Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AF hálfu Kringlunnar er áformað að stækka húsnæði Kringlunnar með því að byggja hæð ofan á og viðbyggingu við suðurhluta Kringlunnar. Eru tillögur þess efnis nú til meðferðar hjá borg- aryfirvöldum. Áætlað er að við- byggingin verði þrjú þúsund fer- metrar og að þar verði starfrækt líkamsræktarstöð. Á stærri mynd- inni sést viðbótin dekkt fremst á suðurhluta Kringlunnar þar sem verslanir verða og á minni mynd- inni, sést dekkt upplyfting eftir endilöngu þakinu þar sem líkams- ræktarstöðin á að koma á nýrri 4. hæð. Fram kom í Morgunblaðinu í gær, að einnig væri uppi á teikni- borðinu frekari uppbygging á Kringlusvæðinu Stefnt að stækkun KringlunnarJARÐGERÐARTUNNUR voru í gær afhentar fulltrúum um 25 heim- ila í Mosfellsbæ, en tunnurnar á að nota til að jarðgera lífrænt sorp frá eldhúsi og garði eftir aðstæðum. Heimilin 25 verða þátttakendur í til- raun sem Mosfellsbær stendur fyrir, þar sem verið er að kanna þessa leið til að minnka sorp sem fer til urð- unar. Að sögn Jóhönnu B. Magnús- dóttur, verkefnisstjóra Staðardag- skrár 21 í Mosfellsbæ, telur bæjarfélagið ástæðu til að skoða, hvort vænlegt sé að minnka það sorp sem þarf að urða með því að íbúar bæjarins taki að sér að urða sorpið á heimilum sínum. „Ég tel mikilvægt að við látum þær auðlindir sem við hendum venjulega í ruslið frekar fara í hringrás náttúrunnar. Við telj- um að gróðinn af þessu felist meðal annars í minni kostnaði fyrir sveit- arfélagið þar sem minna magni af sorpi þarf að aka langar leiðir,“ segir Jóhanna. Að sögn Jóhönnu verða þau 25 heimili sem þátt taka í verkefninu heimsótt til að kanna hvernig urð- unin gengur og í framhaldi af til- rauninni verður tekin afstaða til þess hvort fleiri tunnur verði keyptar á næsta ári. Morgunblaðið/Ásdís Garðyrkjustjórinn í Mosfellsbæ, Oddgeir Þór Árnason, sýnir jarðtunnu og Jón Fransson, framkvæmdastjóri HSS, fylgist með. Jarðgerð í Mosfellsbæ Mosfellsbær BORGARRÁÐ hefur samþykkt að verða við beiðni borgarverk- fræðings um 5 milljóna króna aukafjárveitingu í tengslum við varðveislu fornleifa í Aðalstræti. Upphæðinni verður varið í for- athuganir og rannsóknir á jarðvegi og jarðvatni. Stefnt er að því að undirbúa sýningu á skála frá landnámsöld undir Aðalstræti. Borgarráð samþykkti fyrr í sum- ar að fela borgarverkfræðingi í samvinnu við borgarminjavörð að undirbúa varðveislu fornminja við Aðalstræti og gera áætlun um kostnað. Í samþykkt borgarráðs er kveðið á um að leita skuli samstarfs við menntamálaráðuneyti og þjóð- minjavörð um varðveislu minjanna sem þjóðminja. Borgarráð samþykkir aukafjárveitingu 5 milljónir veittar til varðveislu fornminja Miðborg KARL Steinar Valsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í Reykjavík, telur í ljósi reynslunnar erlendis frá, að raunhæft sé að banna áfengis- drykkju á almannafæri, en segist efast um að ölvun á almannafæri sem slíka verði hægt að banna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks hafa lagt til að ölvun og með- ferð áfengis á vissum stöðum í Reykjavík, s.s. Austurvelli, verði bönnuð frá 8 til 24 og leggur Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, áherslu á að ekki sé ætlunin að tak- marka útiveitingaaðstöðu í næsta nágrenni við Austurvöll. Aðspurður segir Karl Steinar að raunhæft sé að banna áfengis- drykkju á almannafæri en sér ekki fyrir sér hvernig bann við ölvun sem slíkri gangi upp. „Borgaryf- irvöld í sumum borgum á Írlandi, N-Írlandi og víðar hafa beitt úr- ræðum sem fela í sér bann við áfengisdrykkju á almannafæri. Lögreglan í Reykjavík kynnti borg- aryfirvöldum þessa hugmynd í vinnuhópi á vegum borgarstjóra fyrir nokkrum vikum enda vildi hún benda borgaryfirvöldum á að þetta væri ein þeirra leiða sem skoða mætti frekar. Það má nefna að í Belfast er drykkja á vissum stöðum óheimil og hefur viðvörunarskiltum verið komið upp þar að lútandi. Á þeim eru vegfarendur m.a. minntir á að á viðkomandi svæði liggi 100 punda sekt við því að drekka á bannsvæðinu. Mér skilst að það hafi gengið ágætlega að framfylgja þessum ákvæðum en ég hef þó viss- ar efasemdir um að hægt sé að ganga svo langt að framfylgja banni við ölvun sem slíkri á tilteknum svæðum. Bann við drykkju á al- mannafæri, þ.e. á ákveðnum svæð- um og á ákveðnum tímum sólar- hringsins, er atriði sem væri hægt að taka upp í lögreglusamþykkt enda eiga slík ákvæði heima þar. Það má líka geta þess að það hafa skapast talsverðir erfiðleikar í þess- um málum í Reykjavík í tengslum við burð á áfengi út af veitingastöð- um, sem er lögum samkvæmt óheimill. Talsverður hluti líkams- meiðinga í miðbænum er tilkominn vegna þess að ekki er fylgt settum reglum og þar liggur ábyrgð veit- ingamanna, sem eiga að sjá til þess að gestir fari ekki með flöskur eða glös út af stöðunum. Veitingamönn- um er vel kunnugt um þessar regl- ur en að sjálfsögðu er það í verka- hring lögreglunnar að sjá til þess að þeir fari eftir þeim.“ Inga Jóna Þórðardóttir hefur ekki svar á reiðum höndum á þess- ari stundu hvernig unnt sé að banna ölvun í Austurstræti enda sé ætlunin með umræddri tillögu að athuga hvort og þá hvernig hægt sé að koma við banninu, þ.e. ölvun og meðferð áfengis á tilteknum svæð- um. Ekki ætlunin að banna veit- ingasölu í kringum Austurvöll „Það svæði sem við höfum helst í huga er Austurvöllur sjálfur,“ segir Inga Jóna. „Þó er ekki verið að ræða um útiveitingastaði í kringum Austurvöll enda eru þeir á ábyrgð rekstraraðila. Ástæða þess að við viljum láta skoða þessi mál, er sú mynd sem blasir oft við vegfar- endum, þ.e. samsöfnuður drukkins fólks. Þetta er ásýnd sem ég tel að sé ekki viðunandi fyrir miðborg Reykjavíkur og Austurvöll sem er í raun hjarta miðborgarinnar. Önnur ástæða fyrir tillöguflutningnum er þær breytingar sem orðið hafa á áfengislöggjöfinni, en sú breyting varð á löggjöfinni við síðustu end- urskoðun, að lögreglan hefur ekki lengur heimild til að hafa afskipti af ölvuðu fólki á almannafæri nema þegar um ræðir verulegar óspektir. Okkur er tjáð að lögreglan geti ekki gripið inn í t.d. þegar fólk er orðið mjög drukkið á almannafæri. Þess vegna felur tillagan í sér að það sé kannað hvort og þá hvernig við getum brugðist við. Austurvöll- ur er staður þar sem fólk á að geta gengið um öruggt. Þegar borgaryf- iröld telja að hægt sé að eitthvað sé að við ásýnd borgarinnar, þá þurfa þau líka að þora að grípa til að- gerða sem duga.“ Ekki útséð með hvernig eigi að banna ölvun á Austurvelli Drykkjuna sjálfa gæti verið raunhæft að banna Miðborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.