Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STJÖRNUGRÍS hf. á Kjalar-nesi, sem rekið hafðisvínabú að Vallá í nokkurár, keypti 3. maí 1999, jörð- ina Mela í Leirár- og Melahreppi í Borgarfjarðarsýslu, 500 hektara að landrými, í þeim tilgangi að reisa þar svínabú. Ætluðu eigendur fyrirtæk- isins að ala grísi á búinu, sem fluttir yrðu þangað frá búi fyrirtækisins að Vallá og svínabúi að Hýrumel í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu. Alls var gert ráð fyrir 8.000 grísum sam- tímis á búinu að Melum eða um 20.000 á ári. Fyrirtækið hóf þegar undirbúning að byggingu og starfrækslu búsins, lét gera uppdrætti af jörðinni og jarðarhúsum og lét vinna deiliskipu- lag af lóð á jörðinni, þar sem búið skyldi reist. Var deiliskipulagið sam- þykkt af hreppsnefnd Leirár- og Melahrepps 30. júlí 1999. Töldu framkvæmdir hafa um- talsverð umhverfisáhrif Nágrannar hins fyrirhugaða svínabús, Jón Kr. Magnússon og fjölskylda hans á Melaleiti í Leirár- og Melahreppi, sem er næsti bær við umrædda jörð, sendu Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra bréf vegna hins auglýsta deiliskipulags og gerðu fjölmargar athugasemdir við framkvæmdirnar. Töldu þau að framkvæmdirnar og rekstur búsins gætu haft í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag og vísuðu til 6. gr. þá- gildandi laga um mat á umhverfis- áhrifum nr. 63/1993. Í ítarlegri greinargerð sinni bentu þau m.a. á að verksmiðjubúskap fylgdu óhjákvæmilega áhrif á um- hverfi. ,,Þar sem fjöldi dýra er alinn á tiltölulega litlu svæði verður til óeðlilega mikið magn af úrgangi, miðað við það sem áður er þekkt í landbúnaði. Þar sem reynsla er kom- in á verksmiðjubúskap eru ógnvæn- legar afleiðingar farnar að koma í ljós. Mengun af úrgangi frá búum kemur fram bæði í lofti, láði og legi,“ sagði í bréfinu. Var einnig vísað til þess að í nágrannalöndum, s.s. í Danmörku, verði allar tillögur um svínabú sem eru stærri en 250 dýra- einingar að fara í umhverfismat og skv. tilskipun Evrópusambandsins beri að setja tillögur að svínabúum, sem eru stærri en 3 þús. alisvín, í umhverfismat. Geir Gunnar Geirsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnugríss, vísaði flestum gagnrýnisatriðum Melaleit- isfjölskyldunnar á bug í bréfi sem hann sendi til umhverfisráðherra. Svínabú ekki matsskyld sam- kvæmt eldri lögum Framkvæmdir af því tagi sem Stjörnugrís hafði í undirbúningi voru ekki á meðal þeirra matsskyldu framkvæmda sem taldar voru upp í eldri lögum um mat á umhverfis- áhrifum en í 6. grein þeirra laga var umhverfisráðherra veitt heimild, að fengnu áliti skipulagsstjóra, að ákveða að tilteknar framkvæmdir, sem kynnu að hafa í för með sér um- talsverð áhrif á umhverfi, náttúru- auðlindir og samfélag, yrðu háðar umhverfismati, þótt þær væru ekki taldar upp í lögunum. Skipulags- stjóri lagði í framhaldi af þessu til við umhverfisráðherra að bygging og rekstur svínbús Stjörnugríss þyrfti að sæta mati á umhverfisáhrifum. Eigendur Stjörnugríss töldu nú orð- ið ljóst að fyrirtækið fengi ekki út- gefin byggingar- og starfsleyfi fyrir svínabúi af þeirri stærð, sem upp- haflega var fyrirhugað á Melum, og ákváðu þá að sækja um byggingar- leyfi fyrir öðru húsinu af tveimur sem til stóð að reisa og starfsleyfi fyrir 2.950 grísa búi. Eftir að hafa leitað umsagna vegna tilkynningar nágrannanna á Melaleiti tók umhverfisráðherra þá ákvörðun 30. ágúst 1999 að bygging og rekstur svínabúsins skuli sæta mati á umhverfisáhrifum á grund- velli 6. greinar laga um mat á um- hverfisáhrifum. Þessu mótmælti lög- maður Stjörnugríss harðlega og höfðaði fyrirtækið dómsmál til að fá ákvörðun ráðherrans hnekkt. Var umhverfisráðherra sýknaður með dómi héraðsdóms 23. desember sama ár, en með dómi Hæstaréttar Íslands 13. apríl 2000, var ákvörðun ráðherrans felld úr gildi. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að í 6. grein laganna hefði umhverfisráð- herra fengið vald til að ákveða að til- teknar framkvæmdir verði háðar mati og svo víðtækt og óheft framsal löggjafans á valdi sínu til fram- kvæmdavaldsins stríði gegn ákvæð- um stjórnarskrár um friðhelgi eign- arréttar og atvinnufrelsi og sé því ólögmætt. Stjörnugrís sækir um leyfi til stækkunar búsins Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafði er hér var komið sögu gefið út starfsleyfi fyrir 2.950 grísi í svínabúi Stjörnugríss á Melum en daginn eft- ir áðurnefndan dóm Hæstaréttar, sótti Stjörnugrís um byggingarleyfi og breytingu á starfsleyfi vegna stækkunar búsins, í þá stærð sem upphaflega hafði verið ráðgerð, þar sem ljóst þótti af dóminum, að ráð- herra hafði verið óheimilt að taka ákvörðun um, að búið skyldi háð mati á umhverfisáhrifum. Í starfs- leyfisumsókninni kom fram, að Stjörnugrís hefði í hyggju að vera með um 7.840–8.960 svín á hverjum tíma í tveimur húsum. Byggingarnefnd veitti byggingar- leyfi vegna viðbótarframkvæmd- anna 15. maí 2000 og heilbrigð- isnefnd Vesturlands sendi Skipulagsstofnun bréf 17. sama mánaðar þar sem fram kom það álit nefndarinnar að ekki þyrfti, í sam- ræmi við dóm Hæstaréttar, að fara fram mat á umhverfisáhrifu stækkunar svínabúsins starfsleyfi yrði veitt. Þegar hér var komið sö Alþingi samþykkt ný lög u umhverfisáhrifum, þar sem er á um að stöðvar, þar sem þauleldi svína með 3.000 st alisvín eða fleiri, skuli áva mati á umhverfisáhrifum gengu hins vegar ekki í gil 6. júní. Í svari Skipulagsstofnuna var vísað til þessara nýsettu mat á umhverfisáhrifum og álit stofnunarinnar að óhei að gefa út starfsleyfi fyr skurður um mat á umhverfi lægi fyrir. Var því svo aftur af hálfu Skipulagsstofnu rekstur svínabúsins væri matsskyld framkvæmd“ sa nýju lögunum. Nefndin leitar álits ráð áður en starfsleyfi er Heilbrigðisnefnd Ve ákvað á fundi 9. júní 2000 a fyrirliggjandi starfsleyfisdr úruvernd ríkisins, fjölsk Melaleiti o.fl gerðu athugas starfsleyfisdrögin og 10. á heilbrigðisnefndin þá ákv leita álits umhverfisráðher hvort breytingar á s Stjörnugríss þyrftu að sæ umhverfisáhrifum. 4. september sendu sv menn umhverfisráðuneytis brigðisnefndinni svarbré hönd ráðherra, þar sem g frá því að ráðuneytið hefði k þeirri niðurstöðu að stækk búsins á Melum félli undir n um mat á umhverfisáhrifum inu var vísað til nýgengins ú umhverfisráðherra í máli isins Salar Islandica sem s um starfsleyfi vegna sjókv laxi í Berufirði. Líkt og Stjörnugríss barst umsókn Hæstiréttur ógilti tvisvar stjórnsýsluúrskurði umhver Fékk starfsleyfi irbýr bótakröfur Stjörnugrís ætlar að stækka nýtt svínabú sitt á Melum og ala 20 þúsund grísi á ári. Svínabúið Stjörnugrís á Melum fékk í starfsleyfi til stækkunar búsins rúm tveimur árum eftir að fyrirtækið lag fyrst fram umsókn sína. Úrskurður s umhverfisráðherra í síðustu viku gen þvert á fyrri niðurstöður umhverfisrá neytis og Skipulagsstofnunar. Eigen Stjörnugríss undirbúa skaðabótakröf hendur ríkinu. Ómar Friðriksson re atburðarásina í samskiptum Stjörnug og umhverfisyfirvalda. KLÚÐUR Í HVALVEIÐIRÁÐI Samskipti Íslands og Alþjóðahval-veiðiráðsins eru orðin hið verstaklúður. Það var röng ákvörðun á sínum tíma að ganga úr ráðinu og bætti stöðu Íslands ekki á nokkurn hátt. Norð- ur-Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO), sem stofnað var í kjölfar úrsagnar Íslands úr hvalveiðiráðinu, öðl- aðist aldrei þá stöðu eða trúverðugleika, sem þurfti til að hægt væri að byggja ákvörðun um að hefja hvalveiðar á nýjan leik á samþykktum þeirrar stofnunar. Morgunblaðið lagðist frá upphafi gegn úrsögn Íslands úr Alþjóðahvalveiði- ráðinu. Blaðið færði m.a. þau rök fyrir af- stöðu sinni að lítil ríki yrðu að afla mál- stað sínum fylgis innan viðurkenndra alþjóðastofnana og að sú ákvörðun að hverfa frá samstarfinu innan hvalveiði- ráðsins væri ekki í neinu samræmi við starfshætti Íslands í öðru alþjóðlegu samstarfi. Blaðið hefur talið að ákvörðun um að hefja hvalveiðar á nýjan leik verði eingöngu tekin í sátt við önnur ríki og slíkt geti aðeins gerzt með því að Ísland eigi aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Stefnubreyting ríkisstjórnarinnar fyrr á þessu ári var því ánægjuleg, en í byrjun júní sl. lýsti Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra því yfir að Ísland hygðist ganga aftur í ráðið, þó með fyr- irvara við ákvarðanir þess um hvalveiði- bann. Ráðherrann benti réttilega á að „betra sé að vera innan ráðsins og hafa áhrif á þróun umræðna þar, frekar en að standa utan við og eiga þess ekki kost að taka þátt í umræðum á þessum vettvangi um sjálfbæra nýtingu hvalastofna og önnur mál, sem tengjast hvalveiðum“. Það eru auðvitað vonbrigði, að meiri- hluti aðildarríkja Alþjóðahvalveiðiráðs- ins skuli nú neita að samþykkja fullgilda aðild Íslands að ráðinu vegna áðurnefnds fyrirvara og beita fyrir sig hæpnum lög- fræðilegum rökum í því efni, svo ekki sé meira sagt. Það er undarleg staða, þegar fulltrúar Íslands á fundum ráðsins líta svo á að við eigum fullgilda aðild að ráðinu, en meirihluti ráðsins og fundar- stjóri ganga framhjá þeim við atkvæða- greiðslur. Svo mikið er víst að þetta ástand er engum í hag og greiðir sízt fyr- ir uppbyggilegum og málefnalegum umræðum um hvalveiðar eða hvalavernd. Hitt er svo annað mál að þótt afstaða meirihluta ráðsins byggist á hæpnum þjóðréttarlegum grunni, færir hún okkur enn og aftur heim sanninn um að við er- um langt frá því að sannfæra umheiminn um réttmæti þess að hefja hvalveiðar á nýjan leik. Það væri því afar varasamt að taka ákvörðun um slíkt. Viðbrögð ráðsins við hvalveiðum Norðmanna renna sömu- leiðis stoðum undir þá ályktun. Við gæt- um skaðað útflutningsmarkaði okkar fyr- ir fisk og ferðaþjónustu, auk þess sem enn er enginn markaður að ráði fyrir hvalafurðir. Íslenzkra stjórnvalda bíður það verk að sannfæra aðildarríki Alþjóðahval- veiðiráðsins um að Ísland eigi rétt á full- gildri aðild að ráðinu, áður en hægt verð- ur að hefjast handa um að vinna efnislegum sjónarmiðum okkar fylgi inn- an ráðsins. Slíkt er vissulega tvíverkn- aður og hefði ekki þurft að koma til, hefði Ísland ekki sagt sig úr ráðinu á sínum tíma. HAGFRÆÐILEGT MAT Á VERÐMÆTI HÁLENDISINS Í tengslum við umræðu um fram-kvæmdir á hálendi Íslands, hefur nokkuð verið rætt um vægi þeirra verð- mæta sem felast í þeim ósnortnu nátt- úruperlum sem fórnað yrði. Hér á landi hefur þó mörgum reynst erfitt að koma auga á raunveruleg efnahagsleg verð- mæti í landslagi á öræfunum, þótt víða hafi verið þróaðar leiðir til að meta þau gæði til fjár. Carl F. Steinitz, prófessor í landslagsarkitektúr við Harvard-há- skóla, sem í síðustu viku hélt tvo fyr- irlestra á vegum Háskóla Íslands og rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær að Íslendingar standi nú frammi fyrir því hvort þeir ætli að láta hugsanlegan efnahagslegan ávinning til tiltölulega skamms tíma ráða ferðinni hvað hálendið varðar, eða hvort þeir hyggist líta til menningar- og efnahags- legs ágóða til lengri tíma. Steinitz hefur þriggja áratuga reynslu í því að leggja mat á gildi landslags og hefur unnið að fjölda verkefna víða um heim á því sviði. Í viðtalinu segir hann að margar aðferðir séu notaðar við að meta verðmæti landslags út frá hagfræðileg- um forsendum og fram kemur að hann telur að efnahagsleg rök mæli frekar með uppbyggingu ferðamannaiðnaðar á umræddu svæði hér á landi en virkj- unum. Þar felist ávinningur til mun lengri tíma auk þess sem ferðamanna- iðnaður krefjist ekki mikilla fjárfest- inga, öfugt við virkjanir. Það er umhugs- unarvert að Steinitz bendir einnig á að þegar fram líða stundir úreldist öll tækni, og að kostnaður við að fjarlæga verksmiðjur eða orkuver er ekki tekinn með í arðsemisútreikningum slíkra framkvæmda. Hann telur að Ísland hafi mikla mögu- leika í ferðaþjónustu en jafnframt að ferðaþjónusta og virkjunarframkvæmdir geti átt samleið. Sérstaða hálendisins á Íslandi byggist að hans mati á svæðinu sem heild og þeirri fjölbreytni sem þar ríkir, fremur en einstökum stöðum innan heildarinnar. Steinitz telur því að ef sú heild yrði rofin með því að ganga á ein- staka hluta hennar, sé hætta á að þeir ferðamenn sem nú sækjast eftir að koma hingað snúi sér annað. Það er gagnlegt og lærdómsríkt að kynnast viðhorfum sérfróðra manna í þessum efnum, þótt Morgunblaðið kunni ekki að meta þá skoðun Steinitz að leggja eigi veg þvert yfir hálendið eða í kringum það. Sú af- staða stangast óneitanlega á við þau við- horf, sem hann lýsir að öðru leyti. Þar sem iðnvæðing hófst mjög seint hér á landi hafa Íslendingar fram að þessu ekki þurft að búa við þau skilyrði sem skapast í umhverfi sem búið er að umbylta í þágu iðnaðar, eins og flestar vestrænar þjóðir. Þeir hafa því ef til vill ekki fyrr en nýlega gert sér góða grein fyrir því hversu verðmæt eign hálendið er og að áætlanir varðandi ráðstöfun þess geti rýrt það verðmæti um alla framtíð. Það kemur því ekki á óvart að Steinitz álítur að vandamál Íslendinga í umræðu um nýtingu hálendisins sé að hluta til það að sumir álíti hálendið hversdagslegt og verðlaust. Líklegt má þó telja að ef efnahagsleg rök benda til þess að varðveisla ósnortins víðernis sé ekki síður arðbær en aðrar og afdrifa- ríkari framkvæmdir tengdar stóriðju, þá myndu flestir Íslendingar kjósa að vernda hálendið óbreytt. Það er því afar mikilvægt að fylgja fordæmi annarra þjóða eins og Steinitz bendir á, skil- greina hagfræðilegt verðmæti hálendis- ins í sinni ósnortnu mynd og fá þannig yfirsýn yfir alla þætti þessa máls áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.