Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ kjölfar óvenju harðorðrar yfirlýsing- ar talsmanns ríkisstjórnarinnar þar sem hann sagði Vesturlönd vilja gera Makedóníu að alþjóðlegu verndarsvæði undir stjórn NATO. Ingimar Ingimarsson, fréttafulltrúi NATO í Skopje sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa vita hvað talsmanninum hefði gengið til með þessum ummælum. „Þau eru hins vegar til þess fallin að auka óróa í landinu.“ Segir Ingimar að opinberir emb- ættismenn, og þá sérstaklega for- sætisráðherrann, Ljubco Georgiej- vic, tali á þá leið að þeir ætlist til þess að NATO og KFOR geri meira en til stóð. „Það er nánast eins og hann [forsætisráðherrann] vilji að NATO taki sig til og ráðist á skæruliðana og hreki þá í burtu.“ Segir Ingimar að almenningur fái það því á tilfinn- inguna að NATO sé ekki að standa við skuldbindingar sínar og ætli sér jafnvel ekki að stuðla að friði. „Það er alið á þessum misskilningi og látið að því liggja að ábyrgðin liggi hjá bandalaginu en ekki hjá stjórnvöld- um. Fólk er óttaslegið og æst og þá er alltaf auðvelt að finna sökudólg.“ Vopnasölu frá Úkraínu hætt Talsmenn NATO og aðildarríkja þess hafa mótmælt áðurnefndum ummælum talsmannsins harðlega og segja þau lítt til þess fallin að stuðla að friði í landinu. Robertson lávarður ætlar að heimsækja stjórnvöld í Skopje í dag og eiga fundi með þarlendum stjórn- völdum. Gunnar Lange, yfirmaður NATO í Makedóníu, segir ásakanirnar um að bandalagið styðji skæruliðana séu fráleitar. Þvert á móti hafi hermenn á vegum NATO gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að vopnaflutning frá Kosovo-héraði í Júgóslavíu til skæruliða Albana í Makedóníu. Samkvæmt upplýsing- um NATO hafa hermenn bandalags- ins stöðvað á fjórða hundrað slíkar sendingar og hafa margir tugir vopnasmyglara verið handteknir. Condolezza Rice, öryggisráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, var í Úkraínu í gær og fékk hún þar- lend stjórnvöld til að hætta vopna- sendingum til Makedóníu. „Við erum ekki að draga rétt Makedóníu til að verja land sitt í efa, en við teljum það ekki vænlegt til árangurs að flytja fleiri vopn á svæðið,“ sagði Rice. HART var barist í kringum borgina Tetovo í norð-vesturhluta Makedón- íu eftir hádegi í gær, en bardagar höfðu legið niðri um morguninn. Voru bardagarnir að minnsta kosti jafnharðir og þeir sem geisuðu á þriðjudaginn í kringum borgina, ef ekki harðari. Seint í gær undirrituðu albanskir skæruliðar samning við samninga- mann Atlantshafsbandalagsins (NATO), Pieter Feith, þar sem með- al annars er kveðið á um að skæru- liðarnir yfirgefi landsvæðin sem þeir hafa tekið undanfarnar vikur. Í gærmorgun settu stjórnvöld í Makedóníu skæruliðum af albönsk- um uppruna þá afarkosti að drægju þeir sig ekki til baka áðurnefndum svæðum myndi stjórnarherinn gera stórsókn á stöðvar þeirra. Ekki er ljóst hvort átökin í gær eru merki um að þessi sókn sé hafin. Ekki er ljóst hvort dregið hafi úr bardögum eftir að samningurinn var undirritaður en makedónísk stjórnvöld neita því að vera aðilar að honum. Vestrænir diplómatar segja landið ramba á barmi borgarastyrjaldar og sagði Robertson lávarður, fram- kvæmdastjóri NATO, að ástandið í landinu væri „háalvarlegt“. NATO blóraböggull stjórnvalda Fjölmenn mótmælaganga var far- in í miðborg Skopje seint í gær og endaði fólkið við sendiráð Bandaríkj- anna. Mótmælin fóru þó friðsamlega fram, ólíkt þeim sem voru haldin á þriðjudagskvöld. Óeirðirnar á þriðjudag komu í Reynt að koma í veg fyrir borgarastyrjöld AP Makedónískir lögreglumenn reyna að meina mótmælendum inngöngu í þinghúsið í Skopje á þriðjudag.                                        !!   ! " # $ "   %& # '         () *+,-      !"#$" %&'($" !) "%$" "!) "($" %*++!"(, &"+', ($"  -($") .'%/'0 )  Talsmenn NATO hafna ásökunum um stuðning við uppreisnarmenn í Makedóníu Skopje. AP, AFP. KRÓATÍSKUR hershöfðingi, Ra- him Ademi, gaf sig fram við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í gær, íklæddur einkennisbúningi. Hershöfðinginn er ákærður fyrir að hafa stjórnað herliði sem myrti að minnsta kosti 38 serbneska borgara og brenndi fjölda serbneskra þorpa þegar það átti að draga sig til baka frá Krajina, svæði sem Serbar höfðu sjálfir lýst yfir að væri sjálfstætt lýðveldi. Þrátt fyrir að fjöldi Serba hafi verið lögsóttur fyrir stríðsglæpi í stríðinu í Króatíu á árunum 1991–1995 er Ademi fyrsti Króat- inn sem sóttur er til saka. Ademi er Kosovo-Albani að uppruna en litið er á hann sem stríðshetju í Króatíu. Á fréttavef AP- fréttastofunnar er haft eftir Ademi að hann sé stoltur af því að hafa tekið þátt í stríðinu. „Ég gerði ekkert rangt í stríðinu og ég mun sanna það í Haag. Sam- viska mín er hrein,“ sagði hann. Reuters Króatískur herforingi fyrir rétt í Haag Dæmdur njósnari látinn laus Peking. AP. BANDARÍSKUM fræðimanni sem er kínverskur að uppruna, Li Shaom- in, var vísað úr landi af kínverskum yfirvöldum í gær. Hann flaug áleiðis til San Francisco í Bandaríkjunum snemma í gærmorgun. Li var hinn 14. júlí sl. dæmdur fyrir að veita Taívan leynilegar upplýsingar um Kína. Þá tilkynnti lögmaður Gao Zhan, kínverskættuðu konunnar sem dæmd var í tíu ára fangelsi á þriðjudag, að hann væri þess fullviss að henni yrði sleppt. Skjót viðbrögð kínverskra yfir- valda við beiðni lögmannsins um að Gao verði sleppt vegna hjartaveilu þykja sýna að þau vilji leysa mál hennar áður en Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, kemur til Peking á laugardag, en hann er nú staddur í Víetnam. Powell er sagður ánægður með að Li skuli hafa verið sleppt. „Ég er ánægður með að þessi mál skuli hægt en örugglega vera að leysast.“ sagði Powell. Powell bjartsýnn á lausn mála Eftir fund sem Powell átti með ut- anríkisráðherra Kína, Tang Jiaxuan, í Víetnam í gær gaf hann í skyn að Kín- verjar myndu einnig vísa Gao og Qin, sem líka var dæmdur til tíu ára fanga- vistar á þriðjudag, úr landi. Powell sagði að búast mætti við formlegri til- kynningu kínverskra stjórnvalda um málið innan sólarhrings. „Ég held að samskipti okkar fari batnandi nú þeg- ar gremjan á milli okkar er að baki,“ sagði Powell bjartsýnn. Hann sagði ennfremur að samskipti við kínversk yfirvöld væru forgangsmál innan rík- isstjórnar George Bush. Mannréttindasamtök sem berjast fyrir mannréttindum í Kína en hafa aðsetur í New York hafa farið fram á það við Powell að í heimsókn sinni til Peking reyni hann að þrýsta á kín- versk yfirvöld um að gera „verulegar umbætur í mannréttindamálum“. Stjórnvöld í Kína hafa reynt að draga úr pólitískum áhrifum njósna- málsins. Haft er eftir sendiherra Kína í Bandaríkjunum að suma hluti eigi ekki að „taka úr öllu samhengi“. PHOOLAN Devi, sem var myrt við heimili sitt í Nýju Delhí á Indlandi í gær, átti sér lífshlaup sem virtist meira í ætt við kvikmyndir og þjóðsögur en veru- leikann. Hún varð aðeins 38 ára en meðal hlutverk- anna sem hún gegndi var forysta fyrir ræningjahópi, átrúnaðargoð kvenfrelsissinna og fátæks alþýðufólks og loks þingmaður sem mörgum fannst ganga langt í lýðskrumi. Devi var af lágstétt svonefndra Mallah-manna er annast flutninga á fljótabátum og er hún var ellefu ára var hún að undirlagi foreldranna gift manni sem var 20 árum eldri. Hún strauk frá honum nokkrum mánuðum síðar og svo fór að stigamenn rændu henni. Hún var enn unglingur er tveir glæpamenn skutu ástmann hennar, er þá fór fyrir stigamannahópnum, þeir höfðu hana í haldi í kofa í afskekktu þorpi, Behmai, og þar var henni margsinnis nauðgað af körlum í þorpinu. Devi tókst að flýja og hún varð leiðtogi ræningja- hóps 1981. Fór hún með þá til Behmai, náð var í 22 karla í þorpinu og þeir skotnir. Tveim árum síðar gafst hún upp fyrir erindrekum stjórnvalda og þúsundir manna í þorpum héraðsins hylltu hana ákaft enda litu margir á hana sem eins konar Hróa hött. Næstu ellefu árin sat Devi í fangelsi en hún vildi aldrei viðurkenna að hún hefði sjálf myrt nokkurn mann. Árið 1996 var Devi kjörin á indverska þingið og var þá skjólstæðingur Mulayam Singh Yadav, leiðtoga Samajwadi-flokksins, er berst fyrir réttindum fá- tækra. Hún féll af þingi 1998 en náði aftur kjöri næsta ár. Hét hún að vinna að bættum kjörum kvenna af lág- um stigum og barðist fyrir því að konur fengju að deila milli sín þriðjungi þingsæta í landinu. Ritaðar voru margar bækur um hana og sjálf ritaði hún endurminningar sínar sem urðu metsölubók. Devi varð heimsþekkt 1996 er leikstjórinn Shekhar Kapur gerði vinsæla kvikmynd, Ræningjadrottningin, sem byggð var á ævi Devi og sýndi hana sem kúgaða konu er barðist gegn gamaldags og einræðiskenndu þjóð- félagi er minnti á lénsskipulagið. Ræningjadrottning á þingi myrt Líf Phoolan Devi var efni í þjóðsögur AP Phoolan Devi á leið inn í þinghúsið í Nýju Delhí á mánudag. Hún var skotin til bana í gær. Nýju Delhí. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.