Morgunblaðið - 20.07.2001, Side 30

Morgunblaðið - 20.07.2001, Side 30
MINNINGAR 30 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ó hætt er að segja að breskur almenningur sé harmi sleginn yfir niðurstöðum skýrslu sem birtist í gær og tekur til óvenjuhás hlutfalls lát- inna í hópi þeirra barna sem geng- ust undir hjartaaðgerðir á sjúkra- húsi í ensku borginni Bristol á nokkurra ára tímabili á níunda og tíunda áratugnum. Viðbrögð almennings í Bret- landi eru skiljanleg þegar nánar er að gáð. Komið hefur í ljós að á því tímabili sem skýrslan tekur að- allega til, frá 1984 til 1995, fékk þriðj- ungur þeirra barna, sem gengust undir opna hjarta- skurðaðgerð, minna en eðlilega ummönnun. Og að á árunum 1988 til 1994 hafi tala látinna verið um tvöfalt hærri en á öðrum sjúkra- húsum á fimm af sjö árum á tíma- bilinu. Og út frá meðaltali á lands- vísu hafi 30 til 35 fleiri börn yngri en tólf mánaða látist eftir slíkar aðgerðir í Bristol en annars stað- ar. Í skýrslunni er flett ofan af margs konar brotalömum í skipu- lagi sjúkrahússins og aðgerða- stjórn. Skipulagi sem tók meira mið af hagsmunum fámennrar valdastéttar lækna en sjúklinga. Þeir sem þurftu á hjálp að halda voru þannig í öðru sæti. Og börnin neðst á þeim lista. Yfirstjórn Bristol Royal Infirm- ary-sjúkrahússins hefur snúist til varnar og sagt skýrsluhöfunda úr takti við raunveruleikann, en eftir stendur sú staðreynd að á nokk- urra ára tímabili er þriðja hvert barn sem gekkst undir sk. opna hjartaskurðaðgerð á sjúkrahúsinu ekki talið hafa fengið rétta með- ferð eða viðeigandi umönnun. Þetta eru þær staðreyndir sem blasa við sorgmæddum foreldrum barna sem létust í kjölfar mis- heppnaðra aðgerða, oft vegna sýk- inga eða vanrækslu. Hugmyndir um skilvirkari stjórnun og nýtt skipurit skila ekki börnum þeirra til baka. Þeirra er harmurinn mestur. Engu að síður hafa fulltrúar þeirra, sem um sárt eiga að binda eftir afglöp starfsfólks sjúkrahúss- ins, fagnað skýrslunni þar sem hún reyni ekki, eins og svo oft áð- ur, að hvítþvo hlutaðeigandi og stinga málum undir stól, heldur sé tekið á málum af festu og raunsæi og raunhæfar tillögur gerðar til úrbótar. Heilbrigðisráðherrann, Alan Milburn, hefur enda lofað skjótum viðbrögðum af hálfu stjórnvalda og heitið því að foreldrar muni aldrei aftur þurfa að ganga í gegn- um slíkar mannlegar þjáningar. Breskir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun af þessu máli og vitaskuld hafa vaknað spurn- ingar um ástand mála í öðrum heilbrigðisstofnunun á Bretlands- eyjum. Af hverju ætti ástandið í Bristol að vera einangrað tilvik? Hvernig eru aðstæður víða í fá- tækari borgum landsins? Skýrsluhöfundar taka á þessu og segja að það sem henti í Bristol hafi verið afleiðing óraunhæfra en metnaðarfullra áætlana. Starfs- fólk og yfirstjórn sjúkrahússins hafi verið ákveðið í að koma vinnu- stað sínum í fremstu röð á lands- vísu, en ekki sést fyrir á þeirri för og fyrir vikið uppskorið lítið annað en harmleik, í ætt við þá sem kenndir voru við Grikkland hið forna. Þannig hafi erfiðum og tvísýn- um aðgerðum ekki verið hætt, frekar fjölgað, jafnvel þótt skýrar vísbendingar hafi verið komnar fram um óeðlilega hátt hlutfall lát- inna í hópi hinna ungu sjúklinga. Harðorðir skýrsluhöfundar benda á fjölmargt í skipulagi sjúkrahússins sem eflaust ætti við um fjölmargar heilbrigðisstofn- anir víða um lönd. Þannig hafi boð- skipti milli deilda ekki verið með viðunandi hætti, samvinna ekki nægileg og stjórnun ómarkviss. Engin yfirsýn var með störfum skurðlækna og jafnvel þegar spurningar vöknuðu um brotalam- ir hafi tekið mánuði og jafnvel ár að taka þær alvarlega. Dapurlegust er þó sú niðurstaða skýrsluhöfunda að á fundum hinn- ar metnaðarfullu yfirstjórnar sjúkrahússins hafi börnin lent neðst á forgangslistanum. Í engu eða litlu hafi verið tekið tillit til bágs húsnæðis, lélegra tækja og lítillar þjálfunar starfsfólks, hvað þá að slíkt gæti komið niður á barnungum sjúklingum sem væru að jafna sig eftir erfiðar og áhættusamar aðgerðir. Vitaskuld er sannleikurinn aldr- ei einhliða og gagnrýnendur skýrslunnar hafa m.a. bent á land- læg vandræði á Bretlandi við að manna heilbrigðisstofnanir með menntuðu starfsfólki, einkum hjúkrunarfræðingum. Raunar segja þeir að skortur hafi verið á starfsfólki í allar stöður á Bristol- sjúkrahúsinu og starfsfólkið hafi þannig staðið sig býsna vel miðað við aðstæður. Þessar röksemdir eru auðvitað réttmætar, en eiga þær aðeins við um Bristol en ekki aðrar heilbrigð- isstofnanir? Getur eitt sjúkrahús varið slíkan barnadauða umfram önnur þegar um sömu fjárframlög er að ræða? Og sömu tækifæri til vinnuafls? Auðvitað ekki. Þess vegna segja leiðarahöfundar breskra dagblaða að vatnaskil hafi orðið í um- ræðunni um heilbrigðismál með hinni kolsvörtu skýrslu um börnin í Bristol. Umræðan snúist ekki lengur eingöngu um endalausar kröfur um aukin fjárframlög hins opinbera og skort á hinu og þessu, þótt réttmætar séu þær kröfur í flestum tilfellum. Athyglin muni nú einnig beinast að þeim sem með fjármunina fara á sjúkrahúsunum sjálfum og með yfirstjórn heilbrigðiskerfisins. Þar á bæ verði menn að taka sig sam- an í andlitinu og rifja upp þær dyggðir sem skráðar séu í eiða lækna og hjúkrunarfræðinga og hafi fyrst og fremst með heill ákveðins hóps fólks að gera. Nefnilega sjúklinganna. Börnin í Bristol Þetta eru þær staðreyndir sem blasa við sorgmæddum foreldrum barna sem létust í kjölfar misheppnaðra aðgerða, oft vegna sýkinga eða vanrækslu. Hugmyndir um skilvirkari stjórnun og nýtt skipurit skila ekki börnum þeirra til baka. VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is ✝ Árni Már Magn-ússon Waage fæddist í Reykjavík 21. janúar 1942. Hann varð bráð- kvaddur á Mallorka 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Guð- mundsson Waage, f. 5. ágúst 1916, d. 21. apríl 1977, og eigin- kona hans Jóhanna Sveinsdóttir, f. 1. sept. 1915, d. 11. okt. 1986. Systkini Árna voru: Jón Konráð, f. 30. des. 1933, látinn, Ólafur Waage, f. 7. sept. 1939, látinn, Guðmundur Waage, f. 17. nóv. 1940, Ragnheiður Þórunn, f. 29. okt. 1943, Edda Hulda, f. 14. feb. 1946, Ómar Waage, f. 25. nóv. 1952, Inga Anna, f. 14. nóv. 1955, og Sigurlaug Jónína, f. 16. nóv. 1958. Hinn 3. feb. 1962 kvæntist Árni eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Jóhönnu Gísladóttur, f. 28. des. 1944. Foreldrar hennar eru hjón- in Gísli Oddsson, f. 5. sept. 1912, d. 23. mars 1987, og eiginkona hans Lára Sæmundsdóttir, f. 28. sept. 1913, búsett í Reykjavík. Börn Árna og Sigríðar eru: 1) Jóhanna Waage, f. 28. okt. 1961, maki Sig- urður Geirsson, f. 22. okt. 1958, eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 2) Sigrún Waage, f. 9. feb. 1963, maki Þröstur Þórðarson, f. 15. maí 1963, eiga þau fimm börn og eitt barnabarn. 3) Bryndís Waage, f. 5. mars 1964, maki Heimir Guðmunds- son, f. 2. apríl 1965, eiga þau fimm börn. 4) Kolbrún Waage, f. 21. mars 1965, maki Sigurður Reynisson, f. 22. mars 1964, eiga þau tvö börn. 5) Lára Waage, f. 2. sept. 1966, maki Sigurjón Sveins- son, f. 1. maí 1965, eiga þau fjögur börn. 6) Berglind Waage, f. 16. feb. 1969, maki Jón Óli Ólafsson, f. 20. nóv. 1969, eiga þau þrjú börn. 7) Guðrún Waage, f. 21. ágúst 1971, maki Eysteinn Marvinsson, f. 27. mars 1969, eiga þau eitt barn saman og á Eysteinn dóttur fyrir. 8) Sigurður Árni Waage, f. 28. feb. 1975, ókvæntur og barnlaus. Árni starfaði um árabil hjá Myndamótum og síðar Morgun- blaðinu, síðustu árin við mynd- vinnslu á auglýsingadeild Morg- unblaðsins. Útför Árna fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn og tengda- pabbi, þú ert farinn frá okkur en ég veit að nú ert þú á stað þar sem þér líður vel. En það er erfitt að sætta sig við það, þú varst alltaf svo glað- ur og hress og vildir allt fyrir okkur gera þótt þér liði ekki alltaf vel. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku pabbi, og leiðsögn þína í myndvinnslu,. Þín er sárt saknað en minning þín lifir með okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kær kveðja, þín dóttir og tengda- sonur, Sigrún og Þröstur. Elsku pabbi, það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig vinna í garðinum þínum sem þú hafðir svo gaman af að betrumbæta, og að leik við barnabörnin þín eins og þú ávallt gerðir þegar þau komu í heimsókn til ömmu og afa í Lauf- rima. Alltaf gátu börnin farið í frystikistuna hjá afa til að athuga hvort ekki leyndist ís sem hægt væri að gæða sér á. Þær stundir sem við höfum fengið að njóta með þér lifa í minningu okkar. Þú varst alltaf svo hjálpsamur t.d. þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð þá í fok- heldu ástandi, þá varst þú fyrstur til að rétta hjálparhönd og ef einhver þurfti aðstoð þá varst þú alltaf boð- inn og búinn til að hjálpa. Árið 1987 var viðburðaríkt ár hjá mér, því það ár fæddist Íris dóttir mín í febrúar og í maí sama ár flutti ég heim til að gæta Guðrúnar systur og Sigurðar bróður meðan mamma og Berglind systir fylgdu þér til London þar sem þú gekkst undir hjartaaðgerð það var erfiður tími og óvíst að þú hefðir þetta af, en það gerðir þú. Þú varðst alltaf svo jákvæður og tókst svo vel á þessum veikindum og strax eftir æfingar á Reykjalundi hófst þú að stunda göngur, hjólreiðar og fl. þér var það mikið kappsmál að fá eins mikla hreyfingu og þú gast. Ég og fjölskylda mín vorum það lánsöm að fá að njóta þess að fara með ykkur mömmu nokkrum sinnum í sum- arfrí á erlendri grundu, nú síðast á Mallorka þar sem við vorum búin að eyða 18 góðum dögum saman í sól og sumaryl og vorum farin að huga að heimför, þegar kall þitt kom. Þú sem varst á besta aldri, aðeins 59 ára, og áttir eftir að gera svo margt t.d. skella þér á línuskauta og ganga á Esjuna með barnabörnunum. Við eigum eftir að sakna þess að fá ekki símhringingu frá þér á sunnudags- morgnum þar sem þú lést okkur vita að nú væri fyrirhuguð sundferð í Árbæjarlaugina, síðan í léttan há- degisverð heima hjá ykkur mömmu. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt. Þín dóttir, Kolbrún. Þessar línur eru ritaðar með miklum trega því nú er horfinn á braut góður vinur og tengdafaðir Árni Már Waage. Ég kynntist Árna fyrst árið 1994 þegar ég og yngsta dóttir hans Guðrún fórum að vera saman. Ég man svo vel eftir fyrsta jólaboðinu sem ég kom í til þeirra hjóna með dóttur mína, þarna var öll fjölskyldan komin saman og Árni og Sigga tóku á móti okkur eins og við hefðum verið í fjölskyldunni í mörg ár. Eftir matinn tók Árni fram nikkuna og spilaði eins og herfor- ingi og lét öll barnabörnin dansa kringum jólatréð. Alltaf var hann fyrstur manna að koma með hjálparhönd til okkar allra ef einhvern vantaði aðstoð en aldrei vildi hann samt biðja nokk- urn mann um aðstoð, ef hann var að gera eitthvað sjálfur. Þegar við fór- um svo saman til Spánar sumarið 1997, sem var hans uppáhaldsstað- ur í sumarfríi, var gaman að fylgj- ast með honum, hann var alltaf eins og unglingur, annaðhvort í sund- lauginni að leika við börnin sem þar voru eða í fótbolta, billjard eða pílukasti með okkur, sem aðeins eldri vorum. Eins þegar var farið eitthvert í sumarbústað þá var hann fyrstur manna til að fara út að leika við börnin. Um daginn fórum við ég og Jón Óli svili minn á línu- skauta til að vera í formi þegar Árni kæmi heim frá Spáni, því að það var búið að tala um það að fara með honum í góðan túr á línuskaut- um þegar þau kæmu heim. Eitt er víst að af þessum manni var hægt að læra mikið. Það er mik- ill missir að svona góðum vini og tengdaföður. Þegar ég hugsa til Árna þá minnist ég hve glaðlyndur, hlýr og traustur vinur hann var. Elsku tengdamamma og fjöl- skylda, megi guð vera með ykkur. Blessuð sé minning Árna. Kær kveðja, þinn vinur og tengdasonur. Eysteinn Marvinsson. Þegar þær sorglegu fregnir bár- ust mér til Danmerkur að þú værir dáinn langaði mig helst af öllu til að taka fyrstu flugvél heim til Íslands og vera í faðmi fjölskyldunnar. En það var ekki mögulegt. Það leið löng og erfið vika þar til ég gat hitt ömmu og alla hina. Mínar fyrstu æskuminningar eru yfirleitt tengdar þér og ömmu Siggu í Völvufellinu. Þær yrðu ef- laust efni í heila bók ef ég teldi þær allar upp en mér er þó minnisstæð- ast þegar ég var búin að suða heil- lengi um stórt playmo-hús og það varst þú sem komst með það fær- andi hendi á afmælisdaginn minn. Eins man ég vel eftir 50 kr. seðl- unum, sem þá voru og hétu, og þú laumaðir oft á tíðum að mér. Það varst þú sem komst mér á bragðið með kandísmolana eða afa- mola eins og þeir voru kallaðir í fjöl- skyldunni, og þegar ég byrjaði að búa gætti ég þess að eiga alltaf til afamola handa þér. Það var líka alltaf svo gaman að fá að gista hjá ykkur ömmu, þegar þú sendir okkur út í sjoppu til að lotta fyrir þig brást ekki að við feng- um aukapening með til að kaupa sælgæti. Þú komst af stað sunnudagssund- inu fyrir fjölskylduna og þótt ég hafi nú ekki verið mjög virk í því síðustu ár man ég samt vel eftir þeim þegar ég var yngri. Svo árið 1999 gerði ég þig að langafa í fyrsta sinn þegar Bjarki Þór kom í heiminn og ég er fegin að þú náðir að upplifa það þrátt fyrir að hafa verið bara 57 ára langafi. Í apríl sl. þegar ég kom í heim- sókn til Íslands gáfuð þið amma mér fallegan handunninn engil og gæti ég hans eins og sjáaldurs augna minna, svo dýrmætur er hann mér. Þegar ég tendra ljós á honum og mér verður litið á hann þá minnist ég þín. Sunnudaginn 22. apríl sl. sá ég þig og kvaddi í síðasta sinn þegar þú hafðir ákveðið að halda smágrill- kveðjuveislu áður en ég færi aftur út. Mikið er ég fegin að hafa getað kvatt þig svona vel áður en þú fórst og ég heyrði allra síðast frá þér þeg- ar við skiptumst á tölvupósti rétt áður en þú fórst í sumarfríið til Spánar. Elsku afi minn, þú ætlaðir þér að gera svo margt og við fjölskyldan munum eftir bestu getu ljúka ein- hverju fyrir þína hönd. Þótt komandi barnabarnabörn næðu ekki að alast upp hjá langafa sínum mun minning þín lifa áfram í hjarta okkar og þau fá að vita hversu góður og mikill maður langafi þeirra var. Þín mun verða sárt saknað, elsku Addi afi minn, af öllum. Guð gefi ömmu styrk á þessari sorgar- stundu. Með söknuði kveð ég þig, þitt barnabarn, Sigríður Árný Sigurðardóttir Waage (Siddý). Elsku afi okkar. Við söknum þín svo mikið, þú varst alltaf svo góður við okkur, svo kátur og hress, algjör fjörkálfur. Og við gerðum svo margt skemmtilegt saman. Það var svo gaman að fara í sund með þér, þú fórst með okkur í rennibrautina og kastaðir okkur í laugina elsku afi. Við ætluðum að ganga fjöll og fara í hjólatúr um Grafarvog þegar þú kæmir heim frá Mallorca. En elsku afi, þegar við förum í sund, göngum fjöll eða förum út að hjóla verður þú alltaf með okkur elsku afi. Þú verð- ur alltaf í huga okkar, við gleymum þér aldrei, og Þórður ætlar að ganga á Esjuna fyrir þig. Hvíldu í friði elsku afi. Bless afi minn og takk fyrir allt, við söknum þín. Þín afabörn Þórður, Oddur Þór, Smári, Kristján Freyr og Særós. ÁRNI MÁR WAAGE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.