Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNNIÐ er ötullega við malbikunar- framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli þessa dagana en stefnt er að því að ljúka lengingu norður-suðurflug- brautar fyrir fyrsta ágúst. Hermann Hermannsson, verkefnisstjóri Flug- málastjórnar, segir að brautin verði 1.100 metrar eftir lenginguna en hluti hennar sé opinn nú til lendinga fyrir smærri vélar. „Hún er eitthvað um 800 metrar núna, en þegar hún verður orðin 1.100 metrar getur Fokkerinn notað hana,“ sagði hann. Hermann segir framkvæmdir við endurgerð flugbrauta vallarins vera á áætlun og stefnt sé að verklokum fyrsta október næstkomandi. Sam- hliða lengingu norður-suðurbrautar- innar er nú unnið að endurgerð styttri brautar sem sker hana en Hermann gerði ekki ráð fyrir að framkvæmdum við hana lyki fyrir verslunarmanna- helgi. „Þar er nú aðallega efnisskort- ur frá efnissölum að tefja okkur. Það vantar grjótefni sem Reykjavíkur- borg selur, en þeir hafa ekki undan að framleiða,“ sagði hann. Morgunblaðið/Billi Norður-suður flug- braut brátt opnuð Í gær viðraði vel til framkvæmda enda var hamast við að malbika á Reykjavíkurflugvelli. STARFSEMI á skurðstofum og gjörgæslu á Landspítala á Hring- braut er að færast í eðlilegt horf en fjölónæm baktería greindist þar sl. mánudag. Að sögn Karls G. Kristinssonar, yfirlæknis sýkla- fræðideildar, bendir allt til þess að tekist hafi að stöðva útbreiðslu bakteríunnar í þetta skiptið. Alls voru tekin um 550 sýni úr umhverfi, frá starfsfólki og sjúk- lingum og ræktuð. Öll umhverf- issýni frá skurðstofum og gjör- gæsludeild reyndust neikvæð. Niðurstöður eiga reyndar eftir að berast úr hundrað sýnum sem tek- in voru á þriðjudag og koma ekki fyrr en í dag, auk þess sem ekki hefur náðst í einhverja einstak- linga ennþá til að taka frá þeim sýni. Láðist að taka sýni „Við getum að minnsta kosti slegið því föstu að útbreiðslan, sé hún einhver, er ekki mikil og skurðstofurnar eru hreinar og gjörgæslan einnig. Það voru komn- ar niðurstöður frá nægilega mörg- um starfsmönnum á þessum stöð- um til að starfsemin gæti hafist. Við höfum ekki fundið annan starfsmann ennþá sem er jákvæð- ur,“ segir Karl, en skurðstofurnar og gjörgæslan voru opnaðar um hádegisbilið í gær. Í tilkynningu frá Landspítala segir að ljóst sé að láðst hafi að taka sýni af starfsmanni, sem fenginn var til afleysinga á spít- alanum, áður en hann hóf störf. Reglur kveði skýrt á um að svo skuli gert. „Reglunum var ekki fylgt nógu snemma, þeim var fylgt að því leyti að sýnið var tekið, en bara eftir að viðkomandi var byrj- aður að vinna. Það er venjan að sýnið sé tekið fyrr,“ segir Karl. Hann bendir á að fólk hafi talið að reglunum væri fylgt vel eftir en þetta gefi tilefni til þess að skoða betur hvort brögð séu að því að þeim sé ekki fylgt. Ef í ljós komi að verklagi sé ábótavant verði reynt að bæta það til að fyrir- byggja að svona lagað komi fyrir aftur. Þarf ekki að breyta reglunum Karl telur að reglurnar sem slíkar séu nógu góðar og þeim þurfi ekki að breyta. „Þetta hefur verið í þróun og er tiltölulega vax- andi vandamál sem kemur upp aft- ur og aftur. Við þurfum að laga okkur að breyttum aðstæðum og það sem hefur verið að gerast núna er að sumarafleysingar hafa verið tíðar, þess vegna getur verið að upplýsingar um að taka eigi sýni hafi ekki borist viðkomandi,“ segir hann. Aðspurður hver eigi að sjá til þess að starfsmenn fari í þessar ræktanir segir hann að það séu yfirlæknar eða deildarstjórar viðkomandi deilda, einstaklingur- inn sjálfur eigi ekki að bera ábyrgð á því. „Í þetta skipti fórst það bara fyrir, það er nógu mikið að gerast á sjúkrahúsum, mikið álag á veturna, hvað þá þegar fólk er í sumarfríi,“ segir Karl og minnir á að sýkingavarnadeild spítalans muni fara ofan í þessi at- riði. Þetta sé langtímamál sem þurfi að vinna úr og vera gott um alla framtíð. Að sögn Karls riðlaðist skipu- lagning á skurðstofunum mikið. Hann segir að þegar detti út tveir dagar og búið sé að skipuleggja aðgerðavikuna sé heilmikið púslu- spil að vinna það upp. Starfsemi á skurðstofum og gjör- gæslu að komast í eðlilegt horf „Reglunum var ekki fylgt nógu snemma“ SÖNGKONAN Björk á nú í samn- ingaviðræðum við Konunglega danska leikhúsið um að halda tón- leika með tónlistarmenn hússins sér til aðstoðar. Í Jyllands-Posten kem- ur fram að Björk muni koma fram í leik- og óperuhúsum víðs vegar um Evrópu í tilefni nýjasta geisladisks síns, Vespertine, sem verður gef- inn út 27. ágúst. Umboðsmenn Bjarkar Guð- mundsdóttur höfðu nýverið samband við Konunglega danska leikhúsið og föluðust eftir húsinu, svo og því að listamenn þess, þar á meðal tónlistarmenn, kæmu fram á tónleikum Bjarkar. Samningar eru ekki í höfn en Micha- el Christiansen, forstjóri Kon- unglega leikhússins, segist vona að af þeim verði, leikhússtjórnin hafi ákveðið að leyfa tónleikahaldið og sjálfur sé hann mikill aðdáandi Bjarkar. Hann vill ekki tjá sig nánar um samninginn. Í tilefni útkomu Vespertine mun Björk koma fram í La Sainte Chap- elle og Theatre Elysees í París, í Na- tional Opera House og St. John’s Cathedral í London og Alte Oper í Frankfurt. Þá eru sögusagnir á kreiki um að hún haldi tónleika í La Scala í Mílanó og Vínaróperunni. Ástæða þess að Björk kýs að koma fram í leikhúsum og óp- eruhúsum er sögð nýjar áherslur á nýju plötunni sem sé rólegri og af- slappaðri. Björk sagði nýlega í sam- tali við bandaríska tónlistartímaritið Billboard að erfitt yrði að flytja tón- listina af Vespertine á tónleikum, hún væri stemmning sem maður skapaði heima hjá sér, með vinum og kærasta. „Diskurinn fjallar um vetrardvala, að búa til heitt súkku- laði og lesa uppáhaldsbækur. Þeirri stemmningu er erfitt að ná fram í stórum sal og því kýs ég að spila í minni sölum þar sem er meiri nánd. Björk í Konunglega danska leik- húsinu Björk Guðmundsdóttir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DÓMSMÁLARÁÐHERRA gaf í gær út nýja reglugerð um öryggis- ráðgjafa við flutning á hættulegum farmi á vegum. Reglugerðin kveður á um að fyrirtæki sem annast flutn- ing, fermingu eða affermingu á hættulegum farmi skuli hafa í þjón- ustu sinni öryggisráðgjafa með það hlutverk að fylgjast með því að gild- andi reglum um flutning af þessu tagi sé framfylgt, veiti fyrirtækinu ráðgjöf og annist skýrslugerð innan þess. Í reglugerðinni er ítarlega kveðið á um verkefni öryggisráðgjaf- ans og þær kröfur sem gerðar eru til hans um þekkingu. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að fyrirtæki sem annast flutning og meðhöndlun hættulegs farms skuli tilnefna öryggisráðgjafa fyrir 1. janúar næstkomandi og að Vinnueftirlitið stofni til námskeiða síðar á árinu til að svo megi verða. Þá segir að reglurnar séu til samræmis við reglur sem teknar hafa verið upp á Evrópska efnahagssvæðinu. Flutningur á hættulegum farmi Krafa um ráðningu öryggisfulltrúa FORELDRAR barna sem fæðast á fæðingardeild Landspítalans þurfa engar áhyggjur að hafa af því að óvið- komandi aðilar komist í tæri við börn þeirra, þannig að þeir komist í að- stöðu til að nema þau á brott, eins og kom fram í fréttum að gerst hefði í Haugasundi í Noregi fyrir skömmu. Guðrún Eggertsdóttur, yfirljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans, segir barnanna vel gætt öllum stundum og að engin hætta sé á því að óviðkom- andi fólk komist nálægt börnunum. „Allra síst eins og þetta er núna, börnin eru orðið mest allan tímann inni hjá mæðrum sínum. Ef þau eru frammi um stund, þá sitja ljósmæður hjá þeim allan tímann,“ segir Guðrún. Áður var það svo, segir Guðrún, að börnin voru mestan hluta dags inni á barnastofu, en þar voru einnig alltaf ljósmæður til staðar. Barnanna vel gætt öllum stundum Fæðingardeild Landspítalans TALIÐ er að um 20–30% Íslend- inga séu smituð af kynfæra- áblæstri eða herpes. Engin var- anleg lækning er til við þessum sjúkdómi en draga má úr einkenn- um með lyfjagjöf. GlaxoSmithKline hefur í sam- vinnu við Hönnu Jóhannesdóttur, húð- og kynsjúkdómalækni, og Landlæknisembættið gefið út fræðslubækling um sjúkdóminn sem ætlað er að spyrna við út- breiðslu hans. Áreiðanlegar tölur um tíðni eru ekki til Í bæklingnum kemur fram að al- gengasta smitleið sjúkdómsins sé að smitaður einstaklingur beri veiruna óafvitandi í rekkjunaut sinn. „Miklar ranghugmyndir og fordómar eru ríkjandi varðandi kynfæraáblástur og getur það valdið sektarkennd og vanmáttar- kennd hjá smituðum. Til dæmis er það útbreidd skoðun að sá sem haldinn er sjúkdómnum „hljóti að hafa átt marga rekkjunauta og stundað skyndikynni“. Hugmyndir sem slíkar eru fjarri raun- veruleikanum,“ segir í bæklingn- um. Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í raun væru ekki til neinar áreiðanlegar tölur um tíðni herpes. Í Evrópu væri tal- ið að um 20–30% væru smituð og menn teldu ekki ástæðu til annars en að gera ráð fyrir svipaðri tölu hér á landi. Guðrún segir Land- læknisembættið ekki hafa orðið vart við aukna tíðni herpes-smita upp á síðkastið. Tíðnin sé há enda sé herpes lúmskur sjúkdómur. Margir geti verið sýktir án þess að fá sjúkdómseinkenni og geti því smitað aðra án þess að vita af því. Sjúkdómurinn berist einnig nokk- uð auðveldlega á milli. Tvær tegundir eru til af herpes- veiru, herpes 1 og herpes 2. Sú fyrrnefnda er nefnd munnáblástur en hin síðari kynfæraáblástur. Guðrún segir að á síðustu árum hafi borið sífellt meira á því að munnáblástur berist í kynfæri og öfugt. Ástæðan fyrir því sé að öll- um líkindum breyttur lífsstíll. Rannveig Pálsdóttir, húð- og kynsjúkdómalæknir, segir að margir þeirra sem smitist af herp- es upplifi skömm og fordóma. Svo rammt kveði að þessu að jafnvel þeir sem fái húðsjúkdóma við kyn- færi blygðist sín. Þá sé ekki sé hægt að tengja herpes eingöngu við kynmök. Sjúkdómurinn geti einnig smitast við snertingu með fingrum. Fólk leiti til læknis Rannveig segir að telji fólk sig vera með herpes eigi það að leita til læknis, ekki síðar en þremur dögum eftir að einkennin koma fram. Þó svo herpes sé ólæknandi sé hægt að halda einkennunum niðri með lyfjagjöf og einnig er hægt að fá deyfandi krem. Líkt og með aðra kynsjúkdóma eiga þeir sem skipta um rekkjunauta helst á hættu að smitast af herpes. Rann- veig segir sjálfsagt fyrir þá sem ekki eru í föstu sambandi að láta kanna hvort þeir hafi kynsjúkdóm. Margir geri það reglulega, bara til að vera vissir. Þá brýnir hún fyrir þeim sem ekki eru í föstu sam- bandi að nota smokk við samfarir. Talið er að 20–30% Íslendinga séu smituð Engin varanleg lækning er til við kynfæraáblæstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.