Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. UM 33% verðmunur er á dýr- ustu og ódýrustu innkaupakörf- unni, samkvæmt verðkönnun Morgunblaðsins í ellefu mat- vöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu í gær. Bónus var með lægsta verðið en Krónan fylgdi fast á eftir þegar bornar voru saman þær vörutegundir sem fengust í öllum verslununum. Um 117% verðmunur var á jöklasalati milli verslana, ódýr- ast í Bónus en dýrast í 10–11. Þá var einnig um 103% verðmunur á kjúklingi milli verslana. Verð- munur á lambalæri var 69% milli verslana. Ósamræmi var töluvert á milli hillu- og kassaverðs í verslun- um, mest í Samkaupum, þar voru tilvikin 13 af þeim 36 vöru- liðum sem voru kannaðir. Í fleiri verslunum kom einnig fram munur en algengast var að um tvær vörutegundir væri að ræða. Matarkarfan hækkað um 5,2% Sé könnunin borin saman við verðkönnun ASÍ og Neytenda- samtakanna frá 12. apríl í fyrra kemur í ljós að matarkarfan hef- ur hækkað um 5,2% en sam- anburður þarf ekki að vera marktækur þar sem fáar vöru- tegundir fengust í öllum versl- unum í báðum könnunum. Ekki var tekið tillit til gæða eða þjónustu í könnuninni held- ur einungis spurt um verð. Lægsta vöru- verðið í Bónus  Um 33% verðmunur/18 Morgunblaðið/Rax FORSVARSMENN Sláturfélags Suðurlands (SS) búast við 30–50% meiri sauðfjárslátrun nú í ár en í fyrra. Ástæðan er hækkun fyrirtæk- isins á vegnu meðalverði á dilkakjöti um 7% á meðan Goði hf. mun lækka verð til sauðfjárbænda um 8%. Kristinn Geirsson, framkvæmda- stjóri Goða hf., segir að fyrirtækið verði á bilinu 15–25% undir meðal- verði Landssambands sauðfjár- bænda. Þá muni Goði ekki byrja að greiða sauðfjárbændum fyrr en í febrúar á næsta ári. Segir hann að vegna þess muni Goði eflaust slátra um 120 þúsund dilkum í haust en það er helmingi minna magn en í fyrra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Goði hafi óskað eftir greiðslustöðvun og segir Kristinn að ekki sé grund- völlur fyrir því að að vera með slát- urhúsin í rekstri allt árið. Í haust muni fyrirtækið einungis slátra á þremur stöðum, á Höfn í Hornafirði, Fossvöllum í Jökuldal og á Hvamms- tanga. Í gær var starfsfólki Goða á Hellu, Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum tilkynnt að því yrði sagt upp að lok- inni slátrun í haust. Á þriðjudag var starfsfólki fyrirtækisins í sláturhús- inu á Hvammstanga og í Búðardal einnig tilkynnt um uppsagnir. Þetta eru alls 74 starfsmenn. Heimamenn í Búðardal hafa leitað eftir því að fá sláturhúsið á staðnum leigt með það að markmiði að slátra í haust í samvinnu við aðra sláturleyf- ishafa. Haraldur L. Haraldsson, sveitarstjóri í Búðardal, segir að Goði hafni öllum viðræðum við sveit- arstjórnina. Hann sakar forráða- menn Goða um að reyna að neyða bændur til að koma með fé í slátrun á afarkostum. Goði lækkar verð til bænda og tilkynnir frekari uppsagnir  Sauðfjárslátrun/29 GEIR Ólafsson ljósmyndari varð fyrir stöðugum árásum frá skúm þegar hann var við myndatökur í Ingólfshöfða í gær. Skúmur ræðst oft af mikilli heift á menn og skepn- ur á varpstöðvum sínum og getur veitt talsverð högg með fótunum. Í bókinni Fuglar Íslands eftir Hjálm- ar R. Bárðarson segir að skúm- urinn sé náskyldur kjóanum en þó ekki líkur honum í útliti. Fullorðnir skúmar vega 1.200–1.600 grömm og er hann því nær fjórfalt þyngri en kjóinn. Aðalvarpsvæði skúmsins er á söndunum sunnanlands. Á vet- urna leitar skúmurinn til hafs. Skúmur stuggar við ljósmyndara GREIÐSLUAFKOMA ríkissjóðs fyrstu sex mánuði þessa árs er 5,8 milljörðum króna lakari en áætlað var. Afkoman var neikvæð um 1,7 milljarða króna eftir fyrstu sex mán- uðina en var jákvæð um 10,6 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Tekjur ríkissjóðs voru 1 milljarði yfir áætlun en gjöldin eru 6,8 millj- örðum umfram það sem áætlað var. Fram kemur í greinargerð fjármála- ráðuneytisins um afkomu ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins að tekjurnar hækka um 7,2 milljarða frá fyrra ári en útgjöld hækka á hinn bóginn mun meira, eða um 19,5 milljarða króna. Tæplega helming útgjaldaaukningar- innar má rekja til sérstakra tilefna, s.s. vaxtagreiðslna vegna forinnlausn- ar spariskírteina, hæstaréttardóms vegna málefna öryrkja og fleira. Hreinn lánsfjárjöfnuður var nei- kvæður um 3,7 milljarða kr. sem er 6,4 milljörðum lakari útkoma en áætl- að var og 17,3 milljörðum lakari en í fyrra. Skýringin á lakari útkomu en í fyrra er m.a. að á árinu 2000 komu til greiðslu 5,5 milljarðar kr. vegna sölu á hlutabréfum í ríkisbönkunum á árinu 1999. Minni hækkun skatttekna Heildartekjur hækkuðu milli ára um rúmlega 7% en skatttekjur hækk- uðu heldur minna, eða um 6,5%. Til samanburðar nam hækkun skatt- tekna á sama tíma í fyrra um 12% og 16,5% árið þar á undan. Fjármálaráðuneytið telur að þess- ar tölur gefi góða mynd af því hve mjög hefur dregið úr vexti innlendrar eftirspurnar, einkum á þessu ári. Heildargreiðslur ríkissjóðs námu tæpum 110 milljörðum kr. á fyrri árs- helmingi og er það 6,8 milljörðum kr. umfram áætlun. Tæplega 60% af út- greiðslum úr ríkissjóði runnu til ým- issa félagsmála. Útgjöld vegna mála- flokksins hækkuðu í heild um 10,9 milljarða kr. milli ára, þar af nemur hækkun vegna fræðslumála 2 millj- örðum og 4,3 milljörðum vegna heil- brigðismála, þar af 1,3 milljarðar vegna aukinna greiðslna til Trygg- ingastofnunar ríkisins á þessu ári. Rekstrarframlög til sjúkrastofnana hækka um 1,6 milljarða og greiðslur almannatrygginga hækka um 4,1 milljarð, eða 27,4%. Þá hækka útgjöld til atvinnumála um tæplega 3,2 millj- arða kr. sem er 23,5% hækkun frá því í fyrra, vaxtagreiðslur hækka um 3,4 milljarða, eða 37,7%, og önnur útgjöld um 1,9 milljarða, eða 53%. Afkoma ríkissjóðs lakari en áætlað var  Afkoman/10 UNGUR drengur í Kópavogi slapp vel er hann hljóp út á götu um sjö- leytið í gær og lenti á hlið bíls með þeim afleiðingum að hann kastaðist í götuna. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi hljóp drengurinn á hurð- ina vinstra megin og lenti spegillinn á honum. Bifreiðin var ekki á mikilli ferð, en slysið átti sér stað á Álfhóls- vegi. Foreldrar drengsins og sjúkralið komu á staðinn og ætluðu foreldr- arnir að fara með drenginn á slysa- deild. Drengurinn kvartaði undan verk í fæti en var með fullri meðvit- und eftir slysið. Drengur lenti á bíl LÖGREGLAN á Selfossi var kölluð út upp úr klukkan sex í gær til að leita að manni sem hafði strokið af réttargeðdeildinni á Sogni. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF tók þátt í leitinni. Maðurinn fannst rúm- um tveimur tímum síðar þegar hann kom að bæ í Grafningi. Hann er kunnugur á bænum og lét heimilis- fólk lögregluna vita um ferðir mannsins. Strauk af Sogni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.