Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 11 EINS og greint var frá í Morgunblaðinu á sunnu- dag hefur níu nemendum sem luku námi á fyrsta ári á hrossabraut við Hólaskóla verið synjað um skólavist á næsta ári. Valgeir Bjarnason aðstoð- arskólameistari sagði ástæðuna einkum vera að- stöðuleysi til verklegrar kennslu. Berglind Sigurðardóttir fékk synjunarbréfið frá Hólaskóla í hendurnar 5. júlí sl. en fram að því hafði hún gert ráð fyrir því að hefja nám á 2. ári hrossabrautar í haust. Hún segist fyrst hafa fengið að vita af því að fjöldi nemenda á 2. árið yrði takmarkaður þegar hún las synjunarbréfið. Engin slík tilkynning hafi verið gefin út þegar hún hóf nám við skólann í fyrrahaust. Nemendur hafi ítrekað spurt skóla- yfirvöld að því í vor hvort fjöldinn yrði takmark- aður en fengið þau svör að verið væri að kanna málið, þau skyldu þó ekki hafa neinar áhyggjur. Vissi ekki af skilyrðum fyrir áframhaldandi skólavist Þeir nemendur sem fá að halda áfram námi á 2. ári voru valdir úr á grundvelli árangurs í verklegri reiðmennsku. Berglind segir að nemendur hafi ekki vitað að verklegi þátturinn yrði lagður til grundvallar fyrir áframhaldandi skólavist fyrr en þau fengu synjunarbréfið í hendurnar. Hún bætir við að árangur í verklegri reiðmennsku fari að nokkru leyti eftir gæðum hrossanna en sé ekki endilega besti mælikvarðinn á hæfni knapans. Sjálf fékk Berglind 7,9 í meðaleinkunn eftir fyrsta árið en var sem fyrr segir synjað um áframhald- andi skólavist. Hún segir að hefði hún vitað af þessum takmörkunum og skilyrðum þegar hún hóf fyrst að íhuga nám við skólann sé alls óvíst að hún hefði sótt um skólavist. Í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag sagði Val- geir Bjarnason að þeir, sem var synjað um nám á 2. ári, hefðu verið hvattir til að sækja um skólavist að ári. Berglind segist ekki viss um að hún hafi lengur áhuga á áframhaldandi námi við Hólaskóla eftir þá framkomu sem skólayfirvöld hafi sýnt henni. Einar Sigurjónsson hdl. sem er lögmaður ann- ars nemanda sem var synjað um skólavist hefur sent skólameistara Hólaskóla bréf og óskað eftir skriflegum upplýsingum frá skólanum um ýmis atriði sem varða ákvörðunina. Í bréfinu segir að með synjunarbréfinu hafi engar marktækar skýringar fylgt og að ákvörð- unin sé fullkomlega órökstudd. „Þrátt fyrir góða meðaleinkunn, þ.m.t. vegna prófa í reiðmennsku, og að hún hafi fullnægt auglýstum inntökuskil- yrðum, hefur umbjóðanda mínum verið synjað um áframhaldandi skólavist á 2. ári hrossabrautar, annars vegar með tilvísan í „takmarkaða kennslu- aðstöðu“ og hins vegar vegna námsárangurs í „verklegri reiðmennsku“. Kennslulok voru um miðjan maí sl. en synjunarbréf Hólaskóla er dag- sett 29. júní sl. og þess í millum var umbjóðanda mínum ekki tilkynnt um meintan ófullnægjandi námsárangur né heldur gefinn kostur á endur- upptöku prófa.“ Starfsreglur þurfa að vera skýrar og vel auglýstar „Hólaskóli er ekki einkaskóli heldur opinber menntastofnun undir yfirstjórn landbúnaðarráð- herra og um skólann gilda því viðeigandi lög og reglur um framhaldsskóla og jafnvel háskóla þeg- ar til framtíðar er litið. Það felur í sér að starfs- reglur skólans þurfa að vera skýrar og vel auglýst- ar, þ.á m. inntökuskilyrði og mat á námsárangri. Í birtum gögnum Hólaskóla er tekið fram að inn- tökuskilyrði fyrir 2. ár hrossabrautar sé að um- sækjandi sé hestafræðingur og leiðbeinandi án nokkurra frekari fyrirvara,“ segir í bréfinu. Svarbréf hafði ekki borist frá Hólaskóla í gær. Nemandinn áskildi sér rétt til að kæra ákvörðun Hólaskóla til landbúnaðarráðherra og jafnframt fara fram á endurgreiðslu skólagjalda. Lögfræðingur nemanda sem synjað var um skólavist við Hólaskóla Synjunin órökstudd og skýringar ómarktækar Einar Bragason, veiðivörður í Vopnafirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun, að veiði væri að glæðast í Hofsá eftir mjög rólega byrjun. „Það er mikið vatn í ánni núna og mjög kalt og rigning. Skilyrði sem sagt slæm, en samt eru þeir að plata 15 til 20 laxa á land á dag þessa daganna. Það stefnir í 100 laxa viku hjá okkur sem er kannski eðlilegt í júlí. Svo er allur besti tíminn í Hofsá eftir, þetta er mikil síðsumarsá,“ sagði Einar. Einar sagði ennfremur að það væru góðar smálaxagöngur sem héldu uppi veiðinni, því lítið hefði verið af stærri laxinum fyrr í sum- ar. Á þriðjudagskvöldið voru komnir 180 laxar á land. Góður gangur „Það er ekkert mok í Þverá/ Kjarrá, en það er góður gangur í veiðinni, komnir um 840 laxar á land á þriðjudagskvöld miðað við 730 á sama tíma í fyrra. Þetta er því betra en þá og veiðin er jöfn og bærileg,“ sagði Jón Ólafsson, einn leigutaka Þverár/Kjarrár, í samtali í gærmorgun. Þverá/Kjarrá er sama áin og er Kjarrá efri hlutinn. Í Kjarrá er að- eins veitt á flugu í sumar, en bland- að agn notað sem fyrr í Þverá. Sagði Jón að spennandi yrði að bera árhlutana saman í haust, því þeir hefðu verið mjög svo samstiga í veiði í gegnum árin og því gætu menn séð hvernig það kemur út að leyfa aðeins flugu. Prýðisveiði í Fáskrúð Ágætlega hefur gengið í Fá- skrúð í Dölum síðustu daga, t.d. veiddi síðasta hollið í ánni 20 laxa, en veitt er á þrjár stangir í tvo daga. Fregnir herma að veiðin þar sé nú helmingi meiri en á sama tíma í fyrra, en heildartöluna höf- um við þó ekki við höndina sem stendur. Lax þakkar fyrir sig Veiðimaður sem var að veiðum við nýju rafstöðina, á svæði 2 í Fljótá í Fljótum á mánudag fékk lax á rauða Frances flugu. Hann losaði úr fiskinum og reyndi að hressa hann við eftir bestu getu áð- ur en laxinum var sleppt. Þetta tók tímann sinn og veiðimaðurinn velti því fyrir sér hvort laxinum hefði verið sleppt of fljótt, því fiskurinn virtist þróttlítill og fór á ská undan straumnum þegar honum var sleppt. Vöknuðu efasemdir veiði- félaga um hvort það að veiða og sleppa ætti rétt á sér. Í gær var sami veiðimaður á svæði 3 í Fljótá, sem er neðan við svæði 2. Hann var að ljúka við að veiða Berghyl. „Ég óð aðeins út í hylinn og var þar að hreinsa fluguna. Þá varð mér litið til hliðar og viti menn. Þar er fiskurinn kominn sem ég sleppti á svæði 2 og er ekki nema svona meter frá mér. Hann er auðþekkt- ur, því hann hefur lent í netum og er með einskonar kraga um háls- inn. Mér fannst eins og hann væri að heilsa upp á mig og segja: Skil- aður því til félaga þinna að þetta svínvirkar – að veiða og sleppa,“ sagði þessi veiðimaður. Glæðist í Hofsá Guðmundur Týr Þórarinsson veiddi sinn fyrsta lax í Hlíðarkvörn í Svartá fyrir fáum dögum. Hann var ekki af smærri gerðinni, 18 punda hængur sem tók hálftommu rauða Frances túpu. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Á FUNDI starfshóps um flutning hættulegra efna um jarðgöng voru í gær rædd tildrög og eftirmál meng- unarslyss sem átti sér stað fyrr í mánuðinum í Hvalfjarðargöngum. Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismað- ur, fer fyrir starfshópnum sem dómsmálaráðherra skipaði í vetur í kjölfar þess að samþykkt var þings- ályktunartillaga þess efnis að fela ætti ríkisstjórn að setja reglur um flutninga eldfimra efna um jarðgöng. Að sögn Arnbjargar var sérstaklega boðað til fundarins vegna atviksins sem átti sér stað í Hvalfjarðargöng- um 13. júlí þegar tankbíll Olíudreif- ingar hf. missti þar niður nokkuð af bensíni. Hópurinn skili áliti í haust „Við fórum yfir það sem gerst hafði og kölluðum, meðal annars, á fund okkar Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóra og Stefán Reyni Kristinsson, framkvæmda- stjóra Spalar ehf. Þá kom fram að allir aðilar sem koma að þessum mál- um, Spölur ehf., slökkvilið og lög- regla, eru að fara yfir viðbragðsáætl- anir sínar og munu væntanlega strax í haust skila niðurstöðum til Bruna- málastofnunar og Almannavarna ríkisins,“ sagði Arnbjörg. Jafnframt kom fram í máli hennar að Gestur Guðjónsson, fulltrúi Samtaka at- vinnulífsins í starfshópnum, hafi greint frá því að flutningsaðilar ætli sér að setja vinnureglur um flutning hættulegra efna um Hvalfjarðar- göng og takmarka frekar þann tíma sem þeir ætla til slíkra flutninga. Þær takmarkanir sagði Arnbjörg að ættu að gilda þar til starfshópurinn hefði lokið störfum. Hún segist von- ast til að starfshópurinn geti skilað áliti sínu í haust en segir það verða að ráðast nokkuð af hvernig gangi að fara yfir gögn erlendis frá. Lærdómur dreginn af slysinu „Það er verið að vinna að athugun þessara mála hjá OECD og við erum að fara í gegnum skýrslur og reikni- líkön sem þeir hafa sett upp og unnið að,“ sagði Arnbjörg og bætti við að einnig hefði verið litið til þeirra reglna sem væru í gildi í Noregi og í burðarliðnum væri samstarf við norskan sérfræðing sem væri að vinna í þessum sömu málum fyrir Norðmenn. „En þar eru reyndar mjög mismunandi reglur í gangi eft- ir því hvernig göngin eru og hvar þau eru. Svo er það líka svæðisbundið hvaða reglur eru í gildi hjá þeim. Þannig að það er heilmikil vinna að fara í gegnum þetta,“ sagði hún. Arnbjörg sagði jafnframt að fyrst ekki fór verr hefði mátt draga vissan lærdóm af óhappinu en það hefði ekki verið ætlunin að gerast einhver dómstóll í því hver væri ábyrgur. „Menn gátu séð hvað betur mátti samhæfa í viðbrögðum við slysum af þessu tagi, þar voru t.a.m. hlutir sem snúa að fjarskiptakerfum og öðru slíku,“ sagði hún. Starfshópur um flutning hættu- legra efna um jarðgöng Fundað vegna atviks í Hval- fjarðargöngum ♦ ♦ ♦ ÚTVARPSSTJÓRI hefur sam- þykkt tillögu Bjarna Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra RÚV, og Boga Ágústssonar fréttastjóra um skipulagsbreytingar á fréttastofu ríkissjónvarpsins. Breytingarnar felast í því að Elín Hirst og Logi Bergmann Eiðsson eru gerð að varafréttastjórum, en fyrir eru varafréttastjórarnir Helgi H. Jóns- son og Ólafur Sigurðsson. Jafn- framt verður sú breyting að Elín Hirst verður framvegis staðgengill fréttastjóra en Helgi H. Jónsson hefur til þessa verið staðgengill fréttastjóra. Breytingarnar hafa þegar tekið gildi. Bogi Ágústsson segir að verið sé að styrkja stjórnun á fréttastofunni með því að fjölga starfsmönnum í ábyrgðarstöðum. „Logi hefur gegnt daglegri ritstjórn að mestu leyti á fréttastofunni að undanförnu sem vaktstjóri. Við erum að styrkja stjórnunarþáttinn,“ sagði Bogi. Hann sagði að fréttamönnum yrði ekki fjölgað í takt við fjölgun í stjórnunarstöðum. Bogi segir það rétt að Helgi hafi áður verið staðgengill fréttastjóra en í styttri fjarveru fréttastjóra hafi vaktstjóri yfirleitt hlaupið í skarðið. Framvegis verði Elín hins vegar staðgengill fréttastjóra. Tveir nýir varafrétta- stjórar hjá ríkissjón- varpinu UNG kona ók bifreið sinni út af Skeiða- og Hrunamannavegi um klukkan sjö í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Selfossi var konan ein í bif- reiðinni og var flutt með sjúkrabif- reið til Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild slasaðist stúlkan ekki al- varlega og er líðan hennar góð eftir atvikum. Flutt á slysa- deild eftir að hafa ekið út af ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.