Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 25
MORTÉL
Sjá nánar í
sjónvarpsþættinum
Kokkur án klæða
Klapparstíg 44
sími: 562 3614
ÞÓRÐUR Ingvarsson sýnir tölvu-
prentmyndir á Mokka. Sumar setur
hann undir gler, aðrar eru prentaðar
á striga. Á síðustu árum hefur graf-
íktæknin tekið byltingarkenndum
stakkaskiptum með tilkomu tölvunn-
ar. Það er augljóst að hin nýja tækni
mun ekki hafa minni áhrif á grafíklist
framtíðarinnar en hún hefur þegar
haft á grafíska hönnun. Spurningin
er aðeins hvenær grafíkpressur
verða almennt komnar í beint sam-
band við tölvuna svo hægt verði að
stjórna prentferlinu með hnappa-
borðinu. Þetta er auðvitað þegar
komið í allri almennri prentun, en
grafíkverkstæðin eiga örugglega eft-
ir að stíga skrefið til fulls áður en
langt um líður.
Vandinn við þessa nýju tæknibylt-
ingu er einna helst sá að það er svo
auðvelt að drukkna í óendanlegu for-
ritaflóði hennar. Persónuleg afstaða
listamannsins verður hreint auka-
atriði eða hverfur undir þykku lagi af
tæknibrellum sem finna má í forrit-
um á borð við þau sem Þórður notar.
Það eru forritin Photoshop, Illustrat-
or og Poser, að viðbættum 3d Studio
Max, Ray Eream Studio, Bryce og
Macromedia, og undirforritum
þeirra svo sem Flash, Director og
Freehand, svo þau helstu séu nefnd.
Það er ljóst á sýningu Þórðar að
útkoman er misjöfn vegna þeirrar of-
uráherslu sem listamaðurinn leggur
á tæknifágun verka sinna, beinlínis á
kostnað innihaldsins. Það er synd
vegna þess að svo virðist sem Þórði
sé mikið niðri fyrir og hafi mjög
sterka þörf fyrir að tjá sig um lífið og
tilveruna. Alvara þessarar tjáþarfar
vill hins vegar hverfa í hafsjó graf-
ískra útúrdúra og sértækra smá-
tákna. Allsherjarhreingerningar á
öllum brellum er þörf ef Þórður á að
geta sannað sig sem tölvulistamaður.
Tölvuprentaðir
draumar
MYNDLIST
M o k k a ,
S k ó l a v ö r ð u s t í g
Til 1. ágúst. Opið daglega frá kl. 10
til 23:30. Sunnudaga frá kl. 14 til
23:30.
TÖLVUGRAFÍK
ÞÓRÐUR INGVARSSON
Halldór Björn Runólfsson.
„Listamaðurinn leggur ofuráherslu á tæknifágun,“ segir í gagnrýni.
ÞÓR Breiðfjörð Kristinsson syng-
ur á tónleikum í Stykkishólms-
kirkju kl. 20.30 í kvöld. Þór Breið-
fjörð, sem er
ættaður úr
Hólminum, hefur
dvalist síðastliðin
fimm ár í Bret-
landi, þar sem
hann nam við
Arts Educational
London School
og lauk post
graduate námi í
söngleikjum.
Hann hefur síðan leikið í söng-
leikjum þar ytra eins og Jesus
Christ Superstar og Les Miser-
ables. Þór Breiðfjörð vakti fyrst
athygli þegar hann söng hér heima
í Hárinu, og síðar hlutverk Júd-
asar í Jesus Christ Superstar.
Hann starfaði sem lagasmiður og
stúdíótónlistarmaður hér heima og
var um tíma í hljómsveitinni
Zölku. Frá því að leið hans lá í
leikhúsin á West End hefur hann
verið forfallaleikari og síðar leikari
og söngvari í stórum hlutverkum í
þekktum söngleikjum. Í vor lék
hann hlutverk Jehóva í nýjum
söngleik, Roll over Jehova, og nú
síðast fór hann með aðalhlutverkið
í hinum langlífa söngleik Ken
Hills, Phantom of the Opera.
Á efnisskránni eru lög úr söng-
leikjum sem Þór hefur leikið í
ásamt nokkrum vel þekktum lög-
um úr sígildum verkum eins og
West Side Story og My Fair Lady.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir verður
meðleikari Þórs á tónleikunum í
Stykkishólmskirkju. Hún er píanó-
kennari að mennt, en lauk fram-
haldsnámi í píanóleik frá Guildhall
School of Music and Drama í
London. Hún er nú skólastjóri
Tónlistarskóla Borgarfjarðar í
Stykkishólmi.
Úr Hólm-
inum á
West End
Þór Breiðfjörð
Kristinsson
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is