Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 27 Verðhrunið hefst í dag. Allt á 50% afslætti ENDALAUST kem- ur þetta land, Taíland, þér á óvart. Við nýjar forsendur í íslensku efnahagslífi er ljósara en nokkru sinni, hve litla íslenska krónan hefur hér mikinn kaupmátt. Það kemur ferðamanni frá Íslandi vel, þegar kaupmáttur krónunnar á Vestur- löndum hefur rýrnað um 25–40% á einu ári. Hér getur Íslending- urinn gist á mjög þokkalegum, heimilis- legum gististöðum fyr- ir aðeins kringum 1.000 krónur á dag, sem er um þriðjungur verðs á farfuglaheimili í Reykjavík eða einn fimmti verðs á sveitahóteli. Þú getur borðað góða tvíréttaða máltíð fyrir um 200 krón- ur og bjórinn kostar um kr. 80–100, jafnvel á skemmtistöðunum. Hér kostar bensínlítrinn aðeins um 30 krónur, startgjald með leigubíl er 70 krónur. Og þú ekur langar leiðir milli borgarhverfa fyrir um 200 krónur. Sem þumalputtareglu má miða við, að íslenska krónan hafi enn fimmfaldan kaupmátt hér mið- að við Ísland. Efnahagsbatinn hægur hér Chakri-ættin hefur farið óslitið með konungsvaldið í Taílandi frá því á seinni hluta 18. aldar. Þjóðin átti því láni að fagna að eiga marga kon- unga, sem voru frábærir stjórnend- ur í skjóli menntunar sinnar og mannkosta, svo sem Chulalongkorn, sem var eins konar endurreisnar- maður með þjóð sinni. Sennilega nýtur enginn þjóðhöfðingi heimsins í dag annarrar eins virðingar eins og núverandi konungur, Bumiphol, sem setið hefur á veldisstóli í rúma hálfa öld sem Rama níundi, er enn virkur og óstöðvandi í viðleitni sinni að halda uppi hefðum og menningu þjóðarinnar og setja niður deilur milli átakahópa þjóðfélagsins. Sam- heldni þjóðarinnar um menningar- lega sögu sína og þjóðleg gildi er í beinu samhengi við takmarkalausa virðingu þegnanna fyrir konungi sínum og skoðunum hans jafnt og lotningu fyrir lífsspeki og kenningum Búdda. Mikil uppsveifla hafði verið í taílensku efnahagslífi, eins og annarsstaðar í löndum Suðaustur-Asíu um all- langt skeið með hag- vexti sem nam oftast um 7–9% árlega. En fjárfestingin var of hröð, framkvæmdir ekki í takt við eigið fjármagn, skuldir uxu með aukinni vaxta- byrði, og þenslan fór úr böndunum. Af þessu súpa Taílendingar enn seyðið, og hægt miðar í framfaraátt. Útlendingar fleyta hins vegar rjómann af ástandinu með hagstæðum innkaupum á fram- leiðsluvörum, og ferðamenn blómstra hér og geta leyft sér að lifa lúxuslífi fyrir minna fé en þekk- ist nokkurs staðar í heiminum í dag. Ár eftir ár er Bangkok valin besta hótelborg heimsins af ferðamönn- um, enda er fjölbreytnin ótrúleg og gæði í sérflokki. Á það ekki síst við um frábæra þjónustu með bros á vör, sem kemur Vesturlandabúa þægilega á óvart, vönum önugu starfsfólki, er oft leysir störf sín með augljósri vanþóknun. Fantasía – glæsilegasta sýning heimsins í dag Á Phuket-eyju undan vestur- strönd Suður-Taílands býðst gest- um og gangandi nú að líta sýningu, sem verðlaunuð hefur verið sem besta framlag í heiminum í dag á sviði þjóðlegrar menningar. Skrifari þessa bréfs hefur átt þess kost áður að sjá hana, en ekki látið af því verða fyrr en nú. Er skemmst frá því að segja, að svo undrandi og heillaður varð hann, að hann minn- ist ekki um daga sína annars eins og er nú að fara annað kvöldið í röð til að fullvissa sjálfan sig um að sýn- ingin hafi verið raunveruleg en ekki aðeins fagur draumur. Sjálfur sýn- ingarsalurinn, sem rúmar á annað þúsund áhorfendur, er tæknilega betur búinn en nokkurt leikhús sem um getur til þessa. Fjöldi leikara og dansara í litríkum þjóðlegum bún- ingum er á fjórða hundrað, auk 30 fíla, einnig skrautlega búnum í skrúðgöngu, leikandi hvers konar listir, auk fleiri dýrategunda, fugla sem fljúga um loftið, að ógleymdum fagurbúnum mannverum, sem komu svífandi ofan úr loftinu eins og guð- legar verur. Í heild er sýningin glæsilegasta fljöllistasýning sem vit- að er um í heiminum til þessa dags, en öll byggð á þjóðlegum grunni aldagamallar menningar taílensku þjóðarinnar, tengd saman með tón- list og dönsum frá fortíð til nútíðar á meistaralegan hátt. Því miður þekkja fæstir Íslendingar enn lítið til taílenskrar menningar, nema sukksins á börum Pattaya, sem gefa aðra mynd og öllu neikvæðari af sögu og ótrúlega glæstri menningu þessarar þjóðar, sem tókst að halda sjálfstæði sínu í baráttu þúsund ára. Allt umhverfið í Kamala, þar sem sýningin Fantasía fer fram er heill ævintýraheimur, svo snilldarlega úr garði gerður að ekki á sér hlið- stæðu. Bréfritari fullyrðir, að sýn- ingin er toppur hverrar Taílands- ferðar og ein og sér ferðarinnar virði, þótt fólk komi langt að. Hún er líka til þess fallin að sýna heim- inum fyrir hvað taílenska þjóðin stendur og að Taíland er ein feg- ursta perlan í ferðaheiminum. Þar sem krónan hefur fimmfaldan kaupmátt Ingólfur Guðbrandsson Höfundur er forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs. Taíland Ferðamenn blómstra hér, segir Ingólfur Guðbrandsson, og geta leyft sér að lifa lúxuslífi fyrir minna fé en þekkist nokkurs staðar í heiminum í dag. LESENDUR Síma- skrár hafa margir veitt athygli orðinu „veit“ fyrir aftan nafn fjöl- margra tannlækna á gulu síðum skrárinnar aftast í aðalbókinni. Eins og auglýst er í upphafi flokksins tann- læknastofur á gulu síð- unum gefur „veit“ til kynna að viðkomandi tannlæknar ástundi virka endurmenntun í endurmenntunarkerfi Tannlæknafélags Ís- lands, en VEIT stendur einmitt fyrir „Virk end- urmenntun íslenskra tannlækna“ og var kerfið tekið í notk- un í janúar 2000. Enda þótt VEIT sé ungt kerfi á vegum félagsins hafa flestir ef ekki allir starfandi tannlæknar ástundað virka endurmenntun um árabil þótt ekki hafi verið haldið utan um það með formlegum hætti innan félags- ins. Tannlæknar vita að til þess að geta veitt sjúklingum sínum ávallt fyrsta flokks þjónustu verða þeir að afla sér reglulega endurmenntunar, bæði hér á landi og erlendis. Það gera þeir með því að sækja námskeið, ráð- stefnur og þing hér innanlands, bæði á vegum Tannlæknafélags Íslands og ýmissa þjónustuaðila, en einnig og ekki síður til nágrannalandanna og vestur um haf. Tannlæknafélög víða um heim gangast fyrir mjög öflugum námskeiðum sem íslenskir tannlækn- ar sækja reglulega. Mikill tími Í VEIT fá tannlæknar eina einingu fyrir hverja klukkustund sem ástunduð er. Til að mynda gefur heilsdagsnámskeið sex einingar þeg- ar búið er að draga frá kaffi og mat- artíma. Einnig er unnt að fá metinn lestur fræðilegra greina í viður- kenndum vísindatímaritum sem fjöl- mörg gefa kost á slíku mati með krossaprófi aftan við faggreinar. Þarf þá viðkomandi að leysa prófið og senda til síns félags sem gefur ein- ingar í staðinn. Það hefur í raun verið ótrúlegt að fylgjast með því hversu mikla endurmenntun íslenskir tann- læknar stunda. Á fyrsta ári VEIT (árið 2000) stunduðu sumir tann- læknar endurmenntun í sem svarar hátt í hundrað klukkustundir og sum- ir meira. Voru þess jafnvel dæmi að þeir sem elstir eru í félaginu og löngu hættir að starfa sem tannlæknar hafi stundað endurmenntun í meira en tuttugu klukkustundir. Verða mun fleiri Endurmenntunarkerfi þurfa að slíta barnsskónum og tannlæknar að tileinka sér þau vinnubrögð að halda til haga staðfestingum á því að þeir hafi sótt námskeið eða lesið faggrein- ar sem gefa einingar í VEIT. Þessum upplýsingum heldur skrifstofa Tann- læknafélagsins til haga og stjórn end- urmenntunarkerfisins metur eining- ar og færir inn í einingasafn viðkomandi tannlækna. Merkingarn- ar í Símaskrá 2001 gefa enn ekki raunsanna mynd af endurmenntunarmál- um íslenskra tann- lækna. Margir ástund- uðu á síðasta ári mjög virka endurmenntun án þess að tilkynna það til félagsins og óskuðu eft- ir því við starfsmenn Símaskrár að þeir yrðu merktir með „veit“, en það er skilyrði Símans að hver og einn tann- læknir tilkynni það sjálfur. Tannlækna- félagið getur ekki gert það fyrir hönd tann- lækna. Án efa verða mun fleiri tannlæknar merktir „veit“ við næstu útgáfu Símaskrár. Bestu tannlækningar Tannlækningar á Íslandi eru með- al þeirra bestu sem veittar eru í heiminum. Íslenskir tannlæknar standa í fremstu víglínu hvað varðar gæði lækninganna og tækjakost sem notaður er. Tannlæknar hér á landi fylgjast vel með öllum nýjungum í greininni en tileinka sér þær ekki fyrr en fullvíst er um ágæti þeirra. Þess öryggis njóta sjúklingar þeirra. Með því að hlýða á fyrirlestra er- lendra fræðimanna á sviði tannlækn- inga á ársþingum og námskeiðum á vegum Tannlæknafélagsins og á árs- þingi alþjóðasamtaka tannlækna (FDI) í París í lok síðasta árs hef ég sannfærst um að margir íslenskir tannlæknar eiga fullt erindi í hóp al- þjóðlegra fyrirlesara og gætu miðlað mjög af þekkingu sinni og reynslu meðal kollega víða um lönd. Bolli Valgarðsson Heilsa Tannlækningar á Ís- landi, segir Bolli Val- garðsson, eru meðal þeirra bestu sem veittar eru í heiminum. Höfundur er framkvæmdastjóri Tannlæknafélags Íslands. Endurmennt- un tannlækna Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.