Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gísli Valtýssonfæddist 21. októ- ber 1946 í Reykjavík. Hann lést á Flateyri 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar Gísla eru Valtýr Gíslason, f. 23.12. 1921, d. 30.8. 2000 og Eva Bene- diktdóttir, f. 7.10. 1921. Systkini hans eru Rósa, f. 18.8. 1945, gift Baldri Baldurssyni; Bára, f. 19.7. 1948, gift Ragn- ari Jónssyni; Björg, f. 2.8. 1950, gift Kristni Pálssyni; Óskar, f. 18.1. 1952, kvæntur Guðbjörgu Rannveigu Jónsdóttur; og Benedikt, f. 8.10. 1957, d. 13.1. 2001. Gísli kvæntist 17. desember 1965 Elísabetu Öllu Gunnlaugsdóttur frá Flateyri, f. 23.1. 1946. Hún er dóttir Gunn- laugs Kristjánssonar og Geirþrúð- ar Friðriksdóttur, en þau fórust í snjóflóðinu á Flateyri, 26. október 1995. Börn Gísla og Öllu eru Sig- rún Sölvey, f. 11.4. 1967, gift Rúnari Ívarsyni, f. 25.12. 1967, og eru dætur þeirra Alla Rún, f. 14.4. 1990, og Sólveig Rún, f. 17.9. 2000; Steina Guðrún, f. 11.8. 1968, gift Steingrími Pétri Baldvins- syni, f. 3.7. 1958, börn þeirra Bald- vin Páll, f. 8.10. 1995, og Sandra Rós f. 27.10. 1997; Val- týr, f. 28.12. 1973, giftur Kolbrúnu Elsu Jónasdóttir, f. 14.3. 1973, börn þeirra eru Gísli, f. 11.2. 1997, og Símon Freyr, f. 7.8. 1999, barnsmóðir Emma Olsen, fyrir átti Kol- brún Ágúst Inga Kristjánsson f. 13.10. 1992, faðir Kristján Ágúst Kristjánsson. Gísli ólst upp í Bol- ungarvík fyrstu árin. Hann lauk II. stigs vélstjóraprófi frá Vél- skóla Íslands á Akureyri 1971. Gísli var 2. vélstjóri á Ásgeiri Torfasyni ÍS 1968–69, 1. vélstjóri á Torfa Halldórrssyni ÍS 1971–74, 1. vélstjóri á Vísi ÍS 1974–76 og 2. vélstjóri á Gylli ÍS 1976–81. Gísli var Baader-maður hjá Hjálmi hf. 1981–93 og vélstjóri hjá Kambi hf. frá 1994. Gísli hefur búið á Flat- eyri frá 1968. Hann hefur gegnt trúnaðarstörfum hjá Íþróttafélag- inu Gretti og Kíwanisklúbbnum Þorfinni. Útför Gísla fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jæja afi minn. Ég kom til þín og ömmu tveim dögum áður. Við ætluðum að gera svo mikið saman. Ég veit ekki hvað ég á að segja og ég trúi þessu ekki enn. Það var svo ótrúlegt að við fórum í bíltúr klukkan ellefu og þú heilsaðir öllum sem við sáum. Eftir matinn spurði ég þig hvort ég mætti fara í tölvuna, þú sagðir já og hjálpaðir mér og við hlógum og hlógum. Svo kallaði amma upp og þú svaraðir ekki. Þá kallaði hún aftur og þú labbaðir til hennar og sagðir að þér væri svo illt í brjóstinu og svitnaðir svo mikið. Hún sagði þér að leggjast í rúmið og strauk þér um kinnina. Þú sagðir að þér væri illt alls staðar en það mætti ekki vorkenna þér. Amma sendi mig niður að ná í Gullu sem vinnur með henni og ég gerði það. Hún kom upp og við ætl- uðum að skutla þér yfir á Ísafjörð og hún fer og nær í töskuna sína. Á meðan ferð þú inn á klósett og kúg- ast. Þá segir amma Gullu að hringja á sjúkrabíl en þú harðneitar því. Amma réttir þér handklæði og þú tekur í vaskinn og dettur niður, og þá er þetta búið. Þú sagðir okkur sögur, en við söknum þín. Grátum kvöldin fögur, þetta er bænin mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Mamma, pabbi og Sólveig Rún biðja að heilsa, elsku afi. Takk fyrir allt og sjáumst aftur, góða ferð. Þín alltaf, Alla Rún. Jæja pabbi, þá er komið að því sem ég ekki vil gera, að kveðja þig. En pabbi, þú kenndir mér það að aldrei geyma neitt til morguns sem þarf að gera í dag. Þú gerðir mig að sterkum manni og þú gerðir mig eins og ég er í dag. Ég veit að við eigum eftir að hitt- ast aftur pabbi, en tíminn er svo lengi að líða þegar þú ert farinn og lífið svo innantómt án þín. En ég veit að lífið verður að halda áfram, því það hefði verið þín ósk. Þó er eins og yfir svífi enn og hljóti að minna á þig þættirnir úr þínu lífi, þeir, sem kærast glöddu mig. Alla þína kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið, man, er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. (Steinn Steinarr.) Þú varst og ert minn besti vinur, sumu verður aldrei breytt. Þinn sonur Valtýr. Elsku tengdapabbi. Ég fékk ekki tækifæri til að kalla þig það lengi, þar sem ég hafði aðeins verið tengdadóttir þín í fimm vikur þegar þú lagðir af stað í ferðina löngu. Ég hugsa til þess að á laugardaginn væri komið eitt ár síðan við hittumst fyrst, mér finnst vera lengra síðan þar sem það hefur svo mikið gerst á þessu ári. Fjölskyldan hefur bæði hlegið og grátið saman, saman kvöddum við pabba þinn og bróður en fögnuðum líka nýju lífi þegar Sól- veig Rún fæddist. Ég mun alltaf muna hvað mér var vel tekið í fjöl- skyldunni og frá degi eitt fannst mér eins og hún væri mín. Valtýr sagðist hafa verið svo ánægður að fá tengda- dóttur sem gat talað um sjávarút- veg, enda í fyrsta skiptið sem þú komst heim til okkar eftir að Valtýr flutti inn til mín töluðum við um laus- frysti sem Kambur ætlaði að kaupa. Ég gat hlegið með þér og strítt, en þú gleymdir aldrei stríðninni og þeg- ar tækifæri gafst skaustu til baka þannig að maður gleymir aldrei, né heldur tárunum sem voru felld þeg- ar Valtýr sagði þér frá barninu sem ég ber undir belti. Alla sagði mér að þú hefðir verið búinn að skipuleggja ferð til Reykjavíkur þegar það myndi fæðast. Þú stríddir mér þegar ég sagði að mér fyndist ég vera að springa því kúlan væri orðin svo stór, – að kúlan þín væri miklu stærri og þú værir búinn að ganga með miklu lengur en ég! Að þessu hlógum við. Þú sagðir líka að þú hefðir ekki getað horft á mig í kirkj- unni á brúðkaupsdaginn okkar Val- týs því ég hefði brosað svo mikið. Þú sagðir að þú hefðir farið að hlæja ef þú hefðir horft á mig og það vildirðu ekki gera fyrir framan altarið. Hvað það var gaman á jólunum hjá okkur. Við sátum inni í stofu og spiluðum manna, Valtýr var farinn að fagna sigri í fyrsta skipti á ævinni, en þú náðir að vinna á síðasta spilinu, – brosið sem kom á varir þín- ar þegar þú náðir að vinna strákinn. Við hlógum öll þegar Valtýr fullyrti að þú hlytir að svindla því þú ynnir alltaf. Saman hlæjum við ekki aftur en hláturinn mun hljóma innra með okkur. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum þó saman og ég veit að við munum hittast aftur. Þín tengdadóttir Kolbrún Elsa. Mig hlýtur að vera að dreyma og bíð eftir að vakna. Ég get alls ekki sætt mig við að fá þær fréttir að Gísli bróðir minn sé farinn. Það sem á okkur hefur dunið á síðastliðnum 11 mánuðum er eitthvað sem maður sættir sig engan veginn við. Elsku mamma, það er mikið á þig lagt. Við vorum stór systkinahópur, þá voru gerð alls konar prakkarastrik ekki öllum til jafnmikillar gleði. Allt sem þú gast fengið mig til að gera með þér, stelast á hestbak, þó sér- staklega þegar þú varst búinn að rífa þrennar buxur sama daginn og var skömmtun á efni í föt í þá daga, mamma var orðin ansi reið, þá hvísl- aðir þú að mér; Bára, farð þú yfir núna og auðvitað gerði ég það og reif buxurnar mínar, eða þegar þér datt í hug að bjóða mér á skíðasleða, ég sat á og þú ýttir, þá kom allt í einu vök, þú stökkst af sleðanum og lést mig bara gossa út í, það varð mér til bjargar að það var fólk þarna sem bjargaði mér. Þú fékkst mig til að gera prakkarastrikin með þér og þegar gekk alveg fram af mér þá sagði ég bara; bölvað kvikindi ertu, Gísli minn, svo var haldið áfram allt- af fyrirgaf maður allt saman. Gísli var stríðinn mjög og þá var stundum nóg að segja tvö orð við mig og þá var hann búinn að ná til- gangi sínum og ná mér upp, þá kom þetta bros út í annað sem einkenndi Gísla. Þá rifjast líka upp þegar safn- að var í brennu fyrir áramótin, Gísli var alltaf kosinn brennustjóri. Þá voru dívanar og dót geymt í kjall- aranum heima svo því yrði ekki stol- ið. Það var eins gott að mamma og pabbi vissu ekki um olíuna sem geymd var þarna líka, þetta var Gísli. Ég leit alltaf upp til Gísla því það sem honum datt í hug var alltaf eitthvað skemmtilegt, hvort það var að binda mig við staur í indjána- eða kúrekaleik og gleyma að losa mig, því hann þóttist hafa gleymt mér þegar ég var búin að vera bundin ansi lengi, þá kom brosið út í annað. Við rifjuðum oft upp prakkarastrikin og hlógum mikið, ég veit ekki hvort fullorðna fólkið hafi hlegið jafnmikið. Þegar Gísli hitti Öllu kom hann stoltur og sýndi okkur konuefnið sitt. Eftir að þau giftust fluttust þau á Flateyri og hafa búið þar síðan. Við hittumst sjaldnar en sambandið var í gegnum símann. Elsku mamma, Alla, Sigrún, Steina, Valtýr, makar og afabörn við verðum að reyna að halda áfram. Gísli minn, ég sakna þín. Þín systir, Bára. Síminn hringir. Mér er sagt að hann Gísli bróðir minn sé dáinn. Nei, nei, nei, ég trúi því ekki. Fyrst pabbi og síðan Benni bróðir okkar, og núna þú, allir á ellefu mánuðum. Við sem eftir sitjum hugsum af hverju og hvers vegna. Elsku bróðir, minning- arnar hrannast upp í huga mér. Öll skemmtilegu símtölin okkar, alltaf stutt í hláturinn hjá þér, þú á Flat- eyri og ég í Reykjavík. Og núna síð- ast í vor þegar þið Alla voruð á Beni- dorm. Elsku mamma, Alla, Sigrún, Steina, Valtýr og fjölskyldur, inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar allra frá mér og fjölskyldu minni. Kæri bróðir, mikið á ég eftir að sakna þín og trausta og hlýja faðm- lagsins sem ég fékk alltaf þegar við hittumst. Hafðu þökk fyrir allt, kæri bróðir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín systir Rósa. Það þyrmdi yfir mig þegar mér var tilkynnt að Gísli bróðir væri lát- inn í blóma lífsins. Það er því þungt fyrir hjartanu þegar ég sest niður að setja á blað fáein orð um þennan bróður minn sem fallinn er frá á besta aldri og án nokkurs fyrirboða. Það er skarð fyrir skildi þar sem Gísli var, næstelstur í systkinahópn- um og stoð og stytta ef á þurfti að halda. Það verða því þung spor að feta og allsendis ótímabær að fylgja honum til grafar nú í dag. En ekki er spurt að stað og stund þegar svona stendur á og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það sem einkenndi þann góða dreng sem Gísli hafði að geyma var létt lund og græskulaus stríðni sem gat gengið út á ystu mörk þegar svo bar við. Ekkert þótti Gísla skemmti- legra en að ná manni aðeins upp á tærnar og hlæja svo að öllu saman þegar honum þótti nóg komið. Gísli átti miklu lífsláni að fagna, var vin- margur og virkur í hvers kyns félagsstarfi. Hann átti yndislega fjölskyldu sem stóð þétt saman. Ég man það enn þótt langt sé síðan er Gísli kynnti Öllu sína fyrir okkur á æskuheimilinu í Skipasundi. Þarna skein í gegn þetta glettnislega bros sem við hin kölluðum grobbsvipinn hans Gísla. Þetta voru svipbrigði sem Gísli átti svo erfitt með að leyna, ef hann reyndi það þá nokkurn tím- ann, og svo einkennandi fyrir lífs- viðhorf hans, enda var hann einn þeirra öfundsverðu er hafa þetta ,,ég get allt-viðhorf“. Ekki er nóg með að þau yrðu hjón þau Gísli og Alla, held- ur voru þau mestu mátar og vinir alla tíð. Óhætt er að segja að þau hafi verið nánast eitt í öllu sem þau gerðu og sögðu. Það er varla að maður muni eftir Gísla án Öllu og öfugt. Það verður því þungbært fyrir elskulega mágkonu mína að kveðja þennan vin sinn og ævifélaga sem hefur verið óaðskiljanlegur hluti lífs hennar allt frá unglingsárunum. Börnin þeirra þrjú, sem eru tengd föður sínum svo sterkum böndum, sjá þarna á eftir klettinum í tilver- unni. Það er þó með ólíkindum hve sterk þau hafa verið í þeim áföllum sem á hafa dunið. Ekki má þó gleyma því að gleði- stundirnar hafa verið svo margar. Það var einstakt að heimsækja Gísla og Öllu á heimili þeirra vestur á Flateyri. Konunglegar móttökur og ekkert annað kom til greina þegar gesti bar þar að garði. Jafnvel þótt maður slæddist við öllum að óvörum, þá kom ekki annað til greina hjá þeim hjónum en að tjalda öllu er til var. Á slíkum stundum var Gísli í essinu sínu og til í hvað sem var. En það er komið að kveðjustund, ástkær bróðir og sannur drengskap- armaður verður kvaddur hinstu kveðju í dag. Minningin um Gísla mun lifa áfram í börnunum hans, svipmóti þeirra og fasi. Góður drengur er farinn þangað sem við öll munum hittast að lokum og við sem þekktum hann getum yljað okkur við fallegar endurminningarnar sem hafa einkennt allt hans líf. Elsku Alla, Sigrún, Steina, Valtýr, tengdabörn og barnabörn, megi Guð styrkja ykkur í því sem framundan er. Elsku mamma, enn er sótt í ungahópinn þinn og verði Guð þér sú stoð er þú þarfnast svo mjög þessi þungbæru misseri. Takk fyrir sam- verustundirnar elsku Gísli minn og umfram allt fyrir það að vera sá stóri bróðir sem þú hefur reynst í gegnum tíðina. Óskar. Elsku mágur minn, Gísli Valtýs- son, er dáinn, hann var mér ekki bara mágur heldur sem besti bróðir. Það er svo sárt að hugsa það að þú sért farinn frá okkur, Gísli, en innst inni veit ég að þú fylgist með okkur. Við erum samt rík að hafa fengið að kynnast þér, við eigum svo margar góðar minningar sem hjálpa okkur á þessari sorgarstundu. Það er erfitt að segja bara Alla, því alltaf var tal- að um Öllu og Gísla saman, þið voruð svo samtaka í öllu sem þið gerðuð, studduð alltaf svo vel við bakið á hvort öðru. Það er stutt á milli gleði og sorgar, við Pétur áttum með ykk- ur góða kvöldstund áður en þið fóruð út í vor og svo aftur eftir að þið kom- uð heim, þá hittumst við heima hjá Steinu og Pétri í Mosfellsbæ, við höfðum um svo margt að spjalla að tíminn flaug frá okkur, síðan var Brúðkaupið hjá Valtý og Kollu 9. júní, þar var mikil gleði og stoltur faðir sem stóð við hlið sonar síns í kirkjunni. Þar voruð þið Alla glæsi- leg eins og alltaf, þú í ísl. búningnum og Alla í upplut. Helgina eftir fóruð þið Alla, Adda og Bergmann norður á Skagaströnd í rjúpu til Ástu og Bimbó, Jóhanna og Valur mættu líka, óvænt komu María og Beggi og ég undirituð, það var heldur betur glatt á hjalla hjá okkur, við mars- eruðum niður í Kántríbæ og skemmtum okkur fram á nótt. Fyrr um kvöldið sátum við systurnar sex saman og makar saman nema þú, Gísli, þú sast hjá okkur systrunum og þar rifjuðum við upp þegar þú komst fyrst vestur með Öllu, þá komst þú með rjúpur með þér og dáumst við enn að því þegar mamma eldaði þær fyrir þig en rjúpur voru hvorki borðaðar þá né síðar á þeirra heimili en þú borðaðir þær einn fram yfir nýár. Það var mikið hlegið og mikið gaman, ég er svo þakklát fyrir þessar góðu minningar sem við átt- um saman síðasta mánuðinn, og allar hinar góðu stundirnar bæði í Kiw- anisklúbbnum Þorfinni á Flateyri og bara allt sem við brölluðum saman. Hafðu þökk fyrir allt og allt kæri Gísli. Elsku Alla, Sigrún, Steina, Valtýr, GÍSLI VALTÝSSON EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.