Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 35 makar og börn, missir ykkar er mik- ill en minningin um góðan mann lifir áfram í hjarta okkar. Þín mágkona, Kristín og fjölskylda. Vinur minn Gísli Valtýsson, vél- stjóri, Flateyri, er látinn langt um aldur fram. Við vorum samstarfs- menn lungann úr starfsævi beggja. Hann var einstakur í öllum sínum störfum, nákvæmur og samvisku- samur. Alla tíð var hann vakinn og sofinn yfir verkefnum sínum og raunar var gerhygli hans slík að fáum verður jafnað þar við. Í ára- tugasamskiptum sýndi hann mér trúnað sem ég fæ aldrei launað, vin- áttu sem ég mun alltaf þakka. Í dag kveðjum við þennan góða dreng. Hugur okkar Sigrúnar er hjá Öllu, eiginkonu hans, sem var besti vinur hans – hinn óaðskiljanlegi félagi. Við sendum henni, börnum þeirra og barnabörnum okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Einar Oddur Kristjánsson, Sólbakka, Flateyri. Hann Gísli hennar Öllu er allur. Mér er það nánast um megn að koma orðum á blað til minningar um Gísla Valtýsson, vin minn og félaga. Kynni okkar hófust þegar ég var á barnsaldri, en vinátta okkar byrjaði árið 1983, þegar ég var ráðinn til skrifstofustarfa hjá Hjálmi hf. á Flateyri. Gísli, sem þá var kominn í land af togaranum Gylli, hafði um- sjón með tækjum og búnaði til fisk- vinnslunnar. Hann hafði yfirumsjón með Baadervélum fyrirtækisins og fjölmörgu öðru. Ég hafði ekki fylgst lengi með honum þegar ég tók eftir því hversu nákvæmur hann var til verka. Ég leyfði mér að gera góðlát- legt grín að þessu með því að segja við hann að ég hafi þekkt mann sem hafi verið svo nákvæmur að hann hafi verið uppnefndur með því að kenna hann við millimetra, en það dygði engan veginn gagnvart hon- um, ég yrði að kalla hann „Gísla mikrómeter“. Það var einfaldlega þannig hjá Gísla, að það var aldrei um að ræða neitt hálfkák í hans lífi. Það var ekki svo að Gísli sinnti að- eins stillingu og umsjón vélanna. Hann var góður stærðfræðingur og vissi betur en margur annar í kring- um hann, hversu miklu máli skipti að fylgjast með afköstum og nýtingu véla og ekki síður starfsmanna. Hann safnaði því mjög mikilvægum upplýsingum í vinnsluferlinu og þeg- ar hann sá að nýting eða afköst voru ekki í lagi, var hann fljótur til að lag- færa hlutina eða að láta vita af því að grípa þyrfti til aðgerða og var hund- óánægður ef ekki var gripið til að- gerða til lagfæringa. Það kemur engum manni á óvart sem Gísla umgekkst, að hann sinnti starfi sínu af alúð. Hann hafði litlar áhyggjur af hælbítum, sem á eftir honum gengu, en gerði sér grein fyr- ir þeim og lét mjög gjarnan vel valin orð falla til þess að gefa þeim hinum sömu grein fyrir þegar honum var misboðið. Húsbóndahollusta var ekki orð sem hann notaði en það var hins vegar hugtak, sem ég held að fáir menn sem ég hef unnið með, hafi tileinkað sér af meiri alúð. Reyndar var þessi hollusta hans svo mikil, að á meðan ég var yfirmaður hans, ræddi ég nokkrum sinnum við hann um nauðsyn þess að hann stytti sinn vinnutíma, sinnti sjálfum sér og eig- inkonu sinni meira en hann gerði. Hann átti hins vegar ákaflega erfitt með að koma sér frá vinnunni, sem síðan leiddi til þess að bakveikindi Gísla ágerðust með árunum og svo var komið sl. vetur að hann gat með engu móti sinnt starfi sínu lengur eins og hann vildi og ákvað því að hætta hjá frystihúsinu, sem nú heitir Fiskvinnslan Kambur ehf. Ég veit að það tók hann sárt að þurfa að hætta störfum, en um leið líka ákveðinn léttir, enda taldi hann að á haust- mánuðum yrði hann búinn að ná sér það vel, að hann gæti farið að starfa við léttari störf og verið meira með elskaðri eiginkonu sinni og börnum. Gulla konan mín hefur verið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að starfa með Gísla í Kiwanisklúbbnum Þorfinni, en ég ekki, hins vegar man ég þá stund eins og gerst hafi í gær þegar klúbburinn var stofnaður og hann bað mig um að ávarpa stofnfundinn sem oddviti sveitarfélagsins. Mér urðu á þau hræðilegu mistök að ávarpa viðstadda virðulega gesti móðurklúbbsins og aðra Kiwanis- félaga víða að og stofnfélagana með orðunum „Ágætu Lionsmenn!“ Oft höfum við minnst þessa atburðar og hlegið að honum. Gísli, Alla og Kiw- anisklúbburinn Þorfinnur voru óað- skiljanleg og að öðrum ólöstuðum þá hygg ég að meira Kiwanisfólk sé og hafi verið erfitt að finna. Við höfðum nú í allt vor verið að vinna að því að hittast í Færeyjum á umdæmisþingi Kiwanishreyfingar- innar á Íslandi og Færeyjum. Því miður verður ekkert af því en við eigum hins vegar ógleymanlegar minningar úr fjölmörgum sameigin- legum ferðum á liðnum árum, til þess að ylja okkur við. Ég hreinlega get ekki farið frá þessum fátæklegu orðum mínum án þess að minnast þess að stríðinn var Gísli – stundum með eindæmum. Að gera Söllu og ýmsum öðrum sam- starfsmönnun, en ekki síður ást- kærri eiginkonu og starfsmönnum póstsins, bilt við og að færa bíla úr stað ef við vorum svo ógætin að skilja eftir lyklana í svissinum – þetta og miklu meira til kemur fram í hugann þegar litið er til baka. Þegar Gísli fór í gönguferð nú fyr- ir örfáum misserum undir minni leiðsögn, tjáði hann mér að með því ætlaði hann sér að hefja nýjan kafla í lífi sínu, kafla sem augljóslega átti að leiða til fjölgunar samverustunda þeirra ástkæru hjóna, en nú hefur himnasmiðurinn kallað og Gísli horf- ið til hins eilífa austurs langt um ald- ur fram. Virðing og elska milli Gísla og Öllu var einstök, engum leyndist sá sannleikur. Á þeim erfiðu stund- um sem liðnar eru frá andláti Gísla hefur samstaða og ástúð barna þeirra hjóna verið öðru sterkara. Vil ég fyrir mína hönd, eiginkonu minn- ar og sona, og samstarfsfólks í Sparisjóði Vestfirðinga votta þeim og skyldfólki Gísla okkar dýpstu samúð. Megi minning um góðan dreng lifa. Eiríkur Finnur Greipsson. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðmundsson.) Kæri vinur Gísli, mikill er hverf- ulleikinn í þessum heimi, á örskots- stundu ert þú, þessi stóri og stæði- legi maður, horfinn af sjónarsviðinu. Hvern hefði órað fyrir þessu, er við fyrir stuttu, sátum hjá Möggu og Bóbó yfir yndislegum kvöldverði, öll 6 saman kát og hress og ákváðum að heimsækja ykkur Öllu á næstunni. Svo var það bjartan sumardag þegar þið Alla komuð í kaffiboð til okkar Hreiðard, það var yndisleg stund, þið ljómuðuð bæði af lífsgleði og hamingju, þið voruð að fara að halda brúðkaup sonarins. Við gleym- um aldrei kveðjustundinni, þínu þétta og hlýja faðmlagi, elsku Gísli. Okkar kynni voru ekki löng, í ár- um talið, við hittumst fyrst í Albír á Spáni fyrir fjórum árum þrenn hjón og vorum saman þrisvar sinnum, með okkur tókst mikil og góð vin- átta, sem aldrei bar skugga á. Elsku hjartans Alla mín, Guð gefi þér allan sinn styrk og kraft sem hægt er, í þessum mikla harmi þín- um og hughreysti börnin ykkar og þeirra fjölskyldur. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Guðbjörg og Hreiðar, Margrét og Arnar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. „Já, ekki er þetta nú eins og við höfðum ætlað það, frændi,“ sagðir þú við mig eftir að þú hafðir skyndi- lega veikst. Og víst er það satt að á þessu áttum við ekki von. Reiði, sorg og vanmáttarkennd brutust um allar í einu. Þú varst jú yngstur systkinanna frá Hlíðarenda og hafðir svo margoft talað um það að fá að styðja við bak ættingjanna þegar þeirra tími kæmi. En það átti nú ekki að verða. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Bernskuminningar mínar tengj- ast þér mjög snemma, hvort heldur var heima á Austurvegi, uppi á Hlíðarenda, í Sundstrætinu, á Hlíð- arveginum eða í bílskúrnum. Kvöld- in, að afloknum erfiðum vinnudegi, þegar þú eftir matinn lagðir þig á stofugólfið og lítill drengur lagðist þér við hlið og fjölskyldan hlustaði saman á leikrit eða annað skemmti- efni í útvarpinu. Eða þegar við púk- arnir vorum að „aðstoða“ þig við vélaviðgerðir uppi í bílskúr. Að ég tali nú ekki um hvað þú tókst það nærri þér að ég skyldi klemmast á fingri við að hjálpa þér við að setja stein fyrir bílinn hans Andrésar svo að hann rynni nú ekki niður Urða- vegsbrekkuna. Eftir að þú fluttir frá Ísafirði urðu samverustundirnar stopulli um tíma, en það átti eftir að breyt- ast. Undanfarin tíu til tólf ár hafa þessi tengsl endurnýjast og vaxið. Þú varðst jafn mikill aufúsugestur hjá mér, Höllu og börnunum eins og forðum á Austurveginum hjá for- eldrum mínum. Og síðan bættist hún Helga við þegar þið hittust aft- ur og hófuð að búa saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svo skjótt, en þú hefðir ekki viljað hafa það öðruvísi úr því sem komið var. Ósjálfbjarga, upp á aðstoð ann- arra kominn, það var eitur í þínum beinum og tilhugsunina þoldir þú ekki. En mikið var það nú samt gott fyrir mig að mega dvelja hjá þér stund og stund, finna hlýtt hand- takið eða bara þegja saman eins og við gerðum stundum áður. Alltaf hafðir þú reynst foreldrum mínum góður vinur og bróðir. Systkinum mínum reyndist þú ljúfur frændi í þeirra veikindum og sorg. Þessar okkar síðustu samverustundir gáfu mér tækifæri á að þakka þér. Elsku Helga mín. Þakka þér fyrir að hafa verið stoð hans og stytta á þessum erfiðu tímum. Vissulega urðu árin ykkar saman ekki eins mörg og til stóð, en megi minningin um ljúfan dreng ylja og hugga. Elsku mamma mín. Guð gefi þér og systkinum þínum styrk og æðru- leysi er við kveðjum hann Valdimar. Kveð ég þig nú, frændi sæll, og VALDIMAR SIGURBJÖRN JÓNSSON ✝ Valdimar Sigur-björn Jónsson fæddist á Ísafirði 31. október 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 15. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Vída- línskirkju í Garðabæ 24. júlí. Guðs friður þér fylgi. Ég, Halla og börnin þökkum þér samfylgd- ina. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Þinn frændi, Gunnar Pétur. Góður Guð, mér líður vel, mig ég þinni forsjón fel, á mér, Guð minn, hafðu gætur, annast þú mig daga og nætur. Vertu öllum skjól og vörn. Blessa, Faðir, öll þín börn. ( H.T.) Sár kveðjustund er runnin upp. Valdi frændi, eins og við kölluðum hann Valdimar alla tíð, er horfinn eftir mjög stutta og sára sjúkra- legu. Enginn okkar gat almennilega áttað sig á hversu hratt þetta gekk hjá honum, aðeins sex vikur. Við mæðgurnar hittum Valda og Helgu hress og kát í Kringlunni fimmtudaginn fyrir hvítasunnu. Valdi rjóður og sællegur í útliti, að- eins fjórum dögum síðar kom fyrsta áfallið. Við mæðgurnar biðum og leyfðum Valda að átta sig, vildum ekki gera ónæði með heimsókn strax, en hugurinn var hlýr til hans. Engin varð heimsóknin, allt gekk þetta svo hratt og ekkert hægt að gera til hjálpar. Ég fékk þó tæki- færi síðustu dagana til að líta til hans og færa honum kveðju frá Margréti Önnu, sem allt frá barns- aldri þótti svo sérstaklega vænt um þennan frænda sinn.Valdi var sem klettur og engin óþarfa væmni var höfð við hann. Þessi litla frænka faðmaði hann alltaf og sagði eitt- hvað fallegt og maður sá brosið fæðast hjá honum. „Hann Valdi er svo góður maður,“ sagði hún alltaf. Þegar Helga kom til sögunnar varð hún svo ánægð að hann hefði hana til að deila lífinu með. Mínar fyrstu minningar eru frá barnæsku. Fallegt sumarkvöld í júní og við krakkarnir úti í „Kanó“ í útilegumannaleik að venju. Við sjáum ungan mann ganga eftir göt- unni rétt hjá. Þetta var hann Valdi frændi að koma í heimsókn til mömmu og pabba í Kópavoginn. Mamma sat við saumavélina að sauma kjóla í stíl á mig og hana. Mikið fannst mér þetta eftir- minnilegt kvöld. Valdi kom ekki tómhentur í heimsókn. Hann hafði alltaf eitthvað meðferðis til að gleðja okkur og í þetta sinn var það Síríus-rjómasúkkulaði og við mátt- um eiga það allt. Okkur fannst það rausnarlegt og það gladdi okkur krakkana mikið. Það þurfti ekki mikið til að kveikja bros og hlýju. Okkar börn hafa sömu sögu að segja, hann Valdi átti alltaf eitt- hvert góðgæti að bjóða okkur. Þessari hugulsemi og hlýju höf- um við svo oft orðið vitni að í tímans rás. Hann fylgdist vel með gangi mála hjá okkur öllum, þó ekki bæri mikið á því. Hann var hluti af okkur og mikið samband var alla tíð við foreldra okkar, sem nú horfa á eftir vini og bróður. Valdi hafði skoðanir á flestum málum og var afdráttarlaus ef svo bar undir, ekki var nein háreysti þar á ferð. Góðvild hans og hlýja er það sem situr í minningunni. Far þú í friði, Valdi frændi. Megi góður Guð veita þér blessun sína. Kæru systur, á unga aldri tengd- ust þið nánum böndum við erfiðan móðurmissi og þessi tengsl hafa okkur börnunum ykkar verið ljós alla tíð. Ykkur, bræðrum ykkar og venslafólki öllu vottum við samúð okkar. Kæra Helga, við biðjum góð- an Guð að styrkja þig í þínum missi. Ég trúi á þig, Drottinn, og treysti þínum vilja, þó aldrei mér auðnist að sjá þig né skilja. Þó veit ég þú vakir og verndar mig og mína. Ég þakka þér, Drottinn, ást og umsjá þína. (H.T.) Kveðja, Þorgerður Ester, Anna, Jón Grétar og fjölskyldur. Við minnumst móðurbróður okk- ar, Valdimars Sigurbjörns, sem nú er genginn eftir skamma sjúkdóms- legu. Hann ólst upp í stórum syst- kinahópi á Hlíðarenda á Ísafirði, yngstur tíu systkina. Aðeins sex ára gamall missti hann móður sína, Þor- gerði Kristjánsdóttur, og var það mikið áfall fyrir þessa stóru fjöl- skyldu. Faðir hans, Jón P. And- résson, kvæntist aftur, systur Þor- gerðar, Guðrúnu Margréti Kristjánsdóttur, sem hélt heimili fyrir þau systkinin á Hlíðarenda. Að lokinni hefðbundinni skóla- göngu vann Valdimar verkamanna- störf og við búskap föður síns. Síðar hóf hann nám í vélvirkjun í Vél- smiðjunni Þór hf. á Ísafirði og við Iðnskólann á Ísafirði og varð bæði vélvirkja- og bifvélavirkjameistari. Hann starfaði á Straumnesfjalli þegar Bandaríkjamenn höfðu um- svif þar og vann einnig sjálfstætt á Ísafirði þar til hann flutti suður. Hann bjó í Kópavogi í mörg ár og á þeim tíma var Brynhildur Jónas- dóttir ljósmóðir frá Sléttu í Sléttu- hreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu góð vinkona hans. Hún lést árið 1993 og reyndist Valdimar henni af- ar vel. Seinni árin var hann búsettur í Garðabæ, þar sem við höfum notið gestrisni hans og Helgu Alberts- dóttur sambýliskonu hans og ánægjulegra samverustunda. Valdimar starfaði sem verkstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli þar til hann lét af störfum fyrir nokkrum árum vegna aldurs. Valdimar var söngelskur eins og systkini hans öll og söng með Karla- kór Ísafjarðar þegar hann bjó á Ísa- firði. Þau systkinin tóku oft lagið á kvistinum heima á Hlíðarenda og við aðrar samverustundir stórfjöl- skyldunnar og þar lærðum við af þeim alla fallegu söngvana sem þau kunnu. Valdimar var mikill Ísfirð- ingur og hélt tryggð við heima- byggð sína og heimsótti hana oft. Við minnumst sumardaga með stórfjölskyldunni á Fossum í Skut- ulsfirði, þegar faðir Valdimars heyj- aði þar. Einnig þegar Valdimar sem ungur maður leyfði okkur frænd- systkinunum að fara með sér í stuttar ferðir á mótorhjólinu og svo seinna í bíltúra út í Hnífsdal eða Arnardal þegar sólin var að setjast á kvöldin. Þá var gleði og söngurinn ómaði. Í faðmi fjalla blárra, þar freyðir aldan köld, í sölum hamra hárra á huldan góða völd, sem lætur blysin blika um bládimm klettaskörð, er kvöldsins geislar kvika og kyssa Ísafjörð. (Guðm. Guðm.) Valdimar frændi okkar var vand- virkur við sín verk, snyrtimenni og traustur og góður maður. Við skyld- fólkið frá Hlíðarenda kveðjum hann með söknuði og þökkum honum samfylgdina og biðjum Guð að blessa minningu okkar kæra frænda og vinar. Helgu og fjölskyldu, systkinum hans og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Garðar, Þorgerður, Ingi- björg Steinunn, Guðmundur Sigurbjörn, Tryggvi og Þorgerður Arnórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.