd um dýralækninn vin- sæla. Sagan er of einföld og vekur engan áhuga auk þess sem húmorinn er lélegur og ósmekklegur. Eddie Murphy má fara að hugsa sinn gang.  Kringlubíó, Regnboginn. Pokémon 3 Bandarísk. 2001. Leikstjóri Michael Haig- ney. Handrit Haigney og Norman Gross- feld. Þriðja Pokémon myndin er eins og þær fyrri; realísk stuttmynd kemur á undan háskaævintýrinu þar sem Pokémonar berj- ast og Ash bjargar málunum. Óaðlaðandi og óspennandi að öllu leiti.  Bíóhöllin. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.