Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
eru Goðafoss, Ludvig
Andersen og Mánafoss
væntanleg og út fara
Arnarfell, Goðafoss og
Ludvig Andersen.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
gær kom Markus J. til
löndunar og út fóru Sel-
foss, Stella Polux og
Venus. Í dag fer Sjóli
út.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstudaga:
til Viðeyjar kl. 13, kl. 14
og kl. 15, frá Viðey kl.
15.30 og kl. 16.30.
Laugardaga og sunnu-
daga: Fyrsta ferð til
Viðeyjar kl. 13, síðan á
klukkustundar fresti til
kl. 17, frá Viðey kl.
13.30 og síðan á klukku-
stundar fresti til kl.
17.30. Kvöldferðir eru
föstudaga og laug-
ardaga: til Viðeyjar kl.
19, kl. 19.30 og kl. 20,
frá Viðey kl. 22, kl. 23
og kl. 24. Sérferðir fyrir
hópa eftir samkomulagi.
Viðeyjarferjan sími
892 0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Við-
eyjarferju kl.10.30 og
kl. 16.45, með viðkomu í
Viðey u.þ.b. 2 klst. sími
892 0099.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjud. og
fimmtud. kl. 14–17.
Félag frímerkjasafn-
ara. Opið hús laug-
ardaga kl. 13.30–17.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, opin
handavinnustofan og
bókband og öskjugerð,
kl. 9.45–10 helgistund,
kl. 10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan, kl. 10–16
púttvöllur opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9–16 almenn
handavinna og fótaað-
gerðir, kl.9.30 morg-
unkaffi/dagblöð, kl.
11.15 matur, kl. 15
kaffi. Ekið um borgina
þriðjudaginn 31. júlí og
nýju hverfin skoðuð.
Kaffi drukkið í Golf-
skála Reykjavíkur,
Grafarholti. Lagt af
stað kl. 13. Skráning í
síma 568 5052 fyrir kl.
12, 30. júlí. Allir vel-
komnir.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 9 fótaaðgerðir,
kl. 10 hársnyrting, kl.
11.20 leikfimi, kl. 11.30
matur, kl. 13 föndur og
handavinna, kl. 15 kaffi.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Fótaaðgerðir
mán. og fimmt. Uppl. í
síma 565 6775.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfingar á Hrafn-
istuvelli á morgun
föstudag kl. 14–16.
Félagsheimilið Hraun-
sel verður lokað vegna
sumarleyfa starfsfólks
til 12. ágúst.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10–13. Matur í há-
deginu. Dagsferð
þriðjudaginn 7. ágúst,
Hítardalur – Straum-
fjörður. Brottför frá
Glæsibæ kl. 9. Leiðsögn
Þórunn Lárusdóttir.
Eigum laus sæti. Dags-
ferð 18. ágúst. Fjalla-
baksleið syðri í sam-
vinnu við FEB og
Ferðaklúbbinn Flæki-
fót. Brottför frá
Glæsibæ kl. 8. Leiðsögn
Pálína Jónsdóttir og fl.
Ákveðið hefur verið að
fara aðra 8 daga hring-
ferð um Norðausturland
20. ágúst nk. vegna
mikillar eftirspurnar, ef
næg þátttaka verður.
FEB. Silfurlínan er op-
in á mánudögum og
miðvikudögum frá kl. 10
til 12 f.h. í síma
588 2111. Upplýsingar á
skrifstofu FEB kl. 10 til
16 í síma 588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–11
morgunkaffi, kl. 9–16
sjúkraböðun, kl. 9–12
hárgreiðsla, kl. 11.30–13
hádegisverður, kl. 15–16
eftirmiðdagskaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar á vegum ÍTR í
Breiðholtslaug á þriðju-
dögum og fimmtudög-
um kl. 9.30. Púttvöll-
urinn er opinn virka
daga kl. 9–18, Kylfur og
boltar í afgreiðslu sund-
laugarinnar til leigu.
Allir velkomnir. Veit-
ingabúð Gerðubergs er
opin mánudaga til
föstudaga kl. 10–16.
Félagsstarfið lokað
vegna sumarleyfa frá 2.
júlí – 14. ágúst.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnnustofan op-
in, leiðbeinandi á staðn-
um kl. 9.30–16.
Gullsmári. Lokað vegna
sumarleyfa til 7. ágúst.
Hraunbær 105. Kl. 9
fótaaðgerðir, kl. 9.45
boccia, kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 13
handavinna. Engin
félagsvist í ágúst.
Norðurbrún 1. Vinnu-
stofur lokaðar í júlí
vegna sumarleyfa. Hár-
greiðslustofan lokuð til
14. ágúst.
Vesturgata 7. Kl. 9
dagblöð og kaffi, fótaað-
gerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15–15.30 al-
menn handavinna, kl. 10
boccia, kl. 11.45 matur,
kl. 13–14 leikfimi, kl.
14.30 kaffi.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 morg-
unstund og almenn
handmennt, kl. 10
boccia og fótaaðgerðir,
kl. 11.45 matur, kl. 13
frjálst spil, kl. 14 létt
leikfimi, kl. 14.30 kaffi.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu. Skrifstofan
verður lokuð vegna
sumarleyfa til 7. ágúst.
GA-fundir spilafíkla eru
kl. 18.15 á mánudögum
í Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtud. í fræðsludeild
SÁÁ Síðumúla 3–5 og í
Kirkju Óháða safnaðar-
ins við Háteigsveg á
laugard. kl. 10.30.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Brúðubíllinn
Brúðubíllinn verður í
dag kl. 10 við Vest-
urberg og kl. 14 við
Kambsvöll og á morgun
kl. 14 við Tunguveg.
Minningarkort
Bergmál, líknar- og
vinafélag. Minning-
arkort til stuðnings or-
lofsvikna fyrir krabba-
meinssjúka og
langveika fást í síma
587 5566, alla daga fyrir
hádegi.
Minningarkort barna-
deildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525 1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru
til sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4,
s. 551 3509.
Líknarsjóður Dóm-
kirkjunnar, minn-
ingaspjöld seld hjá
kirkjuverði.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði, til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í síma
456 2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafn-
arfirði fást í Bókabúð
Böðvars, Pennanum í
Hafnarfirði og Blóma-
búðinni Burkna.
Minningarkort Ás-
kirkju eru seld á eft-
irtöldum stöðum:
Kirkjuhúsinu Laugavegi
31, þjónustuíbúðum
aldraðra við Dalbraut,
Norðurbrún 1, Apótek-
inu Glæsibæ og Ás-
kirkju, Vesturbrún 30,
sími 588 8870.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minning-
arkort félaganna eru af-
greidd á skrifstofunni,
Holtavegi 28, í s.
588 8899 milli kl. 10 og
17 alla virka daga. Gíró-
og kreditkortaþjónusta.
Í dag er fimmtudagur 26. júlí 207.
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Jesús sagði: Ef þú vilt vera
fullkominn, skaltu fara, selja eigur
þínar og gefa fátækum, og munt
þú fjársjóð eiga á himnum.
Kom síðan, og fylg mér.
(Matt. 19.21.)
NÚ ERU uppi háværar
raddir í þjóðfélaginu um að
nú sé rétt að íhuga þann
möguleika að taka upp evr-
una. Þeir sem hæst hrópa í
þessum málum eru örvænt-
ingarfullir aðilar tengdir
atvinnulífinu og ýmsir nei-
kvæðir „fjármálasérfræð-
ingar“. Ég efast ekki um að
nokkuð annað liggi að baki
en að með evrunni megi
rugla almenning í ríminu
og græða á þeim með sjón-
hverfingum, alveg eins og
átti sér stað í byrjun níunda
áratugarins er myntbreyt-
ingin varð. Nýir seðlar
5.000 kr., 1.000 kr. og 500
kr. litu dagsins ljós ásamt
100 kr. 50 kr. 10 kr. og 1 kr.
klinki. Búið var að taka tvö
núll í burtu af gömlu krón-
unni og verslunareigendur,
og þá sérstaklega sjoppu-
eigendur, notuðu tækifærið
og hækkuðu vörur sínar
langt úr takti við vægi
myntbreytingarinnar.
Þetta muna eflaust flestir
sem pældu í peningamál-
um. T.d. fékk maður helm-
ingi minna bland í poka eft-
ir breytinguna fyrir sama
raunverð, breytinganna
vegna. Ég get fullvissað
alla um að sama verður upp
á teningnum ef evran verð-
ur tekin upp hér. Eintómar
blekkingar og ekkert ann-
að. Það virðist líka vera
fleira sem er í uppsiglingu
sem gerir þá ríku ríkari og
þá fátæku fátækari. Sömu
þrýstihópar með evrunni
vilja ekkert múður og strax
eigi að lækka skatta á fyr-
irtæki og afnema eigi
eignaskatta. Þetta er meðal
þess sem ríkisstjórnin
leggur til. Sér ekki hver
maður hverjir myndu
hagnast mest á þessu? Í
sambandi við eignaskattinn
gefur augaleið að þeir
tekjuhæstu, sem hefur tek-
ist að reisa tugmilljóna
glæsivillur sínar, myndu
hagnast um mörg hundruð
þúsund krónur á ári. Hvað
myndu þeir efnaminni
hagnast mikið? Einfalt
svar; ekkert. Forsætisráð-
herra hneykslast á því að
öryrkjar skuli ekki kvarta
yfir hækkunum á strætis-
vagnagjöldunum, en hon-
um til ábendingar var rík-
isstjórnin á undan með
gríðarlegar hækkanir á
mörgum sviðum, t.d.
heilsugæslugjöldum, sem
koma harðast niður á öldr-
uðum og öryrkjum. Nú
hafa sveitarfélög og ríki
samið við flesta opinbera
starfsmenn og það eru eng-
ar smáhækkanir. Flestir fá
40%-50% grunnkaups-
hækkanir eins og nýleg
dæmi sanna, samanber
þroskaþjálfar og leikskóla-
kennarar. Þessir tveir hóp-
ar eiga þessar hækkanir
sannarlega skilið. En hvað
með félagsmenn Alþýðu-
sambandsins, sem margir
hverjir eru á grunnlaunum
á bilinu 70-80.000 kr. á
mánuði? Þeim er skammt-
að 3% hækkun á ári í 4 ár
og þeim hópi er ætlað að
halda sig á mottunni með
hærri kröfur, því annars
muni óðaverðbólga eiga sér
stað og allt fara til fjandans
í þjóðfélaginu. Þessum
félagsmönnum er í raun
nauðgað á þeim forsendum
að aðeins kröfur þeirra
myndu valda verðbólgu og
eyðileggja hinn svokallaða
„stöðugleika“. Á meðan
þurfa alþýðusambands-
félagar ár eftir ár að horfa
upp á opinbera starfsmenn
fá hækkanir á grunnlaun,
hvort tveggja 100 þús. og
200 þús. Allir muna verkfall
kennara, sem voru á dágóð-
um launum fyrir, þeir
hækkuðu um 50%.
Víkingur.
Dýrahald
Hefur einhver
séð Bröndu?
BRANDA er þrílit brönd-
ótt innikisa sem slapp út í
Álfheimahverfinu sl. föstu-
dag og hefur ekki sést síð-
an. Hennar er sárt saknað
og í boði eru fundarlaun
fyrir þá sem finna hana.
Branda er ekki með ól,
en eyrnamerkt og skráð hjá
Kattholti. Hún er blönduð
af persnesku og íslensku
kattakyni, með stutt trýni
og ívið loðnari en venjulegir
kettir. Þeir sem verða
hennar varir vinsamlega
hafi samband við Ólaf Þór
og Gíslínu, Arnarsmára 16,
Kópav. í s. 564-4184 eða
Kattholt í s. 567-2909.
Bríet er týnd
BRÍET er eins árs svört
læða og hún hvarf frá Óð-
insgötu 14b hinn 18. júlí sl.
Hún er með glitrandi bláa
hálsól og eyrnamerkt. Ef
einhver veit um ferðir
hennar vinsamlega hafið
samband í s. 848-3471 eða
551-5169.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Er evran
góður kostur?
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hlustaði á Kastljósfyrir nokkrum dögum þar sem
Bubbi Mortens var meðal viðmæl-
enda. Bubbi kom m.a. inn á ástandið í
miðborginni, en „ástandið“ hefur ver-
ið talsvert til umræðu að undanförnu í
kjölfar skýrslu sem borgaryfirvöld
höfðu frumkvæði að því að vinna.
Bubbi lýsti því yfir skorinort eins og
hans er von og vísa, að þessi tilraun
með frjálsan opnunartíma veitinga-
húsa hefði algerlega mistekist og
ástandið í miðborginni hefði versnað.
Víkverji býr ekki í miðborginni og
þekkir ekki ástandið þar um helgar
nema af afspurn. Víkverji hefur hins
vegar aldrei skilið hvers vegna Ís-
lendingar þurfa endilega að skemmta
sér á nóttunni og hvers vegna það er
einhver „lausn á vandanum“ að láta
fólk, sem fór áður heim að sofa upp úr
kl. 3 að nóttu, vera að skemmta sér
fram í morgunsárið. Það litla sem
Víkverji hefur kynnst skemmtanalífi
nágrannaþjóða okkar bendir til að
víðast hvar séu nokkuð stífar reglur
um opnunartíma veitingahúsa og all-
ur þorri fólks, sem ætlar út að
skemmta sér, fari af stað fljótlega eft-
ir kvöldmat og aftur heim að sofa ekki
löngu eftir miðnætti. Hér á landi virð-
ist mörgum þykja snemmt að fara af
stað til að skemmta sér fyrir miðnætti
og næstum fráleitt að fara heim að sofa
kl. 3.
Við sem alltaf erum að bera okkur
saman við aðrar þjóðir ættum að reyna
að læra af nágrönnum okkar í þessu
efni. Víkverji leggur því til að Íslend-
ingar setji sér almennt það markmið
að fara fyrr að sofa á kvöldin. Þeir sem
vilja skemmta sér eiga að fara fyrr af
stað og fara að sofa fljótlega eftir mið-
nætti. Gott er að minnast máltækisins:
„Hætta ber hverjum leik þá hæst
stendur.“
x x x
Í FRAMHALDI af þessum ábend-ingum langar Víkverja að víkja að
áhugaverðari hlutum eins og tréskurð-
arlist. Víkverji skoðaði um síðustu
helgi sýningu á íslenskri tréskurðarlist
sem haldin er í stöðvarhúsi Ljósafoss-
virkjunar. Þjóðminjasafnið og Byggða-
safn Árnesinga standa fyrir sýning-
unni í samvinnu við Landsvirkjun.
Sýningin hefur að geyma sýnishorn af
tréskurðarlist Íslendinga frá miðöld-
um. Þetta er afar skemmtileg sýning.
Þar geta gestir skoðað nokkra af
helstu dýrgripum íslenskrar kirkju-
listar. Þarna eru t.d. fjalirnar sem
fundust í Flatatungu í Skagafirði árið
1958, fagurlega útskornir kirkju-
bekkir og altaristöflur allt frá sið-
breytingu. Þarna eru líka frábærlega
útskorin verk frá síðustu öld, m.a.
sveinsstykki Ríkharðs Jónssonar.
Það er líka mjög gaman að skoða
virkjanirnar í Soginu, Ljósafoss, Íra-
foss og Steingrímsstöð. Að undan-
förnu hefur Landsvirkjun verið að
endurnýja rafbúnað virkjananna.
Þegar Víkverji kom að Ljósafoss-
virkjun var unnið að viðgerð á hverfl-
um virkjunarinnar og öllu vatni var
því hleypt framhjá stöðinni. Fossinn
skartaði sínu fegursta.
Sjálfsagt finna margir fyrir þeirri
tilfinningu þegar þeir sjá þennan fal-
lega foss að best væri að stöðvarhúsið
hefði aldrei verið reist þarna. Víkverji
er svo einkennilega sinnaður að hann
finnur alltaf til vissrar lotningar fyrir
verkkunnáttu og sköpunarmætti
mannsins þegar hann sér hvernig
honum tekst að beisla vatnsaflið.
Hann sér því fegurð í fleiru en
óspilltri náttúrunni.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 augnsjúkdómur, 4
flokkur, 7 bjarti, 8 læs-
um, 9 fæ notið, 11 af-
markað svæði, 13 æpa, 14
snæddur, 15 raspur, 17
klæðleysi, 20 fjallsbrún,
22 eirðarlaust, 23 hakan,
24 bik, 25 hinn.
LÓÐRÉTT:
1 galgopar, 2 ávítur, 3
lengdareining, 4 hrósað,
5 laumuspil, 6 deila, 10
úði, 12 álít, 13 elska, 15
kraft, 16 ölvaða, 18 tréð,
19 glatar, 20 siga, 21
þraut.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 göfuglynd, 8 saddi, 9 ufsar, 10 nem, 11 rúðan,
13 annir, 15 julla, 18 stæra, 21 urt, 22 ritið, 23 ísinn, 24
gleðilegt.
Lóðrétt: 2 önduð, 3 urinn, 4 lauma, 5 nösin, 6 ósar, 7
hrár, 12 afl, 13 not, 15 jara, 16 lítil, 17 auðið, 18 stíll, 19
æfing, 20 Anna.