Morgunblaðið - 26.07.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.07.2001, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 13 Drífðu þig af stað Síðustu dagarnir. Allt á að klárast! , áður en það verður of seint! Úlpa Ótrúleg i í Fálka húsinu , Suður landsb raut 8 Strigas kór 500 kr.fráf ÚTIVISTA RMARKA ÐURINN ENN MEI RI AFSLÁ TTUR! Full bú ð af spenna ndi útivista rvörum ! 1000kr. JAM skór moonb oots áður 8 900 kr1000k r. Opið frá kl. 12:00 -18:00 30-90% Stórt 3 manna kúlutja ld með fo rtjaldi áður 1 3.900 k r8995 kr. FULLTRÚAR Neslistans, minni- hlutans í bæjarstjórn Seltjarnarnes- bæjar, leggja til að hjúkrunarheimili fyrir aldraða fyrir Seltjarnarnes og vesturbæ Reykjavíkur verði fundinn staður á landfyllingu, sem nær út frá Eiðsgranda út í Eiðisvík og leggja jafnframt til að þar verði mennta- skóla og hæfilega þéttri íbúðabyggð fundinn staður. Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnar- nesbæjar í síðustu viku lögðu fulltrú- ar Neslistans fram fjórar tillögur vegna hjúkrunarheimilisins, vegna framkominna hugmynda bæjar- stjóra og formanns skipulagsnefnd- ar um staðsetningu heimilisins í Norðurtúni. Í tillögum fulltrúa Neslistans var vísað var til hugmynda Borgarskipu- lags Reykjavíkur um landfyllingu út frá Eiðsgranda út í Eiðisvík. Leggur Neslistinn í fyrsta lagi til að sá geiri uppfyllinganna sem nær yfir á land Seltjarnarness verði stækkaður til norðurs og vesturs (þó ekki að íbúða- byggð í Strandahverfi) til samræm- ingar landfyllingu Reykjavíkurmeg- in bæjarmarka. Þó er skilyrt að niðurstöður umhverfisathugana mæli ekki gegn þessu. Í öðru lagi er m.a. lagt til að hefja framkvæmdir við þennan þátt land- fyllinganna sem fyrst, verði niður- stöður umhverfisathugana jákvæð- ar. Í þriðja lagi er lagt til að hjúkr- unarheimili fyrir Seltjarnarnes og vesturbæ Reykjavíkur verði fundinn staður á þessari landfyllingu, eins og áður gat, ásamt menntaskóla og hæfilega þéttri íbúðabyggð.                              !        "  #      $    % &                Vilja hjúkrunarheim- ili á landfyllingu Seltjarnarnes TILLAGA um að búið verði til nýtt svið, umhverfis- og tæknisvið, í stað borgarverkfræðings og und- ir þetta svið muni heyra ný stofn- un á sviði umhverfis- og heilbrigð- ismála sem kallist Umhverfis- og heilbrigðisstofa var lögð fram til kynningar á fundi borgarráðs á þriðjudag. Að sögn Hrannars B. Arnarssonar, formanns umhverfis- og heilbrigðisnefndar, er hér um að ræða nýja og sjálfstæða stofnun sem sameinar það starf á sviði um- hverfis- og heilbrigðismála sem hingað til hefur verið sinnt á ýms- um stöðum í borgarkerfinu. „Ef af verður má gera ráð fyrir að þetta verði sterk og sjálfstæð stofnun með á annan milljarð króna í veltu. Hún mun taka yfir starf heilbrigð- iseftirlitsins, starf garðyrkjustjóra innan embættis borgarverkfræð- ings og eins hreinsunardeildina,“ segir Hrannar. Ekki er enn búið að samþykkja tillöguna en að sögn Hrannars er líklegt að hún verði afgreidd end- anlega í byrjun ágúst. „Þetta eru mikil tíðindi í umhverfismálum og eðlilegt framhald af vexti umhverf- ismála innan borgarinnar, “ segir Hrannar. Umhverfis- og heil- brigðisstofa í bígerð Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.