Morgunblaðið - 20.07.2001, Síða 46
FÓLK Í FRÉTTUM
46 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
hefðbundnari lögum má nefna opn-
unarlagið, „That’s Your Problem
Baby“ sem „grúvar“ alveg massa-
vel, sömuleiðis „Battle of Funk“.
Daður við Gilberto og Getz í laginu
„Sumargyðjan“ finnst mér hins veg-
ar afar vafasamt. Ég vil svo sérstak-
lega minnast á umslagið sem er afar
vel heppnað: sveitt, svalt, „fönkað“
og flott.
veiki, meiri svita og meiri klikkun.
Einhvers konar afrískt fönk yfir-
fært á land elds og ísa – eitthvað
hratt, hrátt og hroðvirknislegt.
Svo er nú þó ekki og að sjálfsögðu
ómögulegt að skammast eitthvað út
í það.
En ástæðan fyrir því að ég nefni
þetta er sú að þessi „pottþétta“
nálgun gengur upp að mínu viti. Í
viðtali sem birt var í þessum blað-
hluta fyrir stuttu segja Jagúarliðar
að upptökur hafi tekið langan tíma
og yfirleguvinna hafi verið þónokk-
ur. Kannski er rót vandans falin
þarna. Því platan er vissulega skot-
held sem slík: uppfærsla hljóms er
næsta óaðfinnanleg, hljóðfæraleikur
góður, platan er útpæld og metn-
aðurinn greinilega mikill. En um
leið er eins og áhættuþættir og
dirfska hafi troðist undir í því ferl-
inu. Það vantar einhvern rífandi.
Það vantar í raun og réttu meira
„fönk“.
Að öðru efni en skyldu: hvítir
menn – svo ég geri mig nú sekan um
ópólitískan rétttrúnað – hafa margir
hverjir náð að iðka fönklist með góð-
um árangri í gegnum tíðina og mér
kemur til hugar sveitir eins Brand
New Heavies, Jamiroquai og Cor-
duroy í þessu tilliti. Aðilar sem hafa
með góðum árangri náð að laga
formið að sér og sínu sköpunarlega
innsæi. Svo virðist sem Jagúar hafi
lagt upp með fönkið sem eitthvað
brösótt, skítugt og hættulegt á Get
The Funk Out; það sýnir sig t.d. í
leik þeirra að „blaxplotation“ kvik-
myndageiranum og lagatitlum eins
og „Octopussy“ og „Strut“. Sú hug-
mynd nær þó ekki að skila sér nægj-
anlega vel út til hlustandans.
Best tekst Jagúar upp í lögum
sem bera með sér tilraunakenndan
blæ. „Evil Empire“ minnir t.d.
nokkuð á Miles og lokalagið „Fast
Forward“ er og skemmtilegt. Af
EFTIR síðustu plötu sína – hinn
ungæðislega, á stundum brokk-
genga, en þó afar heillandi frum-
burð, samnefndan sveitinni – hefur
Jagúar náð að fínpússa nálgun sína
við fönkið á þessari plötu hér.
Þetta er orðið alvöru band – þétt
og vel spilandi. Það er kannski þess
vegna sem leiðin sem hér er fetuð er
í nokkuð fágaðra lagi. Hljómur er
þýður og stimamjúkur og bragurinn
sléttur og felldur.
Platan sjálf er heilsteypt. Örygg-
inu stafar af henni, andinn yfir
henni er góður og ástríðan leynir
sér ekki. Sjálfur bjóst ég reyndar
við því að menn myndu leita meira í
hið villta eðli sem nafn hljómsveit-
arinnar vísar í – svona nánari út-
færslu á lagi eins og „Gustav Blom-
kvist“ sem er að finna á fyrstu plötu
en óhætt er að segja að það sé í
brjálæðislegra lagi. Vegna þess
hversu hagvön sveitin er orðin í
fönkfræðunum var ég einhvern veg-
inn búinn að sjá fram á meiri geð-
Eins og sést felast vonbrigði mín í
vangaveltum um ákveðnar nálganir
við formið „fönk“. Það mætti segja
að platan sé vel heppnuð sem dægi-
ljúft og áhlýðanlegt verk en því mið-
ur ekki eins vel sem rífandi stuð-
plata.
Hrynhiti við heimskautsbaug
Jagúar: (frá vinstri) Ingi, Börkur, Kjartan, Daði, Samúel, Sigfús.
TÓNLIST
G e i s l a d i s k u r
Get The Funk Out, annar geisla-
diskur Jagúar. Sveitin er skipuð
þeim Berki Hrafni Birgissyni, Daða
Birgissyni, Inga S. Skúlasyni,
Samúel J. Samúelssyni, Sigfúsi Erni
Óttarssyni og Kjartani Hákon-
arsyni. Þeim til aðstoðar eru Hrafn
Ásgeirsson, Birkir Freyr Matt-
híasson, Sturlaugur Jón Björnsson,
Jóel Pálsson, Gísli Galdur (DJ Ma-
gic), Kristján Kristjánsson, Matthías
MD. Hemstock, Cheick Ahmed Ti-
diane Bangoura, Alseny Sylla og
teitisfólkið. Lög eftir meðlimi Jagú-
ars, eitt lag eiga svo þeir Cheick Ah-
med Tidiane Bangoura og Alseny
Sylla. Tekið upp og hljóðblandað af
Daða Birgissyni. Stjórn upptöku
var í höndum Daða, Barkar, Samú-
els og Inga. 65,51 mín. FD gefur út.
GET THE FUNK OUT
Arnar Eggert Thoroddsen
89,5STERÍÓ
Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814
Stærsta töskuverslun landsins
Mikið úrval af vönduðum
ferðatöskum
á hjólum
Ferðatöskur-Handtöskur
-Mikið úrval- Verð frá kr.1400.-
kr. 8000.- kr. 7000.- kr. 6000.- kr. 5200.-
kr. 3900.- / kr. 4900
M O N S O O N
M A K E U P
litir sem lífga
MICK Jagger og
Bono hafa hljóðrit-
að saman dúett.
Talsmaður Rolling
Stones hefur stað-
fest að þeir hafi
flogið saman til
Kölnar í Þýska-
landi til að vinna
lagið sem stendur
til að verði fyrsta
smáskífan á vænt-
anlegri sólóskífu Jaggers. Vitanlega
heldur sami heimildarmaður því
fram að útkoman sé hreint stórkost-
leg.
Sólóskífan er væntanleg í haust og
segja sögur að í
einu laganna sem
þar verður að finna
og kallast „Gun“
skjóti hann firna-
föstu skoti að fyrr-
um eiginkonu
sinni, Jerry Hall,
fyrir að hafa ekki
viljað taka við sér
aftur og af þeim
sökum kramið
hjarta sitt.
Væntanleg breiðskífa verður
stjörnum prýdd því auk Bonos rétta
Jagger hjálparhönd þau Lenny Kra-
vitz, Pete Townsend og Missy Elliot.
Bitur JaggerHerskár Bono
Reuters Reuters
Jagger og Bono
syngja dúett