Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 15 UNDANFARNAR þrjár vikur hafa 13 ungmenni frá 11 þjóðlöndum á aldrinum 16 til 21 árs dvalið í Garði í boði Lionshreyfingarinnar. Átta Lionsklúbbar á Suðurnesjum standa að komu krakkanna hingað. Verkefnið er alþjóðlegt en á bilinu 6 til 7 þúsund ungmenni taka þátt í því og leggja land undir fót. Kristinn Hannesson, unglinga- skiptastjóri, hefur yfirumsjón með verkefninu en Jana Guðlaugsdóttir hefur umsjón með búðunum og sér til þess að allt gangi vel fyrir sig í hinu daglega amstri. Krakkarnir hafa aðsetur í grunnskólanum í Garði en fyrstu vikuna á Íslandi voru þau í heimagistingu hjá stuðningsfjölskyldum. Að auki hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir styrkt hópinn og vilja Kristinn og Jana þakka sérstaklega alla aðstoð sem þeim hefur borist. Ekkert sumar á Íslandi Þegar blaðamaður og ljós- myndari áttu leið þar um einn sólríkan morgun í vikunni voru krakkarnir að gæða sér á gómsætu morgunverðarhlaðborði. Sumir kúrðu ennþá í rúminu og einhverjum þeirra fannst það illa gert að vera að spjalla við þau svona snemma morguns. Jan Benes, 21 árs nemi í um- hverfisfræðum frá Prag í Tékk- landi, sagðist hafa kynnst mörgum í ferð sinni hingað til lands. Hann sagðist einnig hafa sannreynt að það væru ekki sumur á Íslandi. Aðrir í hópnum skelltu upp úr við athugasemdina og tóku undir. „Við erum búin að fara í margar sundlaugar,“ sagði Jan. „Átta sundlaugar að mig minnir og búin að skrifa í 18 gestabækur.“ Jan vildi fyrir alla muni ítreka að mannskapurinn væri frekar þreyttur í morgunsárið, þótt klukkan væri langt gengin í ellefu þegar hér var komið sögu. Þau höfðu verið að kveðja einn úr hópnum sem hélt til síns heima daginn áður. Konrad Zeltner, tvítugur Sviss- lendingur og nemi í jarðfræði, sagðist hafa smakkað þó nokkuð af séríslenskum mat þegar hann bjó hjá stuðningsfjölskyldunni. Ýmsar fisktegundir hafði hann bragðað, þar á meðal þorsk, auk lambakjöts. Aðspurður um ágæti lambakjötsins sagði hann: „Það var svolítið skrýt- ið á bragðið. En allt í lagi.“ Fóru á Snæfellsjökul Nokkrir úr hópnum höfðu farið á Snæfellsjökul í hópferð sem farin var fyrir skemmstu. Í þeim hópi var Casper Jensen, 18 ára frá Ringsted í Danmörku. Casper, sem er nemi í tækniháskólanum þar í bæ, stafar nafn sitt fyrir blaða- mann og getur ekki varist brosi þegar blaðamaður spyr hvort hann sé nokkuð frá Danmörku. Casper er mjög ánægður með dvölina á Ís- landi og segist ekki geta tekið neitt eitt fram yfir annað. Þegar hann er spurður hvort hann hafi getað not- að móðurmál sitt á Fróni kemur svipur á hann. „Íslendingar eru hrikalega lé- legir í dönsku. Ég gat notað hana eitthvað,“ bætir hann við. Melinda Szabó Gaborjáni, 17 ára menntaskólanemi frá Ungverja- landi, er líka ánægð með dvölina á Íslandi. Að öðru leyti segir hún fátt, enda nývöknuð og ekki farin að bragða nokkurn bita af morg- unverðarhlaðborðinu. Hópurinn er sammála um að ferðin hafi verið ákaflega skemmtileg í alla staði. Þau bæta þó við í léttu gríni að þau hafi einn- ig fengið staðfestingu á ýmsu í fari Íslendinga og varðandi siði þeirra og venjur. Bæði sé maturinn nokk- uð undarlegur á köflum og eins er tungumálið mjög frábrugðið öðr- um tungumálum í Evrópu. Við skiljum við krakkana þar sem þau eru að ljúka við að snæða morgunverðinn. Það er næðingur úti og krakkarnir „búnir að fín- kemba svæðið“ eins og Jana Guð- laugsdóttir orðaði það. Ætlunin er að fara í verslunarferð til Reykja- víkur en dvöl þeirra lýkur á föstu- dag. 13 ungmenni frá 11 þjóðlöndum í unglingabúðum Lionshreyfingarinnar Frá vinstri: Konrad, Casper, Melinda og Jan auk Jönu sem er umsjón- armaður búðanna og Kristins sem er unglingaskiptastjóri. Morgunblaðið/Billi Krakkarnir byrja hvern morgun á myndarlegu morgunverðarhlaðborði. Margir voru enn í kojum sínum þegar blaðamenn voru á ferðinni. Garður 8 sundlaugar og 18 gestabækur á þremur vikum BÆJARRÁÐ Sandgerðis gerir at- hugasemdir við að ekki hafi verið haft samráð við skipulagsyfirvöld á svæðinu áður en auglýst var breyt- ing á deiliskipulagi þjónustusvæðis við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mannvirki á Keflavíkurflugvelli eru á varnarsvæði en jafnframt á landi Sandgerðisbæjar. Í bókun sem bæjarráðið gerði á fundi sínum í gær er vísað til laga, þar sem kveðið er á um samráð skipulags- og byggingarnefndar varnarsvæða við sveitarfélög sem hlut geta átt að máli, svo sem á Suð- urnesjum. „Bæjarráð telur það lágmarks- kröfu til auglýsenda [flugvallarstjór- ans á Keflavíkurflugvelli og varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins] að fullt samráð sé haft við fagnefndir á vegum sveitarfélaga á Suðurnesjum er varðar skipulags- og byggingarmál á varnarsvæðum,“ segir í bókuninni. Jafnframt er tekið fram í samþykktinni að bæjarráðið fagni framlögðum breytingartillög- um og telji nauðsynlegt að herða alla uppbyggingu á umræddu svæði. Ekki sam- ráð við sveitar- félögin Sandgerði FORELDRAR leita í ríkari mæli til fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar eftir upplýsingum og leiðbeiningum varðandi uppeldi barna sinna. Barnavernd er yfirgripsmesti málaflokkur fjölskyldu- og félags- þjónustunnar, að því er fram kemur í ársskýrslu stofnunarinnar fyrir síðasta ár. Heildarkostnaður við málaflokkinn nam rúmum 25 millj- ónum kr. Á árinu voru mál 149 fjöl- skyldna til meðferðar vegna 211 barna. Þar af var 61 nýtt mál vegna 87 barna. Flest málin bárust frá foreldrum, 47 talsins, og 35 bárust stofnuninni frá skólum eða skólayfirvöldum. Málin komu til kasta yfirvalda eftir ýmsum öðrum leiðum, meðal ann- ars 15 frá lögreglu, 13 frá öðrum félagsmálayfirvöldum, 17 frá heilsugæslu og 25 frá nágrönnum. Einungis 2 mál komu frá börnunum sjálfum. Jákvæð þróun Í inngangi ársskýrslunnar skrif- ar Hjördís Árnadóttir félagsmála- stjóri að það sé jákvæð þróun, sér- staklega þegar litið sé til þeirra fordóma sem ríkt hafi í garð barna- verndar. „Þessa þróun viljum við þakka markvissri kynningu á starf- semi stofnunarinnar og jákvæðri hugarfarsbreytingu almennings til félagsþjónustu almennt,“ segir Hjördís. Í barnaverndarstarfinu er meg- ináhersla lögð á stuðning við for- eldra. Gerð er meðferðaráætlun sem reglulega er endurskoðuð. Í þeim tilvikum sem meðferðaráætl- un nær ekki fram að ganga eða ekki næst samkomulag við foreldra um viðunandi lausnir getur reynst nauðsynlegt að beita þvingunarúr- ræðum, segir í skýrslunni. Barnaverndarmálin eru yfirgripsmikil Meira um að foreldr- ar leiti eft- ir aðstoð Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.