Morgunblaðið - 20.07.2001, Side 32
MINNINGAR
32 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Svanbjörg Svan-bergsdóttir fædd-
ist 9. ágúst 1930 í
Hrísey. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Akur-
eyri 9. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Sigurlaug Þóra Sig-
fúsdóttir húsmóðir, f.
29.12. 1907, d.19.2.
1937, og Einar Svan-
berg Einarsson, út-
gerðarmaður og af-
greiðslumaður
Morgunblaðsins á
Akureyri, f. 26.4.
1901, d. 4.6. 1961. Systur hennar
eru Árdís Svanbergsdóttir, f. 1.1.
1932, gift Magnúsi Þórissyni, f. 9.2.
1932, og Sjöfn Svan-
bergsdóttir, f.15.8.
1934, d. 22.6. 1935. Í
desember 1973 gift-
ist Svanbjörg eftirlif-
andi eiginmanni sín-
um Gísla Pálssyni f.
18.4. 1932.
Svanbjörg lauk
gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar og nam síð-
an við Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur
1950–51. Svanbjörg
stundaði verslunar-
störf í 50 ár.
Útför Svanbjargar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Í dag kveðjum við systkinin Svönu
Svanbergsdóttur með söknuði. Við
bárum þá gæfu til að kynnast henni
þegar leiðir hennar og Lalla lágu
saman. Stuttu áður höfðum við upp-
lifað sáran móðurmissi og þá var
ómetanlegt að eiga Svönu og Lalla
að, sem gott var að leita til hvenær
sem var. Hún tók brosandi á móti
okkur, jákvæðni og gestrisni voru
hennar aðalsmerki. Þau voru fastur
punktur okkar systkinanna á Akur-
eyri og heimili þeirra stóð okkur
ávallt opið eftir að við fluttumst
burtu. Þá var gjarnan farið í bíltúr í
Svarfaðardalinn og á Dalvík þar sem
skoðaðar voru æskustöðvar og sagð-
ar sögur frá æskuárunum. Ómetan-
legt var hversu vel hún hlúði að Soffíu
Gísladóttur afasystur okkar og fóstru
Lalla og hve vel hún reyndist Nonna
síðustu ár. Engin móðir hefði reynst
honum betur. Rausnarskapur Stóru-
Sossu, Lalla og Svönu þegar jólin
nálguðust er ógleymanlegur, pakkar
voru sendir landshorna og landa á
milli, fullir góðgæti og fínum gjöfum,
engin varð útundan.
Elsku Svana, við þökkum allt sem
þú hefur gert fyrir okkur og sam-
fylgdina gegnum árin, Akureyri er
fátækari án þín.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og raunafrí;
við guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(Hallgrímur Pétursson.)
Við vottum Lalla, Stóru-Sossu og
ættingjum Svönu innilega samúð.
Hjörtur, Arnfríður, María,
Soffía, Guðrún, Ingibjörg
og Jón.
Svana móðursystir mín lést hinn 9.
júlí eftir erfiða baráttu við krabba-
mein. Fyrst varð vart við sjúkdóminn
árið 1993 og var Svana staðráðin í því
að komast í gegnum veikindin, sem
hún og gerði. Árin liðu án þess að hún
kenndi sér meins og var ég sannfærð-
ur um að hún hefði sigrað í barátt-
unni við þennan vágest. Fyrir um
einu og hálfu ári greindist hún að
nýju með krabbamein og aftur tók
við lyfjagjöf, þó vægari en áður. Á
vormánuðum fór að halla undan fæti
og þessi vágestur herjaði á hana af
miklu meiri krafti en áður og hafði
sigur að lokum, þrátt fyrir hetjulega
baráttu Svönu.
Viku áður en hún lést hitti ég hana
og við fengum tækifæri til að ræða
saman um lífið og tilveruna. Það sem
okkur fór á milli held ég fyrir mig, en
mikið er ég þakklátur fyrir þá stund
sem við áttum saman.
Minningarnar hrannast upp þegar
maður stendur í þeim sporum að
missa náinn ættingja og vin. Maður
lítur yfir farinn veg og fer að hugsa
um allar stundirnar sem við áttum
saman og þá sorglegu staðreynd, að
þær verði ekki fleiri í þessari jarðvist.
Síðustu ár benti Svana mér marg-
sinnis á að minnka við mig vinnu
þannig að meiri tími gæfist til að
sinna því sem mikilvægast er í lífinu,
fjölskyldu, vinum og ættingjum.
Þetta er svo sem enginn nýr sann-
leikur en í þeim hraða sem einkennir
okkar þjóðfélag í dag er stundum erf-
itt að hafa þessa einföldu reglu að
leiðarljósi. Ekki fór ég nú eftir þeim
leiðbeiningum þó að ég sé vel meðvit-
aður um réttmæti þeirra. Stund sem
þessi minnir mann á að ekki er eftir
neinu að bíða, við vitum ekki hvað
morgundagurinn ber í skauti sér.
Svana og mamma bjuggu í sama
húsi þangað til fyrir nokkrum árum
og því var meiri samgangur á milli
okkar en gengur og gerist. Ég var
enn lítill gutti þegar Svana og Lalli
kynntust og óhætt er að segja að hún
hafi vandað valið. Þar sem Svana og
Lalli eignuðust ekki börn vorum við
bræðurnir sem synir hennar. Alla tíð
hefur henni verið umhugað um vel-
ferð okkar og reynst okkur vel í alla
staði. Fyrir það verð ég ævinlega
þakklátur. Eftir því sem árin liðu
þróaðist samband okkar Svönu og
varð nánara. Við náðum vel saman og
hringdum hvort í annað til að bera
upp ýmis málefni sem við vorum að
takast á við í lífsins amstri. Það var
gott að leita til Svönu, hún hafði svör
við öllu og reyndust þau mér vel.
Ég hét því sem ungur maður að
yrði ég þeirrar gæfu aðnjótandi að
giftast og eignast dóttur, að skíra
hana eftir Svönu og í apríl 1996 rann
stundin upp. Til að viðhalda spenn-
unni létum við ekki neinn vita um
nafnið fyrr en á síðustu stundu. Það
var ánægjulegt að sjá brosið færast
yfir Svönu frænku þegar hún áttaði
sig á því að stúlkan hafði verið skírð
eftir henni. Þrátt fyrir að árin sem
þær nöfnur áttu saman yrðu ekki
nema fimm sköpuðust náin tengsl á
milli þeirra. Þegar við komum til Ak-
ureyrar gisti Svana oft hjá ömmu
Svönu, eins og hún kallaði hana. Með-
al fastra liða hjá þeim nöfnum var að
fara í stuttan göngutúr, lita og horfa
síðan saman á Emil í Kattholti og öll
hans prakkarastrik.
Að lokum vil ég þakka fyrir allt það
sem Svana gerði fyrir mig og fjöl-
skyldu mína og bið Guð að styrkja
Lalla og okkur öll á þessari sorgar-
stundu.
Ottó.
Elsku Svana! Þær eru ófáar minn-
ingarnar sem við frænkurnar eigum
um þig.
Sunnudagsbíltúrarnir með þér,
Lalla og Soffíu allt frá unga aldri í
Svarfaðardalinn eru okkur ógleym-
anlegir. Þar voruð þið á heimavelli,
vissuð allt, þekktuð hvern einasta
krók og kima.
Á haustin var venjan að fara í
Tungurnar í berjamó með heimabak-
að bakkelsi sem þú áttir alltaf nóg af.
Bökunarilmurinn minnir okkur alltaf
á þig í litla eldhúsinu þínu með hræri-
vélina á fullu. Það nægði þér ekki að
baka eina tegund heldur varstu alltaf
með 2–3 í einu, því þú varst ekki bara
að baka handa ykkur Lalla heldur
nutu allir í fjölskyldunni góðs af
bakstrinum þínum. Á jólunum var
það fromage sem þú færðir okkur og
það voru ekki komin jól fyrr en skálin
frá þér var komin í hús.
Ekki má gleyma öllum ferðunum í
kartöflugarðinn sem við fórum með
ykkur.
Bæði að taka upp og setja niður.
Okkur fannst nú skemmtilegra að
taka upp því þá gátum við safnað
skrítnu kartöflunum. Heim fórum við
svo stoltar með uppskeru dagsins í
poka.
Alltaf varst þú ljúf og umhyggju-
söm og leist ætíð til framtíðarinnar í
þeirri sannfæringu að morgundagur-
inn yrði betri en dagurinn í dag.
Fylltir aðra trú á getu sinni til að tak-
ast á við lífið og varst sterk, þannig
munum við minnast þín. Þú gættir
okkar ætíð svo vel og þótt þú sért far-
in yfir móðuna miklu vitum við að þú
munt halda áfram að vaka yfir okkur.
Við þökkum þér fyrir allar yndislegu
stundirnar sem við höfum átt með
þér, þeim munum við aldrei gleyma.
Nú finn ég angan löngu bleikra blóma,
borgina hrundu sé við himin ljóma,
og heyri aftur fagra, forna hljóma,
finn um mig yl úr brjósti þínu streyma.
Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu.
Brosin þín mig að betri manni gjörðu.
Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur.
Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og
eldur.
(Davíð Stefánsson.)
Hvíl þú í friði.
Ástarkveðja
Árdís Elfa og Ragnheiður.
Elsku Svana, okkur langar að
minnast þín með fáeinum orðum.
Það var alltaf svo gott að koma til
ykkar Lalla, við höfum þekkt þig alla
okkar ævi og þú varst eins og amma
okkar. Það var alveg sama hvenær
við komum, við vorum alltaf hjartan-
lega velkomin. Þegar það voru gestir
gafstu þér alltaf tíma fyrir okkur. Þú
varst alltaf svo dugleg að prjóna
sokka og vettlinga handa okkur og
nutum við krakkarnir góðs af því. Þú
varst ekki bara svo dugleg að prjóna
heldur saumaðir þú líka mikið, þú
kenndir Þóreyju að sauma svo fallega
krossa sem henni þykir svo vænt um í
dag.
Elsku Svana okkar, við kveðjum
þig með söknuði en verndum elsku
þína og minningar okkar um þig alla
ævi.
Magnús, Anna Karen
og Þórey Sif.
Við vildum ekki trúa því að þú vær-
ir svona veik, en þegar þú hringdir til
okkar í apríl og sagðist eiga að leggj-
ast inn á sjúkrahús heyrðist á rödd
þinni að það var erfitt.
Fyrir okkur í Jönköping að missa
vin eins og þú varst okkur var erfið
tilhugsun.
Þegar pabbi og mamma lifðu og við
systur ásamt ykkur Lalla vorum við
sem ein fjölskylda bæði hér í Svíþjóð
og á Íslandi.
Fyrstu kynni við þig voru þegar
við unnum saman í búðinni en síðan
fórstu til Íslands og hittir Lalla og
þar með sameinaðist hann fjölskyld-
unni.
Ógleymanlegar stundir áttum við
öll þessi ár bæði hér og á Íslandi. Það
var reiðarslag er Guðrún hringdi og
tilkynnti okkur lát þitt. Nú hugsum
við til Lalla, Dísu og fjölskyldu og
allra þinna vina. Megir þú hvíla í friði,
laus við þjáningar. Við munum sakna
að heyra ekki rödd þína í símanum,
það var okkur afar mikils virði í þessi
40 ár sem við höfum þekkst.
Þitt góða hjarta, þinn ljúfi hugur
mun lifa með okkur í minningunum.
Vinir þínir í Svíþjóð
Allan, Kerstin, Inga,
Kennet, Aina og Gösta.
Látin er kær vinkona og skólasyst-
ir frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur
veturinn 1950-51. Þótt liðin séu 50 ár
síðan við vorum þar vetrarlangt í
heimavist finnst mér það aðeins vera
fáein ár, þetta haust komu í skólann
nokkrar stúlkur frá Akureyri og var
Svana ein af þeim, svarthærð, hlát-
urmild og rösk til allra verka. Þetta
var einstaklega góður tími og við
nýttum hann vel. Þá var setið við
sauma flest kvöld, nema eitt kvöld í
viku var bæjarleyfi og þá var farið á
bíó eða í leikhús eða bara setið við
saumana, og einu fallegu vorkvöldi
man ég eftir þar sem við fórum á
rúntinn, meira var nú gjálífið ekki.
Við lærðum margt annað þennan vet-
ur en að matreiða og sauma, mikil
áhersla var lögð á góða umgengni,
kurteisi og góða borðsiði. Einn morg-
unn í viku tók frú Hulda Stefánsdótt-
ir sem þá var skólastjóri sér tíma til
að tala við okkur um ýmsa þætti
mannlífsins og voru það eftirminni-
legar stundir sem gáfu okkur nýja
sýn á margt. Það sem við lærðum
þennan vetur er flest enn í fullu gildi
og þar bundust vináttubönd sem ekki
hafa rofnað, við höfum komið reglu-
lega saman á skólaafmælum og þar
var Svana mín ein af þeim aldugleg-
ustu við að mæta.
Eftir þennan vetur í Reykjavík fór
Svana heim til Akureyrar og urðu
verslunarstörf ævistarf hennar,
lengst af hjá KEA á Byggðaveginum
og var það venjulega fyrsti viðkomu-
staður okkar á Akureyri ef við vorum
þar á ferð og alltaf var tekið á móti
okkur með útbreiddan faðminn. Það
sem einkenndi Svönu var glaðvær
hressileiki og hjartahlýja, hún var al-
veg einstaklega ættfróð, ég gat tæp-
lega nefnt Norðlending svo að hún
þekkti ekki til hans og hans ættfólks.
Ég var farin að telja það sjálfsagð-
an hlut að Svana væri ógift og mundi
ekkert hugsa um það þegar þær
fréttir bárust fyrirvaralaust að nú
væri hún gift. Ekki var þetta eftir
þeim formerkjum sem algengust eru
í dag þar sem fólk komið á þann ald-
ur, sem þau Gísli voru á er þau giftu
sig, er oft með misheppnað hjóna-
band eða sambúð að baki. Þannig var
það ekki hjá þeim því þetta var fyrsta
hjónaband þeirra beggja, sagt er að
rósirnar ilmi best fullútsprungnar og
líklegast er það rétt því svo fallega
gengu þau Gísli saman æviveginn,
samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur.
Þó að þau byggju á Akureyri en við
á Suðurlandi áttum við margar góðar
samverustundir, þau komu oft austur
yfir fjall þegar þau gistu höfuðborg-
ina og áttu það til að birtast með bros
á vör, bæði meðan við bjuggum í
sveitinni og eins hér á Selfossi og
breyta þannig venjulegum degi í há-
tíðisdag.
Eftirminnileg er vikudvöl sem við
hjónin áttum í orlofsíbúð á Akureyri,
þá bjuggu þau í litlu íbúðinni hennar í
Hamragerðinu, það er minnsta íbúð
sem ég hefi komið í en samt var pláss
fyrir allt sem þurfti. Okkur var boðið
í mat og ökuferðir inn í Eyjafjörð og
um Svarfaðardal og til Grenivíkur og
leiðsögnin var frábær því þau þekktu
hvern bæ og kennileiti og oft gat
Svana nefnt einhvern sem hún þekkti
eða var þjóðkunnur frá hinum og
þessum staðnum. Einn daginn sigld-
um við til Grímseyjar og Svana kom
með okkur, það var siglt í sól og blíðu
út Eyjafjörðinn og gengið á land í
Hrísey og strax á bryggjunni hitti
Svana fólk sem hún þekkti og það var
heilsast, knúsað og hlegið. Er út úr
mynni Eyjafjarðar kom var ekki á að
lítast; það var verulega vont í sjóinn,
stórar öldur hvítfyssandi í toppinn og
fljótlega varð mikil sjóveiki um borð,
en gæfan var með okkur þremur og
við sluppum við sjóveiki, Svana stytti
okkur leiðina með því að segja okkur
sögur frá Hrísey, en þar var hún
fædd, hún hafði svo góða hæfileika til
að segja sögur að engum gat leiðst að
ferðast með henni. Er við stigum á
land í Grímsey skeði það sama og í
Hrísey, fyrsti maðurinn sem hún hitti
var kunningi frá Akureyri og hún réð
hann umsvifalaust til að aka okkur í
skoðunarferð um eyna, við sigldum
til baka sama dag og er þessi sjóferð
með Svönu ein af bestu perlum minn-
inganna.
Þá er eftir að segja frá stóru ferð-
inni okkar í Svarfaðardalinn, þegar
við vildum sýna erlendum gestum
okkar Svarfaðardal. Höfðum við
samband við Svönu og Gísla og það
var ekkert sjálfsagðara en greiða
götu okkar. Þau réðu sem leiðsögu-
mann kunningja sinn, Hjört Þórar-
insson á Tjörn, þótt þau væru sjálf
gjörkunnug í dalnum, því Gísli átti
þar heima til fullorðinsára, en fylgdu
okkur líka og er skemmst frá því að
segja að þetta varð afbragðsgóður
dagur, við dóluðum þarna allan dag-
inn og oft var stansað til að skoða sig
um eða til að spjalla saman því sam-
talið snerist ekki um afmarkað efni
heldur bókmenntir, ljóðagerð, minjar
og mannlíf dalsins að fornu og nýju.
Þessi dagur er okkur Sunnlending-
unum og gestum okkar ógleymanleg-
ur ekki aðeins fyrir fegurð dalsins,
heldur ekki síður fyrir samveruna
með ferðafélögunum. Fyrir þennan
dag og allar aðrar samverustundir
með Svönu þakka ég af öllu hjarta nú
að leiðarlokum.
Ekki liðu árin án þess að veikindi
sæktu að Svönu og Gísla, fyrst veikt-
ist hann af sjaldgæfum erfiðum sjúk-
dómi, en með mikilli þolinmæði náði
hann allgóðum bata, þá greindist
Svana með illkynja sjúkdóm, hún
gekk ákveðin og viljasterk gegnum
skurðaðgerð og lyfjameðferð, þurfti
hún að fara reglulega í eitt ár til
Reykjavíkur vegna þess. Hún fékk
bata og nokkur góð ár liðu þar sem
allt lék í lyndi og allir voru bjartsýnir
þar til sl. vetur að nýtt áfall dundi yfir
og þrátt fyrir tvær skurðaðgerðir var
ekki um bata að ræða og andaðist
hún 9. júlí sl.
Við Binni sendum Gísla vini okkar
innilegar samúðarkveðjur, einnig
Soffíu tengdamóður hennar og Árdísi
og allri hennar fjölskyldu. Ég sakna
góðrar vinkonu minnar og bið guð að
varðveita Svönu í eilífu ljósi sínu.
Arndís Erlingsdóttir.
Þrátt fyrir að mikil eftirsjá sé að
Svönu fylgir því einnig viss léttir, vit-
andi það að hún þarf ekki að þjást
meira eftir erfiða baráttu við krabba-
mein. Hugurinn reikar og minning-
arnar streyma fram. Þegar ég kynnt-
ist þér og fjölskyldunni varst þú
systirin á neðri hæðinni. Frænkan
sem hafðir alla tíð búið með systur
þinni og fjölskyldu hennar.
Ég minnist þín sem yndislegrar
konu sem vildir allt fyrir mig og fjöl-
skyldu mína gera. Þó svo að þú hverf-
ir á braut mun minning þín lifa um
ókomna tíð.
Á skírnardegi dóttur minnar árið
1996 er ég ekki í vafa um að það var
besta gjöf sem við hjónin gátum gefið
þér þegar við skírðum dóttur okkar
eftir þér.
Á þessari stundu þegar ég hugsa
til baka er ég viss um að það gladdi
þig og Lalla að við skyldum öll hittast
í Hallormsstaðarskógi á ferðalagi
hinn 9. ágúst sl. þegar þú hélst upp á
70 ára afmæli þitt. Sú stund var okk-
ur einnig dýrmæt.
Með tár í augum vil ég fyrir hönd
fjölskyldu minnar þakka þér fyrir allt
og bið góðan Guð að styrkja þinn
elskandi eiginmann, hann Lalla, og
okkur öll á þessum erfiðu tímum.
Guðrún Gísladóttir.
SVANBJÖRG
SVANBERGSDÓTTIR